Morgunblaðið - 21.05.2003, Side 29

Morgunblaðið - 21.05.2003, Side 29
STEFNT er að því að hefja framkvæmdir við jarðgöng undir Almannaskarð austan Hafnar í Hornafirði um næstu áramót, en undirbún- ingur stendur nú sem hæst. Jarðfræðirannsóknum er að ljúka og hönnun þeirra að hefjast, samkvæmt upplýs- ingum frá Vegagerðinni. Göngin verða rétt rúmur kílómetri að lengd og er nú unnið að því að festa end- anlega jarðgangalínu í land- inu þar sem þau verða graf- in. Að því loknu verður unnt að byrja á hönnun einstakra hluta s.s. vegskála og tengi- vega auk ganganna sjálfra. Undirbúningsvinna geng- ur samkvæmt áætlun og von- ast menn til þess að hægt verði að bjóða jarðganga- gerðina út í september og hefja framkvæmdir um ára- mótin. Ekki er þörf á að setja göngin í hefðbundið um- hverfismat þar sem þau falla ekki undir lög um umhverf- ismat, en þau munu fara í gegnum kynningarferli eins og gert er þegar um smærri framkvæmdir er að ræða að sögn Hreins Haraldssonar, framkvæmdastjóra þróunar- sviðs Vegagerðarinnar. Kostnaðurinn er áætlaður um 700 milljónir króna og koma 500 milljónir frá rík- isstjórninni í tengslum við ákvörðun hennar um að veita 6,3 milljarða króna í vega- framkvæmdir og önnur verk- efni fram á sumar 2004. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 29 haldist þó svo nar veiti af ein- rkum. E. Matth- ndir á að rðið eigi í endur- eytingu á neyslu- kostnað- u og hins unabreyt- ðustu ár ngaverðið breyting- una- og ðsvísitölu að sem er að endur- vísitala í aunavísi- rstaklega hjúkrun- klu bratt- durspegli sérfræði- er að op- hækkanir auknum ngur hins fá þessar ði í sér- teljum u vera að muna op- kavædda ristinsson sþjónust- anförnum fsemi þar m nokkra hússtörf- i þar sem ni vinnu. kna verði unni fylgi o að hann en á við- dan aðila ustunnar. gðisráðu- ð gera og a og skil- ndi fyrir- elji hana. kiptavin- einnig er r skylda mest fyr- eru í heil- tefán E. allann við að kaup- sé í flest- heilbrigð- a vel farið sitja við upa.“    )  *         kipu- m - i hærra í öllum ríkjum M- og A- Evrópu að fjórum undanskildum. „Þetta kemur til vegna þess að við erum með þungaskatt, skatt- leggjum ekki dísilolíuna en skatt- leggjum bensínið,“ segir Auður. Teiknuð andlit gefa til kynna stöðuna. Grænn broskarl þýðir að staðan sé góð. Gulur og alvar- legur merkir að sumt sé í lagi en annað ekki en fýldur rauður karl er hættumerki. Þegar farið er yf- ir skýrsluna má sjá að flestir þessir karlar eru gulir. Hagvöxtur eyðir árangrinum Fram kemur að ástand um- hverfismála hafi að ýmsu leyti skánað í Evrópu á undanförnum áratug, en gera megi ráð fyrir að hagvöxtur eyði árangrinum alfar- ið þar sem stjórnvöld hafi ekki stigið nauðsynleg skref til að rjúfa samband efnahagslegra um- svifa og umhverfisspjalla. Sem fyrr megi rekja flestar framfarir á umhverfissviðinu til ráðstafana til að takmarka mengun sem ekki beinist að rótum vandans, til sam- dráttar á efnahagssviðinu eða til umskipta yfir í markaðsbúskap víða í Evrópu. Mikill munur er á ástandi um- hverfismála milli og innan helstu svæða, en framfarir hafa orðið og dregið hefur úr álagi á náttúruna þar sem stefnumörkun í þessum málum hefur verið vandlega unn- in og eftir henni farið. Í því sam- bandi er bent á að í Evrópu hafi verulega dregið úr losun efna sem eyða ósonlaginu í lofthjúpn- um og verndun vistsvæða ýmissa tegunda plantna og dýra eigi sinn þátt í að ástand þeirra hafi skán- að. Hins vegar hafi áætlanir sem miða að því að draga úr tilurð úr- NÝ skýrsla Umhverfis-stofnunar Evrópu,Umhverfi Evrópu:Þriðja úttekt, verður lögð fyrir umhverfisráðherrafund í Kiev í Úkraínu og hefst í dag, miðvikudaginn 21. maí, en honum lýkur á föstudag. Skýrslan nær til 52 landa í Evrópu og Mið-Asíu og er þeim skipt í þrjú svæði; Vestur-Evr- ópu, Mið- og Austur-Evrópu og í þriðja lagi 12 ríki í Austur-Evr- ópu, Kákasus og Mið-Asíu, þ.e. Rússland og 11 önnur ríki fyrr- verandi Sovétríkjanna (AEKMA löndin). Fyrsta úttektin var gerð fyrir ráðstefnu í Sofia 1995 og síðan kom út önnur skýrsla fyrir ráð- stefnu í Árósum 1998. Áminning Ákveðnir málaflokkar eru tekn- ir fyrir en Auður H. Ingólfsdóttir, deildarsérfræðingur í umhverfis- ráðuneytinu og fulltrúi Íslands í stjórn Umhverfisstofnunar Evr- ópudeildar, bendir á að upplýs- ingarnar milli málaflokka og ríkja séu misgóðar og því verði að taka ýmsar upplýsingar í skýrslunni með fyrirvara. Í því sambandi nefnir hún til dæmis að í skýrslunni komi fram að vegna of lítilla stofnstærða og ofveiði séu flestir þorskstofnar í Evrópu í hættu og ekki sé sér- staklega gerð grein fyrir haf- svæðinu í kringum Ísland heldur sé Norður-Atlantshafið, Norður- Íshafið og Barentshafið tekið sem ein heild. Helgi Jensson, forstöðumaður framkvæmda- og eftirlitssviðs umhverfisstofnunar, vekur jafn- framt athygli á því að skýrslan byggist á ákveðnum vísum miðað við ákveðnar forsendur og staðan í hverju landi sé ekki tíunduð heldur heildarstaða Evrópu í til- teknum málaflokki. Á þessu sé þó undantekningar, sbr. t.d. töflur um verð á bensíni og dísilolíu í ríkjunum í nóvember árið 2000. Þar kemur fram að bensínlítrinn er dýrastur í Noregi, síðan Bret- landi, Finnlandi og Ísland er í fjórða sæti. Verð á dísilolíu er hins vegar lægst á Íslandi í V- Evrópu og reyndar er verðið gangs ekki borið mikinn árangur og álag hafi aukist enn á sumar auðlindir náttúrunnar, einkum fiskistofna, jarðveg og nýtanlegt land. Þá sé losun í vatn frá óstað- bundnum mengunarvöldum eins og landbúnaði enn til vandræða. Í kaflanum um fiskveiðar og fiskeldi kemur m.a. fram að margir fiskistofnar í Evrópu séu í hættu vegna ofveiði og fullkomins flota. Almenn áhrif umhverfisins hafi hins vegar áhrif á stofna vatnafiska og ástæða er talin til að vera á verði í fiskeldinu. Í skýrslunni kemur fram að þegar á heildina sé litið hafi dreg- ið úr losun gróðurhúsaloftteg- unda í Evrópu og í M- og A- Evrópu og AEKMA-löndunum hafi dregið úr álagi landbúnaðar og iðnaðar á vatnsbúskapinn. Hins vegar sé þróun umhverf- ismála á þessum svæðum fyrst og fremst háð efnahagsástandinu og því sé líklegt að mikið af þeim framförum sem hafa orðið gangi til baka vegna áframhaldandi hagvaxtar eða vegna þess að hag- vöxtur aukist á ný. Samtímis séu líkur á að margir hinna neikvæðu þátta gildni. Þessa sé þegar farið að gæta í samgöngugeiranum því áberandi sé hve flug og vega- flutningar hafi aukist á kostnað flutninga sem spilla náttúrunni ekki eins mikið, en við þetta auk- ist orkunotkun og losun gróður- húsalofttegunda. Fram kemur að heilsufari manna stafi enn sem fyrr hætta af margs konar umhverfistengd- um þáttum. Tilurð úrgangs vaxi stöðugt í allri Evrópu, menn hafi áhyggjur af ástandi drykkjar- vatns á öllu svæðinu og agnir í lofti séu nú mesta ógnunin í borg- um V-Evrópu. Niðurstaðan sé sú að hraða verði markmiðasetningu og síðan verði reynt að ná þeim markmiðum sem fyrst. Hjá þessu verði ekki komist ætli menn að tryggja eðlilega umhverfisvernd og koma á sjálfbærum lifnaðar- háttum. Fýldur karl við útblásturinn Eins og fram hefur komið var útblástur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 7% meiri árið 2000 en árið 1990 og kemur þetta fram í skýrslunni. Spár um útblástur fram til ársins 2020 benda til þess að útblástur aukist ekki umfram þau 10% sem Kyotobókunin heim- ilar á skuldbindingartímabili bók- unarinnar 2008–2012, en fýldur karl er vegna stöðu mála í EFTA- ríkjunum. Aðvörunin felur í sér að verði ekki gripið til aðgerða í þá veru að minnka útstreymið eða auka bindingu CO2 verði erfitt að standa við Kyoto-samninginn. Staðan er misjöfn í ríkjum Evr- ópu, verst á Spáni en best í Lúx- emborg, en Evrópusambandið sem heild stendur vel að vígi og er á réttri leið að markmiðunum miðað við skuldbindingar Kyoto- bókunarinnar. Löndin í A-Evrópu eru mun betur sett og fá öll nema Slóvenía grænan broskarl. Enginn broskarl er í kaflanum um úrgang en þar kemur fram að staða Íslands er best í sambandi við heimtingu spilliefna. Helgi Jensson og Auður H. Ingólfsdótt- ir segja að spilliefnagjald, sem innheimt sé af vörum sem geti orðið að spilliefnum, tryggi ábyrga meðferð þessa úrgangs, en meira en 80% af þessum hættulega úrgangi skili sér, eins og fram komi í skýrslunni. Fá ríki innheimti spilliefnagjald og það skýri sérstöðu þeirra. Á tánum Auður H. Ingólfsdóttir og Helgi Jensson segja að skýrslan sé mikilvæg með framhaldið í huga. Því þurfi að fara vandlega yfir einstaka efnisþætti og sjá hvaða aðgerða þurfi að grípa til á einstökum sviðum. „Svona skýrslur halda okkur á tánum,“ segir Auður.        !     "      " ! #$       %&'(  5 %! "   6     57 %)  8#   9  % % ! ! 7 : ;       <4  %= > ? %"  @$  9  " A  %  # =       "    "B      CD   %                                                Skýrslan Umhverfi Evrópu: Þriðja úttekt lögð fyrir ráðherrafund í Kiev Meira en 80% spilliefna skilar sér á Íslandi Meðferð hættulegs úrgangs er mun betri á Íslandi en í öðrum ríkjum Evrópu en meira en 80% spilliefna skilar sér hér á landi. Hins vegar er talið að framförum í umhverf- ismálum Evrópu sé hætta búin vegna ósjálf- bærra efnahagslegra umsvifa. * #    +# !  $ , -!E  D! ! :!F = !   8   ) ,) /) -) 0) +))1  57+..*  7 :+..*   +..*   +..* .  %+..*    +..*  " +..* . @$ +..*  G +..*  %+..-  A +..*  =   +..*  RÍKISSTJÓRNIN sam- þykkti á ríkisstjórnarfundi í gær að vísa aðgerðum vegna ágangs Jökulsár á Fjöllum á Kelduhverfi til landbúnaðar- ráðuneytisins, þar sem Land- græðsla ríkisins heyrir undir ráðuneytið. Fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytinu að í framhaldi af nákvæmri kortagerð af sönd- um Öxarfjarðar hafi verið lagt mat á hugsanleg úrræði til að halda ánni í núverandi farvegi og jafnframt hvort hugsanlega mætti beina henni í aðra far- vegi. Niðurstaða athugana hafi leitt í ljós að huga þurfi eftir atvikum að halda við núver- andi bakkavörn við Sandá og Skjálftavatn og athuga þurfi að koma upp bakkavörn í Brunná á milli Núps og Þver- ár auk bakkavarnar frá Jök- ulsárgljúfri vestan ár að Skjálftavatni, um 5 km. Kostn- aður við bakkavörn frá Jökuls- árgljúfri að Skjálftavatni er langhæstur og hefur verið áætlaður um 25 milljónir. Fram- kvæmdir eiga að hefjast um áramót Jarðgöng undir Almannaskarð Aðgerðir vegna ágangs Jökulsár á Fjöllum Ríkisstjórnar- fundur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.