Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.11.2002, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAMFYLKINGIN hefur alla burði til að halda stöðu sinni sem næststærsta stjórnmálaaflið í landinu og forystuafl í næstu rík- isstjórn. Flokkurinn hefur skýra framtíðarsýn sem byggist á jöfn- uði, lýðræði og ábyrgð. Úrbætur í skattamálum Á kjörtímabilinu hef ég átt sæti í efnahags- og viðskiptanefnd Al- þingis, sem fjallar m.a. um mál sem miklu skipta fyrir atvinnulífið og fjármálamarkaðinn. Þar hef ég barist gegn samþjöppun og fá- keppni í atvinnulífinu og fylgt eftir málefnum neytenda. Skattamál hafa verið fyrirferðarmikil í þeirri nefnd og hart hefur verið tekist á um skattastefnuna. Þar hef ég staðið í forsvari fyrir Samfylk- inguna sem teflt hefur fram val- kosti í skattamálum á móti stefnu stjórnarflokkanna. Tillögur okkar í skattamálum munu jafna skatt- byrðina í þjóðfélaginu. Þær munu létta sköttum af lágtekjufólki og lífeyrisþegum og smáum og með- alstórum fyrirtækjum. Skatta- stefna okkar mun líka bæta stöðu barnafjölskyldna, m.a. gegnum barnabótakerfið, en barnabætur hafa verið skertar verulega í tíð þessarar ríkisstjórnar. Lýðræðislegar umbætur Á undanförnum árum hef ég beitt mér mjög í málum sem snerta lýðræðislegar framfarir á ýmsum sviðum þjóðfélagsins. Þar nefni ég sérstaklega breytingu á stjórnarskránni þess efnis að við- höfð skuli þjóðaratkvæðagreiðsla í mikilvægum málum sem snerta hag og velferð þjóðarinnar. Skipan rannsóknarnefndar þingsins sem starfi fyrir opnum tjöldum og taki fyrir mál er varða m.a. meðferð opinberra fjármuna og önnur mik- ilvæg mál er almenning varðar. Nefni ég einnig tillögu sem marg- sinnis hefur verið flutt um að opna fjárreiður stjórnmálaflokkanna. Að auki nefni ég tillögur um aukna ráðherraábyrgð og siðareglur fyrir þingmenn og stjórnsýsluna. Prófkjörið framundan Á næsta kjörtímabili skiptir verulegu máli að ná fram ofan- greindum lýðræðislegum umbótum og úrbótum í skattamálum. Fyrir framgang þessara mála skiptir löng stjórnmálaleg reynsla mín miklu máli. Í síðasta prófkjöri Samfylkingarinnar fékk ég braut- argengi rúmlega 6 þúsund Reyk- víkinga til að leiða Samfylkinguna í Reykjavík á því kjörtímabili sem senn er á enda. Þessa dagana leita ég til stuðningsmanna Samfylking- arinnar um að taka þátt í prófkjör- inu 9. nóvember og bið um stuðn- ing til þess að leiða annað Reykjavíkurkjördæmið við hlið formanns flokksins. Umbætur í skatta- og lýð- ræðismálum Eftir Jóhönnu Sigurðardóttur „Ég bið um stuðning til að leiða ann- að Reykja- víkurkjör- dæmið við hlið formanns flokksins.“ Höfundur er alþingismaður. EF ÞAÐ er einhver rauður þráð- ur í athafnalífi Íslendinga sem geng- ur nær óslitið frá landnámi til okkar daga mætti færa fyrir því sterk rök að sú iðja félli undir það sem kallað er afþreyingariðnaður. Hér á landi hafa verið ritaðar bækur í meiri mæli en annars staðar, ortar rímur, dróttkvæði, heimsósómar og fer- skeytlur. Þetta hefur þjóðin hafst að frá öndverðu – stytt sér stundir, iðkað frjótt og áhugavert mannlíf. Ísland er fyrst og fremst land hugmynda og sköpunar. Á síðustu árum hafa tónlistarmenn, ekki síður en rithöfundar og kvikmyndagerð- armenn, haldið uppi merkjum af- þreyingar og listsköpunar með svo miklum árangri, að ekki er hægt að segja annað en að þessi langa hefð Íslendinga hafi náð tilkomumeira breiðflugi nú en nokkru sinni áður í sögu landsins. Heimaalinn sofandaháttur Því er hins vegar verr og miður, að valdamönnum þessa lands virðist flestum þykja miklu vænna um lambakjöt, fisk og ál en sköpunar- kraftinn í fólkinu sjálfu. Þeim er því miður ekki gefin sú víðsýni stjórn- málamanna í nágrannalöndunum sem hafa af framsýni fært sínum þjóðum gríðarlegan arð með því að styðja markvisst við bakið á því fólki sem linnulaust vinnur þrek- virki fyrir hönd þeirra þjóða á sviði sköpunar. Aðstaða hérlendis er slæm, styrkjakerfi vanþróað, skilningur lítill, skattaumhverfi er óhagstætt og hugmyndir, sem settar eru fram af talsmönnum listsköpunar, afþrey- ingar- og vitundariðnaðar, eru ítrek- að svæfðar í nefnd. Tækifæri til stórra og arðvænlegra verka hafa hvað eftir annað siglt hjá, ónýtt, vegna vanþekkingar og áhugaleysis stjórnvalda. Í nágrannalöndum okkar er af- þreyingar- og vitundariðnaður, kvikmyndir, tónlist, hugbúnaðar- framleiðsla, listsköpun hvers konar, óðum að verða stór og mikilvægur útflutningsatvinnuvegur á meðal allra þessara þjóða. Írar, Svíar og Hollendingar eru þar gott dæmi. Reyndar hefur Írum gengið svo vel að búa til hagstæða aðstöðu til sköp- unar og hugmyndavinnu, að Björk Guðmundsdóttir er þar skráð með öll sín höfundarlaun og íhugar vænt- anlega ekki að öllu óbreyttu að færa þau hingað til lands. Ég hef að vandlega athuguðu máli ákveðið að bjóða mig fram í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík 9. nóvember. Ein meg- inástæðan fyrir framboði mínu er sú, að ég vil freista þess að breyta hugarfari yfirvalda til afþreyingar- og vitundariðnaðar, listsköpunar og hugmyndavinnu. Ég tel að það sé eitt mikilvægasta verkefnð í íslensk- um stjórnmálum að fjárfesta í arð- vænlegri nýsköpun, að virkja ís- lenska hugmyndaauðgi og sköpunarkraft. Ísland – land sköpunar Eftir Jakob Frímann Magnússon „Eitt mik- ilvægasta verkefnið í íslenskum stjórnmálum er að fjárfesta í arðvæn- legri nýsköpun.“ Höfundur er varaþingmaður og tón- listarmaður og tekur þátt í prófkjöri Samfylkingar í Reykjavík. MEÐ breytingum á lögum um húsaleigubætur í fyrravor var námsmönnum gróflega mismunað. Meginreglan um réttindi til greiðslu húsaleigubóta er sú að húsnæðið sem leigt er sé með sér salernis- og eldunaraðstöðu. Nokkrar undanþágur hafa verið gerðar á þessari reglu og voru tvær þeirra lögfestar í fyrravor. Önnur sneri að fötluðum á sam- býlum og öðluðust þeir rétt til húsaleigubóta þótt þeir uppfylltu ekki þetta skilyrði. Hin sneri að námsmönnm á framhalds- og há- skólastigi sem leigja á heimavist eða á stúdentagörðum og deila þar eldhús- og snyrtiaðstöðu. Þarna er námsmönum gróflega mismunað eftir því hvort þeir komast inn á heimavist eða stúd- entagarð í herbergi eða verða að leigja herbergi á almennum mark- aði. Húsaleigubætur á stúdentagörðum Námsmenn á heimavist eða stúdentagörðum öðluðust rétt á húsaleigubótum þótt þeir byggju í herbergi með aðgangi að eldhúsi og baði. Um 600 námsmenn bíða nú eftir húsnæði á stúdentagarði hér í Reykjavík. Námsmenn eiga sem sagt ekki allir kost á slíku húsnæði og verða að leigja sér sambærilegt húsnæði annars stað- ar, sem er almennt mun dýrara en garður eða heimavist, en þar fá þeir ekki húsaleigubætur sam- kvæmt núgildandi lögum ef þeir deila eldhús- og salernisaðstöðu með öðrum. Þetta óréttlæti í garð fjölda námsmanna verður að leið- rétta. Ég hef tvívegis lagt það til á Alþingi en ríkisstjórnin hefur ekki haft vilja til að leiðrétta þetta mis- rétti sem námsmenn utan Garðs eru beittir. Námsmenn utan Garðs Eftir Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur Höfundur er alþingismaður og sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. „Þetta óréttlæti í garð fjölda námsmanna verður að leiðrétta.“ Prófkjör Prófkjör stjórnmálaflokkanna vegna þingkosninganna í maímánuði nk. fara fram í vetur. Af því tilefni birtir Morgunblaðið greinar frambjóðenda og stuðningsmanna. Þær er einnig hægt að nálgast undir liðnum próf- kjör á forsíðu mbl.is. BJÖRGVIN G. Sigurðsson er vaskur maður sem mikill fengur væri að fá inn á Alþingi. Hann hefur sýnt og sannað með þrotlausri baráttu fyrir sameiningu jafnaðarmanna, allt frá stofnun Grósku, og kraftmikilli vinnu við uppbyggingu Samfylkingarinnar sem framkvæmdastjóri flokksins að hann er traustsins verður. Björgvin er kraftmikill fulltrúi ungu kynslóð- arinnar í stjórnmálunum og ég styð hann eindregið í flokksvali Samfylk- ingarinnar í Suðurkjördæmi. Ég skora á Samfylkingarfólk í kjör- dæminu að kjósa Björgvin í öruggt sæti. Það væri mikill sómi að því fyr- ir Samfylkinguna að ungur og öfl- ugur maður á borð við Björgvin sæti í þingflokki hennar. Virkjum krafta nýrrar kynslóðar og kjósum Björgvin í flokksvalinu. Björgvin í öruggt sæti Þórunn Elva Bjarkadóttir stjórnmálafræð- ingur skrifar: ÁGÆTA flokksfólk, nú er lag fyr- ir okkur að kjósa Þorlák Oddsson – einn af okkur – í eitt af efstu sætum í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Suð- vesturkjördæmi. Jafningja okkar sem hefur lifað brauð- stritið okkar, skilur kjör okkar og hefur barist fyrir bættum kjörum verkafólks um langa hríð. Þorlákur hefur sýnt það með iðju- semi sinni, krafti, dugnaði og ósér- hlífni að hann er verðugur fulltrúi al- þýðu manna á Alþingi og vel til forystu fallinn. Hann er eindreginn talsmaður lífskjaratryggingar og samhjálpar, skoðanir hans eru okkar skoðanir sem hann fylgir fast eftir. Ágæta Samfylkingarfólk, allir þið sem teljið öflugan fulltrúa almenn- ings eiga erindi á Alþingi Íslendinga mætið í prófkjörið 9. nóvember og kjósið Þorlák Oddsson bifreiðastjóra í 3.–4. sæti. Alþýðumann á Alþingi Ástríður Hartmannsdóttir skrifar: AÐ undanförnu hafa verið settar fram ýmsar kenningar um orsakir þess að verð á matvöru er hærra á Íslandi en annars staðar. Kenna margir fákeppni um. Samfylkingin hefur þó sett fram þá skýringu að sú staðreynd að Ísland er ekki aðili að Evrópusambandinu stjórni verð- myndun hér. Erfitt er að skilja þann málflutning því Evrópusam- bandið er ekki kaupfélag sem rekur matvöruverslanir. Vandinn og möguleg lausn hans liggja okkur nær. Á árunum eftir síðari heimsstyrj- öldina sannreyndu Íslendingar að fákeppni og höft eru neytendum kostnaðarsöm og draga jafnframt úr möguleikum þeirra á vali á vöru og þjónustu. Á umliðnum áratugum hefur mikið átak verið gert til losa íslenskt atvinnulíf úr klóm hafta og ríkisafskipta. Aðild Íslendinga að alþjóðlegum fríverslunarsamning- um s.s. samningunum um EFTA, GATT og EES hafa án vafa ýtt enn frekar undir þessa þróun. Enn standa þó ýmis vígi hafta. Skýrasta dæmið er íslenska land- búnaðarstefnan. Í anda sjálfstæð- isbaráttunnar halda íslenskir stjórnmálamenn tryggð við þá hugsun að sjálfstæði landsins og ís- lenskur landbúnaður séu bundin órjúfanlegum böndum. Trú margra á íslenskan landbúnað virðist samt ekki vera meiri en svo að talið er að hann sé ekki sjálfbær nema til komi mikill stuðningur úr sjóðum almennings. Fjárstuðningi er fylgt eftir með flóknum reglum um hvað bændur mega framleiða og hve mikið. Að auki er landbúnaðurinn verndaður með innflutningstak- mörkunum á erlendum landbúnað- arafurðum. Minnir þetta fyrir- komulag um margt á áætlunarbúskapinn sem rekinn var í tíð Sovétríkjanna. Eins og allir vita stóðu Sovétríkin ekki undir þeim rekstri og urðu að lokum gjaldþrota og leystust upp í kjölfar- ið. Þessi mikli stuðningur við ís- lenskan landbúnað hefur hvorki fært íslenskum bændum auðlegð né komið neytendum til góða. Land- búnaðarvörur, sem eru meginuppi- staða í fæðu Íslendinga, eru hér dýrari en annars staðar og tölur sýna að bændur eru verst setta stétt landsins. Það er löngu tíma- bært að taka íslenska landbúnaðar- stefnu til róttækrar endurskoðunar. Það er sannfæring mín að ef dregið verður úr stykjagreiðslum til bænda, kvótakerfið í landbúnaði afnumið og frjáls innflutningur á landbúnaðarvörum leyfður, batni hagur bænda og neytenda veru- lega. Að auki ykjust rástöfunar- tekjur ríkissjóðs. Það fé mætti t.d. nýta til að efla enn frekar menntun og rannsóknir sem eru drifkraftur nýsköpunar í atvinnulífinu. Jafn- framt gæfi afnám styrkjakerfisins í landbúnaði stjórnvöldum svigrúm til skattalækkana á einstaklinga, en á þeim er síst vanþörf. Hvorki neyt- endum né bænd- um til góðs Eftir Stefaníu Óskarsdóttur Höfundur er stjórnmálafræðingur og sækist eftir 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Þessi mikli stuðningur við íslensk- an land- búnað hefur hvorki fært íslenskum bændum auðlegð né komið neytendum til góða.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.