Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 9
HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 B 9 „ÞETTA voru agaleg mistök. Vig- dís (Sigurðardóttir, markvörður) kom hlaupandi útaf til að fá útileik- mann inná í staðinn fyrir sig og þá fer Ana (Perez) beint inná. Ég veit ekki af hverju, það hlýtur að hafa verið einhver misskilningur, eða eitthvað, ég gat ekki einu sinni kippt í hana,“ sagði Unnur Sig- marsdóttir, þjálfari ÍBV í leikslok og var mjög vonsvikin með nið- urstöðu leiksins, sem von var. „Ég vil meina það að við höfum aldrei náð að spila á okkar getu í dag, sér- staklega í vörninni. Mér fannst all- ur leikurinn vera ein mistök fram og til baka og það var bara spurn- ing um hvort liðið myndi gera færri mistök.“ Þið bregðist í 8 sóknum í röð und- ir lok leiksins, hvað gerist? „Við fengum á okkur ruðning sem mér fannst vera mjög vafasam- ur og reyndar féllu margir dómar í dag sem voru okkur mjög í óhag. En við þessu er ekkert að gera, við töpuðum þessu sjálfar. Við töp- uðum fyrir liði sem vildi þennan tit- il aðeins meira en við og við því er ekkert að gera. Það er annar titill framundan og við verðum bara að taka hann í staðinn,“ sagði Unnur. Ekki nógu áræðnar „Þetta var spennandi leikur og mikið taugastríð. Við vorum ekki nógu áræðnar í sóknarleiknum. Við misnotum 3 vítaköst sem er al- gjörlega óásættanlegt í bikarúr- slitaleik. En það kemur bikar eftir þennan bikar og við eigum Íslands- mótið inni. Nú verðum við bara að einbeita okkur að því,“ sagði Ingi- björg Jónsdóttir, fyrirliði ÍBV. Leikur- inn ein mistök TITILVONIR Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik fuku endanlega út í veður og vind um helgina þegar liðið varð að sætta sig við jafntefli á móti Göpp- ingen, 27:27. Ólafur Stefánsson var atkvæðamestur í liði Magdeburg með 8 mörk, þar af fjögur úr víta- köstum, og Sigfús Sigurðsson skor- aði 3. Evrópumeistarar Magdeburg eru níu stigum á eftir Lemgo og þeir geta nú farið að einbeita sér al- farið að Meistaradeildinni þar sem liðið á titil að verja. Essen styrkti stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar með sigri á Wil- helmshavener, 27:24, á útivelli. Pat- rekur Jóhannesson og Guðjón Val- ur Sigurðsson skoruðu 2 mörk hver fyrir Essen en Gylfi Gylfason skor- aði 3 mörk fyrir heimamenn. Lemgo vann enn einn leikinn þegar liðið sótti Wallau Massen- heim heim. Lemgo sigraði, 38:32, og gerði nánast út leikinn í fyrri hálfleik en staðan í leikhléi var 19:12. Einar Örn Jónsson skoraði 3 mörk fyrir Wallau Massenheim en hjá Lemgo voru þýsku landsliðs- mennirnir í aðalhlutverkum. Fyrirliði Þjóðverja og leikstjórn- andinn, Markus Baur, skoraði 9 mörk sem og hornamaðurinn Flor- ian Kehrmann, línumaðurinn Christian Schwarzer, sem kosinn var besti leikmaðurinn á HM í Portúgal á dögunum, skoraði sjö. Wetzlar tapaði fyrir Minden á útivelli, 27:26. Róbert Sighvatsson skoraði 5 mörk fyrir Wetzlar og Ró- bert Julian Duranona 3. Titilvonir Magde- burg úr sögunni Bæði lið hófu leikinn af miklumkrafti en þó yfirvegun. Það var ljóst af fasi leikmanna að þeir ætl- uðu sér ekki að missa leikinn úr höndum sér með óvönduðum vinnu- brögðum. Það kom því ekki á óvart að sjá liðin leggja af stað með það að vopni að skora úr hverri sókn, nýta hvert skot. Sókn- arnýting beggja liða var enda með ágætum í fyrri hálfleiknum, rétt tæp 50%. Bæði lið léku varnarleik- inn aftarlega en Eyjastúlkur lögðu ofurkapp á að stoppa sterkasta vopn Hauka í vetur, Hönnu G. Stef- ánsdóttur, og hraðaupphlaup henn- ar. Það tókst ágætlega og þó svo Haukar hafi reiknað með þessu út- spili ÍBV tók það þær nokkra stund að leysa úr þessum vanda. Að auka var Vigdís Sigurðardóttir, mark- vörður ÍBV, Haukunum óþægur ljár í þúfu en hún varði alls 10 skot í hálfleiknum, þar af eitt vítakast. ÍBV hafði frumkvæðið allan hálf- leikinn án þess þó að ná að hrista Haukana af sér og leiddu Eyja- stúlkur í hálfleik, 11:10. Síðari hálfleikurinn var gjörólík- ur hinum fyrri. Taugaspennan var þá allsráðandi, leikmenn keyrðu upp hraðann og gerðu sig í kjölfarið seka um alltof mörg sóknarbrot, sem lítið hafði sést til í fyrri hálf- leiknum. Á sama tíma náðu mark- verðir liðanna sér ekki á strik. Spennan náði hámarki á síðustu tæpum tveimur mínútum leiksins. Haukar fengu þá vítakast eftir að Ana Perez braut á Hönnu G. Stef- ánsdóttur. Inga Fríða Tryggvadótt- ir skoraði úr vítakastinu og var allt útlit fyrir sigur þeirra. En Eyja- stúlkur voru ekki tilbúnar að játa sig sigraðar og besti leikmaður þeirra, Sylvia Strass minnkaði mun- inn í eitt mark úr næstu sókn. Haukar fengu boltann þegar ein mínúta var eftir af leiknum en dæmdur var ruðningur á fyrirliða þeirra, Hörpu Melsted, þegar 15 sekúndur voru eftir og skyndilega eygðu Eyjastúlkur von um að jafna leikinn og knýja fram framlengingu. Í þeirri von hljóp Vigdís Sigurðar- dóttir, markvörður þeirra útaf svo bæta mætti við leikmanni í sóknina en fyrir einhver óskiljanleg mistök var það Ana Perez sem fór inná völl- inn, en hún var að taka út 2. mín- útna refsingu. Þetta sáu dómarar leiksins, þeir stöðvuðu leikinn þegar 6 sekúndur voru eftir og vísuðu Per- ez af velli og dæmdu Haukum bolt- ann sem sendu hann upp í áhorf- endastúku og fögnuðu sætum sigri. Haukastúlkur eru vel að þessum sigri komnar. Liðið lék lengstum af yfirvegun og festu, þær náðu að finna lausn á því að Hanna Stefáns- dóttir var klippt út úr leik þeirra og allir leikmenn lögðu sig fram um að ná hagstæðum úrslitum úr þessum leik. Þetta á ekki síst við um vara- markvörð þeirra, hina 17 ára gömlu Bryndísi Jónsdóttur, sem kom tví- vegis inná í síðari hálfleiknum til að freista þess að verja vítakast og hafði betur gegn Öllu Gorkorian, sem er ein fremsta vítaskytta lands- ins. Erfitt er að öðru leyti að taka einhverja leikmenn Hauka út úr sterkri liðsheild – en það var einmitt hún sem tryggði þeim bikarinn á laugardag. Eyjastúlkur geta engum nema sjálfum sér um kennt að hafa ekki náð að landa bikarnum. Þær höfðu yfirhöndina lengst af leik og áttu sannarlega tækifæri til að ná í fram- lengingu á lokasekúndunum. Liðið var að leika fantagóðan handknatt- leik bæði sóknarlega og varnarlega. Vörnin varði ein 8 skot í leiknum og skyttur þeirra, þær Alla Gorkorian og Anna Yakova voru að skila sínu. En makalaus mistök á lokasekúnd- unum urðu liðinu dýr og voru leik- menn liðsins nær óhuggandi þegar leiktíminn rann út. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nína K. Björnsdóttir og Harpa Melsted, fyrirliði Hauka, á ferðinni með bikarinn í Laugardalshöllinni á laugardag. Haukastúlkur í hæstu hæðum HAUKAR úr Hafnarfirði lyftu bikarnum hátt á loft í Laugardalshöll á laugardag eftir æsispennandi leik við bikarmeistara síðustu tveggja ára, ÍBV, þar sem þær rauðklæddu unnu sigur 22:23. Haukar eru vel að sigrinum komnir, liðið sýndi fádæma baráttu- og sigurvilja og það var fyrst og fremst það sem skildi þessi tvö frábæru lið að. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar            %                    % !" #" $     ()           

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.