Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 16
„ÉG ER 35 ára gamall Skagamaður og ól þar aldur minn á bernskuárum,“ segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, aðspurður hver hann sé í raun og veru, þessi ungi maður sem hafi verið svo áber- andi í íslensku fjármálalífi í meira en ára- tug. „Ég fór í Fjölbrautaskóla Vesturlands og útskrifaðist þaðan 1987. Þá hóf ég nám í tölvunarfræðum við Háskóla Íslands og þar átti sér stað sú tilviljun að ég endaði í þess- um fjármálageira, en í útskriftarferðalagi með tölvunarfræðinemum hitti ég Pétur Blöndal, sem bauð mér starf hjá Kaupþingi. Ég hafnaði því reyndar í fyrstu en hann hafði aftur samband ári síðar og þá sló ég til og byrjaði að vinna hjá Kaupþingi í árs- byrjun 1991. Síðan stofnaði ég fjölskyldu og á nú eiginkonu og þrjú börn. Árið 1996 fór ég í framhaldsnám til Sviss og meðan á því stóð var mér boðið að taka við rekstri Kaupþings, sem ég þáði. Haustið 1997 var tekin ákvörðun um uppstokkun og samruna fjárfestingalánasjóða í eigu ríkisins og þá var mér boðið að koma þar inn í nýjan banka sem fékk nafnið Fjárfestingarbanki atvinnulífsins eða FBA. Ég fór með þeim banka í gegnum einkavæðingu á árunum 1998 og 1999, og í framhaldi af því samein- uðust FBA og Íslandsbanki árið 2000, þar sem ég hef verið síðan.“ Með öðrum orðum hefur Bjarni verið for- stjóri þriggja stórra fjármálafyrirtækja, en hann segir að hann hafi ekki stefnt að þessu lífshlaupi í æsku. „Ég held að þetta séu til- viljanir. Upphaflega ætlaði ég bara að stunda sjósókn og landbúnaðarstörf eins og forfeðurnir og sá ekki fyrir mér þennan ak- ur sem ég fór síðan inn á og sé í sjálfu sér ekki eftir. Þetta hefur verið afskaplega skemmtilegt tímabil á fjármálamarkaðnum. Margt hefur gerst og flest af því hefur ver- ið til góðs fyrir íslenskt samfélag. Ennþá er mikil gróska og því tel ég að þetta verði áfram spennandi starfsvettvangur.“ Tölvur frekar en takkaskór Skagamenn hafa oft skarað fram úr í knattspyrnu og þeir hafa gjarnan átt bestu knattspyrnumenn landsins. Þetta á líka við um skólafélaga Bjarna, en hann fór ekki í fótboltann eins og flestir hinir strákarnir, heldur hélt sig mest heima á Steinsstöðum, þar sem hann ólst upp, rétt utan við bæinn á Akranesi. „Í fyrsta lagi var ég frekar heimakær og kunni betur við störfin í sveit- inni og umgengnina við dýrin en að sparka fótbolta. Á fermingaraldri fékk ég svo heift- arlega heilahimnubólgu og mátti ekki stunda mikið líkamleg störf um skeið, en ég jafnaði mig reyndar á þessu á nokkrum ár- um. Auk þess var mikið að gera í ýmsum áhugamálum. Þar á meðal dundaði ég svo- lítið við saumaskap, sem þykir víst óvenju- legt hjá drengjum, en það hefur reyndar lít- ið farið fyrir honum í seinni tíð. Ég hef líka lengi fengist við kartöflurækt og stunda hana enn af kappi þegar tími gefst til. En á unglingsárunum sneri ég mér í auknum mæli að félagsstörfum, ræðumennsku, leik- list og öðru í þeim dúr. Ég hafði alltaf gam- an af stærðfræði og slíkum greinum og 1987 var mikið nýjabrum yfir tölvunarfræði. Ég hef alltaf verið ófeiminn við að reyna eitthvað nýtt, fannst tölvunarfræðin heillandi og mér fannst þetta spennandi vettvangur sem ég gæti tileinkað mér. Það var sennilega helsta ástæða þess að ég datt þar inn.“ Bjarni segir að eitt hafi tekið við af öðru hjá sér og ekki sé hægt að tala um eðlileg- an tröppugang í því sambandi auk þess sem störfin hafi verið mjög ólík. „Maður er hluti af ákveðinni þróun, reynir að hafa áhrif á umhverfið og það hefur áhrif á mann. Ég er auðvitað afskaplega þakklátur fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt á þessum tíma. En starfssviðið hefur tekið meiri breytingum en margan grunar og verður æ flóknara. Fyrst og fremst hvað lýtur að fjölda starfsstöðva, fjölda fólks og mismun- andi persónuleikum með mismunandi þrár og langanir. Í grunninn er maður alltaf að eiga við fólk. Það er rauði þráðurinn í gegn- um þetta allt saman, hvort sem um er að ræða viðskiptavini, starfsmenn eða hluthafa. Allir hafa sín markmið og starfið felst í því að reyna að sjá hvar bökin snúa saman, hvar snertifletirnir eru, hvernig hlutir, sem gagnast einum, gagnast öðrum og svo fram- vegis, þannig að skapa megi verðmæti.“ Fjölskyldan mikilvægust Vinnudagurinn er jafnan langur, en Bjarni reynir að verja eins miklum tíma og mögulegt er með eiginkonunni, Helgu Sverrisdóttur hjúkrunarfræðingi, og börn- um þeirra Tómasi, sem er átta ára, og fimm ára gömlum tvíburum, Benedikt og Helgu Guðrúnu. „Langi vinnudagurinn hefur hent- að mér mjög vel. Hvort sem það var á eyr- inni hjá Haraldi, til sjós, í landbún- aðarstörfum eða í þessu sem ég er að fást við núna, því það þarf að vinna vinnuna og ganga í verkin. Hins vegar átta ég mig á því eftir því sem tíminn líður að það þarf að gæta jafnvægis í öllum hlutum og það verður æ mikilvægara að gera sér grein fyrir hvað það er sem skiptir máli í lífinu, en að sjálfsögðu er það fjölskyldan og börnin.“ Bjarni segist leggja áherslu á að reyna að gera eitthvað með fjöl- skyldunni sem er sam- hliða skemmtilegt og þroskandi. „Hvort sem það er að ferðast og skoða framandi hluti eða gróðursetja plöntur, lesa bækur, horfa á góðar myndir eða einfaldlega njóta samverustund- anna.“ En áhugamálin eru fleiri. „Vinnan hefur ver- ið mikið áhugamál, stjórnun og allt sem lýtur að þessari þróun á fjár- málamarkaði, en auk þess hef ég alltaf haft mjög gaman af fé- lagsmálum. Ég hef verið í framkvæmdastjórn Verslunarráðsins í rúm þrjú ár og haft mjög gaman af þeirri vinnu. Ég er formaður stjórnar Velferðarsjóðs barna, sem er málefni sem er mér mjög hugleikið. Það er mikilvægt með fram- tíðina í huga og það lýsir vel hverri þjóð hvernig hún hlúir að börnum og fjölskyldumálum.“ Bjarni þykir líka góður söngvari og syngur meðal annars á nýjasta diski Bubba Morthens. „Ég hef alltaf haft gaman af því að syngja. Ég vann mikið á dráttarvélum þegar ég var yngri, tætti kartöflugarða, sló og svo framvegis og þá söng ég mikið, mest dægurlög, en framlagið með Bubba var ekki hugsað til að auka hróður minn sem lista- manns enda fer ég með afar lítið hlutverk.“ Óhjákvæmilegt að lækka kostnað Bjarni segir að fjármálamarkaðurinn sé í mjög örri þróun um þessar mundir. „Það er ljóst að fyrirtækin sem á honum starfa leita eftir því að stækka og bæta sig, hvort sem er í þjónustu eða fagþekkingu. Það er jafn- framt ljóst að kostnaður við íslenskt fjár- málakerfi er mikill og óhjákvæmilegt að sí- fellt sé leitað leiða til þess að lækka kostnað og bæta samkeppnisstöðu.“ Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka Fór óvænt inn á akurinn steg@mbl.is 16 SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ HREIÐAR Már Sigurðsson tók við starfi for- stjóra Kaupþings banka fyrir rúmum mánuði af Sigurði Einarssyni, starfandi stjórnarformanni Kaupþings. Hreiðar er yngsti bankastjórinn á Íslandi, 32 ára að aldri, fæddur 19. nóvember 1970. Hreiðar ólst upp í Stykkishólmi en hann er sonur hjónanna Sigurðar Arnórs Hreiðarssonar skipstjóra og Grétu Sigurðardóttur skrifstofu- manns. Hreiðar útskrifaðist með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands árið 1990 og útskrifaðist frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands 1994. Á háskólaárunum sat hann í stjórn Vöku, var í fyrstu stjórn Viðskiptafræðistofnunar og var fulltrúi nemenda á deildar- og skorarfundum. Hreiðar er kvæntur Önnu Lísu Sigurjóns- dóttur grunnskólakennara og saman eiga þau tvö börn, Arnór ellefu ára og Hildi fjögurra ára. Hreiðar hóf störf í Kaupþingi daginn eftir síð- asta prófið í viðskiptafræði- deildinni og hefur starfað þar allar götur síðan. „Í upphafi var ég ráðinn á eignastýringarsvið og bar ábyrgð á rekstri lífeyris- og hlutabréfasjóða sem Kaup- þing hafði umsjón með ásamt Bjarna Ármanns- syni, sem var forstöðumað- ur sviðsins á þeim tíma.“ Hreiðar var ráðinn for- stöðumaður eignastýring- arsviðs 1996, staðgengill forstjóra 1997 og aðstoð- arforstjóri 1998. Hann hef- ur setið í stjórn Bonus Stor- es Inc. og Vífilfells hf. ásamt fjölda dótturfyrirtækja Kaupþings. „Fyrri hluta árs 2000 flutti ég ásamt fjölskyldu minni til New York og bar ábyrgð á rekstri Kaupthing New York þar til við flutt- um aftur heim í árslok 2001.“ Einkavæðing löngu tímabær Nýverið lauk einkavæð- ingarferli Landsbankans og Búnaðarbankans og er ríkið því komið út úr rekstri við- skiptabanka á Íslandi. Hreiðar segir að einka- væðing bankanna hafi verið löngu tímabær og hafi greinilega mikil áhrif á þró- un íslensks fjármálamark- aðar. „Við megum búast við meiri samkeppni og snarp- ari fyrirtækjum í kjölfarið. Einkavæðingin hefði mátt eiga sér stað fyrr en raun varð á en á móti má segja að hlutirnir hafi gengið hratt fyrir sig síðastliðið ár. Jafn- framt er það gleðiefni hve vasklega hefur verið gengið í átt til hagræðingar á fjár- magnsmarkaði í kjölfar einkavæðingarinnar. Með einkavæðingu ríkisbankanna hefur verið lagður grunnur að hagræðingu í bankakerfinu sem er forsenda fyrir lækkun vaxtamunar og þjónustu- gjalda til handa neytendum,“ segir Hreiðar. Frekari sameining innanlands ólíkleg Mikið hefur verið rætt um frekari samein- ingu á bankamarkaði og þá einna helst um sam- iningu Íslandsbanka og Landsbanka. Á Norð- urlöndum hafa að undanförnu átt sér stað sameiningar á bankamarkaði og nýverið var haft eftir framkvæmdastjóra Nordea, Lars G. Nordström, í danska blaðinu Börsen, að Nordea hefði hug á að kaupa smærri og meðalstóra banka í Danmörku. Nordea er stærsti banki á Norðurlöndum að markaðsvirði en næstur hon- um er Danske Bank Hreiðar segist telja ólíklegt að við eigum eftir að sjá fleiri stórar sameiningar innlendra banka í ljósi úrskurðar Samkeppnisstofnunar vegna samruna Landsbanka og Búnaðarbanka, sem fyrirhugaður var. „Líklegast er að þær þrjár stóru einingar sem eru nú að myndast á banka- markaðnum muni heyja harða samkeppni á inn- lendum markaði í framtíðinni. Mesta óvissan er um framtíð sparisjóðanna, en ekki er óhugsandi að viðskiptabankarnir muni leita eftir samein- ingu við þá á einhverjum tímapunkti. Það má síðan gera ráð fyrir að íslensku bankarnir muni fyrst og fremst sjá vaxtartækifæri utan Íslands og að þar muni sameiningar og yfirtökur líta dagsins ljós. Hins vegar tel ég ekki að erlendir bankar muni setja upp starfsstöðvar hér á landi sökum smæðar markaðarins, en þeir munu hins vegar koma að stærri fjármögnunarverkefnum eins og þeir hafa gert hingað til,“ segir Hreiðar. Eignaraðild – kjölfesta eða dreifð? Hvað segir þú um eignaraðild að fjármálafyr- irtækjum. Er betra að hafa kjölfestufjárfesti eða á eignaraðildin að vera dreifð? „Við hjá Kaupþingi höfum lengi verið þeirrar skoðunar að óþarft sé að setja lög um dreifða eignaraðild að fjármálafyrirtækjum. Það má færa fyrir því rök að líklegast muni nokkrir hluthafar mynda kjölfestu í bönkunum en eign- araðild verði að öðru leyti dreifð. Það er mjög athyglisvert að sjá hversu hratt Búnaðarbanki og Landsbanki hafa gengið í átt til hagræðingar og sameiningar í kjölfar nýafstaðinnar einka- væðingar og helstu ástæðuna fyrir því tel ég vera tilkomu sterkra kjölfestufjárfesta í bönk- unum. Kjölfestufjárfestar sem eiga mikla fjár- hagslega hagsmuni undir velgengni bankanna eru líklegir til að leggja mikla áherslu á aðhalds- semi í rekstri og metnaðarfullar arðsem- iskröfur,“ segir Hreiðar Már. Ný kynslóð bankastjóra Eftir að Sigurjón Þ. Árnason var ráðinn bankastjóri Landsbankans eru þrír; þú, Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, og Sig- urjón, af fimm bankastjórum viðskiptabank- anna á fertugsaldri, sem telja má ungan aldur í starfi sem þessu. Eru að eiga sér stað kyn- slóðaskipti í íslenskum bankaheimi? „Það vekur oft athygli útlendinga sem hingað koma hversu ungt fólk er í stjórnunarstöðum í fjármálastofnunum landsins. Þetta má vænt- anlega rekja til þess hversu ungur fjármagns- markaðurinn er. Einnig held ég að ástæðuna sé að finna í auknum erlendum samskiptum og því hversu margt ungt fólk hefur starfað og mennt- að sig erlendis. Fjármagnsmarkaðurinn hefur tekið mjög miklum breytingum á undanförnum misserum og ég held að munurinn á áherslum nú og áður snúi einkum að erlendri starfsemi og meiri áherslu á hagkvæmni í rekstri. Hlutabréfa- markaðurinn hefur gert það að verkum að mun meiri þrýstingur er á fyrirtækjastjórnendur að skila arðsemi til hluthafa og í kjölfar frjálsra fjármagnsflutninga milli landa hafa skapast vaxtarskilyrði utan Íslands. Í öllu tali um breyt- ingar vegna nýrrar kynslóðar fyrirtækjastjórn- enda má ekki gleyma því að stjórnendur í dag njóta verka þeirrar kynslóðar sem á undan fór, sem jók frjálsræði í viðskiptum, kom á öflugri löggjöf á fjármagnsmarkaði og færði okkur EES-samninginn,“ segir Hreiðar. Kynntust í Vöku Hvernig hafa leiðir ykkar þriggja legið sam- an? „Ég kynntist Sigurjóni og Bjarna fyrst þegar ég hóf nám í Háskólanum en þar voru þeir í for- svari fyrir Vöku og Stúdentaráð. Við unnum all- ir töluvert saman í undirbúningi fyrir kosningar til stúdentaráðs árið 1991. Ég held að við höfum allir haft mjög gaman af starfinu í Vöku og lært margt af því, árangur okkar varð þó ekki betri en svo að Vaka tapaði kosningunum eftir margra ára sigurgöngu. Eftir tapið þetta ár tókst Vöku ekki að vinna sigur á ný fyrr en á þessu ári eða eftir ellefu ósigra í röð. Eftir út- skrift úr viðskiptafræðinni hóf ég störf í Kaup- þingi og var Bjarni yfirmaður minn og raunar nánasti samstarfsmaður allt þar til hann hóf störf sem forstjóri hins nýstofnaða Fjárfesting- arbanka atvinnulífsins,“ segir Hreiðar Már Sig- urðsson að lokum. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings banka Harðnandi samkeppni „Líklegast er að þær þrjár stóru einingar sem eru nú að myndast á banka- markaðnum muni heyja harða samkeppni á inn- lendum markaði í fram- tíðinni.“ guna@mbl.is „Þetta hefur verið af- skaplega skemmtilegt tímabil á fjármálamark- aðnum. Margt hefur gerst og flest af því hefur verið til góðs fyr- ir íslenskt samfélag.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.