Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ HAGNAÐUR Delta-samstæðunnar á árinu 2001 var tvöfalt meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Hagn- aðurinn nam 813 milljónum króna eftir skatta en áætlaður hagnaður var 395 milljónir. Á árinu 2000 var hagnaðurinn 222 milljónir króna og jókst hann því um 266% milli ára. Róbert Wessman, forstjóri Delta, segir að reksturinn hafi gengið mjög vel og árið í fyrra sé besta ár félagsins frá upphafi. Reksturinn og starfsemin hafi verið styrkt á undanförnum árum sem og sölu- starfið og þróunarverkefnum hafi verið fjölgað mikið. Þessi vinna sé að skila sér. Rekstrartekjur ársins jukust um 156% milli ára en rekstrargjöld um 141%. Fjármagnsgjöld ársins námu 313 milljónum króna en þær nærri tvöfölduðust frá fyrra ári. Meðal fjármagnsgjalda ársins er um 187 milljóna gengistap. Rekstur dótturfélaga Delta hf. skilaði 124 milljóna króna hagnaði á árinu og var það í samræmi við áætlanir félaganna. Þau félög sem um ræðir eru: Medís ehf. og NM Pharma ehf. á Íslandi, Pharmamed á Möltu, en Delta tók við rekstri fé- lagsins um mitt síðasta ár, Medis Ltd. á Mön og Medis AS í Dan- mörku. Áhrifa Pharmamed á rekstr- arreikning samstæðunnar gætir á seinni hluta ársins en eignir og skuldir félagsins koma fram að fullu í árslok. Um 20 lyf seld til 20 landa Í tilkynningu frá Delta segir að framleiðsla félagsins í Hafnarfirði og Borgartúni á síðasta ári hafi verið umsvifamikil. Töluvert hafi verið fjárfest í tækjum sem muni auka afköst verksmiðjunnar í Hafn- arfirði verulega. Stærsta breyt- ingin í framleiðslu á árinu hafi ver- ið kaupin á Pharmamed á Möltu, sem sé vel tækjum búin og geri fé- laginu kleift að yfirfæra lyf frá Ís- landi þangað í framleiðslu. Sameig- inleg framleiðslugeta samstæðunnar er nú um 3,5 millj- arðar taflna. Á árinu fóru tvö ný lyf á markað erlendis, þ.e. ofnæmislyfið Cípróf- loxasín og ofnæmislyfið Loratad- ine. Í tilkynningunni segir að sala þessarra lyfja hafi farið fram úr áætlun auk þess sem sala erlendis á hjartalyfjunum Lísinopril og Ena- lapril hafi gengið vel. Aukin umsvif á næstu árum Umsvif Delta hafa tæplega sjö- faldast frá árslokum 1998 og selur fyrirtækið nú um 20 lyf til 20 landa. Rekstraráætlanir Delta samstæð- unnar gera ráð fyrir auknum um- svifum næstu árin. Í tilkynningunni segir að á árinu 2002 verði lögð áhersla á yfirfærslu verkefna til Möltu þar sem framleiðslukostn- aður og viðskiptaumhverfi séu fé- laginu hagstæð. Fyrirhuguð sam- eining félagsins við Omega Farma og kaupin á danska markaðs- fyrirtækinu United Nordic Pharma renni enn styrkari stoðum undir rekstur félagsins. Ennfremur sé markmið félagsins að efla enn frek- ar þróunar- og sölustarfsemina. Stofnun þróunarfyrirtækisins Delta R&D á næstu vikum, opnun söluskrifstofu í Þýskalandi og opn- un innkaupaskrifstofu á Indlandi séu verkefni sem farið verði í á þessu ári. Einnig verði unnið áfram að markaðssókn inn á Bandaríkja- markað. Félagið stefnir að því að ljúka 8– 10 þróunarverkefnum á ári og er stefnt að því að um 25 ný lyf fari á markað til ársloka árið 2005. Aðalfundur Delta verður haldinn 19. mars næstkomandi. Stjórn fé- lagsins mun leggja fram tillögu um 15% arðgreiðslu til hluthafa. Hagnaður tvöfalt meiri en áætlað var                                                                                      !"! # $# %&  '#("  '#(  # ($)  #%#  ($! #$* $+ #,&                            ! "  ! "  ! "                       LANDSBANKI Íslands hf. skilaði 1.749 milljóna króna hagnaði í fyrra, sem er 83% aukning frá fyrra ári. Reiknaðir skattar bank- ans voru jákvæðir um 9 milljónir króna í fyrra, en árið á undan greiddi bankinn 518 milljónir króna í skatta. Ástæða þessarar tekju- færslu skatta í fyrra er meðal ann- ars lækkun tekjuskattshlutfalls fyr- irtækja úr 30% í 18%. Arðsemi eigin fjár eftir skatta batnaði mikið, fór úr 8,1% árið 2000 í 13,1% í fyrra, sem er umfram arðsemis- markmið þess árs, en áætlunin gerði ráð fyrir 8%–11% arðsemi. Sú arðsemi sem náðist er hins vegar í samræmi við þau markmið sem bankinn hefur um næstu ár, en arð- semismarkmiðin hafa verið hækkuð í 13–16%. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu var minni munur á afkomu fyrir skatta en eftir skatta og arð- semin fyrir skatta batnaði því minna en arðsemin eftir skatta, eða úr 12,7% árið 2000 í 13,9% í fyrra. Viðskiptabankastarfsemi Lands- bankans skilaði góðri afkomu og hreinar vaxtatekjur jukust um 46%. Vaxtamunur, sem er hreinar vaxtatekjur í hlutfalli við meðal- stöðu heildarfjármagns, hækkaði milli ára úr 2,9% í 3,5%, en fara þarf aftur til ársins 1997 til að sjá svo mikinn vaxtamun. Skýringin á þessum aukna vaxtamun er aðal- lega sú að bankinn á meira af verð- tryggðum eignum en skuldum, og þess vegna hækkuðu vaxtatekjur meira en vaxtagjöld við verðbólgu- skotið í fyrra. Árið 2001 urðu meðal annars þær breytingar á samstæðu Lands- bankans að Landsbankinn-Fram- tak hf. sameinað Landsbankanum- Fjárfestingu hf., en með því hætti Landsbankinn beinni þátttöku í framtaksfjárfestingum. Þess í stað tekur hann nú þátt í slíkum fjár- festingum í gegnum þriðja aðila, svo sem Íslenska hugbúnaðarsjóð- inn hf. Gengistap af hlutabréfum 1,9 milljarðar króna Gengistap af hlutabréfum nam 1.927 milljónum króna í fyrra, en hagnaður af hlutabréfum nam 56 milljónum króna árið 2000 og er neikvæður viðsnúningur gengis- munar hlutabréfa því tæplega 2 milljarðar króna. Þrjár skýringar eru á gengistapinu í fyrra. Í fyrsta lagi almenn lækkun hlutabréfa- verðs á mörkuðum. Í öðru lagi gengislækkun eignarhluta sam- stæðunnar í félögum í upplýsinga- tækni, fjarskiptum og líftækni, og í þriðja lagi hefur bókfært verð hlutabréfa í óskráðum félögum ver- ið fært niður í þeim tilvikum þar sem raunverð hefur verið talið lægra en framreiknað kostnaðar- verð. Gengishagnaður af gjaldeyrisvið- skiptum var rúmum tvö hundruð milljónum króna minni í fyrra en árið 2000, og nam 118 milljónum króna. Jákvæður viðsnúningur var hins vegar í markaðsskuldabréfum, þar sem 508 milljóna króna tap árs- ins 2000 snerist í 105 milljóna króna hagnað í fyrra. Samanlagt var gengismunur af hlutabréfum, gjaldeyrisviðskiptum og markaðsskuldabréfum mun nei- kvæðari í fyrra en árið á undan. Í fyrra var gengistapið 1,7 milljarðar króna, en rúmar eitt hundrað millj- ónir króna árið 2000. Þróun þóknunartekna er jákvæð, þær aukast um sjö hundruð millj- ónir króna milli ára. Kostnaðarhlutfall Landsbankans, sem er hlutfallið milli rekstrar- gjalda og rekstrartekna, lækkaði milli ára úr 71,5% í 66,2%, sem er jákvæð þróun, en markmið bank- ans er að hlutfallið verði undir 65% í ár og undir 63% á næsta ári. Framlög í afskriftareikning út- lána aukast um tæplega einn millj- arð króna í 2,3 milljarða króna, sem er 1,2% af meðalstöðu útlána, en í fyrra var þetta hlutfall 0,9%. Útlán bankans jukust um 18% og námu 199 milljörðum króna í árslok 2001. Þegar litið hefur verið til áhrifa af lækkun krónunnar á gengisbundin útlán og áhrifa verð- bólgu á verðtryggð útlán nemur raunaukning útlána rúmum 7% í fyrra. Afskriftareikningur útlána nam 4,8 milljörðum króna í lok árs- ins 2001, sem er 2,3% af heildarútl- ánum. Ári áður var þetta hlutfall 2,1%. Starfsmenn fá einstaklingsbundnar kaupaukagreiðslur Bankaráð Landsbankans ákvað í ljósi rekstrarniðurstöðu ársins 2001 að verja hluta af hagnaði bankans umfram 13% arðsemi, eða um 40 milljónum króna, til kaupauka- greiðslna til starfsmanna. Kaup- aukinn verður að meðaltali 60 þús- und krónur, en fjárhæðin getur legið á bilinu 40–90 þúsund króna eftir starfsmati hvers og eins starfsmanns samkvæmt árangurs- stjórnunarkerfi bankans. „Ég tel afkomuna mjög vel við- unandi miðað við aðstæður á mörk- uðum á árinu 2001,“ segir Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Lands- bankans. „Það er ánægjulegt að sjá hvað viðskiptabankastarfsemin skilar góðri arðsemi og það er einn- ig ánægjulegt að sjá að útrás okkar er að heppnast afar vel og afkoma Heritable-bankans er yfir áætlun- um og sú besta um langt árabil. Það er athyglisvert að 14% af hagnaði Landsbankasamstæðunnar kemur nú frá erlendum eignum. Reikningurinn einkennist af því að vegna efnahagsástandsins hefur þurft að leggja töluvert hærra framlag í afskriftareikning útlána en á fyrra ári. Við teljum hins veg- ar teikn á lofti um að efnahags- lægðin verði ekki löng og að það versta sé að baki í þeim efnum. Ár- ið byrjar vel, markaðir eru að taka við sér og við erum bjartsýn á yf- irstandandi ár. Það sem við tilkynnum sérstak- lega um samhliða þessu uppgjöri er að við höfum breytt arðsemismark- miðum okkar til lengri tíma. Fyrst eftir að bankinn fór á markað haustið 1998 settum við fram til- tölulega hófleg arðsemismarkmið, eða á bilinu 9%–12%, á meðan unn- ið yrði að breytingum á bankanum. Nú er árangurinn af hagræðing- unni að koma í ljós og við teljum þess vegna að endurskilgreina beri arðsemismarkmiðin til næstu ára. Arðsemismarkmiðin verða 13%– 16% og það er sú arðsemi eigin fjár sem við spáum fyrir árið í ár.“ Tillaga um 500 milljóna króna hlutafjáraukningu Bankaráð Landsbankans mun leggja til við aðalfund 21. þessa mánaðar, að greiddur verði 10% arður, sem svarar til um 40% af hagnaði ársins. Jafnframt mun það leggja til að því verði veitt heimild til 500 milljóna króna hlutafjár- aukningar að nafnverði til að skapa svigrúm fyrir aukinn vöxt. Hlutafé bankans er nú rúmir 6,8 milljarðar króna. Hlutabréf í Landsbankanum hækkuðu um 5,6% í rúmlega 70 milljóna króna viðskiptum í gær. Lokagengi var 3,80. Landsbankinn hagnaðist um 1.749 milljónir króna í fyrra           -   #$       .     /     0             / 1  2                        / 1       34 56     7   8                    ! &(* #$ &&! % & "&( %  % ##) # &$! % '(#) '&#   ( *(( #& *&"  ' *#)  "( ),%+ ),#+ # !(     &                      ! "  ! "                   Arðsemi eigin fjár bankans eykst úr 8,1% í 13,1% á milli ára ENN og aftur hafa orðið breyt- ingar í æðstu stjórn netbankans Basisbank í Danmörku. Svíinn Pet- er Andersson, sem tók við starfi framkvæmdastjóra fyrir réttu ári, hefur vikið úr því sæti og Ole Klitgaard, sem einnig hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra, verður nú einn í því starfi, þótt einungis séu um þrjár vikur þar til afkoma fyrsta heila árs bankans verður kynnt. Frá þessu er greint í danska viðskiptablaðinu Börsen í gær. Haft er eftir stjórnarformanni bankans, Michael Eide, að ástæðan fyrir þessari breytingu sé sú að Peter Andersson hafi haft það hlutverk að koma rekstri bankans í lag og tryggja að viðskiptavinirnir héldu tryggð við hann. Það verk- efni hafi tekist vel og því hafi verið kominn tími til að huga að rekstr- inum að nýju. Ole Klitgaard hafi verið valinn til að sinna því verk- efni. Peter Andersson mun gegna störfum ráðgjafa á uppsagnartím- anum, að því marki sem þörf er á því, að sögn stjórnarformannsins. Ole Klitgaard var ráðinn til starfa hjá Basisbank sumarið 2001. Íslandsbanki-FBA var meðal stofnenda Basisbank en bankinn tók til starfa í september 2000. Fram- kvæmda- stjóraskipti hjá Basis- bank
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.