Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 11
n, máttlaus stofnun landi eru lögreglustjórar jafnframt sýslumenn, nema í Reykjavík. Norð- menn hafa fækkað lögreglustjórum mikið á undanförnum árum og um- ræða um slíkt hefur verið áberandi í Danmörku. Við erum nokkuð litaðir af þessum breytingum og höfum bent á að hugsanlega mætti næsti áfangi í skipulagsbreytingum lög- gæslunnar lúta að breyttu skipulagi lögreglustjórnar. Ákvörðun um slíkt liggur þó hjá hinu pólitíska valdi, en ekki hjá embættismönnum.“ – Er hægt að yfirfæra norska skipulagið óbreytt yfir á Ísland, eða kalla aðstæður hér á aðra nálgun? „Það er ekki víst að við getum tekið sama skipulag upp hér. Hins vegar tel ég alveg þess virði að hug- leiða hvort fyrirkomulag þeirra myndi henta hér að einhverju leyti. Ríkislögreglustjórinn í Noregi á auð- veldara með að stýra lögreglustjór- um og lögregluliði sínu en hér, þar sem fjöldi lögreglustjóra kemur að málum og er jafnframt sýslumenn. Aðgreining lögreglustjórnar og sýslumannsembætta um allt land er án efa viðkvæmt, pólitískt mál, og sýnist sitt hverjum. En við þurfum að fjalla um þetta á faglegum for- sendum.“ Lögreglan og pólitíkin – Það virðist einsýnt að fækkun lögregluumdæma geti aukið skil- virkni lögreglunnar, en er þetta fyrirkomulag ekki dýrara en það sem við höfum núna? „Kostnaðinn þyrfti að skoða ofan hægar er ekki eins eftir því tekið. Ég er hins vegar ekkert viðkvæmur fyrir umræðu um útþenslu ríkis- stofnana. Ég hef aldrei verið varð- hundur fyrir ríkisstofnanir, en reynt að ganga þannig til verka að ég þurfi ekki að skammast mín að loknum vinnudegi.“ Úrvals starfsfólk – Hvernig gengur að fá vel menntað starfsfólk til starfa hjá ríkislögreglustjóra? „Okkur hefur gengið mjög vel að fá hæft starfsfólk. Hér er vel mennt- að háskólafólk á hverju strái, við embættið er talaður fjöldi tungu- mála, við búum að þekkingu lög- fræðinga og sérþjálfaðra lögreglu- manna með langa reynslu af rannsókn sakamála. Hér starfar úr- valsfólk. Ef við ráðum ekki yfir sér- fræðiþekkingu á ákveðnu sviði kaup- um við hana, frá einstaklingum, einkafyrirtækjum eða öðrum ríkis- stofnunum. Við leitum til dæmis til endurskoðenda vegna rannsókna efnahagsbrotadeildar, sem fjallar um stærstu og viðkvæmustu fjármuna- brotamál sem koma upp á hverjum tíma. Við höfum einnig leitað til list- fræðinga og innlendra og erlendra sérfræðinga í pappírs- og efnarann- sóknum, vegna rannsóknar á lista- verkamálinu, sem við erum loks að sjá fyrir endann á. Það tiltekna mál er ákaflega þýðingarmikið fyrir lista- verkamarkaðinn og betra að rann- saka það ofan í kjölinn en að kasta til höndunum. Nákvæmar rannsókn- ir taka sinn tíma, en nú erum við að ná landi og niðurstaða embættisins ætti að vera ljós fyrir áramót.“ – Býr embætti ríkislögreglu- stjóra yfir öflugri tæknideild til rannsóknar sakamála? „Ríkislögreglustjóri sinnir saman- burðarrannsóknum og þáttum sem lúta að framþróun tæknirannsókna og leiðbeiningum til lögreglu. Tækni- deild lögreglunnar í Reykjavík sér um stóran hluta tæknirannsókna hér á landi. Nú erum við að velta fyrir okkur hvernig tæknirannsóknum verður best háttað í framtíðinni, en við höfum ekki lagt mikla áherslu á að byggja upp tæknirannsóknaþátt ríkislögreglustjóraembættisins, þar sem lögreglustjórinn í Reykjavík hefur sinnt þessu jafn vel og raun ber vitni. Þetta er frekar spurning um hvernig sé hægt að styrkja þá deild og tæknirannsóknir almennt á landinu öllu með miðlægum tækni- búnaði.“ – Er ekki hægt að sækja tækni- kunnáttu til nágrannalanda að ein- hverju marki? „Við höfum nýtt okkur norrænt samstarf á þessu sviði og erum með ágæta samstarfssamninga við hin Norðurlöndin. Við búum hins vegar einnig yfir mikilli reynslu sérfræð- inga. Sem dæmi get ég nefnt ID- nefnd embættisins, svokallaða kennslanefnd. Þar sitja sérfræðing- ar á heimsvísu, sem hafa m.a. starf- að að rannsóknum á fjöldagröfum í Kosovo.“ Engin lognmolla Haraldur Johannessen segir að fyrstu fimm ár ríkislögreglustjóra- embættisins hafi verið mjög spenn- andi og skemmtileg. „Embættið hefur verið í mótun, sem og allt skipulag lögreglunnar í landinu. Lögreglan þarf í sífellu að aðlaga sig breyttum tíma og kröfum og embættið heldur því áreiðanlega áfram að taka breytingum. Starf- semi þess er mjög sveigjanleg og þar eiga starfsmenn embættisins mestan þátt. Án þeirra væri auðvit- að ekkert embætti til. Undanfarin ár hefur mætt nokkuð á starfsfólk- inu, en viðfangsefnin hafa alltaf verið ögrandi og gaman að mæta til vinnu. Hér ríkir engin lognmolla, það gustar á stundum, en allt er það innan hóflegra marka.“ hefur verið rígur á milli og sam- bandsleysi. Slíkt dregur frekar úr löggæslu en hitt og ég tel hyggi- legra að huga að þróuninni á Norð- urlöndunum.“ Uppbygging en ekki útþensla – Síðsumars kom fram gagnrýni á kostnað við rekstur embættis rík- islögreglustjóra. „Sú gagnrýni er á misskilningi byggð. Þegar til embættisins var stofnað stóð aldrei til að það yrði fámenn og máttlaus ríkisstofnun sem héldi utan um skrifstofuhald lögreglunnar í landinu. Lögreglu- lagabreytingin gerði ráð fyrir að embættið yrði leiðandi afl fyrir lög- regluna og færi með málefni hennar í umboði dómsmálaráðherra. Til þess að geta sinnt þeim verkefnum sem embættinu eru ætluð lögum samkvæmt og til þess að geta byggt upp verkefni frá grunni hefur embættið fengið mikinn stuðning ríkisstjórnarinnar og skilning. Hins vegar vilja ýmsir rugla saman upp- byggingarverkefnum sem ríkislög- reglustjóraembættið hefur tekið að sér og nýtast allri löggæslunni í landinu, og eiginlegum rekstri emb- ættisins sjálfs. Við höfum lagt grunninn að fjarskiptakerfi, svo- kölluðu Tetra-kerfi, sem vonandi mun ná til allra lögregluliða lands- ins. Sett var á laggirnar sérstök fjarskiptamiðstöð lögreglunnar, sem nú í upphafi þjónar lögreglulið- um á suðvesturhorni landsins. Þetta var gert til að auka samstarf lið- anna, bæta þjónustu við almenning og efla öryggi hans. Þetta hefur tekist. Til að ná þessum árangri þurfti að leggja verulega fjármuni í verkið og starfsmenn fjarskiptamið- stöðvarinnar teljast til starfsmanna ríkislögreglustjóra. En þótt þessum fjármunum sé veitt til embættis ríkislögreglustjóra, þá er ekki mak- legt að tala um útþenslu embættis- ins í þessu sambandi. Þetta er ný starfsemi, öllum til hagsbóta. Annað dæmi um slíkt uppbygg- ingarstarf er endurnýjun bifreiða og búnaðar lögreglunnar í landinu. Ríkisstjórnin veitti embættinu verulegar fjárhæðir til að endur- nýja bifreiðaflotann, sem var úr sér genginn fyrir nokkrum árum. Á skömmum tíma hefur þetta tekist. Þessi tvö verkefni hafa auðvitað kostað sitt, nokkur hundruð millj- ónir króna. Embætti ríkislögreglu- stjóra hefur verið trúað fyrir þess- um verkefnum og ég held að langflestir sjái að hér er ekki um útþenslu embættisins að ræða. Fleiri slík verkefni hafa verið á okkar höndum, til dæmis hefur al- þjóðaskrifstofa embættisins tekið að sér að halda utan um upplýs- ingakerfi Schengen hér á landi, í samræmi við skuldbindingar Ís- lands á því sviði. Alþjóðaskrifstofan sinnir nú þegar samstarfi við Int- erpol og Europol og samstarf vegna Schengen-samkomulagsins fellur vel að starfsemi hennar. En auðvit- að fylgir kostnaður þessari skuld- bindingu. Svona mætti lengi telja.“ Enn eitt dæmi um aukin verkefni ríkislögreglustjóra er flutningur Al- mannavarna ríkisins undir hatt embættisins, sem gerist um næstu áramót. „Dómsmálaráðherra ákvað að færa almannavarnir í landinu undir embættið og hefur kynnt lagafrumvarp þar að lútandi. Þeir sem að því verki hafa komið telja að starfsemi Almannavarna ríkisins falli vel að rekstri ríkislögreglu- stjóra. Embættið nær til allra lög- reglustjóra á landinu og þessi breyting verður vonandi til þess að bæta enn frekar öryggi borgar- anna. Ýmis önnur verkefni hafa verið færð undir okkar umsjón, án þess að starfsmannafjöldi hafi vaxið að sama skapi, þótt stundum mætti ætla það af opinberri umræðu. Kannski finnst ýmsum sem emb- ættið hafi vaxið of hratt, en þegar ríkisstofnanir eða fyrirtæki vaxa vera þörf á sérstöku eftirliti með þeirri starfsemi lögreglunnar sem lýtur að innra öryggi ríkisins. „Við þurfum að skilgreina verkefni lög- reglunnar á þessu sviði vel, eigi slíkt eftirlit að hafa þýðingu.“ Lögregla þarf að setja sér skýr markmið – Víkjum að afbrotum. Árið 1998 sendir þú lögreglustjórum bréf, þar sem þú mæltist til að þeir settu sér það markmið að fækka innbrotum, þjófnuðum, líkamsárásum, ránum og eignaspjöllum um 20%. Hvernig næst það markmið? „Ég hef reynt að vekja athygli lögreglustjóra á að þeir þurfi að setja lögregluliði sínu ákveðin, skil- greind markmið. Eitt þeirra finnst mér vera að fækka afbrotum í land- inu eins og framast er kostur. Ég tel að þar sé hægt að ná verulegum árangri, ef lögregluliðum er vel stýrt og af áhuga og festu. Til þess þarf markmiðssetning að vera skýr og leiðir að þeim markmiðum. Þarna hefur nokkur árangur náðst, en ekki nægjanlegur. Við getum gert mun betur. Þegar við fjöllum um afbrotaþró- un þurfum við að rýna vel í tölfræð- ina. Einn þáttur í rekstri embættis ríkislögreglustjóra er að halda utan um afbrotaþróun og fjölda afbrota á landinu öllu. Áður en embættið var sett á laggirnar var ekki hægt að kalla fram heildstæða mynd af ástandinu, en við höfum reynt að byggja hana upp hægt og rólega. Ef lögreglustjórar eiga að geta beitt sínu liði verða þeir að vita hver þróunin er, hvar afbrot eru framin, hverjir fremja þau, svo hægt sé að skipuleggja starfsemina í samræmi við það. Ég hef reynt að benda lögreglustjórunum á að nota þetta stjórntæki til að fækka brot- um og þeir eru mjög meðvitaðir um nauðsyn þessa. Lögreglan á ekki að bíða eftir að brotin séu framin, heldur reyna að koma í veg fyrir þau.“ – Hefur afbrotum fækkað frá því að þessi markmið voru sett? „Ég setti þessa hugmynd fram og vissi að hún var mjög metn- aðarfull. Þróun afbrota á landinu öllu hefur verið mjög misjöfn eftir brotaflokkum, ákveðnum brotum hefur fjölgað en öðrum fækkað. Hins vegar má fullyrða að ástandið hefur verið nánast stöðugt á síðustu árum og við eigum ekki við stór- kostlegan afbrotavanda að etja, þótt brotin séu vissulega of mörg og Íslendingar gætu dregið þar verulega úr. Þar gæti komið til skoðunar hvort breytingar á skipu- lagi lögreglunnar auðvelduðu okkur baráttuna.“ – Þær raddir heyrast stundum að færa ætti lögregluna aftur undir hatt sveitarfélaganna. Hver er þín skoðun? „Ég er ekki sannfærður um ágæti þess. Þeir sem hafa reynslu frá þeim tíma telja ekki líklegt að slík breyting myndi stuðla að auk- inni löggæslu. Reyndar er alls óvíst að breytingar í þá átt féllu að þeim lögum sem lögreglan vinnur eftir í dag, sem ríkislögregla. Þar á ég m.a. við lög um meðferð opinberra mála og það heildarskipulag sem er um dóms- og refsivörslukerfið. Ég held að það myndi rugla myndina ef lögreglan, eða hluti hennar, færðist frá ríki til sveitarfélaga og jafnvel gæti slíkt skapað ákveðna réttar- óvissu og leitt til mismunandi af- greiðslu mála í landinu og yrði hvorki lögreglu né borgurunum til framdráttar. Þetta þyrfti auðvitað að skoða rækilega, en það er hætt við að lögregluliðin yrðu misöflug, ef rekstur þeirra væri á hendi mis- öflugra sveitarfélaga. Í sumum Evrópulöndum, eins og Belgíu, sem og í Bandaríkjunum, hefur verið fjöldi löggæslustofnana, ýmist á vegum ríkisins, fylkja, sveitarfélaga eða jafnvel einstakra hreppa og þar í kjölinn og óvíst að þetta yrði ódýr- ara fyrir ríkið, enda ekki endilega heppilegt að fækka sýslumönnum um leið og sérstökum embættum lögreglustjóra yrði komið á lagg- irnar. Við yrðum að kynna okkur reynslu Norðmanna vel, áður en í þetta yrði ráðist. Ég veit hins vegar að í Noregi telja menn sig hafa náð meiri hagræðingu í rekstri, betri nýtingu mannafla og skilvirkari stjórnun. Ef svo er, þá eflist lög- gæslan. Hér á landi hefur verið mikil umræða um að löggæslan þurfi að vera öflugri og kannski er þetta ein leið að því marki. Lög- reglan er þegar mjög öflug og get- ur tekist á við hvaða verkefni sem er, þótt enn megi bæta starf henn- ar. Hún hefur leyst mikil verkefni af hendi og gert það vel. Þar nefni ég til dæmis löggæslu vegna Kristnihátíðarinnar á Þingvöllum árið 2000 og á þessu ári fund utan- ríkisráðherra Atlantshafsbanda- lagsins og heimsókn Jiang Zemin Kínaforseta. Lögreglan getur verið stolt af því hvernig til tókst, und- irbúningur og skipulag löggæslu tókst mjög vel, það urðu engin slys á fólki eða áföll sem hægt var að rekja til ónógs undirbúnings lög- reglu. Lögreglan hefur axlað mörg þýðingarmikil verkefni og gert það vel.“ – En lögreglan dróst inn í póli- tíska umræðu, sérstaklega vegna heimsóknar Kínaforseta. „Það virðist vera sem sumir telji að ríkislögreglustjóri sé pólitískt emb- ætti. Það er ekki frekar pólitískt en embætti dómara við Hæstarétt Ís- lands eða ríkissaksóknaraembættið. Hins vegar eru störf lögreglunnar mun meira áberandi og í meiri ná- lægð við það sem er að gerast í þjóð- félaginu á hverjum tíma en ýmis önn- ur starfsemi hins opinbera. Lögreglan er dregin inn í pólitíska umræðu hver svo sem ríkisstjórnin er. Sum verkefni, sem lögreglan þarf að takast á við eru á jaðri þess að vera þáttur í stefnu hverrar ríkis- stjórnar sem fer með völd í landinu. Lögreglan verður að halda trúverð- ugleika sínum og halda sig frá pólitík hverju sinni. Hún hefur starfað með öllum ríkisstjórnum sem hér hafa set- ið og átt trúnað þeirra. Þess vegna er stundum sérkennilegt að fylgjast með því þegar sumir halda því fram að æðstu embættismenn þjóðarinnar séu einhvers konar angi af hinu pólitíska valdi. Þessir sömu embættismenn starfa með ríkisstjórnum, sem oftast eru samsteypustjórnir tveggja eða fleiri flokka og við búum ekki við það fyrirkomuleg, eins og þekkist í Bandaríkjunum til dæmis, að emb- ættismönnum sé skipt út eftir því hver tekur við völdum í Hvíta hús- inu.“ – Dómsmálaráðherra hefur lýst yfir að uppi séu áform um að efla innra öryggi ríkisins. Hvernig er embætti ríkislögreglustjóra í stakk búið til að leysa það verkefni og tel- ur þú æskilegt að komið verði á fót sérstakri, eiðsvarinni þingnefnd, sem fylgist með þeim störfum lög- reglu? „Ég er því sammála að efla þurfi þann þátt í starfi lögreglunnar sem lýtur að innra öryggi ríkisins og borgaranna almennt. Heimsmyndin hefur breyst á þann veg að við bú- um í opnara samfélagi en áður, sem auðveldar misindismönnum að hreiðra um sig. Lögreglan þarf að vera á varðbergi, eigi hún að geta tryggt öryggi borgaranna, stofnana samfélagsins og grundvallarstarf- semi þess. Ég hef hins vegar aldrei viljað nota orðið leyniþjónusta um þessa starfsemi lögreglu, enda vek- ur það hugrenningar um kalda stríðið og starfsemi sem tengist hernaðarstefnu ýmissa landa. Ís- lendingar hafa ekkert með slík hug- tök að gera, en eftir stendur að lög- reglan og alþingi hafa skyldum að gegna.“ Haraldur segir að vel kunni að Morgunblaðið/RAX rsv@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.