Morgunblaðið - 28.03.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.03.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is Átta ára bið Hauka loks á enda / C2 Atli Hilmarsson í viðræðum við Friesenheim / C1 4 SÍÐUR Morgunblaðinu í dag fylgir aug- lýsingablaðið „Tíminn er að renna út“ frá Úrvali- Útsýn. Blaðinu verður dreift um allt land. Sérblöð í dag ÚTFÖR Erlendar Einarssonar, fyrrverandi forstjóra Sambands ísl. samvinnufélaga, var gerð í gær frá Dómkirkjunni. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson jarðsöng, Fóst- bræður sungu, Gunnar Kvaran lék einleik á selló og organisti var Jón Stefánsson. Líkmenn sem báru kistuna úr kirkju voru Sigurður Markússon, Hjörtur Eiríksson, Þorsteinn Sveinsson og Sigurður Á. Sigurðsson sem eru nær á myndinni, Axel Gíslason, Geir Magnússon, Hjalti Pálsson og Gísli Jónatansson. Morgunblaðið/Þorkell Útför Erlendar Einarssonar VÖRUSKIPTI við útlönd voru hag- stæð um 2,7 milljarða króna í febr- úarmánuði. Vörur voru fluttar út fyrir 16,1 milljarð en inn fyrir 13,4 milljarða króna fob. Samkvæmt frétt Hagstofu Íslands voru vöru- skiptin í sama mánuði í fyrra óhag- stæð um 1,5 milljarða á sama gengi. Fyrstu tvo mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 35 milljarða króna en inn fyrir 27 milljarða fob. Afgangur af vöruskiptum við útlönd nam því 8 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau óhag- stæð um 0,8 milljarða á sama gengi. Fyrstu tvo mánuði ársins var vöru- skiptajöfnuðurinn því 8,8 milljörð- um króna skárri en á sama tíma í fyrra. Verðmæti álútflutnings dróst saman Verðmæti vöruútflutnings fyrstu tvo mánuði ársins var 11% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áð- ur. Með föstu gengi er miðað við meðalgengi á vöruskiptavog. Þannig er meðalverð erlends gjaldeyris 13,8% hærra mánuðina janúar–febr- úar í ár en sömu mánuði í fyrra. Sjávarafurðir voru 58% alls út- flutnings og var verðmæti þeirra 18% meira en á sama tíma á árinu 2001. Aukningin stafar að stærstum hluta af auknum útflutningi á fryst- um flökum, sem jókst um 31,5% milli ára, og útflutningi á iðnaðarvörum, aðallega lyfjavörum. Útflutningur á öðrum iðnaðarvörum en áli og kís- iljárni var 87,7% meiri á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Verðmæti álút- flutnings dróst saman um 14,8% milli ára. Þriðjungi minni innflutningur fólksbíla Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu tvo mánuði ársins var 16% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áð- ur. Samdráttinn má aðallega rekja til minni innflutnings á fjárfesting- arvörum og flutningatækjum. Verð- mæti innfluttra fjárfestingarvara dróst saman um 38,1% milli ára og flutningatækja um 42,0%. Þar er meðtalinn 30,4% samdráttur í verð- mæti innfluttra fólksbíla og 43,7% samdráttur í innflutningi á flutn- ingatækjum til atvinnurekstrar, annarra tækja en flugvéla og skipa. Verðmæti innfluttra skipa var 73,0% minna á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Vöruskiptajöfnuður batnar um 8,8 milljarða Afgangur af vöruskiptum við útlönd fyrstu tvo mánuði ársins nam 8 millj- örðum króna en var óhagstæður um 0,8 milljarða á sama tíma í fyrra Á ÞRIÐJA tug verslana í Kringlunni lækkaði verð um 3% í gær í áfram- haldandi viðleitni kaupmanna til þess að halda verðlagsþróun fyrir neðan rauða strikið. Forsvarsmenn ASÍ héldu fund með fulltrúum kaupmanna um miðj- an dag síðastliðinn þriðjudag og seg- ir Örn V. Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Kringlunnar, að dreifibréf með kynningu á lækkun- inni hafi verið send í verslanir skömmu síðar. Fjölmargir tóku áskorun um 3% verðlækkun strax í gær, segir Örn ennfremur, og eru þátttakendur í átakinu á þriðja tug verslana að hans sögn. Kaupmenn sem hyggjast lækka verð hafa sér- stakar merkingar í gluggum og að- stoðaði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, Sverri Berg Steinarsson, for- mann markaðsráðs Kringlunnar og eiganda Noa Noa, við að festa upp fyrstu tilkynninguna um verðlækk- un um hádegisbil í gær. Fjölmargir kaupmenn við Lauga- veg og í Smáralind hafa lækkað verð um 3% að undanförnu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Sverrir Berg Steinarsson, formað- ur markaðsráðs Kringlunnar, festa upp tilkynningu um 3% afsláttinn. 3% verðlækkun í Kringlunni ÞYRLA Landhelgisgæslunnar og flugvél Flugmálastjórnar voru kall- aðar út í gærdag vegna sendinga sem bárust frá neyðarsendi suðaust- ur af landinu. Við leit á svæðinu fannst gamall neyðarsendir í fjör- unni sex mílur vestan við Ingólfs- höfða og er talið að sendingarnar hafi borist frá honum. Það var um klukkan hálffjögur í gærdag sem Landhelgisgæslunni bárust boð frá flugvélum um neyð- arsendingarnar og skömmu síðar komu sömu boð frá gervihnöttum. Voru þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF og flugmálastjórnarvélin TF-FMS sendar til leitar auk tveggja véla frá varnarliðinu sem síðar var snúið við eftir að neyðar- sendirinn fannst. Það var áhöfn þyrlunnar sem fann sendinn í fjörunni 6 mílur vestan við Ingólfshöfða. Að sögn Hjalta Sæ- mundssonar, aðalvarðstjóra hjá Landhelgisgæslunni, taldi áhöfnin sendinn hafa verið lengi í sjó og að hann væri erlendur. „Hann verður síðan skoðaður af sérfræðingum og reynt að finna út hvort líklegt sé að hann hafi getað farið í gang. Við höfum dæmi um að þessi verkfæri geta legið í sjó eða í fjöru og farið síðan í gang af og til,“ sagði hann. Mikil leit vegna neyðarsendinga ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF- LÍF, sótti alvarlega veikan tíu ára dreng til Ólafsvíkur í gærmorgun. Var hann fluttur á bráðamóttöku Landspítala – háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Að sögn læknis þar hresstist drengurinn töluvert yfir daginn og var lagður inn á barna- deild undir kvöld. Ekki var ljóst hvað amaði að drengnum. Sótti veik- an dreng Þyrla Land- helgisgæslunnar JARÐSKJÁLFTAHRINA hófst úti fyrir Norðurlandi um klukkan þrjú í fyrrinótt, fáeina kílómetra norður af Gjögri og Gjögurtá, austanvert í mynni Eyjafjarðar og mældist stærsti skjálftinn um 2,9 á Richt- erkvarða. Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur segir að þarna hafi mælst margir skjálftar um nóttina en síðan hafi dregið úr virkninni í gærdag. „Það verða stundum hrinur á þessu svæði, t.d. árið 1997 á sama stað og stærstu skjálftar þá voru svipaðir og núna. Hrinurnar fyrir norðan geta staðið með hléum í eins og einn sólarhring en geta síðan ver- ið að deyja smám saman út í allt að mánuð.“ Skjálftahrina fyrir norðan ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.