Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 29 ÉG tel mig vera í hópi fjölda fólks sem hefur vanþóknun á æsi- legri meðferð ýmissa fjölmiðla á málum Landssímans en þó eink- um herferð þeirra gegn Friðriki Pálssyni, stjórnarformanni fé- lagsins. Þessi hópur hefur haldið sig til hlés í þeirri sefjun, sem hér hefur hlotist af einhliða fréttamennsku, en margir eru þeir sem lýst hafa yfir stuðningi við Friðrik með öðrum hætti. Nú, þegar Friðrik hefur lýst því yfir að hann sækist ekki eftir áframhaldandi setu í stjórninni, meðal annars vegna þess að hann njóti ekki ótvíræðs trausts stjórnvalda, tel ég tímabært að lýsa yfir fyllsta trausti til hans sem stjórnanda vandasamra verkefna og jafnframt því að ég tel hann vera í hópi ósíngjörn- ustu manna sem ég hef umgeng- ist og hvað vandaðastan í fram- komu gagnvart meðborgurum sínum. Ég hirði ekkert um þær ávirð- ingar sem á hann hafa verið bornar. Hans mistök voru líklega helst þau að vera of seinþreyttur til vandræða þegar stjórnvöld í líki samgönguráðuneytis voru annars vegar en þau hlutuðust augljóslega óspart til um málefni félagsins. Annarra í þessu máli get ég að engu. Trausts- yfirlýsing Höfundur er matvælafræðingur. Alda Möller LENGI hefur ástandið á stóru sjúkrahúsunum á höf- uðborgarsvæðinu verið slæmt, en aldrei eins og nú. Á flestum deild- um Landspítala - há- skólasjúkrahúss liggja sjúklingar á göngum og jafnvel inni á skol- herbergjum, klósettum eða hvar svo sem pláss- in finnast. Sameining spítalanna er í fullum gangi og er það vel, en því miður er ekki fyr- irséð að sameiningin muni skila fleiri legu- plássum á stofnuninni, nema síður væri. Fjöldi leguplássa Ef mér telst rétt til var síðasta legudeild þess sem nú fellur undir Landspítala - háskólasjúkrahús tek- in í notkun í kringum 1995, en þá var efsta hæð B-álmu Landspítala í Fossvogi opnuð. Starfsemi deilda hefur eitthvað breyst síðan og rúma- fjöldi eflaust breyst nokkuð samfara þeim breytingum. Vífilsstaðaspítala var svo lokað nú um áramótin og lungnadeildin flutt í Fossvog. Frá 1995 hefur íbúum höfuðborg- arsvæðisins fjölgað úr 158.583 í 178.030, eða um 12%. Starfsemi sjúkrahúsa utan höfuðborgarsvæð- isins hefur heldur dregist saman á þessu tímabili, m.a. vegna skorts á sérfræðimenntuðum læknum. Þann- ig hefur álagið á stóru sjúkrahúsin á höfuðborgarsvæðinu aukist mikið á síðustu árum. Hafa ber í huga að samfara framförum í læknisfræði og hjúkrun hefur legutími sjúklinga styst töluvert. Þjóðin er hins vegar að eldast og því hlutfallslega fleiri sem þurfa á sjúkrahúsþjónustu að halda. Flöskuhálsar En það er fleira en aukinn fólks- fjöldi og hækkandi meðalaldur sem koma hér til. Verulegur skortur er á heilsugæslulæknum á höfuðborgar- svæðinu sem endurspeglast í því að milli tuttugu og þrjátíu þúsund manns eru án heimilislæknis. Mörg þeirra vandamála sem hægt væri að leysa innan heilsugæslunnar hafa því flust inn á sjúkrahúsin, f.o.f. bráðamóttökur og slysadeildina. Öldrunar- og endurhæfingarþjón- ustan er svo annar flöskuháls. Sjúk- lingar á bráðasjúkrahúsum þurfa oft að bíða vikum saman eftir plássum á endurhæfingardeildum. Bið eftir vistun á hjúkrunarheimilum getur sömuleiðis oft skipt mánuðum ef ekki árum. Þeir einstaklingar sem ekki hafa heilsu til að útskrifast heim eftir veikindi þurfa því oft að bíða þennan tíma í „hótelplássi“ á sjúkrahúsinu, sem kostar 71.000 krónur nóttin. Á meðan komast bráðveikir sjúklingar ekki inn á spít- alann þar sem fá eða engin laus pláss eru fyrir hendi. Skortur á legu- plássum veldur því einnig að fresta þarf aðgerðum og biðlistar lengjast. Með byggingu nýs barnaspítala mun leguplássum að sjálfsögðu fjölga töluvert og dregur það úr vandanum að einhverju leyti. Bygg- ingu hins nýja spítala mun þó senni- lega ekki ljúka fyrr en í fyrsta lagi í lok þessa árs. Hver ber ábyrgð? Þá spyr maður – hver ber ábyrgð? Er það ríkisstjórnin í heild eða eru það þeir sem stjórna ráðuneyti heil- brigðismála? Eru það kannski sveit- arfélögin eða stjórnendur spítalanna sjálfra? Eigum við skattborgarar kannski líka einhverja sök á máli líka, fyrir að láta okkur ekki meira varða um hvernig peningunum okkar er varið? Sama hver ber ábyrgðina, þá er það ástand sem ríkir í dag algjörlega óvið- unandi. Það er hvorki hægt að bjóða sjúk- lingum né starfsfólki upp á það „stríðs- ástand“ sem nú ríkir innan spítalans. Í lög- um um heilbrigðisþjón- ustu segir að allir landsmenn skuli eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði. Að mínu mati erum við langt frá því að standa við þetta ákvæði. Það má því að vissu leyti segja að mannréttindi séu brotin á sjúklingum innan spítal- anna í dag. Hvað er til ráða? Margir halda að meira opinbert fjármagn til heilbrigðismála sé nauðsynlegt til að leysa vandann. Útgjöld til heilbrigðismála hafa auk- ist mikið á undanförnum árum en þessi útgjaldaaukning hefur hins vegar ekki skilað sér í betri aðbún- aði fyrir sjúklinga. Að mínu mati eru ýmis önnur úrræði fyrir hendi til að leysa vandann sem ekki þurfa endi- lega að hafa aukinn kostnað í för með sér. Í fyrsta lagi þarf klárlega að fjölga hjúkrunar- og endurhæfing- arplássum. Fleiri sjúkrahótel myndu einnig hjálpa til við að losa um stífluna sem myndast hefur inn- an sjúkrahúsanna. Hvort tveggja eru úrræði sem eru langtum ódýrari heldur en náttgisting lítið veikra einstaklinga á bráðasjúkrahúsi. Í öðru lagi er brýnt að styrkja heilsu- gæsluna á höfuðborgarsvæðinu. Vinnuumhverfi heilsugæslulækna í dag er óaðlaðandi fyrir marga og því nauðsynlegt að veita þeim þann val- kost að stunda sjálfstæðan rekstur líkt og öðrum sérfræðingum. Í þriðja lagi tel ég að takmarka þurfi þjónustu bráðasjúkrahúsanna við þá þjónustu sem þau ein geta veitt. Flytja þarf sem mest af þeim verk- um út af spítalanum sem hægt er að framkvæma á einkastofum. Einnig þarf að nýta þá aðstöðu sem fyrir hendi er á sjúkrahúsunum á lands- byggðinni mun betur. Oft mæla menn gegn þessu vegna þeirrar kennslu sem fer fram á háskóla- sjúkrahúsinu. Ég sé hins vegar ekk- ert því til fyrirstöðu að kennsla geti farið fram á einkastofum og úti á landi eins og á stóru sjúkrahúsun- um. Í fjórða lagi er það skoðun mín að samkeppni sé yfirleitt hvati til að standa sig betur í rekstri og á það jafnt við um ríkisfyrirtæki og einka- aðila. Aukinn stuðningur við einka- framtakið í heilbrigðisgeiranum er því að mínu mati nauðsynlegur og sjálfsagður og mun án efa skila sér í betri þjónustu við þá sem á henni þurfa að halda. Fagna ég hinu nýja framtaki Læknalindar ehf. og óska þeim sem að því fyrirtæki standa alls hins besta í rekstrinum. Með slæma samvisku Þegar ég skrifaði undir læknaeið- inn við útskrift úr læknadeild sór ég þess eið að gæta hagsmuna sjúk- linga minna ofar öllu öðru. Miðað við núverandi ástand er mér algjörlega ómögulegt að standa við þetta lof- orð. Það er því með slæmri samvisku sem ég sinni starfi mínu sem læknir þessa dagana. Skora ég hér með á alla þá sem hafa völd til að breyta núverandi kerfi að hika ekki heldur blása til aðgerða ekki síðar en strax. Mannréttindi brotin innan sjúkrahúsa Margrét Leósdóttir Heilsugæsla Hvorki er hægt, segir Margrét Leósdóttir, að bjóða sjúklingum né starfsfólki upp á þetta „stríðsástand“. Höfundur er læknir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. ÉG er einn þeirra sem hafa velt því fyrir sér hvort hægt sé að virkja og vernda á sama tíma. Samverka- maður minn frá fyrri tíð, Árni Bergmann, sagði í útvarpsþætti um staðleysur á dögun- um að hinn íslenski meðaljón vildi bæði virkjun og þjóðgarð í einu. Í stað þess að tala góðlátlega niður til okkar meðaljóns hefði hann eins getað upp- hafið okkur og sagt að þetta væri afstaða hins skynsama manns, hag- sýna mannsins sem talað er um í þjóðhagfræðinni. Það hefur um nokkurt skeið staðið fyrir dyrum að gera rammaáætlun um virkjanir og landnýtingu á Ís- landi. Í umræðum um hana fengist heildarsýn yfir það hvar, hvenær og hvernig ætti að virkja á hálendinu og hvaða landsvæði yrðu friðuð eða tekin til annarra nota. En svo bregð- ur við að þótt framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun sé slegið á frest bólar ekkert á rammaáætluninni. Það virðist orðið óhjákvæmilegt skilyrði að hún komi ekki fram fyrr en risaframkvæmdin er hafin. Dýrmætar perlur Núverandi stjórnarflokkar hafa nægan þingmeirihluta til þess að knýja fram ákvörðun um Kára- hnjúkavirkjun enda þótt heildarsýn á framtíðarnýtingu landsins skorti. Við þessar aðstæður er það fagn- aðarefni að Samfylkingin skuli hafa sett fram þá hugmynd að flæmin sem ósnortin verða af virkjuninni norðan Vatnajökuls verði lögð undir þjóðgarð. Svæðið sem um er að ræða tekur yfir 4.500 ferkílómetra og á því eru margar af dýrmætustu perl- um íslenskrar náttúru, svo sem Tungnafellsjökull og Nýidalur, Kreppa og umtalsverður hluti af vatnasviði Jökulsár á Fjöllum, Herðubreiðarfriðland, Kverkfjöll og Kreppu- tunga, Grágæsadalur, Fagridalur, Snæfell, Vesturöræfi, hinir margrómuðu Eyja- bakkar, og loks Lóns- öræfi. Hér yrði um að ræða einstakan eld- fjallaþjóðgarð með Herðubreið, Öskju og fleiri merkum eldfjöll- um. Samþykkt tillögu um eldfjallaþjóðgarð, sem kæmi til viðbótar Vatnajökulsþjóðgarði, tæki af allan vafa um framtíðarnot á land- svæðinu, og má líta á hana sem mót- vægisaðgerð við þau náttúruspjöll sem verða af völdum Kárahnjúka- virkjunar. Dettifoss fengi að vera í friði um ókomna tíð og þrátt fyrir að virkjun yrði að finna á hinu einstaka jarðsögulega svæði norðan Vatna- jökuls stærstu ósnortnu víðerni í Evrópu. Ósnortin víðerni Ósnortin víðerni eru að sönnu staðleysuhugmynd sem vantar botn- inn í. Jafnvel hörðustu friðunarsinn- ar gera ráð fyrir þvi að hægt verði að komast um hin ósnortnu víðerni og að þau verði nýtt í þágu vaxandi ferðamannaiðnaðar. Væntanlega er mesta verndin á slíkum svæðum fólgin í því að skipuleggja þar um- ferð og útivist, sem í senn verndar náttúruna en gerir fólki þó kleift að njóta hennar. Í þjóðgarðshugmynd- inni felst því einnig umfangsmikil skipulagsvinna sem bæði lands- stjórnin og sveitarfélög á Austur- landi og Norðurlandi þurfa að fást við. Hundruð starfa gætu skapast í tengslum við eldfjallaþjóðgarðinn og hann ætti að geta orðið lyftistöng byggða og ferðaþjónustu. Skynsamlegt virðist að skipu- leggja þjóðgarð norðan Vatnajökuls samhliða virkjunarframkvæmdum þegar vinnuvélar og mannskapur eru hvort sem er til staðar á svæð- inu. Vandséð er að í annan tíma verði fjármunir og kraftur í þessum landshluta til þess að verja 1–2 millj- örðum króna í innviði nýs þjóðgarðs. Hinn hagsýni maður mælir því bæði með þjóðgarði og virkjun, svo fremi að sýnt verði fram á að af Kára- hnjúkavirkjun sé ótvíræður þjóð- hagslegur arður. Eldfjalla- þjóðgarður og virkjun Einar Karl Haraldsson Höfundur starfar að almannatengslum. Umhverfi Hinn hagsýni maður, segir Einar Karl Haraldsson, mælir því bæði með þjóðgarði og virkjun. Vorum að taka upp nýjar vörur Freemans - Bæjarhrauni 14 - s: 565 3900 - www.freemans.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.