Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 47 NORÐMENN urðu Norður- landameistarar í brids í opnum flokki og Svíar í kvennaflokki en Norðurlandamótinu lauk í Fær- eyjum í gær. Íslendingar urðu í 3. sæti í opna flokknum og í 5. sæti í kvennaflokki. Gengi Íslendinga var betra í síð- ari umferð mótsins en þeirri fyrri. Liðið byrjaði á að tapa fyrir Finnum, 13:17, vann síðan Fær- eyinga 25:3, tapaði fyrir Norð- mönnum 11:19, fyrir Dönum 14;16 en vann Svía í lokaumferðinni í gær, 18:12. Lokastaðan í opna flokknum var þessi: Noregur 180 stig Svíþjóð 159 stig Ísland 154 stig Danmörk 139 stig Færeyjar 131 stig Finnland 122 stig. Norsku Norðurlandameistar- arnir heita Geir Helgemo, Terje Aa, Jon Egil Furunes og Erik Rynning. Í kvennaflokki gekk íslenska liðinu mun skár í síðari umferð- inni. Það tapaði að vísu fyrir Finn- um, 4:25, í 6. umferð en vann síðan Færeyinga og Norðmenn 16:14, gerði jafntefli við Dani, 15:15 og tapaði loks fyrir Svíum, 8:22. Lokastaðan í kvennaflokki var þessi: Svíþjóð 188 stig Finnland 185 stig Danmörk 180 stig Noregur 138 stig Ísland 100 stig Færeyjar 90 stig. Sænsku meistararnir heita Catarina Midskog, Katarine Bertheau, Ylva Karlsson-Uisk og Jenny Evelius Nohrén. Íslending- ar geta eignað sér smá hluta í þessum sigri því Midskog er sam- býliskona íslenska bridsspilarans Magnúsar Magnússonar, sem er búsettur í Svíþjóð. Létt og leikandi Íslenska liðið í opna flokknum var lengi í gang og var raunar í næstneðsta sæti eftir fjórar um- ferðir. Þá greip Guðmundur Páll Arnarson til þess ráðs að setjast sjálfur við borðið og spilaði flesta leikina sem eftir voru við þá Bjarna Einarsson og Þröst Ingi- marsson til skiptis. Þetta hreif og liðinu gekk betur í síðari hluta mótsins. Jón Baldursson og Þor- lákur Jónsson voru raunar eitt besta par mótsins og í svonefnd- um fjölsveitaútreikningi voru þeir í 2. sæti á eftir Norðmönnunum Geir Helgemo og Per Erik Aust- berg. Það er öruggt merki um að menn séu að spila vel þegar sagnir og spilamennska virðast vera áreynslulaus og blátt áfram. Skýrt dæmi um slíkt er þetta spil frá leik Íslendinga og Svía í Þórshöfn. Norður gefur, enginn á hættu Norður ♠ 1062 ♥ K63 ♦ Á653 ♣632 Vestur Austur ♠ ÁG73 ♠ KD9854 ♥ 954 ♥ G72 ♦ K942 ♦ 108 ♣87 ♣G9 Suður ♠ -- ♥ ÁD108 ♦ DG7 ♣ÁKD1054 Við annað borðið sátu Guð- mundur Páll og Bjarni NS og Sví- arnir Bengt-Erik Efraimsson og Kenneth Borin AV. Þetta voru sagnir: Vestur Norður Austur Suður Borin Bjarni Efraimss. Guðm. Páll Pass Pass 1 lauf pass 1 tígull 1 spaði 2 hjörtu 2 spaðar 3 lauf pass 4 lauf pass 4 tíglar pass 4 hjörtu pass 5 lauf pass 6 lauf// Það verður að viðurkennast að Svíarnir reyndu ekki mikið að trufla sagnir þótt þeir ættu saman 10 spaða. En sagnir Bjarna og Guðmundar eru einfaldar og loka- samningurinn er eftir því góður. Eftir að Guðmundur sýndi sterk spil með 2 hjörtum samþykkti Bjarni laufið og við tóku fyrir- stöðusagnir. Guðmundur hefði raunar getað reynt við alslemmu með því að segja 5 spaða, ef ske kynni að Bjarni ætti hjartakóng og ÁK í tígli en það var mjög ólík- legt og Guðmundur taldi að Bjarni hefði sagt 5 tígla, frekar en 5 lauf með þá hönd. Lesendum kann því að þykja þetta auðvelt spil en staðreyndin er samt sú að aðeins einu pari öðru, Norðmönnunum Terje Aa og Jon Egil Furunes, tókst að komast í þessa slemmu. Við hin borðin tíu voru spiluð 3 grönd eða 5 lauf. Endurnýjun hjá Dönum Í kvennaflokknum gekk ís- lensku spilurunum ekki vel og voru raunar lengi vel í neðsta sæti. Þeim tókst þó aðeins að rétta hlut sinn undir lokin en staðreyndin er þó sú að íslenskir kvenspilarar standa mjög höllum fæti gagnvart nágrannaþjóðunum um þessar mundir. Danir leggja nú mikla áherslu á að þjálfa upp unga spilara sem geta tekið við merki þeirrar kyn- slóðar sem gert hefur garðinn frægan í bridsheiminum síðasta áratuginn. Bæði dönsku landsliðin í Færeyjum voru skipuð ungu fólki, þar af var kvennaliðið skipað fjórum tvítugum stúlkum. Miðað við frammistöðu liðanna þurfa Danir ekki að kvíða framtíðinni í þessari íþrótt. Dönsku stúlkurnar spila Acol, eins og flestir danskir bridsspil- arar. Við skulum skoða sagnirnar hjá Ullu Koch og Christine Klemmesen í þessari slemmu: Norður ♠ ÁD94 ♥ G84 ♦ Á10 ♣KG109 Vestur Austur ♠ 76 ♠ 103 ♥ 32 ♥ KD976 ♦ DG654 ♦ 8732 ♣D542 ♣86 Suður ♠ KG852 ♥ Á105 ♦ K9 ♣Á73 Þær Koch og Klemmesen sátu NS en AV sátu Catarina Midskog og Kathrine Bertheau frá Svíþjóð: Vestur Norður Austur Suður Midskog Klemmes. Bertheau Koch 1 spaði pass 2 grönd pass 3 tíglar pass 3 spaðar pass 3 grönd pass 4 lauf pass 4 tíglar pass 4 spaðar pass 4 grönd pass 5 spaðar pass 6 spaðar// Danir nota veikt grand og opna á 4-liti og því opnaði Koch á 1 spaða. 2 grönd lofaði 4-lit á móti og var geimkrafa og 3 tíglar sýndu jafna skiptinu. 3 spaðar neituðu hjarta- fyrirstöðu en sýndu þó einhvern styrk í hjarta og 3 grönd sýndu lágmark. 4 lauf og 4 tíglar voru fyrirstöðusagnir og 4 spaðar neit- uðu hjartadrottningunni. Suður spurði síðan um ása og sagði slemmuna þegar norður sýndi 2 ása og spaðadrottningu. Slemman vannst þegar safnhafi fann laufa- drottninguna. Norðmenn og Svíar Norðurlanda- meistarar í brids Brids Þórshöfn, Færeyjum Norðurlandamót Norðurlandamótið í brids var haldið dagana 19.–23. maí. Nánari upplýs- ingar er að finna á heimasíðu mótsins, www.bridge.fo. Guðm. Sv. Hermannsson Í næsta tölublaði af sérblaðinu bílar verður fjallað um bílskúra og fyrirkomulag í bílskúrum, bílskúrshurðir, gólfefni í bílskúra, hönnun á innanrými, fyrirmyndarbílskúrinn o.fl. Allar stærðir og gerðir sérauglýsinga á góðu verði. Auglýsendur pantið fyrir kl. 16 mánudaginn 26. maí. Fulltrúar auglýsingadeildar Morgunblaðsins veita þér allar upplýsingar um auglýsingamöguleika og verð í síma 569 1111 eða á netfangi augl@mbl.is bílar bílskúrar 18% afsláttur 30 ára lánTILBOÐ Hér erum við gur Sæbraut ata kk as tíg ur LindargataHverfisgata Vi ta stí gu r Ba ró ns stí gu r ta Njálsgata Bergþórugata Skarphéð.gKarlagVífilsg MánagSkeggjag Flókagata Hrefnug Kjartannn ar sb ra ut ða rs tr Sn or ra br au t eifsgata Egilsgata Ra uð ar ár st íg ur Háteigsvegur Þv er ho lt Ei nh oltMeðalholt Stórholt Stangarholt Skipholt Brautarholt Bolholt Skipholt Nó at ún Laugavegur Hátún Miðtún Hátún Miðtún Nó at ún Samtún Sóltún Borgartún H öf ða tú n Sæbraut Sæt únSkúlatún Skúlagata Kr ing lum ýr ar br au t Sigtún HofteigurLaugateigur Hr ísa tei gu r La ug arn e mú li Va tn sh olt álm ho lt Engja Lá gm úli Há tún Steintún HLEMMUR M jö ln is h. Eldaskálinn Brautarholti 3 105 Reykjavík Sími: 562 1420 www.invita.com - persónulega eldhúsið *á starfssvæði SPRON ELDASKÁLINN býður allar eldhúsinnréttingar INVITA með allt að 18% afslætti. Gildir til 1. júlí n.k. Sérverð á Brandt heimilistækjum og Wickanders gólfefnum. Möguleiki á allt að 30 ára veðláni* frá SPRON. Lánið getur náð yfir fullfrágengið eldhúsið með tækjum, flísum, gólfefnum, málningu og uppsetningu. SPRON býður 50% afslátt af lántökugjaldi og frítt verðmat til 1.júlí n.k. Opið hús: laugardag kl. 10 - 16 sunnudag kl. 11 - 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.