Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.04.2002, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2002 13 Náttúrulegt B-vítamín ásamt magnesíum og C- vítamíni í jurtabelgjum. Akureyri, sími 462 1889. Fæst m.a. í Nýkaupi og í Árnesapóteki, Selfossi. www.islandia.is/~heilsuhorn Póstsendum um allt land Í dagsins önn MEÐ aðkomu Vísis hf. í Grindavík að Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. vonast heimamenn eftir meiri um- svifum við höfnina. Fyrir skömmu voru fyrstu merki þess sjáanleg þegar línuveiðarinn Gissur hvíti SF 55 frá Hornafirði kom hingað inn til löndunar. Pétur H. Pálsson, framkvæmda- stjóri Vísis hf., var á bryggjunni þegar fréttaritari Morgunblaðsins var þar á ferðinni, Pétur sagði að Gissur hvíti væri ekki gerður út á vegum Vísis hf. Þeir Vísismenn væru hins vegar í góðum tengslum við útgerð skipsins þar sem þeir væru með tvö skip í þeirra eigu, Garðey SF 22 og Melavík SF 34 á leigu. Hefur undanfarna mánuði veitt í Barentshafi Gissur hvíti SF hefur undan- farna mánuði verið á veiðum í Bar- entshafi og afli skipsins úr þessari veiðiferð er um 130 tonn af fryst- um afurðum. Ingólfur Hjaltalín, rekstrarstjóri bolfiskdeildar Fiskiðjusamlags Húsavíkur, sagði að af þessum 130 tonnum væru rúm 80 tonn þorsk- ur. Hann fer til vinnslu hjá Fisk- iðjusamlaginu en annar afli skips- ins fer í gáma og verður síðan fluttur til vinnslu annars staðar. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Torfi Aðalsteinsson vinnur við lönd- un úr línuveiðiskipinu Gissuri hvíta SF 55 á Húsavík. Gissur hvíti landaði á Húsa- vík eftir veiðar í Barentshafi Húsavík. Morgunblaðið. ÍSLENSK verðbréf hafa opnað starfsstöð á Ísafirði í húsnæði Sparisjóðs Vestfirðinga. Forstöðu- maður Íslenskra verðbréfa á Ísa- firði er Torfi Jóhannsson. Í fréttatilkynningu kemur fram að Íslensk verðbréf hf. bjóða við- skiptavinum sínum þjónustu á öll- um helstu sviðum verðbréfavið- skipta, s.s. á sviði fjárvörslu og eignastýringar, verðbréfamiðlunar, útgáfu verðbréfa, sjóðastýringar og almennrar ráðgjafar við val á sparnaðarleiðum. Nýverið gerðu Íslensk verðbréf hf. og Lífeyrissjóður Vestfirðinga samning um að Íslensk verðbréf hf. annist stýringu á hluta verðbréfa- eignar Lífeyrissjóðs Vestfirðinga. Í framhaldinu er stefnt á að auka samstarf þessara aðila enn frekar. Að sögn Sævars Helgasonar framkvæmdastjóra Íslenskra verð- bréfa hf. ætti samningurinn að vera báðum aðilum til hagsbóta auk þess sem Vestfirðingar ættu að hafa nokkurn hag af honum í formi aukinnar þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta á svæðinu. Guðrún Guðmannsdóttir fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vest- firðinga segir að markmiðið með þessu samstarfi við Íslensk verð- bréf hf. sé m.a. að byggja upp öfl- uga fjármálaþjónustu á Vestfjörð- um ásamt því að fela sérfræðingum á verðbréfamarkaði umsýslu á eignum Lífeyrissjóðs Vestfirðinga. Hún telur jafnframt að opnun starfsstöðvarinnar á Ísafirði ætti að leiða af sér betri fjármálaþjón- ustu fyrir bæði sparifjáreigendur og fyrirtæki og stofnanir á svæð- inu. Íslensk verðbréf opna starfs- stöð á Ísafirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.