Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.12.2002, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SVO virðist sem virkni ákveðinna ens-íma sem tengjast hvörfum súrefnis ogorkunámi sé minnkuð í sauðfé semgrunur leikur á að sé smitað riðuveiki. Verði truflun á orkunámi frumna þegar súr- efni hvarfast við fæðuefni er hætta á að súr- efnið geti skemmt líkamsvefi. Til að koma í veg fyrir slíkar skemmdir ræður líkaminn yfir ens- ímum sem nefnast einu nafni oxavarnarensím. Með mælingu á virkni þessara ensíma er hugs- anlegt að greina megi riðusmit fyrr en verið hefur til þessa. Þetta er meðal niðurstaðna Þorkels Jóhann- essonar, fyrrverandi prófessors á rann- sóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði, og Sig- urðar Sigurðarsonar, dýralæknis á Tilraunastöðinni á Keldum, við rannsóknir þeirra og félaga á sauðfjárriðu í íslensku sauðfé. Greina þeir frá þessu í grein í nýlegu tölublaði Freys. Fyllri grein verður síðan gerð fyrir þessum rannsóknum í erlendu vísinda- tímariti svo og væntanlega í Læknablaðinu. Rannsóknirnar eru unnar í nánu samstarfi við Halldór Runólfsson yfirdýralækni. Alþjóðlegur rannsóknarhópur Þeir Þorkell og Sigurður eru ásamt fleirum í rannsóknarhópi sem fengið hefur styrk frá Evrópusambandinu uppá 1,7 milljónir evra eða um 140 milljónir króna. Verður um 17 milljónum af þeirri upphæð varið til rannsókna hérlendis. Rannsóknirnar fara fram í Bret- landi, Þýskalandi, Frakklandi og á Ítalíu auk Íslands. Rannsóknarhópurinn er í heild undir stjórn Kristínar Völu Ragnarsdóttur, prófess- ors við Háskólann í Bristol. Í samtali við Morgunblaðið segja þeir Sig- urður og Þorkell að frekari rannsóknir séu nauðsynlegar til að skýra þetta hugsanlega samband. Vitað er að riða hefur valdið miklum usla í íslenskum landbúnaði og segja þeir að riða gæti komið upp hvar og hvenær sem er nema fyllsta aðgát sé höfð. „Við vitum, meðal annars eftir sýkingartilraunir í músum, að truflun á þessum oxavarnarensímum gæti leg- ið að baki þeim breytingum sem sjá má í heila riðuveikra kinda. Eftir rannsóknir okkar höf- um við komist að þeirri niðurstöðu að hugs- anlegt sé að nota mætti ákvarðanir á virkni þessara ensíma í blóði til að skima fyrir út- breiðslu sýkingarinnar,“ segir Þorkell. Rannsóknirnar fólust í því að taka blóðsýni úr 140 tveggja til fimm ára ám á 14 býlum og töldust þær allar vera heilbrigðar. Bæjunum var skipt í flokka eftir því hvort þar hafði greinst riða eða ekki og hversu langt var síðan það var. Tekin voru sýni í september 2001 og aftur í mars á þessu ári til að kanna hvort með- ganga hefði áhrif á mælingagildin. Kopar, mangan, selen og fleiri málmar voru einnig ákvarðaðir í blóðsýnunum. Jafnframt voru tekin til málmrannsókna sýni úr jarðvegi, vatni, ull og grasi eða heyi og nokkur sýni úr heila úr fé frá hlutaðeigandi bæjum voru tekin í sláturhúsum. Nýjar aðferðir eiga rétt á sér Þeir Sigurður og Þorkell segja að nýjar að- ferðir, sem auðveldað gætu greiningu á riðu og jafnvel sagt fyrir um hættu á því að hún komi upp, eigi fullan rétt á sér og því hefðu þeir far- ið út í þessar rannsóknir. Niðurstöðurnar gefi til kynna að ef til vill mætti nota ákvarðanir á virkni áðurnefndra ensíma í blóði til að skima fyrir útbreiðslu sýkingarinnar. Þorkell Jóhannesson segir að rannsóknir á hrörnunarsjúkdómum í heila manna, svo sem Alzheimer- og Parkinson-sjúkdómum og fleir- um, bendi til þess að þeir séu af sömu eða svip- aðri rót og sauðfjárriða. Greina megi svipaðar truflanir á starfi ensíma í blóði sjúklinga sem haldnir eru þessum sjúkdómum og í fé sem liggur undir grun um að vera riðusmitað. Hef- ur hann unnið að rannsóknum á þessum sjúk- dómum ásamt Jakobi Kristinssyni dósent og Jóni Snædal yfirlækni og fleirum. Þá hefur Guðlaug Þórsdóttir læknir einnig starfað með þeim en hún hefur nýlega fengið samþykkta til doktorsnáms rannsókn á truflun á virkni oxa- varnandi koparensíma í hrörnunarsjúkdómum í miðtaugakerfi í mönnum. Meðal niðurstaðna Þorkels og samstarfs- manna hans varðandi Alzheimer-sjúkdóm er að greina megi truflanir á starfi oxavarnandi koparensíma í blóði sem ekki sé unnt að rekja til skorts á kopar. Svipaðar breytingar á starfi þessara ensíma megi sömuleiðis sjá hjá sjúk- lingum með Downs-heilkenni sem orðnir séu fullorðnir og komnir með alzheimerlík heilabil- unareinkenni. Einnig koma fram sams konar breytingar varðandi Parkinson-sjúkdóm og hreyfitaugungasjúkdóm, þ.e. að vísbendingar séu um truflun á starfi oxavarnarensíma í blóði, sem innihalda kopar, þótt koparmagn sé eðlilegt. Lyf sem efla oxavarnir möguleg leið Þorkell segir að reynist það rétt að ákvarð- anir á oxavarnarensímum í blóði hafi gildi við greiningu á hrörnunarsjúkdómum í mið- taugakerfinu sé líklegt að sjúkdómarnir séu ekki eingöngu bundnir við miðtaugakerfið. Einkennin séu þó nær eingöngu bundin við miðtaugakerfið en það útiloki alls ekki að trufl- anir á oxavörnum megi finna í flestum vefjum. „Ef bilaðar oxavarnir eru þáttur í tilkomu hrörnunarsjúkdóma í miðtaugakerfinu er lík- legt að um arfbundnar breytingar sé að ræða í sumum tilvikum en öðrum ekki,“ segir Þorkell og bætir við að hér sé mikið rannsóknarstarf óunnið. „En hvernig sem því er varið og hvern- ig sem á er litið hlýtur framleiðsla lyfja sem efla oxavarnir líkamans samt að vera leið sem skoða verður til fullnustu við meðferð á hrörn- unarsjúkdómum í miðtaugakerfinu.“ Í lokin bendir Þorkell á mikilvægi rannsóknanna í því sambandi að auðveldari greining sjúkdóma bjóði ein og sér uppá betri tök á forvörnum og ýmsum meðferðarúrræðum með eða án lyfja. Þess skal getið að rannsóknir Þorkels og fé- laga hafa m.a. verið rækilega styrktar af Minn- ingarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar og af framlögum vegna átaks til útrýmingar riðuveiki fyrir atbeina Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra. Rannsaka hvort greina megi smit með nýjum aðferðum Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor í Bristol, situr við hlið Þorkels Jóhannessonar prófess- ors. Fyrir aftan standa frá vinstri Jakok Kristinsson dósent, Halldór Runólfsson yfirdýralæknir og Sigurður Sigurðarson dýralæknir. Með þeim vann einnig bandaríski læknastúdentinn og Fulbright-styrkþeginn Jed Barash. Alþjóðlegur rannsóknahópur hefur fengið um 140 millj- óna króna styrk til rannsókna á sauðfjárriðu. Um 17 milljónum af þeirri upphæð verður varið til rannsókna hérlendis. Jóhannes Tómasson ræddi við Sigurð Sig- urðarson og Þorkel Jóhannesson um rannsóknirnar. Þorkell Jóhannesson fer fyrir rannsóknahópum um sauðfjárriðu og hrörnunarsjúkdóma í heila manna joto@mbl.is RIÐA í sauðfé og geitum er einn svo- kallaðra príonsjúkdóma. Þeir leggjast á miðtaugakerfi manna og dýra og valda undantekningalaust hrörnun og dauða. Aðrir príonsjúkdómar í búfé eru til dæmis kúariða en í mönnum er Creutzfeldt-Jakobs-sjúkdómur þekkt- astur. Alzheimer- og Parkinson- sjúkdómar eru algengastir hrörn- unarsjúkdóma í miðtaugakerfi manna. Þeir eru ekki smitandi og teljast ekki til príonsjúkdóma. Algengi þessara sjúkdóma eykst hins vegar mjög með hækkandi aldri og þeir eru því ört vax- andi vandamál á Vesturlöndum og víð- ar. Príonsjúkdómar eru að því leyti sér- stakir meðal hrörnunarsjúkdóma í mið- taugakerfi að þeir geta smitast innan sömu tegundar og stundum milli teg- unda. Ekki eru þó vísbendingar um að sauðfjárriða hafi nokkru sinni borist í menn. Sauðfjárriða barst til Íslands með hrút af ensku kyni seint á 19. öld að því er best er vitað. Var hún lengi bundin við Norðurland en breiddist út um mestan hluta landsins árin 1950 til 1985. Viðnámsaðgerðir hófust árið 1978 og vel skipulagðar og árangurs- ríkar aðgerðir árið 1986. Þær hafa skilað þeim árangri að útbreiðsla veik- innar til nýrra svæða hefur vænt- anlega stöðvast. Hefur veikin ekki fundist á nýjum varnarsvæðum í rúm- an áratug. Ný riðutilvik eru 1–2 á ári en þekktir riðubæir voru á annað hundrað fyrir hálfum öðrum áratug. Riða hefur ekki verið staðfest hér- lendis í öðrum dýrum en sauðfé. Eitt til tvö riðu- tilfelli á ári DANSPARIÐ Karen Björk Björg- vinsdóttir og Adam Reeve úr ÍR, sem keppa í flokki atvinnumanna fyrir Ísland, náðu þeim árangri að vinna til bronsverðlauna í Heimsmeistarakeppni atvinnu- manna í 10 dönsum, þ.e. keppt er bæði í latin- og standard-dönsum. Keppnin fór fram í Düsseldorf í Þýskalandi sl. föstudags- og laug- ardagskvöld fyrir fullu hús áhorf- enda. Þetta var mjög hörð og spennandi keppni en þrjú efstu pörin voru öll jöfn að stigum, samtals með 22 stig hvert par, og nota varð ákveðnar reglur við út- reikning til að skera úr um úr- slitin. Dómarar dæmdu Karen og Adam 2. sæti í öllum dönsum í stigagjöf, þannig að í lokin urðu úrslitin sem hér segir: Í 1. sæti varð par frá Kanada sem hefur hlotið titilinn sl. 4 ár, par frá Ítalíu hafnaði í 2. sæti og Karen og Adam í því 3. Alls tóku þátt 37 pör. Karen og Adam hafa stöðugt verið að bæta sig á alþjóðlegum mótum síðustu ár og hampa m.a. Evrópumeistaratitli í 10 dönsum og eru í hópi bestu atvinnudans- ara heims. Þau eru að fara til Ástralíu en Adam er Ástrali og munu þau keppa fyrir Íslands hönd í Opna ástralska meist- aramótinu sem fram fer í Mel- bourne um miðjan desember en þau unnu til gullverðlauna í standard-dönsum á því móti í fyrra, segir í fréttatilkynningu. Karen Björk og Adam unnu brons- verðlaun á HM Efnahagsráð- gjafi í forsætis- ráðuneytinu GUNNAR Ó. Haraldsson hag- fræðingur hefur tekið við stöðu efnahagsráðgjafa í forsætisráðu- neytinu og er um nýja stöðu að ræða til að sinna tilteknum verk- efnum sem ráðuneytinu er ætlað að sinna, en þessi verkefni hafa að mestu leyti verið á höndum ráðu- neytisstjóra í meira en áratug. Halldór Árnason, skrifstofu- stjóri í forsætisráðuneytinu, segir að lengi hafi staðið til að ráða í þetta starf, en áður en Davíð Oddsson varð forsætisráðherra hafi verið starfandi sérstakur efnahagsráðsgjafi í ráðuneytinu. Síðan hann hætti hafi þessi mál einkum verið á borði ráðuneytis- stjórans, Ólafs Davíðssonar, sem sé reyndar vel menntaður hagfræðingur. Að sögn Halldórs er starfið hugsað sem tengiliður við ýmsa aðila eins og til dæmis fjár- málaráðuneytið, sem sjái um þjóð- hagsspána og tekjuáætlun fjár- laga, Hagstofuna, sem sjái um alla tölfræði, og Samtök atvinnulífs- ins, sem sinni efnahagsumhverf- inu. Gunnar Ó. Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.