Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 43 ✝ Oddur AlbertIngvarsson fædd- ist á Ísafirði 7. sept- ember 1925. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 4. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Friðrika Rósmunds- dóttir húsfreyja, f. 4. nóvember 1894, d. 5. júní 1975, og Hannes Ingvar Hannesson sjómaður, f. 14. júlí 1895, d. 13. apríl 1946. Þau bjuggu á Stakkanesi á Ísafirði. Systkini Odds eru Rósveig Jóhannesdóttir, f. 1. maí 1920, Guðfinna Ingvars- dóttir, f. 6. júlí 1922, d. 2. maí 1940, Hjördís Ingvarsdóttir, f. 11. júní 1924, d. 30. maí 1950, Höskuldur Ingvarsson, f. 11. júní 1924, d. 9. nóvember 2001, dreng- ur Ingvarsson, f. 18. mars 1928, d. 14. apríl 1928, Ólafur Ingvarsson, f. 8. október 1929, d. 24. október 1929, Pétur Helgi Ingvarsson, f. 20. nóvember 1930, Hanna Ingi- björg Ingvarsdóttir, f. 11. nóvem- ber 1933. Oddur kvæntist Guðrúnu Guð- jónsdóttur 28. nóv- ember 1952 og eign- uðust þau saman fjögur börn. Börn þeirra eru: 1) Guð- jón, f. 20. júní 1952, kvæntur Elísabetu Sverrisdóttur. Börn þeirra eru: Ásgrím- ur, Oddur og Sverr- ir. 2) Friðrik, f. 28. sept. 1953, ókvæntur og barnlaus. 3) Rannveig, f. 9. okt. 1955, gift Carlos Sanchez. Börn þeirra eru: Gerða Rún og Carlos Friðrik. 4) Oddur Rúnar, f. 15. jan. 1958, kvæntur Svövu Sigurðardóttur. Börn þeirra eru Eiríkur og Arnar Logi. Fyrir á Oddur Sygin Huld, Sigurð Þorstein og Kristjönu Örnu. Barnabörnin eru nú orðin tíu tals- ins og eitt barnabarnabarn. Oddur starfaði sem sjómaður frá unglingsaldri, bæði á bátum og togurum fram undir 1970 og eftir það sem bifreiðastjóri, þar af lengstum hjá Hafnarfjarðarbæ. Útför Odds verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jæja, elsku karlinn. Þá er það kveðjustundin mín. Minning mín um þig er sú að návist þín var alltaf svo þægileg og góð. Þú hafðir þessa óþvinguðu nærveru sem fékk mig til að líða vel og vonandi fleirum. Auk þess var alltaf gott að hlæja með þér og það var eitthvað sem við gerðum alltaf þegar við hitt- umst. Þú hafðir svo góðan húmor. Jafnvel þegar ég hitti þig undir lok- in náðum við þessum hlátri þó svo að þú værir orðinn mikið veikur. En því miður lengir hláturinn ekki alltaf lífið. Þetta er góð og falleg minning að eiga. Ég hef þetta ekki lengra, því að þú varst hvort eð er ekki maður margra orða. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja, vininn sinn látna er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Oddur (Bassi). Þegar ég settist niður fann ég engin orð og þess vegna langar mig til að vitna í gullkorn sem ég las eftir Ralph Waldo Emerson: Að kunna að meta fegurðina, auðnast að finna hið besta í öðrum; að skilja við heiminn örlitlu betri en hann var, hvort heldur við skiljum eftir okkur heilbrigt barn, rækt- aðan garðskika eða endurbætur á samfélaginu; að vita að tilvera okk- ar hefur auðveldað líf aðeins einnar annarrar lífveru – það er að ná ár- angri. Takk, elsku pabbi minn. Við kveðjum þig með söknuði. Þín dóttir Rannveig. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Kveðja. Carlos Sanchez. Elsku afi minn. Mér brá þegar ég fékk fréttina um að þú hefðir kvatt okkur og farið þína leið á betri stað. Ég vissi að veikindi þín voru oft kvalafull en þú barðist áfram dag frá degi og aldrei gafstu upp. Þegar kallið kom þá var fjar- lægðin svo mikil og sársaukinn með. Ég man vel síðan ég var lítið barn hvað mér fannst alltaf gaman að koma til þín í heimsókn til Ís- lands þegar ég átti heima í Banda- ríkjunum. Þegar þú varst að vinna fyrir Hafnarfjarðarbæ þá minnist ég þess að þú tókst mig oft með þér í vinnuna og keyptir alltaf handa mér kók og prinspólo. Þessir hlutir voru kannski smáir en miklir í mín- um huga. Það var svo margt sem við gerðum saman í gegnum árin sem ég á yndislegar minningar um í mínu hjarta og ég get sest niður með mínum börnum og sagt þeim þessar sögur sem við áttum saman á þessari lífsleið. Nokkrum dögum áður en þú kvaddir þennan heim þá ræddum við saman í símann og þau orð sem okkur fóru á milli sitja fast í huga mér. Þó að þú værir orðinn svona veikur þá hafðir þú alltaf áhyggjur af mér. Mér þykir leitt að vera ekki til staðar til að fylgja þér til hvíld- arstaðar en minn hugur og hjarta munu verða hjá þér nú sem ætíð. Saknaðarkveðja. Gerða Rún Sanchez, New York. Elsku afi minn, mig langar til að þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og hvað þú varst góður afi en nú ert þú kominn til ömmu og veit ég að hún hefur beðið eftir þér með opinn faðminn. En, afi minn, ég er heppinn að eiga allar góðu minningarnar um þig þegar ég var að koma með Fidda frænda upp á Hrafnistu að horfa á enska boltann. Afi, þú horfðir á alla leiki og misstir ekki af neinum leik hvað slappur sem þú varst, en nú verður tómlegt að hafa engan afa til að horfa á fót- boltann með en ég geymi allar góðu minningarnar um þig, elsku afi minn, og ömmu í hjarta mínu. Carlos Friðrik Sanchez. ODDUR INGVARSSON Róðu betur, kær minn karl, kenndu ekki í brjósti um sjóinn! Harðara taktu herðafall, hann er á morgun gróinn! Svo stendur hann í hesthúsdyrun- um: Hár maður mjög og grannur. Skarpleitur. Dökkur á hár og skegg. Lyftir færandi hendi og heilsar í því hann stígur innfyrir, eilítið hokinn – líklega jafnan viðbúinn lægri dyrum. Og brátt með pontuna í hinni hend- inni og aðra vísu Látra-Bjargar á vörum – ef þá ekki stökuna „sem mér kom í hug í morgun“ og krotaði kannski á kaffigrisju til að gleyma ekki strax. Mörgum vísum var á sama hátt forðað frá bitrum forgengileika munnlegrar geymdar. Bar jafnvel svo við, þá er taka skyldi til kaffis, að ekki væri til óskrifuð grisja. Var þá um þrennt að velja: A: Að hætta við allt saman (sem auðvitað kom ekki til greina). B: Að hella upp á áskrifaðar grisjurnar (og súpa þá bókstaflega svart seyðið af kveðskapnum). Og C: Að fá sér öl í staðinn. Var það þrauta- minnst og vísnavænlegast, enda oft- ast gert. En áðurnefndar hendur fluttu öðr- um ekki aðeins hressingu. Hjálpsemi þeirra var líka við brugðið. Ósjaldan héldu þær um hamar og naglbít við járningar í húsi náungans, ellegar enn önnur tól eftir því hvers við þurfti hverju sinni. Handhafinn síst vinnu- fælinn, og verkhraður meira en í meðallagi. Gekk að hverju starfi af góðum vilja og hugarhress. Liðveisla hans því vís hverjum sem hennar leit- aði, og þar oftlega fremstur í flokki. – Gleðimaður. Návist slíks manns er þægileg – aldrei þvingandi eða eigingjörn. Jafn- vel þótt uppáfinningasemin sé með afbrigðum og hann ávallt viðbúinn að láta athöfn fylgja orðum, og troða upp í ýmissa kvikinda líki, ef verða mætti sjálfum sér og öðrum til skemmtunar. Og hvað með þótt það dragist um stund að halda af stað heim úr góðum fagnaði? Enn er um margt að spjalla, ófarið með ýmsar vísur og: „Eg skal vaka í nótt …“ Í söng verður samhljómur lífsins fegurstur. En til að svo náist er margs að gæta. Það vissi sá sem höf- uð bar yfir aðra menn í karlakórnum, ✝ Áskell Hannes-son Egilsson fæddist á Grenivík við Eyjafjörð 28. ágúst 1938. Hann lést á Akureyri 1. september síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Glerár- kirkju á Akureyri 9. september. en lækkaði sig með því að standa oftast þrepi neðar öðrum í sömu röð. Þar með rauf hæð hans ekki heildarmynd- ina. Góður kórmaður gætir þess á sama hátt að syngja ekki sóló í rödd sinni, en beitir styrk sínum til að „syngja inn í“ og magna upp samhljóm hennar og þar með kórsins alls. Þessu líkt var margt í æviverki Kela. Það var ekki aðeins á vöxt sem hann gat borið höfuð hátt yfir flesta menn án þess að hreykja sér. En flutningi hljómkviðu lífs hans er lokið. Æviskipuðum stjórnanda þóknaðist að slá verkið af í stað þess að gefa stutt hlé og leggja svo í lokaþáttinn. Tónsprotinn hefði betur verið fenginn „Mömmu“ í hendur og þeim hjónum eftirlátið að feta sig í gegnum lokakaflann á eðli- legum hraða. Afburðagóður félagi er horfinn: Líf hans héðan í frá minningum bundið. Og við stöldrum við um stund … – Haustkyrrðina rýfur einstakt – kallandi hnegg. Jú – það var oft gaman. Erlingur Sigurðarson. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Kynni okkar Áskels Egilssonar hófust fyrst að marki þegar ég kom í Karlakór Akureyrar-Geysi veturinn 1992. Þessi hávaxni og hressi tenór vakti eftirtekt allra sem honum kynntust, ekki síst þegar hann talaði í bundnu máli sem var honum mjög tamt. Keli var alltaf að, iðjusemi hans var nánast með ólíkindum, hvort sem var heima við, uppi í hesthúsi eða í Lóni, félagsheimili Karlakórsins. Hann var alltaf tilbúinn til að vinna, og það var alltaf gert með svo já- kvæðum huga, ekkert niðurrif eða skammir út í þá sem ekki komu en áttu kannski að koma, öllu mátti bjarga, og það bjargaðist. Þegar við Keli urðum nágrannar í Núpasíðunni jukust samskipti okkar til muna. Fjótlega hóf hann að byggja bílskúr á lóðinni af einstakri eljusemi og natni, enda sagði hann að án bílskúrs liði honum eins og söngvara sem hefði misst röddina. Hvar ætti líka að geyma allt dótið? Ég fylgdist með þeirri framkvæmd frá upphafi og sannfærðist þá endanlega um það hversu frábær smiður hann var. Þeirrar náðargjafar fengu börn í Glerárskóla og Síðuskóla að njóta eft- ir að hann hætti í Skipasmíðastöðinni Vör og sneri sér að smíðakennslu. Hann var frábær kennari sem fékk jafnvel nemanda með tíu þumalputta til að líða eins og listasmið. Þau áhrif töfra aðeins fram kennarar af Guðs náð. Þegar bílskúrinn var kominn undir þak var ekki ónýtt að heim- sækja Kela þangað, spjalla um líð- andi stund og ekki skemmdi fyrir að þiggja svolitla brjóstbirtu. Það verður mikill sjónarsviptir að hafa Kela ekki með í ferðalögum Karlakórsins. Sérstaklega eru mér minnisstæð söngferðalögin til Vopna- fjarðar þar sem Keli var óþrjótandi uppspretta skemmtilegheita. Hver man ekki eftir eggjunum sem urðu okkur samferða frá hótelinu, en of langt mál er að tíunda þá sögu hér. Skemmtanir á vegum Karlakórs- ins voru andlega mun fátækari ef þátttöku Kela naut ekki við, en hann lét sig raunar nánast aldrei vanta. Kveðskapurinn eða frásagnir af mönnum og málefnum úr Höfða- hverfinu, en þaðan var hann ættaður, voru settar fram svo ljóslifandi og af svo óþrjótandi frásagnargleði að allar persónur urðu ljóslifandi, líka í huga þeirra sem ekkert þekktu til manna eða málefna. Þegar við Sigurbjörg ákváðum að flytja búferlum suður í Kópavog fyrir ári kom ekki annað til greina hjá þeim hjónum Áskeli og Svövu en að við gistum hjá þeim síðustu nóttina fyrir norðan eftir að búið var að tæma íbúðina. Enda taldi Keli annað ótækt en við svæfum síðustu nóttina í Núpa- síðunni. Ekki færum við að fara úr götunni til gistingar annars staðar. Sem smáþakklætisvott fyrir frábæra gestrisni færðum við þeim vínflösku sem var í neti. Auðvitað þakkaði Keli fyrir það með eftirfarandi vísukorni: Þennan gjörning mikils met, margir hafa næst sér. Flaska nokkur færð í net af fúsum huga veitt er. Vísukornin verða ekki fleiri, en minningin um góðan og skemmtileg- an dreng lifir. Við Sigurbjörg sendum Svölu og öllum afkomendum innileg- ustu samúðarkveðjur okkar. Geir A. Guðsteinsson. Haugur er orpinn, hetjan er fallin. Þar hestur grár með taumi bíður. Nú er að baki hæsti hjallinn, heimreiðina Áskell ríður. Hann kvaddi með söng um kynjalandið, hann kvað okkur ljóð um fósturjörð. Hann auðgaði og styrkti bræðrabandið, og bætti tungunnar hreina svörð. Hann einn og sannur Íslendingur ávallt var í hug og verki. Ég minnist hans á meðan syngur mjúkum röddum kórinn sterki. Kveðja. Þórður Mar Þorsteinsson og Hildur Jóna Gunnlaugsdóttir. ÁSKELL HANNESSON EGILSSON Vinkona okkar Vil- borg Harðardóttir hefði orðið 67 ára í dag og minnumst við með gleði fimmtugsafmælis hennar fyrir sautján árum sem var eitt skemmtilegasta afmæli á þeirri öld. Á unglingsárum okkar urðum við vinkonurnar fyrir því happi að eign- ast Dögg, dóttur Vilborgar, að vini og í kjölfar þess Villu eins og hún VILBORG HARÐARDÓTTIR ✝ Vilborg Harðar-dóttir fæddist í Reykjavík 13. sept- ember 1935. Hún lést við Snæfell 15. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 23. ágúst. var alltaf kölluð. Heim- ili hennar á Laugaveg- inum stóð ávallt opið vinum Daggar og ekki létum við vinkonurnar okkur nægja að vera þar sem gráir kettir alla daga heldur áttum við báðar eftir að flytja inn hjá henni, þ.e. í „bíslagið“ þar sem ótölulegur fjöldi fólks fékk inni um dagana og væri gaman að líta yfir þann íbúalista. Ef einhver annar var í bíslaginu þá komum við okkur fyrir í meyjarskemmunni, það var alltaf pláss fyrir okkur á Laugaveginum og fyrir það erum við einstaklega þakklátar. Á þessum árum vorum við vin- konurnar áhugasamar um næturlíf borgarinnar og þegar við skriðum á fætur var Villa iðulega búin að fara í sund, skoða nokkrar myndlistarsýn- ingar, fá sér kaffi með Sollu og Steinsí og á leið í fjallgöngu með kommatrimminu. Þegar litið er til baka er umburð- arlyndi hennar gagnvart okkur aðdáunarvert, okkur leið eins og jafningjum hennar og vorum æv- inlega velkomnir þátttakendur í margvíslegum áhugamálum og skemmtunum hennar og hennar vina. Það var ekki lítils virði fyrir okk- ur vinkonurnar á þessum mótandi árum að hafa að fyrirmynd konu sem var skemmtileg, sjálfstæð, lífs- glöð og virk á fjölmörgum sviðum þjóðlífsins. Vilborg var kona sem tekið var eftir hvar sem hún fór og hennar er sárt saknað. Elsku Helga, Mörður, Ilmur, Dögg og aðrir ætt- ingjar og vinir, missir ykkar er mik- ill en Villa lifir í hjarta okkar allra. Kristlaug og Kristín (Kikka og Stína). ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.