Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það eru öll trix leyfileg í stólahlaupi Framsóknar. Vindáshlíð stækkar 800 stelpur á einu sumri MIKLAR fram-kvæmdir hafastaðið að undan- förnu í stúlknasumarbúð- unum í Vindáshlíð í Lax- árdal í Kjós. Vindáshlíð er komin á sjötta áratuginn og þær eru ófáar konurnar og stúlkurnar sem eiga þaðan góðar minningar í gegnum tíðina. Morgun- blaðið ræddi um Vindás- hlíð við Dagnýju Bjarn- héðinsdóttur sem hefur verið formaður sumarbúð- anna síðustu þrjú árin. – Segðu okkur fyrst eitt- hvað um sögu Vindáshlíð- ar. „Það var árið 1947 sem sumarbúðastarf KFUK í Vindáshlíð hófst, þörfin fyrir stúlknasumarbúðir var orðin aðkallandi þar sem KFUM hafði haft sumarbúðir fyr- ir drengi í Vatnaskógi í allmörg ár þar á undan. Stúlkur óskuðu að sjálfsögðu hins sama og drengir, að fá tilbreytingu í hversdagsleik- ann á þeim tímum sem frístund- arúrræði fyrir börn voru fremur fá. Starf KFUM og KFUK hefur alltaf haft mjög skýr markmið, þ.e.a.s. að boða börnum kristna trú og þau lífsgildi sem henni fylgja. Að sjálfsögðu viljum við einnig að börnin fái jákvæða upp- lifun við útiveru, íþróttir, kvöld- vökur og í samneyti hvert við ann- að og við starfsfólkið. Starfsfólk hefur alltaf verið valið af mikilli natni og forstöðufólk mjög oft með uppeldismenntun. Sumar- búðastarfið byggist að verulegu leyti á sjálfboðavinnu, allur und- irbúningur fyrir starfið og viðhald á staðnum er í höndum fólks sem hefur sérlegan áhuga á framgangi sumarbúðanna svo fæstir líta á þetta sem kvöð, fremur sem ein- staka ánægju.“ – Hvað er Vindáshlíð í dag? „Það er óhætt að segja að Vind- áshlíð sé á margan hátt hin sama og hún hefur verið sl. 56 ár, mark- miðin þau sömu og það sem skemmti stelpum fyrr á tímum gerir það enn í dag. Að sjálfsögðu erum við alltaf að endurnýja okk- ur og reyna að betrumbæta það sem í boði er varðandi dægra- styttingu og fræðslu fyrir börnin. Landssamband KFUM og KFUK var t.d. núna á síðustu dögum að afhenda sumarbúðunum glæsilegt nýtt fræðsluefni fyrir börnin sem er bæði myndrænt og skemmti- legt og á eftir að nýtast vel á næstu sumrum. Kröfur eru stöð- ugt að aukast og foreldrar ætlast til að börnin þeirra komi heim frá svona dvöl með einungis jákvæða upplifun.“ – Hvað getur Vindáshlíð tekið við mörgum krökkum á sumri? „Eftir nýyfirstaðnar breytingar er nú hægt að taka við ríflega 800 stelpum yfir sumarið.“ – Er eftirspurnin alltaf söm? „Eftirspurnin eftir dvalarpláss- um hefur verið mjög mikil öll síðustu ár og erum við mjög þakklát foreldrum að treysta okkur ár eftir ár fyrir börnunum sínum og að stelpurnar hafi vilja og löngun til að koma í sumarbúðirnar jafnvel sex ár í röð. Hefðin er óhemju sterk, því nú hafa kannski fjórir ættliðir dvalið í Vindáshlíð og mjög algengt er að mæður hrein- lega „sendi“ stelpurnar sínar í Vindáshlíð vegna þess að þeim sjálfum fannst frábært þar.“ – Eru til tölur um hversu marg- ar stúlkur hafi dvalið í Vindáshlíð? „Ef við segjum okkur að á sl. 56 árum hafi dvalið um 600 börn á sumri í Vindáshlíð þá erum við að tala um u.þ.b. 33.000 börn, þótt þessi tala sé ef til vill eitthvað lægri.“ – Nú standa sem sagt yfir breytingar á sumarbúðunum eða hvað? „Já, sl. 21 mánuð hafa staðið yf- ir miklar framkvæmdir í „Hlíð- inni“ og nú er sem sagt risið u.þ.b. 500 fm viðbygging við gamla skál- ann okkar. Við erum með þessari byggingu að betrumbæta og stækka til muna herbergi barnanna, fjölga herbergjum fyrir foringja og nýr fundar- og kvöld- vökusalur hefur einnig bæst við. Til gamans má nefna að nú höfum við fengið sérstakt búningaher- bergi fyrir börnin sem segir til um hve stóran sess kvöldvökur og sprell þeim tengt hafa í sumar- búðunum.“ – Er verið að vígja þetta um þessar mundir? „Einmitt. Í gær, 1.júní, var ver- ið að vígja nýbygginguna, sann- kallaður gleðidagur. Vígslan hófst kl. 14 með guðsþjónustu í kirkj- unni okkar og var svo haldið í beinu framhaldi í nýja húsið þar sem vígslan fór fram. Sr. Guðrún Edda Gunnarsdótt- ir, fyrrverandi stjórnarkona í Vindáshlíð, sá um hvort tveggja og finnst okkur mjög gaman að hafa kvenprest innan okkar vé- banda. Að sjálfsögðu var síðan öllum viðstöddum boðið í veislukaffi á eftir, eins og tíðkast á góðum sveitaheimilum. Þennan dag var „opinn dagur“ í Vindáshlíð þar sem gestum og öðrum velunnurum var boðið að skoða nýja húsið og njóta dags- ins með okkur sem stöndum að þessu starfi. Hinn 4. júní kemur svo fyrsti flokkur sumarsins og verða ellefu vikuflokkar fyrir börn, kvennaflokkur yfir helgi í byrjun september og mæðgna- flokkur í lok september. Enn eru nokkur pláss laus og ættu áhuga- samir að skrá börnin sín og sig sem fyrst.“ Dagný Bjarnhéðinsdóttir  Dagný Bjarnhéðinsdóttir er fædd í Reykjavík 1959. Hún er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1979 og lauk hjúkrunarfræðinámi frá Hjúkr- unarskóla Íslands og starfar nú sem hjúkrunarfræðingur við Landspítalann í Fossvogi. For- maður sumarbúðanna í Vind- áshlíð síðustu þrjú árin. Hún er gift Bernt Kaspersen tölv- unarfræðingi og eiga þau fjögur börn, Önnu, Sturlu, Ragnar og Tryggva. 500 fermetra nýbygging vígð 1. júní

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.