Morgunblaðið - 21.02.2003, Side 52

Morgunblaðið - 21.02.2003, Side 52
52 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ JACQUES Rogge forseti Al- þjóðaólympíunefndarinnar, IOC, hefur látið í ljós skoðanir sínar þess efnis að fækka beri keppn- isgreinum að loknum sumarleik- unum sem fram fara í Peking ár- ið 2008. Rogge rökstyður skoðun sína á þann veg að engin íþrótt eigi „fast sæti“ á keppnisdagskrá leik- anna. Miklar breytingar hafi átt sér stað í íþróttahreyfingunni og þeir sem sitji fyrir framan sjón- varpið og fylgist með ÓL geri aðrar kröfur í dag en áður. Rogge hefur enn ekki fengið meðbyr í stjórn IOC en mun reyna á ný á næsta aðalfundi IOC í Lausanne í Sviss. Hann hefur ekki sagt hvaða íþróttagreinar séu líklegar til þess að hverfa af keppnisdagskrá ÓL í framtíðinni en hann hefur nefnt til sögunnar grísk-rómverska glímu, nútíma- fimleika, badminton, skotfimi, róður og siglingar. IOC mun taka endanlega afstöðu til málsins í sumar. Rogge vill fækka greinum á ÓL SEX íslensk úrvalsdeildarlið taka þátt í átta liða knattspyrnumóti á Spáni, Canela-bikarnum, dagana 5.– 12. apríl. Það eru Fylkir, ÍBV, ÍA, KR, FH og Grindavík. Þá er 1. deild- arlið Aftureldingar með í mótinu en ekki liggur endanlega fyrir hvert áttunda liðið verður. Að sögn Þóris Jónssonar hjá Úr- vali-Útsýn, sem skipuleggur mótið ásamt þeim Óskari Ingimundarsyni og Eyjólfi Ólafssyni, eru líkur á að eitt norskt lið verði með. Hvert lið spilar þrjá leiki í mótinu. Þau leika í tveimur riðlum, með því fyrirkomulagi að liðin sem vinna í fyrstu umferð leika um efsta sæti riðilsins og tapliðin leika um þriðja sætið. Síðan er leikið um öll átta sæt- in á milli riðla. Í fyrstu umferð mætast í A-riðli Fylkir-ÍBV og ÍA-Afturelding og í B-riðli KR-FH og Grindavík gegn áttunda liðinu. Grindavík vann mótið í fyrra, Fylkir varð í öðru sæti, FH í þriðja og KR í fjórða sæti. Íslenskir dómarar, valdir af KSÍ, munu sjá um dómgæslu á mótinu og kvaðst Þórir reikna með að 12-15 dómarar og aðstoðardómarar færu til Spánar. Sex lið taka þátt í móti á Spáni FÓLK  GRANT Hill, leikmaður NBA- liðsins Orlando Magic, mun gang- ast undir aðgerð á ökkla á næst- unni og verður frá keppni í a.m.k. þrjár vikur. Hill hefur misst af 172 leikjum með Orlando frá því að hann samdi við liðið fyrir þremur árum en á þeim tíma hefur hann gengist undir þrjár aðgerðir á sama ökkla. Hill gerði þá samning við liðið til sjö ára og fær hann rúmlega 7,4 milljarða ísl. kr. í laun frá félaginu á þeim tíma.  MIKE Miller, sem aðallega hefur leyst Grant Hill af hólmi hjá Or- lando, fór í gær til Memphis Grizzlies í skiptum fyrir nýliðann Drew Gooden. Félögin höfðu frek- ari leikmannaskipti því Króatinn Gordan Giricek fór einnig til Or- lando og Memphis fékk Ryan Humphrey í staðinn.  KOBE Bryant hélt sínu striki í fyrrinótt og skoraði 40 stig fyrir LA Lakers sem vann Utah á úti- velli, 93:87. Bryant hefur nú skor- að 40 stig eða meira í sjö leikjum í röð í NBA-deildinni og 35 eða meira í 11 leikjum í röð og þótt áhorfendur í Utah bauluðu á hann allan tímann klöppuðu þeir honum lof í lófa fyrir afrek hans í leikslok. Shaquille O’Neal lék ekki með Lakers vegna meiðsla.  MICHAEL Jordan lék sinn fyrsta leik með Washington eftir að hann komst á fimmtugsaldur- inn. Hann skoraði 20 stig en hitti illa og lið hans tapaði fyrir New Orleans, 87:75.  DANIEL Stephan leikstjórnandi þýska handknattleiksliðsins Lemgo sleit hásin í leik á móti Kiel í fyrrakvöld og verður frá æf- ingum og keppni næsta hálfa árið.  ÞJÓÐVERJAR vonast eftir því að þeir leiki fyrir fullu húsi áhorfenda þegar þeir mæta Ís- lendingum í vináttulandsleik í handknattleik í Max-Schmelling- íþróttahöllinni í Berlín 22. mars nk.  Höllin tekur tæplega 11.000 áhorfendur.  Viðureignin, sem er sú fyrsta sem Þjóðverjar leika á heimavelli eftir að þeir hlutu silfurverðlaun á HM í Portúgal, er í tilefni þess að 25 ár eru liðin síðan Vestur- Þjóðverjar unnu gull á HM í Dan- mörku 1978.  Leikmenn gull- liðs Vestur-Þjóðverja verða heið- ursgestir á leiknum ásamt sig- urliði Austur-Þjóðverja í handknattleikskeppni Ólympíu- leikanna í Moskvu 1980.  Þess má geta að Heiner Brand, núverandi landsliðsþjálfari Þjóð- verja, var á meðal leikmanna liðs- ins sem vann gullið í Danmörku.  Mikil hátíðarhöld verða í Berl- ín í tilefni leiksins þar sem þess- ara tveggja áfanga í þýskri hand- knattleikssögu verður minnst. „Ég vonast bara eftir að áhorf- endur láti sig ekki vanta, ég vil sjá fulla höll,“ segir Horst Brede- meier, varaforseti þýska hand- knattleikssambandsins. Vonast eftir fullu húsi gegn Íslendingum DEILDABIKARKEPPNI karla í knattspyrnu hefst í kvöld með þremur leikjum. Hún er með sama sniði og tvö undanfarin ár, leikin í tveimur deildum þar sem 16 efstu lið Íslandsmótsins 2002 spila í tveimur riðlum í efri deild. Tvö undanfarin ár hefur stór hluti leikjanna farið fram í Reykja- neshöll, en frá því síðustu keppni lauk hafa þrjár nýjar knattspyrnu- hallir verið teknar í notkun. Fífan í Kópavogi, Egilshöllin í Grafarvogi og Boginn á Akureyri, og nú verður leikið í þeim öllum. Til þessa hafa allir leikir farið fram á suðvest- urhorni landsins, nema nágrannalið af landsbyggðinni hafi mæst, en með tilkomu Bogans fá Akureyr- arliðin í efri deild nú heimaleiki til sín. Í neðri deildinni, sem hefst í mars, er nú sérstakur riðill fyrir liðin að norðan og austan sem er leikinn að mestu í Boganum. Allir leikir í efri deild, nema tveir, fara fram í höllunum fjórum. Þeir verða á gervigrasvöllum undir lok riðlakeppninnar, seinnipartinn í apríl. Samtals fara 19 leikir í riðla- keppni efri deildar fram í Egilshöll, 16 í Fífunni, 12 í Reykjaneshöll og 7 í Boganum. Þrír leikir fara fram í kvöld og átta alls um helgina. Þar af eru tveir á Akureyri en Skagamenn sækja norðanmenn heim og leika gegn KA í kvöld og gegn Þór á morgun. Í A-riðli efri deildar leika Fram, Keflavík, KA, ÍA, Þór, Afturelding, KR og Stjarnan. Þau verða öll á ferðinni um helgina, nema Stjarnan. Í B-riðli efri deildar leika Fylkir, Haukar, FH, Þróttur R., ÍBV, Grindavík, Valur og Víkingur og spila þau öll um helgina. Fjögur efstu liðin í hvorum riðli komast í átta liða úrslit þar sem leikin er útsláttarkeppni um sigur í mótinu. Keppni í neðri deild, þar sem 24 lið leika í fjórum riðlum, fer af stað eftir næstu mánaðamót en deilda- bikarkeppni kvenna hefst 22. mars. Morgunblaðið/Árni Torfason Aðstæður eru nú allt aðrar en áður til að leika knattspyrnu á veturna. Þessi mynd er úr úrslitaleik Fram og Fylkis um Reykjavík- urmeistaratitilinn í Egilshöll. Það er Jón Björgvin Hermannsson sem spyrnir í knöttinn og skorar mark Fylkis í leiknum. Bikarleikir í fjórum höllum EHF, handknattleikssamband Evrópu, vill feta sama stíg og knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hvað varðar Meistaradeildina en fyrir liggur til- laga þess efnis að fjölga handknattleiksliðum í Meistaradeildinni um helming, úr 16 í 32 lið. Lars-Erik Klem formaður danska handknatt- leikssambandsins segir að á formannafundi EHF um sl. helgi hafi þessi tillaga verið rædd og yrðu þá liðin fjögur í hverjum riðli. Klem segir að lið frá Austur-Evrópu þrýsti á að komast í þessa keppni og hafi lið frá Slóveníu, Króatíu og Slóvakíu íhug- að að stofna aðra „Meistaradeild“ fyrir lið frá „austurblokkinni“. „Slíkt viljum við forðast og það er mín skoðun að allir myndu hagnast á því að stækka Meistaradeildina,“ segir Klem við vef- útgáfu danska ríkisútvarpsins en leggur áherslu á að hugmyndin sé enn á frumstigi. EHF íhugar að fjölga í Meist- aradeildinni SKÓR á flugi í búningsklefa er ekkert nýtt þegar Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, á í hlut. Svo segir einn af fyrrum læri- sveinum hans hjá Aberdeen, Doug Rougvie, fyrrum leik- maður með skoska landsliðinu og síðan hjá Chelsea, sem sjálfur kveðst hafa átt fótum fjör að launa undan skóm og ýmsu öðru þegar Ferguson var í vondu skapi eftir leik. „Hann kastaði ýmsu í áttina að mér og félögum mínum hjá Aberdeen, hverju sem var til- tækt þá stundina, og þá skipti ekki máli hvort það var skór eða samloka. Maður vonaðist bara eftir því að það væri eitthvað mjúkt. Ef einhver annar varð fyrir slíku, hló maður bara, og vonaði að röð- in kæmi ekki að sjálfum mér næst. Svona var þetta bara í búningsklefanum hjá okkur,“ sagði Rougvie við Evening Standard. Hann er nú 46 ára og starfar í olíuiðnaðinum. „Þannig er Ferguson og hann breytist aldrei. Hann er gífurlegur keppnismaður og þolir ekki að tapa. Það er hinsvegar ljóst að hann ætlaði ekki að hitta David Beckham. Líklega átti Ryan Giggs að fá þessa sendingu fyrir dauða- færið sem hann nýtti ekki, því skotin hjá Ferguson geiguðu alltaf. Hann var ekki góður leikmaður sjálfur,“ sagði Rougvie. Félagi hans, Neale Cooper, rifjaði upp atvik í Evrópuleik í Rúmeníu: „Hann kom inn í klefann og sparkaði af öllu afli í stóran dunk, sem var þungur og haggaðist ekki. Ferguson var greinilega sár- þjáður í fætinum en reyndi að leyna því.“Ryan Giggs Ætlaði Ferguson að hitta Ryan Giggs? ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.