Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.01.2003, Blaðsíða 23
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri í Reykjavík og Pétur Arason listaverkasafnari undirrit- uðu í gær samstarfssamning um rekstur alþjóðlegs samtíma- listasafns og fór undirritunin fram í Höfða. Safnið mun byggja starfsemi sína á viðamikilli lista- verkaeign Péturs Arasonar og eiginkonu hans, Rögnu Róberts- dóttur, og vera til húsa á Lauga- vegi 37. Sú hugmynd hefur komið upp að heiti stofnunarinnar verði einfaldlega Safn á íslensku og Collection á ensku. Samningur til fimm ára Í samningnum um samtíma- listasafnið Safn kemur m.a. fram að gegn fjárframlagi Reykjavík- urborgar mun Pétur Arason ehf. leggja fram húsnæðið við Lauga- veg, sem og listaverkaeign hjónanna. Félagið leggur einnig til bókasafn í þeirra eigu. Hús- næðið verður notað til sýninga á fyrrnefndum verkum, nýjum verkum eftir erlenda listamenn og til sýninga á íslenskri nútíma- list. Í húsnæðinu verður jafnframt bókasafn og vinnuaðstaða fyrir listfræðinga og myndlistarnem- endur. Í safni Péturs og Rögnu eru einkum samtímalistaverk eftir ís- lenska sem heimsþekkta erlenda listamenn og er safneignin metin á bilinu 130–160 milljónir króna. Kynning á listaverkasafni félags- ins og sýningar á vegum þess munu fara fram í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur. Á samn- ingstímanum, sem telst vera frá 1. janúar 2003 til 31. desember 2007, hefur Listasafn Reykjavíkur jafn- framt aðgang að listaverkasafni félagsins vegna sýninga á eigin vegum. Á sama hátt mun félagið hafa aðgang að listaverkaeign Listasafns Reykjavíkur vegna sýninga í Safni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði við undirritunina að hún þyrfti ekki að vera sérstök áhuga- manneskja um samtímamyndlist til að gera sér grein fyrir nytsemi slíks safns sem Safn mun verða, ekki frekar en hún þyrfti að vera tónlistarunnandi til þess að gera sér grein fyrir að tónlistarhús skipti máli fyrir Reykjavíkurborg. „Ég þarf bara að gera mér grein fyrir því að slíkir hlutir gera borgina að öflugra samfélagi heldur en hún væri án þeirra,“ sagði borgarstjóri. Hún bætti við að í samningnum fælust ákveðin hyggindi. „Hér er til þetta safn, ómetanlegt safn, og sá sem á það er tilbúinn að opna okkur hinum leið að því. Það auðgar miðborg- ina, auðgar menningarflóruna og gerir þetta samfélag ríkara en það ella væri.“ Níu milljónir til stækk- unar á húsnæði Við undirritunina í Höfða var einnig tilkynnt um fyrirhugaða fjárveitingu Reykjavíkurborgar til Nýlistasafnsins vegna flutninga safnsins í nýtt húsnæði, en fjár- veitingin hljóðar upp á þrjár milljónir króna árlega næstu þrjú árin. Borgin styrkir þar fyrir ut- an Nýlistasafnið með rekstr- arframlögum ár hvert, sem hljóða upp á um 3 milljónir á ári. Málið verður tekið fyrir á borgarráðs- fundi í dag. „Við gáfum fyrirheit um það fyrir tveimur eða þremur árum að koma með stofnframlög inn í Ný- listasafnið, níu milljónir alls. Við eigum eftir að ganga frá þeim málum gagnvart Nýlistasafninu og ég vona að við getum fundið á því máli farsælan endi,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri. Heilmikill róður „Þetta mál er í vinnslu, en það er ekki búið að ganga frá því enn,“ segir Geir Svansson, fram- kvæmdastjóri Nýlistasafnsins. „Við bindum allar okkar vonir við að af þessu verði. Ekki veitir af, þetta er heilmikill róður hjá okk- ur núna með nýja húsnæðið og allt sem því fylgir. Við höfum alla trú á því að þetta leysist, enda held ég að skilningur og vilji sé fyrir hendi hjá ráðamönnum,“ segir Geir. Samningur um samtímalistasafn undirritaður Gerir samfélagið ríkara en ella Morgunblaðið/Golli Stefán Jón Hafstein, formaður menningarmálanefndar Reykjavíkur, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Pétur Arason listaverkasafnari við undirritun samstarfssamningsins um rekstur samtímalistasafns. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 23 G LF í Túnis Ferðaskrifstofa Vesturlands býður upp á 11 daga golfferðir til Túnis, þar sem ekkert er til sparað til að gera ánægjulega og eftirminnilega ferð.  Golf við kjöraðstæður í þægilegu loftslagi.  Fyrsta flokks strandhótel, góður matur og þjónusta.  Sérlega áhugaverður menningarheimur.  Brottfarir 21. febrúar og 25. apríl. Fararstjóri er Sigurður Pétursson, golfkennari. Verð frá kr. 135.500 í tvíbýli innifalið: flug, fararstjórn, akstur, gisting, hálft fæði og 8 vallargjöld. Ferðaskrifstofa Vesturlands, sími 437 2323. Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang travest@simnet.is 2 DJASSGÍTARAR er að sjálfsögðu gítardúettskífa og efn- isskráin í stjörnumerki djassins. Þó er það svo að af tíu lögum disksins eru aðeins tveir söng- dansar og einn blús – hitt eru ís- lensk söng- og þjóðlög fyrir utan Greensleeves – skoska þjóðlagið sem John Coltrane færði djass- inum að gjöf í meistaralegri út- setningu, sem maður gæti kallað hina endanlegu djassútsetningu lagsins ef eitthvað væri endan- legt í listum. Ólafur Gaukur fer hina janjóhanísku leið við að færa íslensku lögin í djassbúning líkt og Guðmundur Ingólfsson á Þjóðlegum fróðleik – ólíkt því sem Sigurður Flosason hefur gert á sálmaskífum sínum í sam- vinnu við Gunnar Gunnarsson og á Raddir þjóðar með Pétri Grét- arssyni. Gítardúett er vandasam- ur og ekki léttara að halda at- hygli áheyrandans vakandi og sveiflunni gangandi en hjá ein- leikspíansista. Stundum tekst það hér en oftar ekki og hefði þá verið styrkur að hafa aðra með í för; þó ekki hefði verið nema einn bassaleikara. Með betri dúett- skífum í djassi eru skífur feðg- anna Jimmy og Doug Raneys og er Jón Páll skyldur Jimmy í stíl og ekki leiðum að líkjast. Ólafur Gaukur notar á stundum barokk- innslög í útsetningum sínum einsog Raney feðgar án þess ég búist við að hann þekki Steeple- Chase skífur þeirra. Þetta kemur vel fram í upphafslaginu, Sofðu unga ástin mín, þarsem bláir tón- ar skjóta einnig upp kollinum einsog oft í íslensku lögunum hjá þeim félögum. Það er ein aðferð- in til að ljá þeim djassblæ og al- veg bráðnauðsynleg þegar eitt djasslausasta tónskáld síðustu aldar er á efnisskránni; Ingi T. Lárusson og Ó blessuð vertu sumarsól. þjóðlögin Krummavís- ur og Hani, krummi eru ansi djasslaust spil en í Litfríð og ljós- hærð Emils Thoroddsens eru blúsinn, barokkið og sveiflan komin til bjargar. Eftir sveiflulít- ið spil í Tondeleyo Sigfúsar Hall- dórssonar er fínt að fá einn blús sem þeir félagar spinna saman. Fly Me To the Moon er fyrri söngdansinn á skífunni og tíð- indalítill en diskinum lýkur á mögnuðum flutningi á Stardust Hoagy Charmichaels. Jón Páll sýnir enn og sannar að hann er í hópi helstu meistara hins hefð- bundna djassgítarleiks í Norður- álfu og Óli Gaukur kompar glæsi- lega. Þetta eina lag er disksins virði. Annars er merkilegt hversu Ólafur Gaukur getur leikið djass- inn vel í jafnlítilli þjálfun og hann er sem djassleikari. Síðast heyrði ég hann leika The Man I Love á afmælistónleikum Eyþórs Þor- lákssonar með slíkum glæsibrag að maður fékk gæsahúð. Það er mikill misskilningur að ekki sé næganlegt efni eftir í hinum klassísku söngdönsum fyrir djassmeistara að skapa úr – ekki síður en fyrir klassíkerana í Bach og Mozart. Í heild er diskurinn ekki merk- ur djassdiskur. Hann hefði alveg eins getað keppt til íslensku tón- listarverðlaunanna í Ýmis tónlist eins og Eftir þögnina með Óskari Guðjónssyni og Skúla Sverris- syni. Þegar hinir yngri setja Eft- ir þögnina á sem bakgrunnstón- list geta hinir eldri sett 2 djassgítara. En það er gaman að fá að heyra fyrsta stórgítarleik- ara Íslandsdjassins, Ólaf Gauk, leika með meistara Jóni Páli; þó bíðum við þess enn að Jón Páll leiki einsog hann getur best á diski. Blús og bar- okk til bjargar Djass Geisladiskur Jón Páll Bjarnason og Ólafur Gaukur Þórhallsson leika á gítara útsetningar Ólafs Gauks. Tekið upp í Reykjavík í október 2002. Tónaljón OG 005. Dreif- ing: Edda miðlun og útgáfa. 2 DJASSGÍTARAR Vernharður Linnet ENDLA Teater, borgarleikhúsið í Pärnu í Eistlandi, frumsýnir á laug- ardaginn á aðalleiksviði sínu leikrit Árna Ibsens, Að eilífu, sem sýnt var í Hafnarfjarðar- leikhúsinu sum- arið 1997. Endla- leikhúsið sýndi annað leikrit Árna, Himnaríki (Taevaarik), á árinu 1999. Hlaut sú sýning afar góðar viðtökur, naut mikillar vel- gengni og gekk í 12 mánuði, en nú vill leikhúsið freista þess að fylgja þeirri velgengni eftir. Umsagnir eistneskra gagnrýnenda voru á sömu lund og viðbrögð al- mennings og gagnrýnandi Pärnu Postimes sagði m.a. um Himnaríki að: „Öll leikskáld dreymir um að skrifa verk sem er svo beinskeytt og stingandi.“ Í stærsta dagblaði Eist- lands, Posttimes, sagði m.a.: „Himnaríki er jafngott hvort sem lit- ið er á það sem fáránlegan geðklof- inn gamanleik eða sem búddíska út- listun á kenningunni um jafnvægi andstæðnanna.“ Þýðandi beggja leikritanna er Arvo Alas, en hann hefur áður þýtt m.a. Njálssögu og nokkur leikrit eft- ir Guðmund Steinsson. Leikstjóri Að eilífu er Tiit Palu, sem er aðalleik- stjóri Endla-leikhússins og hefur verið þar fastráðinn síðan 2001. Heimasíða Endla-leikhússins er: http://www.endla.ee Að eilífu í kjölfar Himnaríkis í Eistlandi Árni Ibsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.