Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 65
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 65 JÓGA hjá Guðjóni Bergmann, Ár- múla 38, 3. hæð, verður með jóga- námskeið fyrir barnshafandi konur. Námskeiðin hefjast 11. júní og verða haldin á mánaðarfresti. Kennt verð- ur á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.10.–18.10. Kennari er Jóhanna Bóel. Á námskeiðunum verður m.a. far- ið í styrkingar- og teygjuæfingar, öndunar-, slökunar-, grindarbotns- og mjaðmaæfingar og hugleiðslur. Verð fyrir hvern mánuð er kr. 7.900. Skráning á netfangið gberg- mann@strik.is, á vefsíðunni www.gbergmann.is eða í síma. Meðgöngujóga Á FUNDUM samstarfsnefndar há- skólastigsins 8. mars og 10. maí sl. var fjallað um mögulega styttingu náms til stúdentsprófs um eitt ár, úr fjórum árum í þrjú, og um inntöku- skilyrði í háskóla og æskilegan und- irbúning nemenda. Í ályktun sem Morgublaðinu hefur borist segir m.a.: „Samstarfsnefndin er meðmælt því að nám til stúdents- prófs verði stytt um eitt ár, enda verði ekki dregið úr þeim undirbún- ingi sem stúdentsprófi er ætlað að fela í sér. Með styttingu námsins um eitt ár kæmu nemendur inn á há- skólastig á svipuðum aldri hér á landi og gengur og gerist í ná- grannalöndum okkar … Það hlýtur að vera eitt meginhlut- verk framhaldsskólans að veita nem- endum almennan og góðan undir- búning þannig að þeir séu vel í stakk búnir til þess að takast á við krefj- andi nám á sérsviði á háskólastigi. Nefndin leggur áherslu á að stúd- entar framhaldsskóla hafi haldgóða menntun í íslensku, ensku og stærð- fræði og breiðan almennan grunn. Reynslan sýnir einfaldlega að þetta eru þær námsgreinar sem mestu skipta sem undirbúningur fyrir há- skólanám. Auk þess telur nefndin að auka þurfi kunnáttu stúdenta í stærðfræði frá því sem nú er.“ Um styttingu náms til stúdentsprófs og inntöku- skilyrði í háskóla ENN HEFUR ekki frést af stærri stangarveiddum urriða úr Þingvalla- vatni en 7 punda og hafa fáeinir slíkir veiðst. Risarnir eru þarna þó sem fyrr og fyrir fáum dögum veiddi t.d. Örn bóndi í Nesjum 14 punda bolta í net fyrir sinni jörð, en einhver bestu urriðamið vatnsins eru einmitt fyrir landi Nesja. 60 bleikjur Leigutakar Lónsár í Þistilfirði skruppu að ánni fyrir fáum dögum, rétt til að „sjá hvernig hún kæmi undan vetri,“ eins og Pálmi Gunn- arsson komst að orði. Þeir félagar gerðu sér lítið fyrir og lentu í moki, veiddu um 60 vænar bleikjur neðst í ánni. Allt að 4 punda og allt á flugu. Því er oft fleygt að veiða megi á ósa- svæðum margra sjóbleikjuáa í maí og snemma í júní, bleikjan er ekki að ganga í ána, en er við árósana og kemur stundum inn á aðfallinu þegar straumur er stór. Hopar svo út aftur. Hins vegar er veiði ekki leyfð á þeim tíma í flestum þessara áa. 100 urriðar Veiðimenn sem voru í Vestmanns- vatni fyrir skömmu veiddu um 100 urriða, flesta 1-2 pund og nokkra upp í 3 pund. Straumflugur gengu best, sérstaklega Flæðarmúsin sem hefur oftast verið talin sjóbirtingsbani. Þá eru menn enn að fá góðan afla í Litluá í Kelduhverfi. Þar er fiskur enn ekki genginn til sjávar og vert að minna á, að allt til vorsins 2001 hófst veiði aldrei í ánni fyrr en 1.júní. Gekk hún jafnan vel fram í viku af júní. 14 pundari úr Þingvallavatni Engilbert Jensen með 4 punda bleikjuhæng úr Lónsá. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? SALASKÓLI, nýjasti skólinn í Kópavogi, hlaut á miðvikudag við- urkenningu fyrir að hafa stofnað sérstaka vísindamiðstöð fyrir nem- endur. Hagsmunafélag um eflingu verk- og tæknimenntunar stendur að viðurkenningunni. Guðbjörg Sigurðardóttir, aðstoðarmaður Tómasar Inga Olrich mennta- málaráðherra, afhenti Hafsteini Karlssyni, skólastjóra, viðurkenn- inguna í viðurvist nemenda, kenn- ara, vísindamanna og prófessora í raungreinum. Salaskóli hlýtur viðurkenningu Morgunblaðið/Sverrir FULLTRÚAR Símans og Félags heyrnarlausra undirrituðu nýlega samstarfssamning, en Síminn verð- ur aðalstyrktaraðili félagsins næstu tvö árin. Síminn er einn helsti þjónustuaðili heyrnarlausra í fjarskiptum. Félag heyrnarlausra og Síminn hafa um árabil átt samstarf sem hefur stuðlað að því að auka að- gengi heyrnarlausra að fjarskipt- um. Samstarfið hófst árið 1995 þegar Síminn afhenti Félagi heyrn- arlausra fyrsta textasímaforritið sem kom út hér á landi. Með til- komu nýs textasíma hóf Landssím- inn að veita textasímaþjónustu fyr- ir heyrnarlausa sem felst í því að túlka samtal milli heyrnarlausra sem hafa textasíma og heyrandi sem hafa venjulegan síma. Þremur árum síðar var svo textasímafor- ritið Skjámi tekið í notkun en Landssíminn bar kostnaðinn af þýðingu þess. Með tilkomu myndsíma gátu heyrnarlausir í fyrsta sinn talað á móðurmáli sínu, íslensku táknmáli, og afhenti Síminn Félagi heyrn- arlausra tvo myndsíma að gjöf í til- efni að 40 ára afmæli félagsins. Með tilkomu SMS-skilaboða varð algjör bylting í fjarskipta- möguleikum heyrnarlausra. Nú er í raun svo litið á að farsímar séu orðnir eitthvert mikilvægasta ör- yggistæki heyrnarlausra. Styrkur Símans til Félags heyrnarlausra mun á þessu ári fara í gerð verkefnabókar í táknmáli fyrir nemendur í 1. bekk grunn- skóla. Markmiðið með gerð bók- arinnar er að kynna íslenska tákn- málið og hvetja til aukinna samskipta á milli heyrnarlausra og heyrandi á Íslandi. Síminn styrkir Fé- lag heyrn- arlausra Hafdís Gísladóttir, fram- kvæmdastjóri Félags heyrnar- lausra, og Heiðrún Jónsdóttir, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Símanum, undirrituðu samninginn. BJÖRN Dagbjartsson sendiherra hefur afhent dr. Bakili Muluzi, for- seta Malawi, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Malawi með að- setur í Maputo, segir í frétt frá utan- ríkisráðuneytinu. Afhenti trúnaðarbréf Mörkinni 6, sími 588 5518 Fyrir sjómannadaginn Fallegar yfirhafnir í úrvali 20—50% Opnum kl. 9 virka daga laugardaga frá kl. 10-15 afsláttur í dag ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.