Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.07.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Létt- ur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyr- irbænum í síma 520 9700. Háteigskirkja. Kvöldbænir kl. 18. Neskirkja. Bænamessa kl. 18. Sr. Frank M. Halldórsson. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar verða í sumar í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 10–12. Við hittumst og spjöllum. Heitt á könnunni og djús fyrir börnin. Öll foreldri vel- komin með eða án barnanna. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrirbæn- ir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á fimmtu- dögum kl. 10–12. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10–12. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 20 opið hús í KFUM&K-húsinu fyrir unglinga bæjar- ins. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Orð guðs rætt og mikil lofgjörð. Allt ungt fólk velkomið. SÍK, Háaleitisbraut 58. Samkoma í Kristni- boðssalnum í kvöld kl. 20.30. Haraldur Jó- hannsson talar. Allir hjartanlega velkomnir. Munið mótið á Löngumýri 12.–14. júlí. Safnaðarstarf Ásdís Jónsdóttir, mágkona mín, lést á heimili sínu í Reykja- vík á Jónsmessunni 24. júní sl. eftir langvinn og erfið veikindi. Þau Jóhann bróðir minn kynntust fyrir rúmum 40 árum og æ síðan hafa leið- ir legið saman. Ásdís var þá glæsileg ung kona og bar með sér fágun og þokka sem einkenndi hana alla tíð og setti mark sitt á umhverfi hennar og heimili sem var lengst af hennar aðalstarfsvettvangur. Þau mótuðu sér hlýlegt og fallegt heimili, síðustu 15 árin við Gerðhamra í Grafarvogi þar sem þau byggðu sér stæðilegt hús. Umhverfis húsið ræktuðu þau fallegan garð og í því naut Ásdís sín sérlega vel því henni var bæði um- hugað um gróður og umhverfi. ÁSDÍS JÓNSDÓTTIR ✝ Ásdís Jónsdóttirfæddist í Hafnar- firði 3. febrúar 1938. Hún lést á heimili sínu mánudaginn 24. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grafarvogs- kirkju 2. júlí. Ásdís og Jóhann eignuðust þrjú börn, tvo syni og dóttur. Síð- ar bættust við tengda- dæturnar og barna- börnin eru orðin tvö. Þau voru henni sérlega kær. Þetta er afar sam- heldinn hópur og auð- fundið að börnin og barnabörnin hafa alla tíð átt athvarf, skjól og traust í foreldrahúsum. Ásdís var alla tíð gestrisin heim að sækja. Henni var það síðast metnaðarmál að halda upp á afmæli eiginmannsins fyrir liðlega mánuði síðan. Veikindin drógu að sönnu úr henni máttin marga undanfarna mánuði en áhugi og alúð við fjölskylduna og umhverfi hennar dvínaði ekki. Það var eins og að gott hjónaband styrktist enn við þessa erfiðleika og aðdáunarvert hvernig þau hjónin tókust á við það sem verða vildi. Að sameina kjark og trú, æðruleysi og baráttuvilja er örugglega ekki auðvelt þegar loka- glíman er hafin. Það tókst þeim og eiga aðdáun mína óskipta fyrir það. Um leið og við minnumst Ásdísar og margra góðra stunda með henni sendum við hjónin Jóhanni og börn- unum dýpstu samúðarkveðjur. Þórarinn V. Þórarinsson. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus er úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku vinkona. Nú ertu laus úr viðjum þíns erfiða sjúkdóms. Fjölskylda þín hefur stað- ið með þér eins og klettur þetta síð- asta erfiða ár og sýnt mikið æðru- leysi. Eftir erfitt ár lyfja- og geislameðferðar og betri tíma um stund, einmitt þegar vonin hafði náð að festa rætur um að betri tímar væru framundan, var erfiðast af öllu að fá þær fréttir að meinið hefði tek- ið sig upp og nú væri ekkert hægt að gera. Ég veit að þér fannst erfitt, Ás- dís mín, að sætta þig við þetta, en þú hélst alltaf ró þinni og sýndir mikið æðruleysi í þínum erfiðu veikindum. Við þekktumst síðan við vorum smástelpur. Þú varst svo minnug og sagðir mér oft frá atvikum sem ég mundi ekki eftir. Þegar við vorum þriggja eða fjögurra ára gamlar og áttum báðar heima á Selvogsgötunni trítlaðir þú stundum upp stigann í húsi nr. fjögur og spurðir mömmu hvort Kristín mætti koma út að leika við þig. Mamma sagði þá að ég mætti ekki koma út en gaf þér alltaf rús- ínur eða köku. Þú horfðir hissa á hana og hugsaðir: „Ég var ekki að biðja um rúsínur heldur að fá að leika við Kristínu.“ Þú varst úr stórum systkinahópi en ég svolítið ofverndað einkabarn á þeim tíma, því að Gréta, systir mín, fæddist ekki fyrr en ég var á áttunda árinu en systkini þín urðu alls níu. Leiðin á milli okkar lengdist því að ég flutti sjö ára gömul í Vesturbæinn en við vorum samt bekkjarsystur all- an barnaskólann og í Flensborg. Á þriðja vetrinum í Flensborg urðum við mjög góðar vinkonur og vorum það síðan. Samleið okkar í skóla lauk þegar ég tók landspróf og fór í MR, en þrátt fyrir eindregna hvatningu kennara og skólastjóra áttir þú þess ekki kost að fara í langskólanám en laukst þess í stað gagnfræðanámi í Flensborg með ágætum vitnisburði. Síðar fórstu svo einn vetur í hús- mæðraskólann á Blönduósi. Þú varst alla tíð frábær hannyrðakona og hafðir unun af allri handavinnu. Þennan vetur og veturinn sem ég var kennari og nemandi á Löngu- mýri í Skagafirði skrifuðumst við á og fékk ég þá mörg bráðskemmtileg bréf frá þér. Þó að við værum oftast „fyrir- myndarnemendur“ í Flensborg skeði þó oft margt skemmtilegt. Þá voru þar sérstakir „útkastarar“ sem áttu að sjá um að koma öllum skar- anum út í frímínútur. Eitt sinn ákváðum við tvær að fela okkur rækilega fyrir strákunum sem sáu um að koma nemendum út. Við skriðum báðar undir kennaraborðið sem var lokað á þrjá vegu svo að við þóttumst vissar um að við sæjumst ekki. Þetta tókst, við héldum að við værum sloppnar, en þá komu tveir menn inn í stofuna og ræddu um ákveðin vandamál. Þetta voru skóla- stjórinn og yfirkennarinn. Við föln- uðum upp en þorðum alls ekki að gefa okkur fram. Allt í einu varð yf- irkennarinn var við einhverja hreyf- ingu og hrópaði höstuglega: „Komið þið undireins fram!“ Við skriðum fram skjálfandi af hræðslu og héld- um að nú væri veru okkar í skól- anum lokið. En skólastjórinn, Bene- dikt Tómasson, sá hve óttaslegnar við vorum og hló bara og sagði: „Ætluðuð þið að sleppa við að fara út?“ Hann hefur sennilega séð að hræðslan var okkur næg refsing, enda reyndum við þetta ekki aftur. Ungar að árum fórum við í ítölsku- tíma saman og gerðum okkur að reglu að tala alltaf saman ítölsku á leiðinni til kaþólska prestsins sem kenndi okkur. Þar sem orðaforðinn var ekki mikill í byrjun urðu sam- ræðurnar svolítið einhæfar en þetta var samt góð þjálfun. Því miður varð kennarinn skyndilega að fara til Hol- lands og við það lauk ítölskunámi okkar snarlega eftir u.þ.b. 20 tíma. Löngu seinna fórum við svo sam- an á fjölskyldunámskeið, sem gerði okkur mikið gagn og opnaði huga okkar gagnvart ýmsum vandamálum lífsins. Margs er að minnast frá hálfrar aldar vináttu og þær minningar eru einkar ljúfar. Ég man ekki eftir að okkur hafi orðið sundurorða og þó að við hefðum ekki alltaf sömu skoðanir á hlutunum gátum við alltaf rætt þær í bróðerni. Við bárum alltaf mikla virðingu hvor fyrir annarri og okkur þótti vænt hvorri um aðra þó að hvorug okkar ætti gott með að tjá tilfinningar, báðar svolítið lokaðar og dular. Börnin okkar voru á líkum aldri og við hittumst öll reglulega með krakkana á afmælis- og tyllidögum og oft um helgar. Því miður áttum við lengst af heima í sitthvorum bænum, þið Jóhann í Reykjavík en við Maggi í Hafnarfirði. Símtölin okkar voru mörg og löng og á meðan við höfðum hvorug bílpróf bætti það að nokkru leyti upp fjarlægðina á milli okkar. Heima hjá mér var sagt ef síminn var lengi á tali: „Varstu að tala við Ásdísi?“ Við vorum líka mörg ár saman í saumaklúbbi ásamt þrem öðrum. Þú sýndir mér oftsinnis vináttuna í verki. Þegar ég átti hann Palla minn 1964 fluttirðu til mín í heila viku með Tóta þinn nokkurra mán- aða gamlan til að hjálpa mér með bleyjuþvottinn svo að ég missti ekki brjóstamjólkina af því að vera of mikið að sulla í köldu vatni. (Þetta var fyrir tíma þvottavélanna og ein- nota bleyjanna.) Þetta fannst mér einstakt vinarbragð sem ég gleymi aldrei. Alltaf varstu tilbúin að hjálpa ef mikið lá við, t.d. að baka og þess háttar. Þegar ég var svo óheppin að brotna á hægri handlegg í miðri lokaritgerðinni í háskólanum bauðstu mér hjálp og þú varst í vinnu hjá mér um tíma, slóst inn á tölvuna fyrir mig það sem ég las fyr- ir. Þetta varð til að ég gat útskrifast í bókasafns- og upplýsingafræði á réttum tíma vorið 1995 þrátt fyrir handleggsbrotið. Fyrir rúmum áratug fórum við fjögur í skemmtilegt ferðalag til Lúxemborgar og Þýskalands. Í Saarburg áttum við góðan tíma sam- an í fallegu sumarhúsi. Jóhann ók okkur af mikilli leikni um götur og hraðbrautir eins og hann hefði ekki gert annað og þó að við villtumst stundum rötuðum við alltaf rétta leið að lokum og það var oft það skemmtilegasta að villast svolítið. Jóhann og Maggi stríddu okkur oft á því að þeir hafi þurft að fara tvær ferðir frá Þýskalandi til Lúxemburg- ar, fyrst með dótið sem við vinkon- urnar höfðum keypt og síðan með okkur og það sem eftir var af far- angrinum. Úr þessari ferð eigum við bjartar og góðar minningar. Langri samleið okkar er lokið. Ég á eftir að sakna þín mikið, kæra vin- kona. Mér fannst alltaf jafngaman að fá þig í heimsókn og að heimsækja þig. Við fórum oft saman í göngu- ferðir um norðurbæinn í Hafnarfirði og þá kenndir þú mér það sem ég veit um trjátegundir, blóm og garð- rækt. Þú varst mjög dugleg í garð- ræktinni á meðan heilsa þín leyfði. Heimilið þitt fallega hugsaðir þú frá- bærlega vel um og voruð þið hjón samhent í smekkvísi og snyrti- mennsku. Kæri Jóhann og fjölskylda. Það var yndislegt að finna hvað þið hugs- uðuð vel um Ásdísi í veikindum hennar, allt fram á síðustu stund. Ég veit að það var henni mikils virði að geta eytt síðustu stundunum heima í faðmi fjölskyldunnar. Guð blessi ykkur fyrir það. Ég sendi ykkur innilegar samúðarkveðjur frá mér, Magga og börnum okkar. Ég bið góðan Guð að varðveita þig, elsku vinkona, og sjá þér fyrir góðum samastað og verkefnum við þitt hæfi, því aðeins það besta hæfir þér. Þin vinkona, Kristín Ína Pálsdóttir. Með örfáum orðum langar mig að minnast kunningjakonu minnar, Ás- dísar Jónsdóttur. Kynni okkar Ásdísar hófust er Auður dóttir mín og Þórarinn sonur hennar tóku saman, síðan er liðið á annan áratug og tvö elskuleg börn bæst í fjölskylduna, þau Páll Ágúst og Bjargey Þóra, sem svo sannar- lega voru augasteinar ömmu sinnar. Við Ásdís áttum oft góðar stundir saman, bæði á heimilum okkar og Auðar og Þórarins. Það var mjög gaman að spjalla við hana bæði um menn og málefni enda við skarp- greinda konu að ræða. Ásdís greindist með krabbamein fyrir um fjórum árum og hófst þá æðrulaus og hetjuleg barátta við ill- vígan sjúkdóm sem hún svo varð að lúta í lægra haldi fyrir. Ég og fjölskylda mín, þau Guð- björg, Guðmundur, Hulda og barna- börn, þökkum Ásdísi góða viðkynn- ingu og biðjum henni Guðs blessunar. Innilegar samúðarkveðj- ur sendum við Jóhanni, Þórarni og Auði, Margréti, Ágústi og Lilju og elskulegum barnabörnunum hennar þeim Páli Ágústi og Bjargeyju Þóru sem voru henni svo kær. Hrafnhildur Magnúsdóttir. Ég vil minnast Ásdísar tengda- móður minnar er barðist við illvígan sjúkdóm sem hafði betur að lokum. Ég minnist margs eftir nærri 14 ára kynni, bæði atvika sem juku skilning minn á mannlegri tilvist og gleðilegra stunda sem við áttum á heimili þínu sem hver kona væri stolt að sýna. Þú varst ekki aðeins háttvís og prúð kona – allt sem þú komst að, hvort sem var bakstur, matargerð, garðyrkja eða handa- vinna, var sérlega smekklegt og þér til mikils sóma; og börnin mín, þau eiga ófáar flíkurnar sem þú prjón- aðir af alúð og ást handa þeim. Elsku Ásdís, þú komst inn í líf mitt og nú ertu farin; farin til Guðs sem tekur vel á móti fallegri kristinni sál sem þekkti það mikilvæga í lífinu, þrautseigri konu sem missti aldrei sjónar á muninum á réttu og röngu. Ég þakka þér samfylgdina, allar ánægjulegu samverustundirnar og fallegu fjölskylduna sem ég hef feng- ið að vera hlutdeild af. Auður Pálsdóttir. E   9      9                    ( -    $&! < 4,& )*, B        9     9   +4$ ## "&'$!$  $ !"&'$ $% -  ! ##  "&'$ 4  1 $##  !4  $) ## (,(,      %  %  %' A  4     4   B        9 B9                  1 0 C-    ?$!4  !! '#!H< "   51 9     C $$  !) "       @# Þegar ég sest niður og hugsa um þig kem- ur strax upp í hugann jákvæðni og réttsýni. Það var satt sem þú sagðir – oft má satt kyrrt liggja. Þó að ég hafi búið úti í Eyjum var gott samband hjá okkur og fjöl- skyldu minni. Alltaf þegar við kom- um í bæinn var fundinn tími til að kíkja á Ester ömmu. Það var gaman að sjá börnin sitja í kjöltu þinni og hlusta á vísurnar sem þú söngst fyr- ir þau. Þessar vísur margar höfðu þau aldrei heyrt og heyra sennilega ESTER LÁRA MAGNÚSDÓTTIR ✝ Ester LáraMagnúsdóttir fæddist á bænum Kjarna í Eyjafirði 29. apríl 1917. Hún lést á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði 20. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðar- kirkju 28. júní. aldrei aftur. Ekki fór maður svangur frá þér, alltaf var til eitthvað ,,ómerkilegt“ eins og þú sagðir. Það hefði verið gam- an ef þú hefðir getað komið með okkur á Strandirnar í afmælis- veislu pabba og skoðað húsið hjá Magnúsi og Hönnu. Þú varst í hug- anum hjá okkur í veisl- unni og allir hugsuðu til þín, þar sem þú varst veik á spítalan- um. Ég ætla að láta þessar fáu línur duga, en það hefði verið hægt að tína svo margt gott og skemmtilegt til. Þú kemur til með að skilja eftir skarð hjá minni fjölskyldu og skrítið verður að fara til Reykjavíkur og geta ekki hitt þig. Guð geymi þig, elsku amma mín. Guðmundur Ágústsson og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.