Morgunblaðið - 24.05.2002, Side 47

Morgunblaðið - 24.05.2002, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 47 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Grunnskóli Vesturbyggðar Kennarar óskast Í Birkimelskóla: Ein almenn staða. Í Bíldudalsskóla: Hálf staða íþróttakennara og tvær almennar stöður. Upplýsingar veitir Ragnhildur Einarsdóttir, skólastjóri, í síma 456 1637 eða 456 1665. 5 kennarastöður Grunnskólinn í Búðardal auglýsir 5 kennarastöður, 4 stöður almennra kennara og stöðu íþróttakennara. Helstu kennslugreinar eru bekkjarkennsla á yngsta stigi og miðstigi, líffræði og danska í eldri bekkjum. Starf íþrótta- kennara er íþróttakennsla og hugsanlega önnur störf að íþrótta- og æskulýðsmálum. Nánari upplýsingar gefa skólastjóri í símum 434 1466 og 434 1124 og aðstoðarskólastjóri í símum 434 1133 og 434 1224. Umsóknarfrestur er til 31. maí nk. Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar embætti prests í Nesprestakalli Reykjavíkurprófasts- dæmi vestra frá 1. október 2002. Biskup skipar í embætti presta til fimm ára. Óskað er eftir því að umsækjendur geri í um- sókn skriflega grein fyrir menntun sinni, starfs- ferli og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. Umsóknarfrestur rennur út 14. júní 2002. Umsóknir sendist Biskupi Íslands, Biskups- stofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík. Allar nánari upplýsingar um embættið er að finna á vef Þjóðkirkjunnar http://www.kirkjan.is/ biskupsstofa og á Biskupsstofu. Lausar eru stöður leikskólakennarar við leikskóla Mosfellsbæjar, um er að ræða stöður deildarstjóra og leikskólakennara. Kjör eru samkvæmt samningum FL og Sambands íslenskra sveitar- félaga. Leikskólar Mosfellsbæjar eru: • Leikskólinn Hlaðhamrar Leikskólinn tók til starfa 1976 og er 4 deilda leikskóli, Áherslur eru: Gæði í samskiptum og skapandi starf í anda Reggió stefnunnar. Upplýsingar veitir Sveinbjörg Davíðsdóttir skólastjóri í síma 566-6351 Netfang: hlad@mos.is • Leikskólinn Hlíð Leikskólinn tók til starfa 1985 og er 4 deilda leikskóli. Áherslur eru: Skapandi starf og gagnrýnin hugsun. Sérstök áhersla er á þróunarverkefnið „Börn og lismenning“ Upplýsingar veitir Jóhanna S. Hermannsdóttir skólastjóri í síma 566-7375 Netfang: hlid@mos.is • Leikskólinn Hulduberg Leikskólinn tók til starfa í nóvem- ber 1999 og er 4 deilda leikskóli. Áherslur eru: Umhverfismennt og umhverfisvernd „Græn stefna“ Upplýsingar veitir Þuríður Stefáns- dóttir skólastjóri í síma 586-8170 Netfang: hulduberg@mos.is • Leikskólinn Reykjakot Leikskólinn tók til starfa 1994 og er 4 deilda leikskóli. Reykjakot vinnur samkvæmt Hjallastefnunni Upplýsingar veitir Margrét Pála Ólafsdóttir skólastjóri í síma 566-8606 Netfang: rkot@mos.is Mosfellsbær rekur í dag fjóra leikskóla sem hver og einn státar af metnaðarfullri stefnu og starfsháttum. Íbúafjöldinn er um 6400 manns og er bærinn ört vaxandi útivistarbær enda stutt milli fjalls og fjöru og umhverfi bæjarins allt afar fagurt og mannlíf gott. Leikskólafulltrúi fiverholti 2 270 Mosfellsbær Kt. 470269-5969 Sími 525 6700 Fax 525 6729 www.mos.is Leikskólar Mosfellsbæjar Skalat ma›r rúnar rísta, nema rá›a vel kunni, flat ver›r mörgummanni, es of myrkvan staf villisk; sák á telg›u talkni tíu launstafi ristna, flat hefr lauka lindi langs ofrtrega fengit. -úr Egils sögu R A Ð A U G L Ý S I N G A R TILKYNNINGAR Tvöföldun Reykjanes- brautar frá Fífuhvammsvegi að Álftanesvegi og um Hafnarfjörð, frá Álftanesvegi að Ás- braut Mat á umhverfisáhrifum — athugun Skipu- lagsstofnunar Vegagerðin hefur tilkynnt til athugunar Skipu- lagsstofnunar matsskýrslur um breikkun Reykjanesbrautar: Tvöföldun Reykjanesbrautar frá Fífu- hvammsvegi að Álftanesvegi Skýrslan liggur frammi á eftirtöldum stöðum: Á bæjarskrifstofum Kópavogsbæjar og Garða- bæjar, á bókasöfnum Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun, Reykjavík. Matsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu Hnits: www.hnit.is . Tvöföldun Reykjanesbrautar frá Álfta- nesvegi að Ásbraut Skýrslan liggur frammi á eftirtöldum stöðum: Á bæjarskrifstofum Garðabæjar og Hafnar- fjarðarbæjar, á bókasöfnum Kópavogs, Garða- bæjar og Hafnarfjarðar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun, Reykjavík. Mats- skýrslan er aðgengileg á heimasíðu VST: www.vst.is . Skýrslur um mat á umhverfisáhrifum fram- kvæmdanna liggja frammi til kynningar frá 24. maí til 5. júlí 2002. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 5. júlí 2002 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000. Skipulagsstofnun. Sjávarútvegsráðuneytið Sjávarútvegsráðuneytið auglýsir aflaheimildir til úthlutunar vegna áfram- eldis á þorski Samkvæmt ákvæðum 16. gr. laga nr. 85/2002 sem er breyting á lögum nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, hefur sjávarútvegsráðherra til sér- stakrar ráðstöfunar aflaheimildir sem nema 500 lestum af óslægðum þorski. Þessum afla- heimildum skal ráðstafað til tilrauna með áframeldi á þorski. Umsóknum skal skilað til sjávarútvegsráðu- neytisins fyrir 8. júní nk. Í umsóknum þarf að koma fram upplýsingar um aðstöðu umsækj- enda til að stunda eldið; s.s. stærð kvía, gerð þeirra og frágang, fyrri reynsla umsækjenda á þessu sviði og fyrirætlanir. Hafrannsókna- stofnunin mun leggja mat á fræðilegt framlag hverrar eldistilraunar enda er stofnuninni ætlað að fylgjast með tilraununum og birta niður- stöður um gang þeirra. Umsækjendur þurfa jafnframt að afla sér leyfis Fiskistofu til eldisins í samræmi við ákvæði laga nr. 33/2002, um eldi nytjastofna sjávar. Sjávarútvegsráðuneytinu, 23. maí 2002. TIL SÖLU Garðplöntusala Ísleifs Sumarliðasonar, Bjarkarholti 2, Mosfellsbæ, auglýsir tré, rósir, runna, bakkaplöntur og sumar- blóm. Stórar bergfurur, stafafurur, blágreni og sitkagreni frá Hallormsstað. Tilboð blátoppur, birkikvistur og hansarós kr. 490. Sími 566 7315. Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að Endurnýjun og stækkun heimarafstöðvar í Eyvindartungu, Laugardalshreppi, í 180 kW skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á um- hverfisáhrifum. Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofn- un, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnun- ar: www.skipulag.is . Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 21. júní 2002. Skipulagsstofnun. Álftanesvegur og lenging Vífilsstaðavegar Mat á umhverfisáhrifum — úrskurður Skipulagsstofnunar Skipulagsstofnun hefur úrskurðað samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrif- um. Fallist er á lengingu Vífilsstaðavegar og lagningu Álftanesvegar samkvæmt leiðum A, B og D eins og þeim er lýst í framlögðum gögn- um framkvæmdaraðila. Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipu- lagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is . Úrskurð Skipulagsstofnunar má kæra til um- hverfisráðherra og er kærufrestur til 28. júní 2002. Skipulagsstofnun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.