Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                        !  ! !" #$$  !"%  % !  & #$$   '!! % #$$ (% ) *! !(% ) % " !!%  % ! +  $  !  , % #$$  % -%!#% %!! ! . ! .' !. ! . ! . !,                        !                              !  "   ##$ %       &    "  ' !(    !" # $%& $!'  !# # ()' !)* ) $(!)'+$!'  () +  &* " ) !+,),%)-                                                    !"     !      #$   %# !  $ &'    ( !  $ #   )'* $#& +,                        !"#   " "  $       %                                                           !      #    $          % $ "      ✝ Sólveig Matthías-dóttir fæddist í Reykjavík 20. maí 1937. Hún lést í bíl- slysi 21. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Matt- hías Matthíasson málarameistari frá Holti í Reykjavík, f. 8. ágúst 1904, d. 24. júlí 1973, og Sigríður El- ín Magnúsdóttir frá Viðey, f. 25. nóvem- ber 1911, d. 22. nóv- ember 1999. Eftirlif- andi bróðir Sólveigar er Skúli Matthíasson, f. 6. nóvem- ber 1934, en látinn er Magnús Matthíasson, f. 28. apríl 1941, d. 20. ágúst 2002. Sólveig giftist árið 1960 Braga M. Lárussyni, deildarstjóra hjá Samvinnutryggingum og síðar hjá Vátryggingafélagi Íslands, f. 15. mars 1933, d. 7. nóv. 1996. Þau eignuðust tvær dætur. Þær eru: 1) Sigríður Björk, f. 31. okt. 1960, gift Sigurði Grendal Magnússyni, f. 25. júní 1959. Börn þeirra eru Andri, f. 10. okt. 1982; Matthías Bragi, f. 26. apríl 1986; og Sólveig, f. 26. jan. 1991. 2) Berglind, f. 3. sept. 1967, sambýlis- maður Stefano Ros- atti, f. 2. nóv. 1964. Dóttir þeirra er Klara Rosatti, f. 1. jan. 1998. Sólveig ólst upp á Skólavörðustíg 22 C í Reykjavík. Hún lauk ljósmæðraprófi hjá LMSÍ 30. sept. 1958 og var ljósmóð- ir á Landspítalanum fæðingardeild frá 1958–1960; á Fæð- ingarheimili Reykja- víkur frá 1961, deild- arljósmóðir frá 1977, starfaði þar til lokunar 1992. Hóf hún þá störf á fæðingardeild Landspítalans á sængurkvennadeild 22-A, um tíma sem aðstoðardeildarstjóri, og var enn í föstu starfi þar er hún lést. Sólveig var í stjórn LMFÍ frá 1971; í ritnefnd Ljósmæðrablaðs- ins 1975–1977 og í ritnefnd „Ljós- mæður á Íslandi“ frá 1975. Hún var einnig um skeið fulltrúi LMFÍ hjá Bandalagi kvenna í Rvík. Útför Sólveigar verður gerð frá Hjallakirkju í Kópavogi á morgun, mánudaginn 2. september, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Það er svo erfitt að trúa því að Solla frænka sé dáin. Svo ótrúlegt og ótímabært. Hún Solla sem var svo full af lífskrafti og geislaði af hjarta- hlýju. Hún gaf öllum svo mikið með nærveru sinni og manni leið alltaf vel í návist hennar. Solla var ljósmóðir af Guðs náð og um ævina hafa margir notið hennar góðu aðstoðar. Ég var svo lánsöm að njóta handleiðslu hennar þegar ég eignaðist son minn þó að hún hafi ekki tekið á móti hon- um. Hún var mér ómetanleg aðstoð á frekar erfiðum tíma og er ég henni ævinlega þakklát. Foreldrar mínir, Bogga og Rudolf, áttu trygga og góða vini í Sollu og Braga heitnum, og mínar minningar úr æsku tengjast þeim órjúfanlega. Mikil og góð vinátta einkenndi þeirra samband og voru samverustundir þeirra fjögurra og Nínu og Pálma heitins margar og ætíð glaðværar og skemmtilegar. Sérstaklega fannst mér spennandi þegar Solla, Bragi og Berglind komu í sumarbústað for- eldra minna, að ég tali nú ekki um spenninginn þegar þau gistu hjá okk- ur. Nína og Pálmi áttu sumarbústað skammt frá okkar og var því oft hist og margt brallað. Solla, mamma og Nína voru frænkur og vinkonur frá æskuárum, og milli þeirra var ætíð kærleiksríkt og náið samband. Það er mikið áfall og sárt að sjá á eftir vinkonu sinni fyrir aldur fram. Foreldrar mínir eru stödd erlendis og geta því ekki kvatt Sollu hinsta sinn. Mikið er nú lagt á fjölskyldu Sól- veigar og mikill er missir þeirra. Ég vil fyrir hönd foreldra minna og fjöl- skyldu senda dætrum Sollu, Sirrý og Berglindi, barnabörnum og tengda- sonum hennar, sem og bróður henn- ar Skúla, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Sólveig og Magnús bróðir hennar voru hrifin burt með mjög stuttu millibili og við biðjum Guð um að veita aðstandendum og ástvinum þeirra styrk á þessari erfiðu stundu og sefa sorg þeirra. Sólveig hefur nú verið kölluð til æðri starfa og við þökkum henni góða samveru. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Minningin um góða og glæsilega konu lifir í hjörtum okkar allra. Anna Rudolfsdóttir og fjölskylda. Það breytist allt. Hluti af manni deyr þegar kær vinur kveður. Solla hefur verið hluti af lífi okkar frá barnæsku, henni var kippt í burtu á einu andartaki. Eitt reiðarslag rak annað því Magnús yngri bróðir henn- ar kvaddi þennan heim daginn áður. Nú stendur Skúli einn eftir af systk- inunum í Holti á Skólavörðustígnum. Lífið er hverfult og sannarlega höfum við það að láni einungis í stutt- an tíma. Eilífðin er hins vegar löng og þar munum við fá að eiga heima langa og góða ævi, þar, sem ekki er til grátur eða kvöl, – allt verður nýtt og gott. Sólveig var miklum og góðum kostum búin. Hún var glæsileg og ávallt smekklega klædd, framkoman yfirveguð og falleg. Hún var skemmtileg og glöð, hafði fallegan hlátur en hló aldrei hátt og öllum leið einstaklega vel í návist hennar. Hún sagði skemmtilega frá og hafði gott skopskyn. Hún var ábyrgðarfull bæði gagnvart sínu fólki og öðrum og var næm á þarfir og líðan annarra. Loforð voru alltaf efnd. Hún stjakaði sínum eigin tilfinningum til hliðar ef um það var að ræða að gleðja aðra. Sólveig var einstök húsmóðir, heim- ilið fallegt, hlýlegt og bjart. Hún var mikil hannyrðakona, það lék allt í höndum hennar. Dæturnar Sigríður og Berglind hafa mikið misst en fyrir fáum árum lést faðir þeirra. Það var mikið áfall til að vinna úr. Solla og Bragi voru einstaklega samhent hjón og mikill kærleikur ríkti á þeirra heimili. Og nú gerist þetta svo óvænt að sorgin knýr dyra enn á ný hjá þeim systr- um. Og litlu sólargeislarnir, barna- börnin hennar Sollu, hafa misst ást- ríka og umhyggjusama ömmu sem elskaði þau svo innilega. Og hún var einstakur vinur. Hún var ávallt tilbúin að hlusta og taka þátt í kjörum okkar. Þakklátar fyrir að hafa fengið að eiga Sollu að vini felum við hana góðum Guði og þau öll sem henni voru kær. Ég leit til Jesú, ljós mér skein, það ljós er nú mín sól, er lýsir mér um dauðans dal að Drottins náðarstól. (Stefán Thor.) Erla Kolbrún Valdimarsdóttir, María Guðrún Sigurðardóttir, Rannveig Sigurbjörnsdóttir. Hún var ljósa barnabarna minna, kona vinar míns og vinur um ára- tugaskeið, þessi brosmilda og hlýja kona sem svo skyndilega er kölluð yfir landamærin. Sólveig var fáguð og öguð í fram- komu og umhyggjusöm, enda prýdd flestum góðum kostum sem búa þarf yfir í mannlegum samskiptum, hvort heldur er í gleði eða sorg. Hún kunni að gleðjast með glöðum og gefa af sér, þegar hryggðin og sorgin knúðu dyra. Hin trausta og hlýja kona var margri móðurinni dýrmætur stuðn- ingur við erfiða reynslu, bæði sefandi og örvandi til átaka. Enn er ónefndur einn og ekki minnstur kostur, hún var góður hlustandi, skilningsrík og hollráð. Sólveigu kynntist ég fyrst er mað- ur hennar, sá góði drengur Bragi Lárusson, kom til starfa hjá Sam- vinnutryggingum árið 1966 og starf- aði að tryggingamálum af fádæma dugnaði og samviskusemi fram til ársins 1996 er hann lést eftir harða baráttu við krabbann. Það lýsir Sól- veigu vel, að er við kvöddum vin okk- ar, vegna nokkurra vikna dvalar er- lendis, vissi hún hvað að fór, en duldi af hlífð hvað skammt var eftir, en hann var farinn, er við snerum heim. Þau voru um margt lík Bragi og Sól- veig og báru ekki tilfinningar sínar á torg, en hlustuðu því betur eftir og brugðust við vanda annarra af hlýju og umhyggju. Þau báru virðingu fyr- ir lífinu og áttu einlæga trú á Guð og tóku ríkan þátt í safnaðarstarfi kirkj- unnar. Ég og fjölskyldan þökkum sam- fylgd á liðnum árum og biðjum góð- um vini sællar farar og góðrar heim- komu til eilífðarríkis og elskandi eiginmanns. Dætrum hennar, bróður og fjöl- skyldum vottum við einlæga samúð okkar og biðjum þeim Guðs blessun- ar. Hreinn Bergsveinsson og fjölskylda. Þú læddist, svo léttstíg, útí birtuna Og ég stóð eftir, horfði á birtuna þína, úti stóð í birtunni sem þú skildir eftir inni hjá mér. (Eiríkur Brynjólfsson.) Kynni okkar Sólveigar hófust strax á barnsaldri, hún fæddist að vori og mér finnst sem birtan og hlýj- an hafi alltaf fylgt henni. Hún átti trausta að, var umvafin stórfjöl- skyldu í uppvextinum. Hugur minn reikar til baka – þegar við smástelpur vorum að leik, – þegar við vorum sumarlangt í Reykholti, sjálfsagt þótti að ég fengi að vera með, – þegar foreldrar Sólveigar komu í heimsókn til hennar á tveim gæðing- um, – þegar við pössuðum yngri bróð- urinn, leiddum hann á milli okkar eft- ir götunni, sólarmegin eins og okkur var uppálagt, – þegar við gengum í sama skóla. Sólveig fermdist á undan mér í einstaklega fallegum kjól sem saum- aður var á hana og naut ég góðs af og fermdist í sama kjólnum. Það var fyrir daga kyrtlanna. Unglingsárin líða. Ung lærði Sólveig til ljósmóður og ljósubörnin hennar því eflaust orðin mörg. Alltaf var hægt að leita til hennar, aldrei var hún svo upptekin að hún hefði ekki tíma fyrir aðra, hvort sem verið var að undirbúa veislu, baka kransakökur eða hjálpa barni sem ekki gat tekið brjóst. Þó mislangt liði milli funda okkar, hvort sem við hittumst á Kanaríeyj- um eða í Smáralind, var alltaf sama viðmótið. Sólveig varð ekkja fyrir sex árum, eftir erfið veikindi eiginmanns síns. Mig langar að þakka áralanga vin- áttu. Við Ástráður vottum ástvinum hennar og fjölskyldu innilega samúð, vegna undangenginna áfalla, dætr- SÓLVEIG MATTHÍASDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.