Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ JIANG Zemin, forseti Kína, átti fund með Davíð Oddssyni forsætis- ráðherra og Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra í Þjóðmenningar- húsinu í gær og sögðu íslensku ráð- herrarnir meðal annars á fundinum að þeir hefðu áhyggjur af því að mannréttindi væru ekki virt í Kína. Davíð Oddsson sagði að viðræð- urnar hefðu snúist um mörg mál, meðal annars viðskipti og samskipti þjóðanna og alþjóðleg mál á breiðum grundvelli. Forseti Kína hefði greint frá viðræðum sínum varðandi deilur Pakistan og Indlands, rætt hefði ver- ið um hættu af hermdarverkamönn- um og fjallað um mannréttindamál. Ennfremur hefði sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna borið á góma og forsetanum greint frá því að Ís- land óskaði eftir því innan fárra ára, en auk þess hefði komið fram að Kín- verjar óskuðu eftir að halda heims- sýningu í Shanghai. Varðandi mannréttindamálin sagði Davíð Oddsson að íslensku ráð- herrarnir hefðu sagt forsetanum að þeir hefðu áhyggjur af því, rétt eins og fleiri ríkisstjórnir, að mannrétti væru ekki virt í Kína. Hinsvegar hefði verið eftir því tekið að Kína hefði undirritað alþjóðlega samninga um slík mál og Íslendingar væntu þess að þeim yrði hrint í framkvæmd en enn væri víða pottur brotinn. For- setinn hefði hlustað af kurteisi eins og gert væri í svona viðræðum, en hann hefði ekki tekið aðfinnslunum sérstaklega vel og hefði skýrt sín sjónarmið. Íslensku ráðherrarnir hefðu lagt áherslu á almennu gildin og að þau væru algild og hlytu að byggjast á lýðræði eins og reynslan og sagan sýndu. Hins vegar hefði ekkert verið rætt um Falun Gong. Að öðru leyti sagði Davíð Oddsson að einkum hefði verið rætt um mál sem snertu beint hagsmuni Íslands. Tollar á sjávarafurðir hefðu sérstak- lega verið nefndir í því sambandi og hefði komið fram að Íslendingar teldu ástæðu til að breyta þeim eftir að Kínverjar væru komnir inn í Al- þjóðaviðskiptastofnunina, WTO. Eins hefði komið fram að æskilegt væri að tækniþekking Íslendinga í t.d. álmálum nýttust í Kína. Forsætisráðherra sagði að á svona fundum væri lögð áhersla á aukna samvinnu og reynslan sýndi að þeir skiluðu sér niður í kerfið, ekki síst í löndum eins og Kína, og væru því þýðingarmiklir. Fundinum var flýtt um þrjá og hálfan tíma miðað við útgefna áætl- un. Davíð Oddsson sagði að dagskrá- in væri á hreyfingu og það hefði ver- ið sameiginleg ákvörðun Kínverja og Íslendinga að breyta fundartíman- um og hafa fundinn í beinu framhaldi af viðræðum forsetans við forseta Ís- lands. Hreinskilnar og gagnlegar viðræður Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði að í viðræðunum hefði verið farið yfir atriði sem hefðu áður verið til umræðu við Kínverja, m.a. í opinberri heimsókn sinni til Kína í fyrrahaust. Þar hefði verið rætt um aukin viðskipti og þá áherslu sem Ís- lendingar legðu á tollalækkanir sjáv- arafurða í Kína til að ná meira jafn- vægi í viðskipti þjóðanna. Mikil áhersla væri jafnframt lögð á sam- vinnu í jarðhitamálum og ferðamál- um. Kínverskir ráðamenn hefðu líst því yfir hér að þeir væru tilbúnir til að heimila Kínverjum í miklu meira mæli að koma hingað til lands en tak- markanir hefðu verið á því. Utanríkisráðherra hitti utanríkis- ráðherra Kína í fyrrakvöld og sagði Halldór Ásgrímsson að þeir hefðu átt mjög góðar viðræður um alþjóða- mál. Þeir hefðu rætt mjög ýtarlega um Mið-Austurlönd, og um Indland og Pakistan á löngum fundi. Mann- réttindamál hefðu komið upp í þess- um samtölum og staða Taívans, en viðræðurnar hefðu verið hreinskiln- ar og gagnlegar. Halldór Ásgrímsson sagði að for- seti Kína og aðrir forystumenn hefðu hlustað á skoðanir Íslendinga varð- andi mannréttindamál. Þeir legðu mikla áherslu á mismunandi menn- ingu, mismunandi staðhætti og mis- munandi hugsun og teldu að það væri mikilvægt að þjóðirnar virtu menningu og hætti hvorrar annarr- ar. Þar af leiðandi litu menn á mann- réttindamál með mismunandi hætti út frá eigin venjum og menningu. Hins vegar sagði Halldór að sér hefði fundist auðvelt að ræða þessi mál opið við kínverska ráðamenn og það væri afskaplega verðmætt að hægt væri að ræða þau af hreinskilni vegna þess að mannréttindamál væru ekki einkamál hvers lands heldur alþjóðleg mál, sem öllum kæmi við hvar sem væri í heiminum. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra áttu fund með forseta Kína í Þjóðmenningarhúsi Áhyggjur af mannréttinda- málum í Kína Morgunblaðið/Þorkell Jiang Zemin, forseti Kína, og Davíð Oddsson forsætisráðherra takast í hendur að loknum viðræðum í Þjóðmenningarhúsinu í gær. ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, tók á móti Jiang Zem- in, forseta Alþýðulýðveldisins Kína, á Bessastöðum fyrir hádegi í gær og ræddu forsetarnir þróun mannréttinda og lýðræðis í heim- inum, auk samskipta Íslands og Kína. Að fundi loknum ræddi Ólaf- ur við íslenskt og kínverskt fjöl- miðlafólk og sagði hann að fund- urinn með forsetanum hefði verið bæði efnis- og árangursríkur. Ólafur taldi að heimsóknin væri staðfesting á auknum tengslum milli landanna og grundvöllur að nánari samskiptum. „Heimsóknin gefur þjóðunum, bæði okkur og þeim, tækifæri til að kynnast sjón- armiðum hvorrar annarrar. Ég tel að heimsókn forseta Kína til okkar sé viljayfirlýsing um að efla tengsl- in,“ benti hann á og áréttaði mik- ilvægi þess, þar sem Kína eigi eftir að verða eitt helsta hagkerfi 21. aldarinnar. Að sögn Ólafs ræddu forsetarnir ítarlega um stöðu mannréttinda og lýðræðis í heiminum sem og í Kína. Ólafur lagði áherslu á að það væri Íslendingum mikið kappsmál að sjá mannréttindi og lýðræði aukast um allan heim. Hann benti á að kín- verski forsetinn hefði verið sam- mála um mikilvægi heimsókna af þessu tagi. Hann hafði einnig kom- ið inn á áhuga manna á þróun lýð- ræðis og stöðu mannréttinda í Kína og hefði tekið undir mikilvægi þess að vinna að aukinni þróun mannréttinda. Ólafur sagði að for- setinn hefði sagt að menn yrðu jafnframt að skilja að slík þróun gæti tekið langan tíma í mann- mörgu ríki eins og Kína, þar sem fátækt væri mikil. Það væri auð- veldara að þróa lýðræði í fámenni eins og á Íslandi. „Ég vakti hins vegar athygli á því að aðalatriðið væri að málefnin þróuðust í réttar áttir. Mér finnst það vera mjög mikilvægt að hafa haft þetta tæki- færi til að ræða við forseta Kína um stöðu mannréttinda og lýðræð- is í Kína og að hafa getað komið sjónarmiðum Íslendinga á fram- færi,“ benti Ólafur á. Fengu ríkan rétt til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri Ólafur var spurður hvort hann teldi að ákvörðun íslenskra stjórn- valda um að meina mótmælendum að koma til landsins hefði verið rétt og benti Ólafur þá á mikilvægi þess að rétturinn til mótmæla væri virtur. „Hins vegar höfum við við þessa heimsókn staðið frammi fyrir nýju vandamáli sem við höfum ekki áður þurft að eiga við. Nú flykkjast til landsins hópar sem koma hingað gagngert til að mótmæla, það hef- ur aldrei gerst,“ bætti hann við og minntist á hversu vanbúin við vær- um til að taka við slíkum hópum. „Kjarni málsins er samt sá að fulltrúar þessara hópa hafa fengið ríkan rétt til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.“ Ólafur sagði það ánægjulegt hvað samfélagið og fjölmiðlar væru opin fyrir sjónarmiðum fólks, en sagði að skoða þyrfti hvernig hægt væri að sameina þau grundvallar- atriði, að þjóðin varðveiti réttinn til andhófs en geti jafnframt átt sam- skipti við aðrar þjóðir þannig að þau séu öllum til framdráttar. Aðspurður hvort ekki væri ótrú- verðugt að leggja áherslu á lýðræði í viðræðum á sama tíma og fólki væri meinað að mótmæla, sagði hann að það væri fullkomlega trú- verðugt að halda sjónarmiðum lýð- ræðis uppi. Íslendingar væru ekki að taka upp vinnubrögð einræð- isstjórna í samskiptum sínum við fylgismenn Falung Gong og sagði að margar mótmælahreyfingar hefðu fagnað því að fá jafn greiðan aðgang að fjölmiðlum og jafn ríku- leg tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri, líkt og meðlimir Falun Gong hefðu fengið. Þegar Ólafur var spurður hvort forsetarnir hefðu rætt alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi, sagði hann að það sýndi ef til vill bjartsýni að þeir hefðu ekkert komið inn á hryðjuverkastarfsemi í viðræðum sínum eða breytta heimsmynd eftir 11. september. „Varðandi einstök efnisatriði þá ræddum við ítarlega nauðsyn þess að efla samstarf í sjávarútvegi. Kínverjar geta lært margt af Ís- lendingum sem standa mjög fram- arlega á því sviði,“ hélt hann áfram og sagði að einnig hefði verið rætt um samvinnu á sviði jarðhita, en ís- lensk orkufyrirtæki hafa átt í við- ræðum við Kínverja um jarðhit- anýtingu. Ólafur sagðist hafa skýrt afstöðu Íslendinga í því efni, en kínverski forsetinn hefði sagt að hann myndi beita sér fyrir því sjálfur að niðurstaða þeirra við- ræðna yrði jákvæð og taldi Ólafur það afdrifaríkt framlag til þeirra viðræðna. Loks ræddu forsetarnir sögu, menningu og náttúru Íslands, auk samskipta þjóðanna á sviði lista, menningar og bókmennta. Í Kína þurfa lönd að fá formlega viður- kenningu sem áfangastaður ferða- manna, en slíkur samningur trygg- ir streymi kínverskra ferðamanna og sagði Ólafur að kínverski forset- inn ætli að beita sér fyrir því að Ís- land fái slíka viðurkenningu. Fundur Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, og Jiang Zemin, forseta Kína, á Bessastöðum Morgunblaðið/Arnaldur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Jiang Zemin, forseti Kína, heilsast á tröppum Bessastaða við upphaf fundar þeirra í gærmorgun. Ræddu stöðu mannréttinda og þróun lýðræðis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.