Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 55
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 55 Á ÞESSU ári hefur vímuefnaneysla á Ís- landi aukist geysilega og er nú orðin það al- varlegasta þjóðfélags- og heilbrigðisvanda- mál sem við höfum nokkurn tíma staðið frammi fyrir. Mikið framboð er á ólögleg- um vímuefnum ásamt gríðarlegri aukningu á morfíntengdum lyfjum sem fíklar fá ávísuð frá læknum í hreint ótrúlegu magni. Ásókn fíkla í þessi lyf hefur aukist mikið á síðasta ári, og hefur þetta haft í för með sér ömurlegar afleiðingar. Handrukkarar ganga í skrokk á fjölskyldum Aukið magn fíkniefna inn í landið gerir það að verkum, að svoköll- uðum götusölum fjölgar, og í flest- um tilfellum er um ungt fólk að ræða, sem hefur orðið fórnarlömb efnanna og flosnað úr námi og frá atvinnu. Þetta fólk fjármagnar neysluna með sölu efnanna, og fær þannig greiðslufresti í ákveðinn tíma, en neysla þeirra sjálfra eykst samtímis, og alltaf kemur sá dagur að ekki er hægt að greiða efnin á umsömdum tíma. Þá hefst örvænt- ingarfull tilraun til þess að útvega peninga, sem leiðir til innbrota í fyrirtæki, vopnaðra rána og fleiri skelfilegra hluta sem eiga sér stað þegar hræðslan um að svokallaðir handrukkarar gangi í skrokk á þeim eða fjölskyldum þeirra, gríp- ur um sig. Sláandi dæmi eru um að þessir menn hafi ruðst inn á heimili fólks, gengið í skrokk á fíklinum og foreldrum viðkomandi í viðurvist ungra barna og það sem alvarleg- ast er ekki eru lagðar fram kærur í þessum málum vegna hótana um að enn verra muni þá hljótast af. Og í mjög mörgum tilfellum leiðir af- brotaferill fíkilsins til þess að hann er send- ur inn í fangelsi og kemur svo aftur út í þjóðfélagið, jafnvel í verri stöðu en hann var í þegar hann fór inn í fangelsið, og litla sem enga aðstoð að fá úti. En mín skoðun er sú að langt genginn fíkill þurfi á langri endurhæfingu að halda, allt frá 12–36 mánaða andlegri og líkamlegri upp- byggingu. Fíklarnir sjálfir eiga ekki aðalsökina Ef árangur á að nást með þessa veiku einstaklinga verður að byrja á rótinni því að tréð dafnar ekki og stækkar nema það sé vökvað. Þannig er því einnig varið með fórnarlömb eitursins sem sjálf eru hvorki eigendur né innflytjendur fíkniefnanna nema í mjög litlum mæli. Heldur er þetta hinn almenni borgari oft á tíðum og einnig fólk sem lætur mikið yfir sér í þjóð- félaginu, það vökvar tréð þannig að ávöxtur þess megi verða sem mest- ur, burt séð frá afleiðingum þeim sem lýst hefur verið hér á undan. Ennfremur gengur þetta fólk um dæmandi fíklana sem vesalinga sem ætti að fjarlægja af götum landsins, til þess eins að fría sjálft sig! Meðferðarúrræði sem gefur nýtt líf! „Þegar ég kom í Byrgið var þar fyrir fólk sem allt hafði verið í sömu sporum og ég og þegar ég sá að þetta fólk starfaði af hugsjón einni saman og 90% starfsmanna voru í sjálboðavinnu, full lífsorku og gleði þá fann ég strax að þessu fólki tilheyrði ég. Það að fá að taka þátt í meðferðarúrræði sem bygg- ist á orði Jesú Krists (Biblíunni) var fyrir mig mjög framandi en hefur gefið mér yndislegt líf, trú, von, kærleika, sálarró og frið í hjarta. Slíkt hef ég aldrei upplifað áður. Þótt ég hafi yfirgefið allt sem mér var kærast í lífinu, þ.e. fjöl- skyldu mína og börn sem ég yfirgaf sökum neyslu minnar, þar sem ég var orðinn mjög veikur og gerði ekki greinarmun á réttu og röngu, þá trúi ég því að þetta nöturlega tímabil ævi minnar hafi allt sinn til- gang. Því að í orði Guðs í Jeremía 1.5 segir Drottinn: „Áður en ég mynd- aði þig í móðurkviði útvaldi ég þig, og áður en þú komst af móðurkviði helgaði ég þig, …“ og þegar ég las þessi orð fékk ég annan skilning á lífi mínu og þeim erfiðleikum og hörmungum sem ég hef þurft að glíma við. Þessa leið varð ég að ganga til að geta eignast líf með Drottni vorum JESÚ KRISTI og það líf í fullri gnægð“! Sannleikann umbúðalaust á borðið Nauðsynlegt er að grípa til skjótra aðgerða gagnvart fíkniefna- vandanum, sem felast m.a. í því, að leggja sannleikann umbúðalaust á borð fyrir almenning og birta tölu- legar staðreyndir, t.d. hvað látast margir neytendur í viku hverri, hvað um sjálfsvígin, nauðganirnar, ofbeldið og öll þau hörmulegu slys sem tengja má með einum eða öðr- um hætti fíkniefnaneyslu. Gríðarleg aukning á spraut- uneyslu fíklanna hefur haft í för með sér skelfilegar afleiðingar sem eiga eftir að versna, og koma fram í dauða vegna ofskömmtunar eða óhreinna efna, lifrarsjúkdómum og mikilli aukningu HIV smita. Fjölskyldur fíkniefnaneytenda þurfa ekki síður á aðstoð að halda og hefur Byrgið hrundið af stað miklu átaki í þessum málum nýver- ið, með tilkomu fjölskyldu og for- varnardeildar, þar sem í boði eru úrræði fyrir aðstandendur og fjöl- skyldur fíkilsins, þ.e. öflugt kynn- ingarstarf og fræðsla og sérstök meðferð aðstandenda í Rockville. Byrgið hefur meðferð sem virkar! Pétur Gunnarsson Fíkniefni Ef árangur á að nást með þessa veiku einstaklinga verður að byrja á rótinni, segir Pétur Gunnarsson, því að tréð dafnar ekki og stækkar nema það sé vökvað. Höfundur er fyrrverandi fíkill og starfar nú sem fulltrúi forvarnar- og fjölskyldudeildar Byrgisins. daga K O R T E R Nokia 3410 Verslun Kringlunni ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I SS 1 79 75 05 /2 00 2 islandssimi.is kominn Philips Savy 6.000 kr. inneign fylgir. staðgreitt 6 Fyrsti JAVA síminn frá Nokia 18.990kr. 9.990kr. Nýr og fullkominn WAP sími frá Nokia sem styður Java leiki og hugbúnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.