Morgunblaðið - 23.04.2002, Page 15

Morgunblaðið - 23.04.2002, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 15 ANNAÐ kvöld kl. 18–22 verður Hafnfirðingum boðið að taka þátt í vinnufundi, svokallaðri Fjarðarvakt, í Setbergsskóla þar sem aðferðir íbúaþings verða notaðar. „Með Fjarðarvakt gætum við að því hvernig við eflum kosti Hafnar- fjarðar, ekki síður fyrir afkomendur okkar en okkur sjálf,“ segir í frétt frá Hafnarfjarðarbæ. Tilgangur fundar- ins er að endurskoða og útvíkka Staðardagskrá 21 sem er áætlun sveitarfélagsins um sjálfbæra þróun á 21. öldinni. Þar skal þess gætt að núlifandi kynslóðir rýri ekki mögu- leika og lífsskilyrði afkomenda sinna. Þetta er þriðji fundur Fjarðar- vaktar en þeir hafa verið haldnir ár- lega. „Þetta er vettvangur íbúa og at- vinnulífs til að taka þátt í mótun hafnfirsks samfélags til framtíðar,“ segir í fréttinni. „Ef þú vilt vita hvernig skórinn passar, spurðu þá þann sem gengur í honum, en ekki þann sem framleiddi hann.“ Því er leitað eftir sjónarmiðum Hafnfirð- inga um mótun bæjarins. Boðið verð- ur upp á veitingar í matarhléi. Kostir Hafnarfjarð- ar efldir Hafnarfjörður Í GÆR komu 15 áhugasamir einstak- lingar saman á fundi til að ræða stofn- un félags eldri borgara í Mosfellsbæ. Fundurinn var haldinn í þjónustumið- stöð aldraðra við Hlaðhamra. Til fundarins var boðað að tilstuðlan fé- lagsmálasviðs Mosfellsbæjar. Ólafur Gunnarsson, formaður fé- lagsmálanefndar, setti fundinn og kynnti tildrög hans. Markmið og hlut- verk hliðstæðra félaga í Reykjavík, Kópavogi og Árborg voru kynnt. Stefnt er að því að halda stofnfund n.k. haust og í undirbúninghóp voru valin þau Davíð Guðmundsson, Hulda Sigurjónsdóttir, Jón Vigfússon, Leif- ur Kr. Jóhannesson, María Gísladótt- ir, Paul Hansen og Sverrir Guðvarð- arson. Stofnun félags eldri borgara í undirbúningi Mosfellsbær FJÁRFRAMLÖG til grunnskóla Garðabæjar hafa aukist ár frá ári frá því að rekstur skólanna færðist frá ríki til sveitarfélaga árið 1996. Á síð- ustu fjórum árum, þ.e. 1998–2002, hefur nemendum í grunnskólum Garðabæjar fjölgað um 12,4% en rekstrarfé til grunnskóla hefur á sama tíma aukist að raunvirði um 65%. Fjárframlög á hvern nemanda hafa á þessum árum hækkað um 47%, úr 306 þúsund krónum í 450 þúsund. Í frétt frá Garðabæ segir að helstu ástæður þessarar hækkunar séu fjölgun stöðugilda, kjarasamn- ingar kennara og rekstrarkostnaður vegna hugbúnaðar og tækja. Fjárframlag á hvern nem- anda hækkar um tæp 50% Garðabær Málarar - Múrarar - Píparar - Smiðir Dúkarar - Rafvirkjar - Ræstitæknar Til þjónustu reiðubúnir! Eitt númer - 511 1707 www.handlaginn.is handlaginn@handlaginn.is ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.