Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 13 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 1 97 29 12 /2 00 2 Komdu og sjáðu hvað þau eru falleg! 30% afsláttur af öllu jólatrésskrauti. Jólatréskúlur, toppar, garlandslengjur o.fl. Opið til kl. 22.00 öll kvöld fram að jólum 20-50% afsláttur af öllum jólasérium inni og úti. LÖGREGLAN í Reykjavík handtók á mánudag tvo pilta sem höfðu ráðist að konu á átt- ræðisaldri á Laufásvegi um miðjan dag, hrint henni og hrifsað af henni veskið. Flytja þurfti konuna á slysadeild vegna eymsla í fótum og hand- legg. Þeir viðurkenndu einnig að hafa fyrr um daginn gripið tösku af sjötugri konu sem var á gangi við Austurbrún. Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar aðstoðaryfirlög- regluþjóns gat konan sem varð fyrir árás piltanna á Laufásvegi gefið greinargóða lýsingu á þeim og var annar þeirra, 15 ára piltur, handtekinn á Lauga- vegi skömmu síðar. Við yfir- heyrslu viðurkenndi pilturinn að hafa rænt konuna ásamt 17 ára félaga sínum. Sá var hand- tekinn síðar um kvöldið. Pen- ingum og skilríki sem voru í veskinu var komið til skila. Þá viðurkenndu piltarnir að hafa gripið tösku af sjötugri konu sem var á gangi við Austurbrún og hlaupið á brott. Þeir hentu töskunni frá sér í nærliggjandi garð en hún fannst við leit síðar um kvöldið. Yngri piltinum hef- ur verið komið í umsjá barna- verndaryfirvalda. Piltar rændu eldri konur KJARTAN Jóhannsson, sendi- herra Íslands í Brüssel, verður for- maður samninganefndar Íslands vegna viðræðna við ESB um stækkun Evrópska efnhagssvæðis- ins. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu, segir að forsætis-, fjár- mála-, sjávarútvegs-, landbúnaðar- og iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti muni öll skipa fulltrúa í samninga- nefndina. Haldnir verði margir samningafundir og það sé opið hvernig ráðu- neytin fylgja þessu eftir, þ.e. það muni vænt- anlega ráðast á hverjum fundi fyrir sig hverjir muni fara og eins frá hvaða ráðuneytum. Þannig liggi ekki fyrir útnefningar vegna fyrsta fundarins sem hald- inn verður 9. janúar. Gunnar Snorri segist sjálfur munu leiða ráðuneytisstjórahóp hér heima, sem leggja mun á ráðin og fylgjast með framgangi samn- inganna. „Við förum væntanlega yfir stefnuna hverju sinni og síðan ræðst af efni hvers fundar hverjir fara. Það má segja að það verði skipt inn á eftir þörfum og hvar áherslurnar liggja og hvernig þetta vinnst áfram. Það verður sem sagt hópur hér heima og hóp- ur úti í Brüssel og skipt inn á og út af á milli þeirra.“ Stýrir samninganefnd í viðræðum við ESB Kjartan Jóhannsson LOÐDÝRABÆNDUR á þeim 47 bú- um sem starfandi eru í landinu hafa undanfarnar vikur unnið að pelsun dýra sinna og eru um þessar mund- ir að ljúka skinnaverkun, flokkun og frágangi. Á minkabúinu í Ásgerði II í Hreppum eru pelsuð um 10.500 dýr. Bændur þar eru ánægðir með skinnin og segja að ræktunarstarf- ið sé farið að skila sér enda stöðugt unnið að kynbótum, meðal annars með því að fá kynbótadýr frá Dan- mörku. Allar líkur eru á að heims- markaðsverð á minkaskinnum verði stöðugt svo sem verið hefur undanfarin misseri. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Jóna Guðmundsdóttir, loðdýrabóndi í Ásgerði II, vinnur að flokkun skinna. Minkaskinn- in flokkuð Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. EKKI tókst að lokka hvítstorkinn í Breiðdal inn í búr í gær og verður því reynt aftur í dag, en til stendur að flytja hann suður í Húsdýragarðinn í Reykjavík. Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur og Þorvaldur Björnsson hamskeri hafa verið fyrir austan síðan um helgina, fylgst með storkinum og borið út æti fyrir hann í þeim til- gangi að venja hann við búrið. Ólafur segir að fuglinn hafi ekki komið ná- lægt gildrunni í gær heldur veitt sér til matar úr lækjum vítt og breitt um dalinn og verið kominn um 10 km frá gildrunni undir kvöld. Storkurinn enn í Breiðdal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.