Morgunblaðið - 12.04.2002, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 12.04.2002, Qupperneq 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2002 29 RÉTTINDASTOFA Eddu – miðl- unar og útgáfu hefur gengið frá samningum um útgáfu á Englum alheimsins eftir Einar Má Guð- mundsson við Editorial Canguru í Portúgal. Þar með hefur út- gáfurétturinn á verðlaunabók Einars Más verið seldur til nítján landa. Englar al- heimsins komu út á Íslandi árið 1993 og hlaut Einar Már Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir hana tveimur árum síðar. Ed- itorial Canguru er ungt forlag í Portúgal en forsvarsmenn þess hafa engu að síður mikla reynslu af bókaútgáfu. Meðal höfunda á út- gáfulista þess er Charles Bukowski. Sagan hefur hlotið mikið lof heima og erlendis. Meðal annars ritaði gagnrýnandi Süddeutsche Zeitung að þetta væri „einstaklega hrífandi og ljóðræn skáldsaga“. Í Times Literary Supplement sagði að Einar Már byggi „bæði yfir dómgreind og djörfu hugarflugi mikils rithöfundar“. Gagnrýnandi Politiken í Danmörku taldi Engla alheimsins standa „jafnfætis – ef ekki framar – Gaukshreiðrinu“. Kvikmynd byggð á sögunni var frumsýnd í lok árs 1999 sem hlotið hefur fjölda viðurkenninga víða um heim. Englar al- heimsins til nítjánda landsins Einar Már Guðmundsson SÝNING Leikfélags Kópavogs á Grimmsævintýrum hefur verið val- in sem fulltrúi Íslands á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni í Västerås í Sví- þjóð í sumar. Dómnefnd á vegum Bandalags íslenskra leikfélaga til- kynnti þessa niðurstöðu sína fyrr í vikunni. Hátíðin í Västerås er á vegum NEATA sem eru samtök áhugaleiklistarsambanda Norð- urlanda og Eystrasaltsríkjanna. Í umsögn um sýninguna segir dóm- nefnd m.a: „Hópnum tekst að segja okkur sögur Grimms á mjög sann- færandi, sjónrænan og skemmti- legan hátt, bæði í tali og með lát- bragði.“ Grimm var frumsýnt 1. mars sl. Vegna húsnæðisskorts þarf LK að hætta sýningum nú í apríl. Fram að því eru áætlaðar sex sýningar og þær næstu eru á morgun, laugar- dag, kl. 13 og kl. 16. Grimm til Svíþjóðar Frá uppfærslu Leikfélags Kópa- vogs á Grimmsævintýrum. DRAUMASMIÐJAN frumsýndi leikritið Ég heiti Sigga, viltu koma í afmælið mitt? á barnaheimilinu Gull- borg á Rekagranda í gær. Leikritið segir frá Siggu sem á af- mæli og þeim vandræðum sem hún lendir í þegar mamma hennar setur henni það verkefni að bjóða krökk- unum í hverfinu í afmælið sitt. Vandamálið er bara það að Sigga þekkir ekkert krakkana í hverfinu. Sigga er nefnilega svolítið frábrugð- in öðrum börnum því hún notar tákn með tali. Leiksýningin verður í boði fyrir leikskóla. Leikstjóri er Gunnar Gunnsteinsson og Margrét Péturs- dóttir leikur öll hlutverkin en hún samdi einnig handritið. Drauma- smiðjan í leikskólana Morgunblaðið/Sverrir Margrét Pétursdóttir í leikriti Draumasmiðjunnar, Ég heiti Sigga, á leikskólanum Gullborg. IKEA er opið: Virka daga kl. 10-18.30 Laugardaga kl. 10-17 Sunnudaga kl. 12-17 ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 17 44 2 04 . 20 02 Ís í brauði 40 kr. alla helgina Kjörhelgi fyrir ís einhver betur? Býður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.