Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.05.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Námskeið í rústabjörgun Nýjar aðferðir í brennidepli Almannavarnir ríkis-ins hafa staðið fyr-ir námskeiðasyrpu um rústabjörgun og í því skyni flutt hingað til lands sérfræðinga frá Bandaríkj- unum. Morgunblaðið hafði upp á Sólveigu Þorvalds- dóttur, framkvæmdastjóra Almannavarna ríkisins, og spurði hana út í námskeið- in og sérfræðingana. – Almannavarnir geng- ust fyrir námskeiðasyrpu um rústabjörgun, hvar voru þau, hvenær og hverj- um ætluð? „Námskeiðasyrpan hófst 20. maí og lauk 26. maí. Aðalnámskeiðið var sex daga námskeið í stoð- vinnu, brotvinnu og hífing- um rústabrota. Það var haldið í húsnæði Hjálparsveitar skáta Reykjavík, bæði í kennslusal þeirra og á bílaplaninu, auk þess sem verkleg kennsla fór einnig fram á vinnusvæði Einingarverk- smiðjunnar á Breiðhöfða og Áburðaverksmiðjunnar í Gufu- nesi. Þetta námskeið var ætlað björgunarsveitar- og slökkviliðs- fólki á Íslandi. Þá voru haldnir fyr- irlestrar fyrir birgðastjóra sem sjá um mannskap, tæki og búnað rústasveita, fyrir verkfræðinga, sjúkrahjálparfólk og hundaþjálf- ara sem hafa áhuga á því að starfa með rústasveitum og svo fyrir- lestra um tæknilega leit í rústa- björgun. Þessari syrpu lauk með fyrirlestrum um aðgerðirnar í New York og Pentagon í kjölfar atburðanna 11. september sl. sem voru opnir almenningi.“ – Hvert var tilefnið? „Í nokkur ár hafa Almanna- varnir ríkisins í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörg, Brunamálastofnun og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins staðið fyrir samstarfi við bandaríska alþjóða- rústabjörgunarsveit. Upphaflegu tengslin eru frá gamalli tíð þegar ég var sjálf félagi sveitarinnar á árum mínum í Bandaríkjunum. Eftir að ég tók við starfi fram- kvæmdastjóra AVRIK skoðaði ég möguleika á samstarfi á þessu sviði. Formlegt samstarf sem gengur undir nafninu Fairfax - Iceland Exchange program hófst árið 2000 og hafa æfingar og nám- skeið verið haldin í tilefni þessa samstarfs, bæði hér á landi og í Bandaríkjunum. Samstarfið hefur farið fram úr mínum björtustu vonum og var mikil ánægja með námskeiðasyrpuna í síðustu viku.“ – Kennarar voru bandarískir, hvaðan koma þeir og hver er þekk- ing þeirra? „Leiðbeinendurnir komu frá bandarísku alþjóðarústabjörgun- arsveitinni sem er í Fairfax í Virg- iniu. Þetta var alls tíu manna hóp- ur. Flestir voru slökkviliðsmenn sem hafa sérhæft sig í rústa- björgun og unnið að björgunar- störfum víða um heim og nú síðast í Pentagon og New York. Verk- fræðingurinn og hundaþjálfarinn sem fluttu fyrirlestra fyrir íslenska verkfræðinga og hundaþjálfara eru ekki starfandi slökkvi- liðsfólk heldur sjálfboðaliðar sem starfa með sveitinni.“ – Er þessi þekking sérdeild inn- an björgunarsveita eða er þetta hluti af alhliðaþekkingu félaga í slíkum sveitum? „Björgunarsveitir þurfa að glíma við margvísleg verkefni og rústabjörgun er aðeins eitt þeirra. Sumar sveitir hafa sérstaka rústa- björgunarhópa, en meðlimir þeirra eru einnig til taks í önnur verkefni. Sömu sögu má segja um slökkvilið. Björgunarsveitir og slökkvilið eru mikilvægir aðilar innan almannavarna og mikilvægt að þeir hafi reynslu í að starfa saman, sem er eitt af markmiðum samstarfsins.“ – Er verið að kynna einhverjar nýjungar í rústabjörgun? „Já, það er verið að kenna mönnum nýjar aðferðir við að byggja stoðir og brjóta steypu en þær hafa ekki verið kenndar hér áður. Það fór 25 manna hópur úr slökkviliðum og björgunarsveitum til Fairfax í fyrrasumar að læra þessar aðferðir og nú var hópurinn að kenna þær hér á landi með að- stoð þessara erlendu slökkviliðs- manna. Þó svo að rústabjörgun hafi verið æfð á Íslandi í þónokkur ár þarf alltaf að viðhalda þekkingu og fylgjast með því nýjasta í heim- inum. Þá komu fram í fyrirlestr- unum margvíslegar nýjar upplýs- ingar fyrir okkur Íslendinga til þess að melta og tileinka okkur eftir aðstæðum.“ – Hvernig fóru námskeiðin fram? „Sex daga námskeiðið hófst á fyrirlestri um hvernig byggja skuli stoðir. Síðan var verkleg vinna. Eins var með brotavinnu og hífingaþáttinn. Námskeiðinu lauk með æfingu í húsinu sem skemmd- ist nýlega í sprengingu í Áburða- verksmiðjunni. Fyrirlestrarnir voru með hefðbundnu sniði, víða um borg.“ – Var mikil þátttaka? „Það komust færri að en vildu á aðalnám- skeiðið, alls 36 nemend- ur víðs vegar að af landinu en fyr- irlestrarnir voru opnir þeim sem vildu. Á að giska 200 manns hafa aukið þekkingu sína í rústabjörg- un í síðustu viku. Þá er þetta í fyrsta skipti sem svo stór hópur af björgunarsveita- og slökkviliðs- fólki æfir saman samkvæmt einu samræmdu kerfi. Ég reikna fast- lega með framhaldi á þessu sam- starfi.“ Sólveig Þorvaldsdóttir  Sólveig Þorvaldsdóttir varð stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi 1981. Tók próf í bygg- ingarverkfræði frá HÍ 1987. Var í nokkur ár við byggingar- framkvæmdir hjá Ístaki og lauk síðan mastersnámi í jarð- skjálftaverkfræði frá John Hopk- ins-háskólanum í Baltimore í Maryland 1991. Við rannsókn- arstörf v/náttúruhamfara hjá QE Engeneering í Los Angeles Kaliforníu og framkvæmdastjóri Almannavarna frá 1996. Sam- býlismaður er Valgeir Ómar Jónsson vélafræðingur. Samstarfið fram úr björt- ustu vonum Svona upp með húmorinn, Kristján, við fengum þó gott klapp. Ferðakæliskápur 16.995 kr. Ver› á›ur: 20.995 kr. Brauðrist 2.695 kr. (áður 5.295) Blandari 3.690 kr. (áður 5.544) Kaffikanna 3.900 kr. (áður 7.625) 12V og 220V, 15 lítra Tilvalið 39.995 kr. 144 cm á hæð, með frystihólfi Ver› á›ur: 56.945 kr. Kæliskápur í sumarbústaðinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.