Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ HLUTVERK Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins við endurreisnarstarf í Írak gæti t.d. verið að aðstoða við að byggja upp innviði efnahagskerfis- ins, s.s. bankakerfi og peningakerfi. Hvorki sjóðurinn né Alþjóðabankinn geti þó hafist handa eins og staðan er nú. „Það er engin ríkisstjórn til að fást við. Það verður að vera einhver aðili sem getur borið ábyrgð á sam- starfi við þessar stofnanir,“ segir Geir H. Haarde fjármálaráðherra sem er í forsvari fyrir kjördæmi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkj- anna í fjárhagsnefnd Alþjóðagjald- eyrissjóðsins en vorfundi nefndar- innar lauk um helgina í Washington. „Fundurinn gekk ágætlega. Það voru ýmsir sem höfðu áhyggjur af því að Íraksmálið myndi spila þarna inn í með óheppilegum hætti en það varð ekki. Það náðist samkomulag um orðalag í yfirlýsingu varðandi Írak og það kom mönnum þægilega á óvart,“ segir Geir. Fallist hafi ver- ið á að nauðsynlegt væri að Samein- uðu þjóðirnar ályktuðu á nýjan leik um málefni Íraks en Geir segir að þetta hafi í raun og veru ekki verið mikið verið rætt. „Þarna er annars vegar rætt um efnahagsástandið í heiminum og hins vegar málefni sem snúa beint að sjóðnum og hans til- teknu verkefnum og vinnubrögð- um,“ segir Geir. Á fundinum var m.a. rætt um þá óvissu sem hefur ríkt í alþjóðlegum efnahagsmálum. „Nú þegar stríðinu [í Írak] er lokið má segja að einn óvissuþátturinn sé frá og það skiptir auðvitað miklu máli. Menn sjá fram á aðeins betra ástand þegar sú staðreynd liggur fyrir t.d. varðandi olíuverð sem hef- ur verið að lækka að undanförnu,“ segir hann. Fjárhagsnefndin hittist tvisvar á ári og er stefnumótandi um starf Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins og í henni eiga sæti 24 fulltrúar hinna mismun- andi kjördæma sjóðsins. Geir hefur frá ársbyrjun 2002 setið í nefndinni fyrir hönd kjördæmis Norður- landanna og Eystrasaltsríkjanna en um áramótin munu Norðmenn taka við formennsku í nefndinni. Í ræðu sinni lýsti Geir m.a. yfir stuðningi kjördæmisins við að koma á fót formlegu verklagi til að leysa úr erf- iðleikum ríkja sem komin eru í greiðsluþrot og um þörfina á að efla hið mikilvæga eftirlitshlutverk sjóðsins. Stríðslokin draga úr óvissu í efnahagsmálum Ljósmynd/Mark Finkenstaedt Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands og formaður fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og Geir H. Haarde fjármálaráðherra hittust stuttlega áður en fundur nefndarinnar hófst til skrafs og ráðagerðar. FORMAÐUR fræðsluráðs Reykjavíkur, Stefán Jón Hafstein, segir að um næstu mánaðamót sé að vænta tillagna frá starfshópi um það hvernig bæta megi úr fjárhagsvanda einkaskóla í borginni. Ekk- ert annað standi til en að tryggja að þessir skólar geti haldið áfram rekstri. Í Morgunblaðinu fyrir helgi var greint frá fjár- hagsvanda Landakotsskóla og vitnað í viðtal við skólastjórann í Vesturbæjarblaðinu um að hugs- anlega yrði að loka skólanum á næsta ári ef ekki tækist að tryggja rekstrargrundvöll hans. „Við höfum vitað af því um hríð að rekstur einkarekinna skóla eða sjálfseignarstofnana hefur gengið illa, og gengur ekki undir núverandi for- merkjum. Pólitísk stefnumótun er um það að við viljum hafa hérna nokkra samrekstrarskóla, þar á meðal Ísaksskóla og Landakotsskóla. Við erum langt komin með að móta tillögur um hvernig tryggja megi rekstur þeirra með auknum fram- lögum frá borginni á hvern nemanda. Skólarnir vita að við höfum verið að vinna í þessu,“ segir Stefán Jón sem síðast átti fund með forsvars- mönnum Ísaksskóla á föstudag. Aðrir einkaskólar en hér hafa verið nefndir, sem borgin styrkir, eru Waldorfskólinn Sólstaðir í Breiðholti, Suðurhlíð- arskóli og Tjarnarskóli. Ætlum ekki að koma upp tvöföldu kerfi Stefán Jón segir starfshópnum hafa verið ætlað að fara dýpra ofan í málið en svo að tryggja rekst- ur einkaskóla um einhvern tíma. Hópnum hafi einnig verið ætlað móta langtímastefnu og tryggja starfsöryggi til framtíðar fyrir báða aðila, þ.e. skólana og Reykjavíkurborg. Um stóran hóp barna sé að ræða sem borgin þurfi ella að sjá fyrir um skólavist. Styrkir Reykjavíkurborgar til einkaskólanna hafa numið rúmum 100 milljónum á ári og eru hús- næðisstyrkir þá ekki meðtaldir. Þannig hefur Landakotsskóli fengið 35 milljónir kr. í hússnæð- isstyrk á ári síðastliðin þrjú ár. Stefán Jón segir ljóst að skólagjöld einkaskólanna og framlög til þeirra frá borginni dugi ekki til að ná endum sam- an í rekstrinum. Auka þurfi framlag borgarinnar upp að vissu marki sem telst hagkvæmt, án þess að þurfi að hækka skólagjöld upp úr öllu valdi. „Það er hins vegar alveg ljóst að við ætlum ekki að koma hér upp tvöföldu grunnskólakerfi í borg- inni. Við styðjum hið almenna kerfi með hverf- askólum en hins vegar höfum við talið æskilegt að nokkrir skólar séu reknir sem sjálfseignarstofn- anir og með ákveðna samfélagsvitund að leiðar- ljósi. Við viljum tryggja að svo verði áfram,“ segir Stefán Jón. Formaður fræðsluráðs Reykjavíkur um vanda einkaskóla í borginni „Munum tryggja að þessir skólar haldi áfram rekstri“ SAMKVÆMT upplýsingum læknis á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi í gærkvöldi er líðan ökumanns pallbíls, er lenti í hörðum árekstri við malarflutningabíl á Sauðárkróki sl. fimmtudag, óbreytt. Er honum haldið sofandi í öndunarvél eftir að hann gekkst undir aðgerð á fimmtudags- kvöld vegna alvarlegra höfuðáverka. Farþegi í pallbílnum lést í slysinu og hafa þá fjórir látist í umferðarslys- um það sem af er árinu hér á landi. Rannsóknardeild lögreglunnar á Ak- ureyri hefur verið falin rannsókn slyssins á Sauðárkróki þar sem starfsmenn sýslumannsembættisins á Sauðárkróki tengjast þeim fjöl- skylduböndum er lentu í slysinu. Fulltrúi rannsóknarnefndar umferð- arslysa kom norður strax að kvöldi fimmtudags til að skoða vettvang slyssins. Slysið á Sauðárkróki Ökumanni haldið sofandi í öndunarvél VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur og Morg- unblaðið hafa gengið frá kjarasamningi vegna blað- bera sem starfa hjá blaðinu, en samningurinn staðfestir öll fyrri kjarasamningsbundin réttindi blaðbera eins og veikindarétt og uppsagnarfrest til samræmis við starfs- menn á almennum vinnumarkaði. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, segir að samn- ingurinn sé fagnaðarefni og æskilegt væri að gera sam- svarandi samning við hin blöðin en þau eru ekki í Sam- tökum atvinnulífsins eins og Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins. Hann segir að samningurinn tryggi réttarstöðu blaðbera eins og kjarasamningar geri. Til þessa hafi einkum ungt fólk í litlu starfshlutfalli sinnt blaðberastarfi og hafi starfssviðið verið svolítið út- undan á vinnumarkaðnum en breyting verði á með þessum samningi. Morgunblaðið kemur til með að greiða í sjúkrasjóð, starfsmennta- og orlofsheimilasjóð vegna blaðbera sem gerast félagsmenn í VR. VR heldur kynningarfund um samninginn á morgun, þriðjudaginn 15. apríl, kl. 17.30 í húsakynnum félagsins, Húsi verslunarinnar, á jarð- hæð. Samninginn má auk þess skoða á heimasíðu VR. Morgunblaðið/Golli Þorgrímur Guðmundsson, starfsmaður VR og blaðberi hjá Morgunblaðinu (l.t.v.), Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, og Örn Þórisson, áskriftarstjóri Morgunblaðsins, undirrituðu samninginn. Blaðberar Morgunblaðsins semja SAMFYLKINGIN og Sjálfstæðis- flokkurinn fengju jafnmarga þing- menn, eða 22, samkvæmt nýrri fylgiskönnun Gallup fyrir Ríkisút- varpið. Frjálslyndir bæta verulega við fylgi sitt frá síðustu könnun. Fylgi Samfylkingarinnar mælist 34,3%, Sjálfstæðisflokkurinn er með 33,6%, Framsóknarflokkurinn 12,3%, Vinstri grænir 9,8% og Frjálslyndi flokkurinn mælist með 9,0% fylgi í könnun Gallup fyrir RÚV. Samkvæmt könnuninni fengi Framsóknarflokkurinn 8 þingmenn, Vinstri grænir 6 og Frjálslyndir 5. Meginbreytingin frá síðustu könn- un Gallup er sú að fylgi Frjálslynda flokksins hefur aukist, en fylgi ann- arra flokka minnkar lítið eitt. Könnunin var gerð dagana 26. mars til 11. apríl. Í úrtakinu voru 3.100 manns á aldrinum 18 til 75 ára. Tveir af hverjum þremur svör- uðu. Fylgi Samfylkingarinnar mælist ívið minna hjá Gallup, en í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morg- unblaðið sem birt var sl. laugardag, Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir mælast hins vegar með heldur meira fylgi hjá Gallup, en fylgi Sjálfstæðisflokks og Frjáls- lyndra er svo til hið sama í báðum könnununum. Skoðanakönnun Gallup Fylgi Sam- fylkingar og Sjálfstæðis- flokks svipað SEX manns á aldrinum 16–31 árs voru handtekin í kjölfar þess að pakki með 30 e-töflum fannst í farþegaferjunni Herj- ólfi á föstudagskvöld. Í framhaldi af handtökunum gerði lögreglan í Vestmanna- eyjum húsleit í þremur íbúð- um í bænum með aðstoð fíkni- efnaleitarhundsins Tönju. Í einni íbúðinni fundust 140 grömm af hassi og áhöld til fíkniefnaneyslu. Við yfir- heyrslur játaði ein stúlkan að eiga e-töflurnar og eigandi hassins reyndist vera tvítugur piltur sem játaði að hafa ætlað að selja efnið í bænum. Í til- kynningu frá lögreglunni segir að flest hinna handteknu hafi áður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála og sum hver margoft. Sendi e-töflur með Herjólfi ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti tvo slasaða vélsleðamenn að Kirkju- fellsvatni skammt frá Landmanna- laugum í gær. Tilkynning um slysið barst Landhelgisgæslunni klukkan ellefu í morgun og var þyrlan komin til Reykjavíkur með hina slösuðu klukkan hálftvö. Þeir voru báðir með bakmeiðsli en voru ekki taldir alvar- lega slasaðir. Að sögn Landhelgis- gæslunnar lentu vélsleðamennirnir í árekstri. Læknir sem var á staðnum mat það svo að rétt væri að senda þyrluna eftir þeim slösuðu. Vélsleðamenn slösuðust í árekstri LÖGREGLAN á Akureyri rannsak- ar rúðubrot í Síðuskóla, Glerárskóla og í nýbyggingu við Skálateig í fyrri- nótt. Um 100 rúður voru brotnar, um 80 á vestur- og norðurhlið Síðuskóla og um 20 rúður á norðurhlið Glerár- skóla og ein í nýbyggingunni. Ekki er vitað hverjir voru þar á ferð en lögreglan á Akureyri hvetur alla sem geta haft einhverjar upplýs- ingar að hafa samband við sig. Talið er að tjónið nemi um einni milljón króna, að sögn lögreglu. 100 rúður brotn- ar á Akureyri ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.