Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.10.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vetrarlitirnir komnir www.forval.is Ilmefnalausar og ofnæmisprófaðar. Og verðið... það gerist ekki betra. snyrtivörudeildir MAÐUR heldur á regnhlíf og munn- þurrku fyrir vitunum til að verjast ösku frá Etnu á útimarkaði í sikil- eysku borginni Catania. Heldur dró úr eldvirkni í Etnu í gær en mikill gosmökkur steig þó upp úr fjallinu og jarðskjálftar fundust þar enn. Nokkur hundruð íbúar bæjarins Santa Venerina eyddu nóttinni í tjöldum en mörg hús skemmdust í jarðskjálfta í fyrradag og voru þau talin óíbúðarhæf. Skemmdir urðu á húsum í fleiri bæjum og einnig í Catania þar sem um 350 þúsund manns búa. Flugvöllurinn í borg- inni var enn lokaður vegna ösku- falls þótt heldur hefði dregið úr því. Hraun hefur runnið niður hlíðar Etnu frá því gosið hófst seint á laugardagskvöld en ekki er talið að hraunið ógni mannabústöðum. Reuters Dregið hefur úr gosinu í Etnu RÚSSNESKA öryggislögreglan hefur handtekið um 30 menn, þar meðal nokkra úr eigin röðum, sem grunaðir eru um að hafa aðstoðað Tétsenana, sem tóku um 800 manns í gíslingu í síðustu viku. Hefur leit að hugsanlegum hryðjuverkamönnum verið stórhert um allt Rússland og segjast Tétsenar, sem þar búa, verða fyrir skipulegum ofsóknum. Meðal hinna handteknu eru menn í rússnesku öryggislögreglunni að því er fram kom á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins, í gær og einnig ráðgjafar, sem eru sagðir hafa verið í sambandi við gíslatökumenn- ina inni í leikhúsinu og upplýst þá jafnharðan um stöðuna og hugsan- legar fyrirætlanir hersins. BBC hafði þessar upplýsingar eft- ir ónefndum embættismanni, sem sagði, að það hefðu verið allt of margir „aðstoðarmenn“ gíslatöku- mannanna í þeim höfuðstöðvum hersins þar sem lagt var á ráðin um björgun gíslanna. Þá sagði í dag- blaði, sem styður stjórnvöld, að gíslatökumennirnir hefðu notið að- stoðar manna eða eins konar „grein- ingarmiðstöðvar“, sem hefði safnað saman upplýsingum fyrir þá. Er það einnig haft eftir fyrrverandi yfir- manni í sérsveitum innanríkisráðu- neytisins, að auk öryggislögreglu- manna hafi nokkrir opinberir starfsmenn aðstoðað gíslatöku- mennina við að leigja húsnæði þar sem geymd voru vopn og sprengi- efni. Meðal hinna handteknu eru nokkrir Tétsenar, sem voru stöðvað- ir á litlum fólksflutningabíl en í hon- um fundust að sögn leifar af sprengi- efninu TNT. Tétsenar segjast ofsóttir Borís Gryzlov, innanríkisráðherra Rússlands, lét það eitt eftir sér hafa í gær, að leyniþjónustustofnanir rík- isins hefðu gripið til mjög víðtækra aðgerða í því skyni að fletta ofan af starfsemi hryðjuverkamanna í Moskvu og nágrenni. Tétsenar í Rússlandi, sem eru um hálf milljón talsins, segjast nú verða fyrir skipu- legum ofsóknum um landið allt. Segja þeir, að lögreglumenn komi fyrir á þeim eða á heimilum þeirra eiturlyfjum eða vopnum og noti það síðan sem átyllu fyrir handtöku. „Lögreglan kom á heimili mitt á sunnudagsmorgni og flutti mig og mágkonu mína á lögreglustöð. Þeir hótuðu mér pyntingum, slógu mig og öskruðu: „Hvað ert þú að gera í Moskvu? Komdu þér burt,““ sagði Tétseninn Ayubkhan Darayev en hann hefur búið í Moskvu án leyfis. Tók lögreglan fingraför hans og mynd af honum eins og af öllum öðr- um Tétsenum, sem hafa verið yfir- heyrðir. Eru sögur annarra Tétsena líkar þessum. Mikill stuðningur við aðgerðina Samkvæmt nýrri skoðanakönnun í Rússlandi er mikill meirihluti lands- manna sammála ákvörðunum stjórn- valda og Vladímírs Pútíns forseta í gíslatökumálinu. Telja 85%, að þær hafi verið réttar en 10% rangar. 5% voru óákveðin. 59% kváðust þó hafa kosið, að samningaleiðin yrði reynd til þrautar en 25% sögðu, að rétt hefði verið að ráðast gegn gíslatöku- mönnunum strax í upphafi. Þá sögðu 54%, að rússnesk stjórnvöld ættu að beita herskáa Tétsena sömu aðferð- um og Bandaríkjamenn beittu í Afg- anistan eftir 11. september. Um 30 manns í haldi fyrir aðstoð við tétsensku gíslatökumennina Reuters Rússnesk telpa grætur við útför tveggja þrettán ára stúlkna sem létu lífið í leikhúsinu í Moskvu þegar sérsveitir réðust inn í það til að bjarga fólki sem var haldið þar í gíslingu. Stúlkurnar tvær, Kristina Kúrbatova (á myndinni til vinstri) og Arsení Kúrílenko, léku í söngleik sem sýndur var í leikhúsinu þegar tétsenskir skæruliðar réðust inn í það. Nokkrir lögreglumenn meðal hinna handteknu Mikill meirihluti Rússa styður árás sérsveitarmanna á leikhúsið Moskvu. AP, AFP. LÖGREGLAN í Indónesíu hefur birt teikningar af þremur mönnum, sem grunaðir eru um að tengjast hryðjuverkinu á Balí. Varð það 190 manns að bana. Mennirnir eru á aldrinum 20 til 30 ára og sagt er, að tveir þeirra séu með vissu af indónesískum upp- runa. Eru teikningarnar gerðar eft- ir lýsingu vitna, sem sáu mennina rétt áður en sprengjurnar sprungu. Telur lögreglan raunar að fleiri hafi unnið að ódæðinu eða allt að tíu manna hópur. Mun Alþjóðalögreglan, Interpol, taka þátt í leit að mönnunum og verða myndirnar birtar um allan heim. Að sögn lögreglunnar líkist ein teikningin mjög eftirlýstum glæpa- manni. Susilo Bambang Yudhoyono, ör- yggismálaráðherra Indónesíu, sagði að tilgangurinn með hryðjuverkinu hefði verið að skapa upplausn í landinu, auka á efnahagserfiðleik- ana og auðmýkja stjórnvöld frammi fyrir umheiminum. Engar yfirheyrslur enn yfir Bashir Múslimaklerkurinn Abu Bakar Bashir er enn undir læknishendi en hann er grunaður um að vera leið- togi hryðjuverkasamtakanna Jem- aah Islamiyah og hafa náin tengsl við al-Qaeda, hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens. Var Bashir handtekinn vegna framburðar hryðjuverkamanna, sem handteknir voru í Singapore, og vegna fram- burðar Omars al-Faruqs, liðsmanns al-Qaeda, en hann var handtekinn í Indónesíu og framseldur til Banda- ríkjanna. Segir hann, að Bashir hafi fyr- irskipað sprengingar í kirkjum kristinna manna, sem urðu 19 manns að bana, og að auki lagt á ráðin um að myrða Megawati Suk- arnoputri áður en hún var kjörin forseti Indónesíu. Grunar marga, að Jemaah Islamiyah hafi einnig borið ábyrgð á hryðjuverkinu á Balí. Hryðjuverkið á Balí Teikningar birtar af grunuðum mönnum Jakarta. AFP. Vönduð ryðfrí húsaskilti Fjölbreytt myndaval Pantið tímanlega til jólagjafa HÚSASKILTI Klapparstíg 44, sími 562 3614
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.