Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 26
ERLENT 26 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÓPUR fólks safnaðist saman í miðborg Moskvu í gær til að minnast átaka sem áttu sér stað í október 1993, þegar rússneski stjórnarherinn barði niður mótmæli stjórnarandstæðinga. Var fólki, sem lét lífið í þessum atburðum, vottuð virðing sérstaklega, eins og sjá má á myndinni. AP Fórnarlambanna minnst EITT af því sem ber á góma í deil- unum um Írak og gereyðingarvopn Saddams Husseins er réttur ann- arra ríkja til að gera fyrirbyggjandi árás á landið. Ákvæði eru í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um rétt þjóða til sjálfsvarnar en lagaspekingar eiga vafalaust eftir að deila lengi um það hvort breyttar aðstæður valdi því að nú sé hægt að verja með laga- legum rökum hernaðarárás að fyrra bragði. Túlkun á alþjóðasamningum getur verið flókin og stundum virð- ast þeir hafa verið marklitlir frá upphafi. Árið 1927 fóru Frakkar þess á leit við Bandaríkjamenn að ríkin tvö gerðu með sér tvíhliða samning um að þau myndu aldrei útkljá deilumál með hervaldi. Utanríkisráðherra Frakka, Aristide Briand, átti mikinn þátt í því að bæta samskipti Frakka og Þjóðverja eftir fyrri heimsstyrj- öld 1914–1918 og eignaðist í þeim efnum sálufélaga í þýskum starfs- bróður sínum, Gustaf Stresemann. En Briand vildi til vonar og vara efla tengslin við Bandaríkjamenn, stór- veldi framtíðarinnar og þá þegar mesta iðnveldi heims. Kellogg hlaut friðarverðlaun Nóbels Bandarískir ráðamenn höfðu frá stofnun ríkisins verið tortryggnir gagnvart skuldbindandi samningum við önnur ríki, þeir vildu ekki láta flækja sig í hagsmunabaráttu evrópsku stórveldanna. Frank B. Kellogg utanríkisráðherra, sem hafði sama ár reynt árangurslaust að fá stórveldin til að semja um tak- mörkun flotaumsvifa, stakk upp á því að gerður yrði í staðinn alþjóð- legur sáttmáli um að stríð yrði gert útlægt í samskiptum þjóða heims og í staðinn yrði farin samningaleiðin til að leysa allan ágreining. Frakkar samþykktu tillöguna og svo fór að 62 ríki, eða öll sjálfstæð ríki heims um þessar mundir og þ.á m. öll helstu stórveldin, undirrit- uðu sáttmálann, sem oftast er nefnd- ur Kellogg-Briand-sáttmálinn frá 1928, einnig er hann nefndur Par- ísarsamningurinn. En aðildarríkin áskildu sér mörg rétt til margvíslegra fyrirvara og eigin túlkana til þess að geta tryggt sér að sáttmálinn hindraði þau ekki í að verjast árás. Einnig þurftu þau að geta uppfyllt skyldur sem kveðið var á um í ýmsum sérsamningum milli ríkja og ríkjahópa eftir stríðið og skuldbindingar vegna sáttmála Þjóðabandalagsins er stofnað var eftir fyrri heimsstyrjöld. Bandaríkin héldu auk þess tryggð við Monroe- kenninguna frá fyrri hluta 19. aldar þar sem Bandaríkjamenn skilgreina alla Suður- og Mið-Ameríku sem sitt áhrifasvæði og sögðu Evrópustór- veldunum að reyna ekki að vinna þar ný lönd. Þessir fyrirvarar og ekki síður sú staðreynd að engin ákvæði voru um eftirfylgni og refsingar við brotum á sáttmálanum urðu til þess að hann varð algerlega marklaus í reynd. En Kellogg hlaut friðarverðlaun Nóbels 1929 fyrir þátt sinn í gerð sáttmál- ans sem var ákaft fagnað á sínum tíma og talinn marka þáttaskil. En hann hefur aldrei komið að neinu gagni og aldrei heyrist í hann vitnað, jafnvel ekki 1999 þegar Atlantshafs- bandalagið hóf að fyrra bragði árásir á Serba til að stöðva mannréttinda- brot þeirra í Kosovo. Danir undirrituðu Kellogg- Briand-sáttmálann, þeir fóru um þetta leyti enn með utanríkismál fyrir Íslendinga, sem eiga því ásamt öðrum þjóðum enn aðild að þessum samningi og staðfestu hann í maí 1929 með gildistöku 10. júní sama ár. Gunnar Schram, prófessor í lögum, var spurður hvort alþjóðlegir sátt- málar væru felldir úr gildi þegar ljóst væri að þeir væru orðnir orðin tóm og hvort skuldbindingar aðild- arþjóða Kellogg- Briand-sáttmálans væru enn í gildi. „Ég tel víst að sátt- máli Sameinuðu þjóð- anna frá 1945 hafi vikið Kellogg-Briand-sátt- málanum til hliðar vegna þess að í honum er tekið á sömu mál- um,“ segir Gunnar. „Í sáttmála SÞ er m.a. kveðið á um að rofin skuli viðskipti við ríki sem brýtur gegn ákvæðum um friðsam- leg samskipti ríkja. En einnig er gengið svo langt að tilgreint er að SÞ geti farið með hervaldi gegn brotlega ríkinu, með öðrum orðum ráðist á það til að skakka leikinn og koma á friði. Þá er auðvitað átt við að einstakar aðild- arþjóðir geti gripið til þessa úrræðis eftir að hafa fengið heimild samtak- anna með ályktun þess efnis. Menn eru nú að reyna að fá slíka ályktun samþykkta í New York.“ Genfarsáttmáli um réttindi í stríði enn í gildi Gunnar segir að til séu alþjóða- samningar frá fyrri öldum sem enn teljist í gildi þótt margt hafi breyst. Stundum séu alþjóðasamningar haldlitlir og einkum ef ákveðin ríki hafi sterkan vilja til að sniðganga þá. Hann segist telja að skuldbindingar Íslendinga og annarra þjóða vegna Kellogg-Briand-sáttmálans séu ekki lengur í gildi. Grunnreglan í réttar- kerfum ríkja í Evrópu og Ameríku sé að eldri lög víkja fyrir hinum yngri nema annað sé sérstaklega tekið fram. Hann segir að þegar gamlir alþjóðasáttmálar séu augljós- lega orðnir úreltir og marklausir sé ekki kallaður saman nýr alþjóða- fundur til að ógilda gjörninginn. „Nei það er ekki gert vegna þess að það eru alltaf einhver ríki sem hafa hagsmuni af því að sáttmálinn sé enn til. Það hefur því ekki tíðkast að kalla saman formlega ráðstefnu til þess þótt það væri út af fyrir sig hreinlegast. Þar væri hægt að lýsa því yfir að aðstæður hefðu ger- breyst, sáttmálinn ætti ekki lengur við og hlutverki hans væri lokið. En þetta er ekki gert.“ Gunnar segir að upp úr aldamót- unum 1900 hafi verið gerðir merkir alþjóðasáttmálar í Genf um fram- komu ríkja á stríðstímum. Þar hafi m.a. verið ákvæði um að bannað væri að pynta stríðsfanga eða beita þá öðru ofbeldi. „Þessi sáttmáli var síðan endurnýjaður í Genf um miðja öldina en gamli sáttmálinn er enn í gildi. Nýju samningarnir taka að vísu að sumu leyti yfir annað rétt- arsvið en athyglisvert er að þeir gömlu eru enn í fullu gildi og það eru þeir sem gerðu föngum í seinni heimsstyrjöld yfirleitt kleift að gefa aðeins upp nafn og númer en neita að veita aðrar upplýsingar. Her- fangar höfðu rétt til þess, þeir vitn- uðu í Genfarsáttmálann og hann er enn í gildi. Það er því ekki alltaf hægt að segja að alþjóðasáttmáli sé orðinn svo gamall að hann sé í reynd fallinn úr gildi,“ sagði Gunnar Schram. Merka alþjóðasátt- mála getur dagað uppi Kellogg-Briand-sáttmálinn frá 1928 bannaði ríkjum heims að beita hervaldi til að leysa deilur sín í milli Aristide Briand Frank B. Kellogg FIMM manneskjur voru myrtar í fyrradag í einu úthverfa Wash- ingtonborgar í Bandaríkjunum, skotnar ein af annarri. Flest bendir til, að sami maðurinn eða sömu mennirnir hafi verið að verki og var þeirra ákaft leitað í gær. Fyrsta morðið var framið snemma um morguninn og það síð- asta seint um kvöldið og var allt fólkið skotið einu skoti. Var einn maður skotinn er hann var slá gras- flötina fyrir framan húsið sitt, tveir voru myrtir á bensínstöð og aðrir tveir fyrir utan verslanamiðstöð. Ekkert hefur komið fram, sem bendir til, að hinir myrtu hafi verið tengdir á einhvern hátt og kyn- þáttahatur virðist ekki koma við sögu. Hin látnu eru tveir hvítir karlmenn, hvít kona, kona frá Suð- ur-Ameríku og karlmaður frá Ind- landi. Lögreglan í Maryland, FBI, bandaríska alríkislögreglan og þjóðvarðliðar tóku þátt í leit að morðingjunum í gær en haft er eft- ir vitni, að tveir menn á hvítum sendibíl hafi ekið á miklum hraða frá einum morðstaðnum. Voru bílar, sem lýsingin gat átt við, stöðvaðir hvar sem til þeirra sást. Hverfið þar sem morðin áttu sér stað er byggt efnuðu fólki og er fjórðungur íbúanna af erlendum uppruna. Var fólk mjög hrætt þar og víðar eftir morðin og þorðu margir ekki út úr húsi. Fimm manns myrtir í fyrradag í einu úthverfa Washingtonborgar Mikil leit að morðingjunum Silver Spring. AP, AFP. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins (ESB) mun í næstu viku mæla með því að átta fyrrverandi kommúnistaríki í Mið- og Austur-Evrópu auk Miðjarðar- hafseyríkjanna Möltu og Kýpur fái aðild að sambandinu í næstu stækkunarlotu þess, sem stefnt er að því að komi til framkvæmda árið 2004. Næstkomandi miðvikudag mun framkvæmdastjórnin birta nýjustu matsskýrslur sínar um aðildar- hæfni umsóknarríkjanna og fréttist það í gær að í skýrslunum komist hún að þeirri niðurstöðu að mæla beri með því að Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Tékkland, Slóv- akía, Ungverjaland, Slóvenía, Kýp- ur og Malta fái að ganga í sam- bandið í ársbyrjun 2004, að því gefnu að takast muni að standa við gildandi tímaáætlun um frágang aðildarsamninganna við þessi lönd og fullgildingu þeirra. Hvetur framkvæmdastjórnin við- komandi lönd ennfremur til þess að láta ekki deigan síga á þeim stutta tíma sem eftir er við að hrinda um- bótum í framkvæmd, sem nauðsyn- legar eru til að löndin verði í stakk búin að takast á við ESB-aðildina. Til stendur að formlega verði gengið frá aðildarsamningum við þessi tíu ríki á leiðtogafundi ESB í Kaupmannahöfn í desember. Mat framkvæmdastjórnar ESB Tíu lönd fái aðild 2004 Brussel. AFP. TILLÖGU um, að aðildarríki Evr- ópusambandsins, ESB, hættu að ábyrgjast tryggingar flugfélaga eins og þau hafa gert eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum var hafnað á fimmtu- dag á fundi samgönguráðherra sam- bandsins í Brussel. Það var framkvæmdastjórn ESB, sem lagði til breytinguna og sögðu fulltrúar hennar, að vegna þess, að evrópskum flugfélögum byðust nú tryggingar á viðráðanlegum kjörum ættu aðildarríkin að afturkalla ábyrgðina. Samgöngurráðherrarnir voru á öðru máli og lögðu til, að fjármálaráð- herrar ríkjanna kæmu saman næst- komandi þriðjudag til að ganga frá framlengingu ábyrgðarinnar í „tak- markaðan tíma“. Tvenn samtök, annars vegar flug- félaga og hins vegar þeirra, sem reka flughafnir, fóru í fyrradag fram á, að ábyrgðin yrði framlengd og nefndu hættuna á átökum í Írak sem nýja ógnun við afkomu þeirra. Í síðustu viku báðu talsmenn bandarískra flug- félaga þingið um aðstoð og sögðu, að ella blasti gjaldþrot við mörgum þeirra. Frakkar halda því fram, að hætta sé á, að evrópsk flugfélög verði undir í samkeppni við þau bandarísku njóti þau ekki sömu styrkja og þau en tals- menn framkvæmdastjórnarinnar segja að ríkisábyrgðin sé farin að skekkja verulega samkeppnismynd- ina í Evrópu eftir að Danmörk, Lúx- emborg og Svíþjóð afnámu hana. Ætlar framkvæmdastjórnin að fylgj- ast með því hvernig þessum ábyrgð- armálum verður háttað annars stað- ar, t.d. í Bandaríkjunum og Japan. Flugiðnaðurinn og einstakar ríkis- stjórnir eru nú að skoða stofnun tryggingasjóðs, sem tæki til ákveðins heimshluta eða alls heimsins, og kæmi til þegar ríkisábyrgðinni linnir. Samgönguráðherrar ESB um tryggingamál flugfélaga Ríkisábyrgðin verði framlengd Lúxemborg. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.