Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 C 3 Lyf & heilsa er ungt og framsækið fyrirtæki sem leggur áherslu á að hafa yfir að ráða hæfu og áhugasömu starfsfólki sem býr yfir faglegri þekkingu og þjónustulipurð. Það er stefna Lyf & heilsu að skapa eftirsóknarverða vinnustaði þar sem starfsfólk er búið undir krefjandi verkefni með markvissri og skipulagðri þjálfun og að starfsfólk sé metið að verðleikum. Lyf & heilsa rekur 2 keðjur lyfjaverslana, annars vegar Lyf & heilsu og hins vegar Apótekarann, alls 26 lyfjaverslanir sem bjóða upp á fjölbreytt vöruúrval sem stuðlar að heilbrigði og vellíðan. Hjá Lyf & heilsu starfa um 220 starfsmenn. Við leitum að kraftmiklum einstaklingum sem geta viðhaft sjálfstæð vinnubrögð, sýnt frumkvæði, eru metnaðarfullir, hafa skipulagshæfileika og búa yfir mikilli samstarfshæfni. Meðal þeirra starfa sem nú eru í boði eru eftirfarandi: Rekstrarsvið Framleiðslueftirlitsdeild: FRAMLEIÐSLUEFTIRLIT Starfslýsing: Um er að ræða þátttöku í framleiðsluundirbúningi, framleiðslu- eftirliti og umsjón með þjálfun auk þátttöku í frekari uppbyggingu framleiðslunnar. Hæfniskröfur: • Lyfjafræði-, efnafræðimenntun eða önnur hliðstæð menntun. • Góð enskukunnátta. • Góð tölvukunnátta. • Sjálfstæði og metnaður í starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. GAGNAVINNSLA Starfslýsing: Um er að ræða m.a. þátttöku í framleiðsluundirbúningi, framleiðslueftirliti og umhverfiseftirliti. Hæfniskröfur: • Lyfjatæknimenntun, stúdentspróf eða annað sambærilegt. • Góð enskukunnátta. • Góð tölvukunnátta. • Sjálfstæði og metnaður í starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Gæðasvið Gæðaeftirlitsdeild: Hlutverk gæðaeftirlitsdeildar snýr að eftirliti með framleiðsluferlum allt frá móttöku hráefna til fullbúinnar vöru. Verkefni deildarinnar eru því afar fjölbreytt og samvinna mikil við aðrar deildir fyrirtækisins. Starfsemi deildarinnar er í örum vexti og góðir möguleikar eru á þróun í starfi. SÉRFRÆÐINGUR Starfslýsing: Starfið felst m.a. í útgáfu forskrifta, eftirliti með hráefnum, framleiðsluferlum og gögnum sem tengjast framleiðslu. Einnig þátttaka í og stjórnun ýmissa sérverkefna. Hæfniskröfur: • Háskólanám í lyfjafræði eða sambærilegu. • Góð enskukunnátta. • Góð tölvukunnátta. • Sjálfstæði og metnaður í starfi. • Nákvæm og öguð vinnubrögð. GAGNAVINNSLA Starfslýsing: Starfið felst í ýmiss konar gagnavinnslu, s.s. skráningu og yfirlestri skjala. Einnig eru ýmis verkefni vegna eftirlits með framleiðslu og aðföngum og annað sem tengist fjölbreyttum rekstri deildarinnar. Hæfniskröfur: • Lyfjatæknimenntun, stúdentspróf eða annað sambærilegt. • Góð enskukunnátta. • Góð tölvukunnátta. • Sjálfstæði og metnaður í starfi. • Nákvæm og öguð vinnubrögð. Umsóknir óskast sendar til Ráðningarþjónustu Pricewaterhouse- Coopers merktar „Delta“ fyrir 1. ágúst nk. Upplýsingar veita Baldur Jónsson hjá PricewaterhouseCoopers í síma 550 5300, netfang: baldur.g.jonsson@is.pwcglobal.com og Sigríður Björnsdóttir starfsþróunarstjóri Delta hf. í síma 550 3300, netfang: sigridurb@delta.is. Delta hf. er leiðandi fyrirtæki í þróun og sölu samheitalyfja á alþjóðlegum markaði. Meginstyrkur Delta hf. liggur í öflugu þróunarstarfi, traustu sambandi við viðskiptamenn og fyrsta flokks lyfjaframleiðslu. Delta hf. var stofnað árið 1981 og hjá fyrirtækinu starfa um 550 manns. Árið 2001 var 90% sölu Delta hf. á alþjóðlegum markaði. Sala á lyfjatengdu hugviti er nú einn af öflugustu vaxtarbroddum starfseminnar. Delta hf. hefur meira en 200 lyf á skrá á Íslandi og markaðsleyfi fyrir lyf í yfir 20 löndum. Laugavegi 95-97 - Kringlunni - Smáralind Verslunarstjóri Sölufólk Leitum eftir jákvæðu og þjónustulipru starfsfólki í ofangreind störf í verslanir okkar í Kringlunni og Smáralind. Heilsdags- og hálfsdagsstörf eru í boði. Umsóknir berist til Mbl merkt „V. 2002“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.