Morgunblaðið - 13.12.2002, Page 64

Morgunblaðið - 13.12.2002, Page 64
UMRÆÐAN 64 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á DÖGUNUM þurfti ég á af- greiðslu að halda í ákveðinni þjón- ustustofnun úti í bæ. Ég var tíma- bundinn og fannst afgreiðslan ganga heldur hægt fyrir sig. Röðin var löng, ég varð óþolinmóður og leit stöðugt á klukkuna. Mér fannst afgreiðslan ekkert ganga. Loksins. Ég var orðinn annar í röð- inni. Náunginn á undan mér var með skítugt, sítt hár. Hann virtist sveittur og hallærislegur. Órakaður og klædd- ur í einhverja fáránlega lúðalega larfa. Hann var engan veginn í takt við tímann. Það var ógeðsleg lykt af honum. Ég hélt að hann ætlaði aldrei að ljúka erindinu. Hann var farinn að fara verulega í taugarnar á mér. Hélt hann að ég hefði allan daginn fyrir mér? Hélt hann að ég gæti eytt öllum deginum í að bíða, og það vegna seinagangsins í honum? Ég var orð- inn verulega pirraður. Svo sneri hann sér allt í einu við og horfði rétt sem snöggvast fast en vin- gjarnlega í augun á mér. Þetta var einhvern veginn allt öðruvísi maður en ég hafði ímyndað mér. Eitt augna- blik fannst mér ég mæta augnaráði frelsarans. Fer hans minnsti bróðir kannski í taugarnar á mér? Ég leit undan. Varð niðurlútur og hugsi. Ég minntist orða frelsarans: „Allt það, sem þér gjörið einum þess- ara minna minnstu bræðra, það hafið þér einnig gjört mér.“ Ég fékk sting í hjartað. Ég skamm- aðist mín. Til umhugsunar og verka á aðventu Notum aðventuna og jólin til að hugsa okkar gang, gagnvart sjálfum okkur og næsta manni. Notum dag- ana sem í hönd fara til að hugleiða af- stöðu okkar gagnvart því fólki sem á vegi okkar verður. Jafnvel okkar minnsta bróður eða systur. Líka þeim skítugu, sveittu og hallærislegu. Þeim sem okkur finnst varla samboðin okk- ur og við viljum helst ekkert vita af. Já einnig þeim sem kunna að fara í taugarnar á okkur. Hugum að náunganum með um- burðarlyndi, í þolinmæði og án þess að dæma hann. Komum fram við hann minnug þess sem frelsarinn sagði: „Allt það, sem þér gjörðuð ekki einum hinna minnstu bræðra minna, það hafið þér ekki heldur gjört mér.“ Leyfum hinu lifandi orði að móta hugarfar okkar, framkomu og verk. Orðinu, sem við höldum nú upp á í enn eitt skiptið, að varð hold á jörðu, og bjó með okkur fullur náðar og sannleika. Hann var sendur af kær- leiksríkum Guði, okkur til fyrirgefn- ingar og lífs. Komum fram við náung- ann eins og um frelsarann sjálfan væri að ræða. Í gleði og friði! Skítugur, sveittur og hallærislegur Eftir Sigurbjörn Þorkelsson „Notum að- ventuna og jólin til að hugsa okkar gang, gagn- vart sjálfum okkur og næsta manni.“ Höfundur er rithöfundur og framkvæmdastjóri Laugarneskirkju. VEGNA vinkonu minnar Stein- unnar Nóru Arnórsdóttur sem er látin úr geðhvörfum langt fyrir ald- ur fram finn ég mig knúna til að láta vita að það er til hjálp. Það eru fundir fólks með geðhvörf sem byggjast á tólfsporakerfi AA-sam- takanna. Þeir eru klukkan níu á fimmtudagskvöldum í húsi Geð- hjálpar, Túngötu 7 í Reykjavík. Tólfsporakerfið grundvallast á að viðurkenna sjúkdóminn og stjórn- leysið sem fylgir honum, taka ábyrgð á sjúkdómnum, hlusta á aðra og veita æðra mætti inngöngu í sitt líf samkvæmt skilningi manns á honum.. Í stuttu máli deila reynslu, styrk og vonum. Þetta er áhrifarík leið til að öðlast bata og byggist á sjálfshjálp án þess að hafna lækn- isfræðinni. Flestir kynnast AA-samtökunum eftir meðferð hjá SÁÁ eða Land- spítalanum, en þar eru sporin tólf höfð að leiðarljósi. Hins vegar er engin geðdeild á Íslandi sem hefur lagað þetta kerfi að geðsjúkdómum þannig að sjúklingar vita ekki af þessari leið, vita ekki af fundunum. Ég skora á heilbrigðisyfirvöld á Ís- landi að skoða þessa leið með hlið- sjón af geðheilbrigði. Og ég skora á yfirmenn geðdeildanna að leyfa fundi þar. Þegar fólk hættir að vera ofurseld fórnarlömb og fer að gera sér grein fyrir því að það getur átt þátt í batanum fara kraftaverk að gerast. Ég ætla samt ekki að leika guð og segja að leiðin sé óbrigðul. En ég hef sótt fundi í rúm þrjú ár og það hefur hjálpað mér. Fundirnir réðu úrslitum um það að ég féllst loks á að taka lyf. Kannski er þetta líka eins og að taka púlsinn, taka púlsinn á líðan, svefni, mataræði og hreyf- ingu, samskiptum við fjölskylduna, vinnuna, lyfin og þakklætið. Og ég rifja upp söguna mína, hvernig þetta var, hvað gerðist og hvernig þetta er. Til að minna mig á. Og formið er skýrt, fundurinn stendur í klukku- tíma, einn talar í einu. Allt eins ein- falt og hugsast getur. Og ég viðheld lönguninni til að láta mér batna. Og þagga niður í sjúkdómnum sem lofar gulli og grænum skógi fái hann minnsta pláss. Steinunni fylgdi hressandi gustur, hún var svo sérstök að hún vakti með mér löngun til að skrifa sögu hennar, hún var skarpgáfuð, ofur- viðkvæm og alltaf að koma á óvart sem er aðalsmerki þeirra sem eru góðir í að ná sambandi við aðra. Það veit enginn nema guð hvort hægt hefði verið að bjarga henni. En fyrst fundirnir geta hjálpað mér geta þeir hjálpað öðrum. Og það er skylda mín að láta vita. Ég vil ekki sjá fleiri deyja úr geðhvörfum. Það er til hjálp Eftir Elísabetu K. Jökulsdóttur Höfundur er rithöfundur. „Þegar fólk fer að gera sér grein fyr- ir því að það getur átt þátt í batanum fara kraftaverk að gerast.“ Góðir skór Skóbúðin Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15. www.starri.is Sérhæfing í Intel-vörum Móðurborð - Örgjörvar - Flatir skjáir 3ja ára ábyrgð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.