Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 45 NOKKRAR orðahnippingar hafa átt sér stað milli mín og fjármálaráð- herra undanfarna daga um fram- setningu fjárlaga ríkisins annars vegar og fjárhagsáætlunar borgar- innar hins vegar. Hef ég m.a. gagn- rýnt að fjárlög ríkisins séu ekki nægilega gagnsæ og að sjóðstreymi ríkisins sé ekki fært með sama hætti og tíðkast um öll stærri fyrirtæki og sveitarfélög landsins. Handbært fé borgarsjóðs hlutfallslega mun hærra en ríkissjóðs Samkvæmt sjóðstreymi sem birt er með fjárlögum er handbært fé frá rekstri ríkissjóðs neikvætt um ríf- lega 4 milljarða en hjá borgarsjóði er það jákvætt um ríflega sömu upp- hæð. Fjármálaráðherra hefur bent á að meginskýringarinnar á þessu sé að leita í þeirri staðreynd að ríkið gjaldfæri allar fjárfestingar jafnóð- um og þær falla til en afskrifi þær ekki á lengri tíma. Vitnar hann m.a. í fjárreiðulög máli sínu til staðfesting- ar. Hefur komið fram hjá ráðherra að ef sjóðstreymi ríkissjóðs væri fært með sama hætti og almennar reglur um sjóðstreymi segja til um væri handbært fé frá rekstri ríkis- sjóðs um 12 milljarðar. Látum gott heita og berum þá saman 12 milljarða sem þannig standa eftir sem handbært fé frá rekstri hjá ríkissjóði og 4,4 milljarða sem standa eftir hjá borgarsjóði. Ríkissjóður er vissulega mun stærra fyrirtæki en borgarsjóður bæði hvað varðar tekjur og gjöld. Skatttekjur ríkissjóðs eru ríflega áttfaldar skatt- tekjur borgarsjóðs. Í því ljósi blasir við að ef borinn er saman borgar- sjóður og ríkissjóður þá er handbært fé frá rekstri borgarsjóðs hlutfalls- lega mun hærra en ríkissjóðs. Til að ríkissjóður teldist jafnsettur borgar- sjóði hlutfallslega hvað þetta verðar ætti talan þar að vera um 35 millj- arðar króna. Fjárlög óaðgengileg almenningi Lög um fjárreiður ríkisins eru mannanna verk og það hlýtur að vekja athygli að ríkissjóður skuli setja sjóðstreymi í frumvarpi til fjár- laga fram með öðrum hætti en al- mennt tíðkast. Fara þarf í sérstakan rannsóknarleiðangur í fjárlagafrum- varpinu til að finna fjárfestinga- hreyfingar ríkissjóðs sem hjá öðrum – þ.á m. Reykjavíkurborg – eru dregnar sérstaklega fram í sjóð- streymi undir fjárfestingahreyfing- ar. Þá vekur það líka athygli að ekki er birt spá um efnahagsreikning rík- issjóðs, hvorki í upphafi né lok árs. Það verður því ekki sagt að fram- setning fjárlagafrumvarpsins geti talist upplýsandi um fjárhagsstöðu ríkissjóðs eða aðgengileg almenningi til skoðunar. Handbært fé frá rekstri segir m.a. til um hæfi fyrirtækja til þess að greiða vexti af langvinnu fjármagni, til að fjárfesta og til að greiða niður langtímalán. Handbært fé frá rekstri í hlutfalli af langtímaskuldum er kennitala sem hefur þótt ágætur fyrirboði um greiðsluerfiðleika fyr- irtækja og ætti einnig að geta verið það um opinbera sjóði. Ef þessari kennitölu er beitt á rekstur borgar- sjóðs kemur í ljós að það tæki borg- arsjóð sjö ár að greiða niður allar sínar skuldir, þar með taldar lífeyr- isskuldbindingar, ef ekkert væri fjárfest. Áhugavert væri að geta dregið fram sömu tölu hjá ríkissjóði en því miður er efnahagsreikningur ríkissjóðs ekki birtur í fjárlagafrum- varpinu, eins og fyrr segir, og þ.a.l. er óhægt um vik. Á vegum sveitarfélaga landsins hefur verið unnið að því á undanförn- um árum að gera reikningsskil þeirra gegnsærri, aðgengilegri og auðveldari til samanburðar, bæði milli sveitarfélaga og við fyrirtæki. Gæti ríkið eflaust margt af því lært en kannski er það svo að þeir sem ráða á þeim bæ vilji hafa fjárlög og ársreikninga ríkissjóðs með þeim hætti að ekki alltof auðlesanlegt sé. Vilji hafa þau þokukennd. Og úr því fjármálaráðherrann er að tala um blekkingar þá verður áleitin sú spurning hvort margur haldi mig sig? Þokukennd fjárlög ríkisins Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur Höfundur er borgarstjóri. „Kannski er það svo að þeir sem ráða hjá rík- inu vilji hafa fjárlög og ársreikninga ríkissjóðs með þeim hætti að ekki alltof auð- lesanlegt sé.“ alltaf á þriðjudögum HEIMILI/FASTEIGNIR KNICKERBOX Laugavegi 62, sími 551 5444 KNICKERBOX Kringlunni, sími 533 4555 J ó l i n e r u k o m i n í K N I C K E R B O X — Munið gjafakortin — — Sendum í póstkröfu — Silkikjóll 5.699,- Silkisloppur 8.299,- Flísnáttfötin og -slopparnir eru komnir Buxur 3.299,- Toppur 1.499,- Buxur 3.899,- væntanlegt í næstu viku Toppur 2.399,- Brjóstahaldarai 4.699,- Nærbuxur 1.999,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.