Vísir - 22.04.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 22.04.1980, Blaðsíða 2
vtsm Þriðjudagur 22. april 1980 Keyptir þú Rauðu fjöör- ina, sem Lionsfélagið seldi um helgina til styrktar heyrnaskert- um? Magni Gunnarsson, nemi: Nei mér var boöin hiln, en ég átti ekki peninga fyrir henni. Soffia Eiriksdóttir, nemi: Nei, mamma keypti hana. Hún keypti eina. Gústaf óskarsson, verslunar- stjóri: Já, þaö geröi ég. Ég er nú meö heimili og þvi voru keyptar aö minnsta kosti þrjár íjaörir. Hermann Jónasson, vörubil- stjóri: Já, ætli ég hafi ekki keypt tvær fjaörir, þar sem mér fannst ég vera aö styrkja mjög gott mál- efni. Svala Björgvinsdóttir, húsmóöir: Já, en ég lét mér nægja eina. Djúpur hnakkur styöur vel viö knapann og gefur þægilegt sæti, en flatt sætigefur meira færiá aðflytja sig til og breyta ásetu Tsamræmi viö gang hestsins. Búnaður til að byrja með í síðasta þætti skild- um við við hinn ný- keypta hest kominn i hús og örugga gæslu og nú skulum við gefa okkur tima til að skreppa i búðir. Eins og vikið var að siðast er það æði margt og mis- munandi dýrt sem hægt er að fá keypt og að sjálfsögðu er það lika mismunandi þarft. Þeir sem hafa vel af peningum og vilja nota þá i þessu skini geta fengið ótrúlega marga hluti og losnað við mik- ið fé, en það er lika hægt að komast af án margra þeirra. Þaö sem byrjandi þarf aö eignast strax er stallmúll, kambur, bursti, hnakkur og beisli fyrir hestinn, og svo hjálmur og stigvél á sjálfan sig, ég geri ráö fyrir aö allir eigi góöan fatnaö aö ööru leyti þótt hann sé ekki sniöinn fyrir hesta- mennsku. Stallmúlar Stallmúlar eru fáanlegir af nokkrum geröum, misdýrum og misgóöum. Oftast er hægt aö fá múla, sem búnir eru til úr einn- ar tommu breiöri vélreim. Þessir múlar hafa reynst vel, þeir eru sterkir og ódýrir og þurfa litla umhiröu. Auk þess geturhversem erkeypt sér efni i þá og búiö þá til s jálfur, sér til sparnaöar og gamans. Sumir flétta efni i múla úr notuöum baggaböndum. Einnig eru á markaönum múlar úr nylon- boröum, léttir og liprir og aö siöustuerusvoleöurmúlar, sem ástæöulaust er aö mæla meö, þeir eru dýrir og þurfa mikla umhiröu og slitna fljótt.ef hestur tekur á þeim. Stallmúll úr nylonboröa eöa reim kostar um 6000-8000 krónur. Beisli Meiri vandi er á höndum þegar velja á beislið. Beislin eru seld i þrennu eöa jafnvel fernu lagi.þ.e. höfuöleöur, mél, taum- ur og ef til vill reiömúll. Afar þýöingarmikiö er aö vandaö sé til vals á beisli, þvi vont beisli getur meitt hestinn og gerir samband manns og hests erfitt. 1 bókinni Hesturinn minn eru mjög greinagóöar lýsingar á öllum hlutum beislabúnaöar og Islenskur hnakkur meö stoppi þar sem kálfinn leggst aö. Ekk- ert stopp er hnépúöi undir laf- inu. tsienskur hnakkur. Heföbundin smiöi á ensk virki. Erlendir hnakkar meö svipuöu sniöi ætlaöirislenskum tölturum hafa reynst vel. ræö ég öllum, bæöi byrjendum og þeim sem lengra eru komnir, til aö kynna sér þaö sem þar er skrifaö. Annars má segja i stuttu máliaöfyrir byrjendur er ráölegast aö kaupa einfalda hluti. Höfuöleður ætti aö vera einfalt og iburöarlaust, utan sjálfrar höfuöölarinnar er ekki þörf á ööru en ennisól og kverk- ól. Þaö skal haft i huga aö hest- urinn er svo fögur og göfug skepna aö aukaólar og annaö prjál fegrar hann ekki. Þýðingarmesti hluti beislisins er mélin. Þau eru til i mörgum gerðum, sem flokkast i tvo aöal- flokka, hringamél og stanga- mél. Byrjendum er eindregið ráölagt aö nota hringamél, einkum vegna þess aö stangir eru vandmeöfarnar ef þær eiga ekki aö skemma samband mannsins og hestsins og einnig geta þær meitt hestinn, sé þeim rangt beitt. Enganveginn er þó sama hvaöa hringamél eru. Hæfileg lengd mélanna er 11,5-12,5 sm og þau skulu vera nokkuö sver. Bandbeislismél og önnur grönn mél eru kölluö haröur búnaöur og eru ekki æskileg. Taumar Taumar skulu vera liprir og meö taumlás á báöum endum, svo aö auövelt sé aö ley sa þá frá beislinu þegar þörf krefur. Boröataumar úr tveggja senti- metra breiöum boröa eru liprir og ódýrir. Þeir geta oröiö nokk- uöhálirþegar þeir blotna.enef mjóar leöurræmur eru saumaö- ar á þá þvera meö um 20 sm millibili, gefa þeir öruggt hald. Sléttir leöurtaumar geta lika veriö ágætir, en þeir eru mun dýrari og þurfa góöa umhiröu, til aö haldast mjúkir og liprir. Þykkir og sivalir taumar eru ó- heppilegir, þeir eru stirbir og þungir og gefa litla möguleika á lipru taumhaldi. Fléttaöir nylontaumar eru ónothæfir, þeir teygjast og taumatak verNir ó- nákvæmt og um kaöaltauma segir I Hesturinn minn aö þeir séu vanviröa fyrir góöan reiö- hest. Beisli kosta frá 25.000- 50.000 krónur. Hnakkar Hnakkurinn er mesta fjár- festingin. fyrir utan hestinn sjálfan. Verö á hnökkum I versl- unum hér er frá 100 til 220 þús- und krónur. Jafnvel er hægt að fá ódýrari hnakka, en almennt má segja aö þeir hafi tæpast reynst nógu vel. Segja má aö nokkurt samræmi sé á milli verös og gæöa I hnökkum, þótt þaö sé ef til vill ekki undan- hóíatak Sigurjón Vaidimars- son skrifar 3. ÞflTTUR tekningalaust. T.d. eru Islenskir hankkaryfirleitt ekki eins dýrir og þeir dýrustu innfluttu, en standa vel i gæðasamanburði. Illa lagaöir hnakkar skemma á- setu og hindra eölilegt samband ogstjórnun. Þeir eru oft ódýrir, en þaö er hæpinn sparnaður að kaupa þá. Oll stoppun I hnakkn- um þarf aö vera sem þynnst, til aö knapinn sitji sem næst hest- inum og þunginn leggist á bakiö þar sem vöövar eru undir. Sér- staklega skal gæta aö.að undir- dýnur séu ekki svo þykkar aö hætta sé á aö þær nái saman og loki loftrennunni, sem á aö vera á milli þeirra, þegar þær fara aö bælast. Æskilegterað hafa hné- púða á lafinu eða undir þvi. Djúpur hnakkur styður vel viö 1 knapann og gefur þægilegt sæti, en flatt sæti gefur meira færi á aöflytja sig til og breyta ásetu 1 samræmi viö gang hestsins. Ýmislegt Sjálfsagt er fyrir óvana reið- menn, og raunar alla, aö nota hjálm og þaö er skylda aö nota þá I kappreiðum. Hjálmar kosta frá um 12000 krónur. Vissulega er skemmtilegt aö vera vel til fara og klæðast fatnaöi sem hæfir umhverfinu, þótt segja megi aö þaö sé ekki strangt tek- iðnauðsyn. Reiöbuxur kosta frá um 14.000 kr. fyrir unglinga og allt upp I 40.000 kr. ódýrustu reiðstigvél kosta um 8.000 kr. Þaraðaukimá fá ýmsan klæðn- aö, svo sem sérstaka jakka, peysur, sokka o.fl. ef menn dska þess. Sitthvaö fleira má telja upp sem hægt er að fá, ogágætt er aö eiga, svo sem hófhlifar, keyri, upphengi fyrirreiötygi og fleira og menn fá sér þetta fyrr eöa siöar, en þaö er ekki nauðsyn- legt strax. En bókina Hesturinn minn, sem leiöbeinir um meöferö hesta, ætti hver byrjandi aö fá sér strax. s.V.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.