Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 41 ALÞJÓÐLEGI meistarinn Sævar Bjarnason (2.258) sigraði á Skákþingi Hafnarfjarðar sem fram fór um síð- ustu helgi. Sævar hlaut 6 vinninga, vann fimm skákir og gerði tvö jafn- tefli. Björn Þorfinnsson (2.324) varð í öðru sæti með með 5½ vinning. Röð efstu manna varð annars þessi: 1. Sævar Bjarnason 6 v. 2. Björn Þorfinnsson 5½ v. 3.–4. Halldór Brynjar Halldórsson, Stefán Bergsson 5 v. 5.–7. Sigurbjörn Björnsson, Jó- hann H. Ragnarsson, Þorvarður Fannar Ólafsson 4½ v. 8.–13. Stefán Freyr Guðmundsson, Páll Sigurðsson, Davíð Kjartansson, Egill Þórðarson, Leifur Ingi Vilmund- arson, Ágúst Bragi Björnsson 4 v. 14.–15. Ingi Tandri Traustason, Auðbergur Magnússon 3½ v. o.s.frv. Keppendur voru 25 og er þetta eitt fjölmennasta og sterkasta Skákþing Hafnarfjarðar sem haldið hefur verið í langan tíma. Það má m.a. þakka ötulu undirbúningsstarfi þeirra Auð- bergs Magnússonar og félaga. Þeir Sigurbjörn J. Björnsson (2.335) og Þorvarður Fannar Ólafs- son (2.068) urðu efstir Hafnfirðinga á mótinu og þurfa að tefla úrslitakeppni um titilinn Skákmeistari Hafnar- fjarðar 2003. Zurab Azmaiparashvili Evrópumeistari í skák Zurab Azmaiparashvili (2.678) sigraði í á Evrópumótinu í skák sem haldið var í Tyrklandi. Sænska skák- konan Pia Cramling (2.470) hampaði sigri í kvennaflokki. Hannes Hlífar Stefánsson (2.565) hlaut flesta vinn- inga Íslendinganna þriggja sem tóku þátt í mótinu. Hann fékk 6½ vinning, en tapar 5 stigum eftir tap í tveimur síðustu umferðunum. Hannes náði sér aldrei verulega á flug í mótinu, þrátt fyrir góða spretti inn á milli. Helgi Ólafsson, sem stóð sig frábær- lega framan af móti, hlaut 6 vinninga. Hann var taplaus, þrátt fyrir mjög sterka andstæðinga, allt þar til í tí- undu umferð mótsins. Síðustu fjórar umferðirna skiluðu hins vegar ein- ungis einum vinningi. Þrátt fyrir það hækkar Helgi um 13 skákstig og lofar sú frammistaða góðu fyrir Helga. Ingvar Ásmundsson (2.327) fór öðru- vísi að en félagar hans, en endaði þó ekki fjarri þeim í lokaröðinni. Hann fékk 5½ vinning, en var lengi að kom- ast í gang og allir vinningarnir skil- uðu sér um og eftir miðbik mótsins. Þannig fékk hann t.d. 3 vinninga í síð- ustu fjórum umferðunum. Það var því ekki að sjá að úthaldið skorti þótt Ingvar væri aldursforseti hópsins, og það svo miklu munaði. Ingvar sigraði m.a. spænska stórmeistarann Pablo San Segundo (2.515) í næstsíðustu umferð mótsins. Hvítt: Ingvar Ásmundsson Svart: Pablo San Segundo Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 g6 4. 0-0 Bg7 5. He1 Rf6 6. Rc3 0-0 7. e5 Re8 8. Bxc6 dxc6 9. h3 Rc7 10. b3 Re6 11. Bb2 Dc7 12. Re4 h6 Nýr leikur í stöðunni. Þekkt er 12. – Hd8 13. d3 a5 14. a4 b6 15. Reg5 Dd7 16. Rxe6 Dxe6 17. De2 Bb7 18. Had1 Hab8 19. De3 h6 20. De4 Hd7 21. Rd2 Ba6 22. f4 Hbd8 23. Rc4 Bxc4 24. bxc4 Kh7 25. g4 með góðri stöðu fyrir hvít, sem hann reyndar tapaði í bréfskák í tölvupósti, Turcan-Otten- weller, 2000. 13. De2 b6 14. De3 Bd7 15. c3 f5 16. exf6 exf6 17. d4 Hfe8 18. dxc5 Rxc5 19. Dd4 Rxe4 20. Hxe4 – (sjá stöðumynd 1) 20. – f5!? Eftir 20. – Be6 21. Dd3 f5 22. He3 Had8 23. Rd4 Bf7 24. Hxe8+ Hxe8 25. Hd1 Dd7 hefur svartur betra tafl. 21. Dc4+ Kh7? Spænski stórmeistarinn er grun- laus um sóknina, sem nú dynur á hon- um. Eftir 21. – Kf8 22. Hee1 Bf6 23. Had1 Kg7 24. Bc1 Hxe1+ 25. Hxe1 He8 þarf hann engu að kvíða. 22. Hh4! Hf8 Svartur á enga leið út úr ógöng- unum, t.d. 22. – Dd8 23. Hd1 b5 24. Df4 De7 25. Bc1 h5 (25. – Had8 26. Hxh6+ Bxh6 27. Dxh6+ Kg8 28. Dxg6+ Dg7 29. Dxg7+ Kxg7 30. Bg5) 26. Hd6 Hed8 27. Rg5+ Kg8 28. Hxg6 De8 29. Hxg7+ Kxg7 30. Rf3 Dg6 (30. – Dh8 31. Be3 Kf7 32. Bd4 Df8 33. Hxh5 Be6 34. Rg5+ Ke8 35. Rxe6) 31. Re5 Dh7 32. Dg5+ Kf8 33. Ba3+ Ke8 34. Df6 Dg8 35. De7+ mát. Ekki gengur heldur að leika 22. – Bf6? 23. Df7+ Bg7 24. Rg5+ Kh8 25. Hxh6+ Bxh6 26. Dh7+ mát. 23. Rg5+ Kh8 (Sjá stöðumynd 2) 24. Hxh6+! Bxh6 25. Dh4 Kg7 26. c4+ Hf6 27. Bxf6+ Kxf6 (Sjá stöðumynd 3) 28. Re6+! – Ingvar gefur ekkert eftir. Nú vinn- ur hann svörtu drottninguna og eft- irleikurinn verður auðveldur. 28. – Kxe6 29. He1+ De5 Eða 29. – Kf7 30. He7+ Kg8 (30. - Kf8 31. Df6+ Kg8 32. Df7+ Kh8 33. Dh7+mát) 31. Dxh6, mátar í næsta leik. 30. Hxe5+ Kxe5 31. Dxh6 Be8 32. Dg7+ Ke6 33. Db7 Hd8 34. Dxa7 b5 35. De3+ Kf7 36. a4! – Vinningsleiðin er einföld fyrir hvít. Fyrst bindur hann svarta hrókinn við frípeðið á a-línunni og því næst brjóta hvíta drottningin og kóngurinn auð- veldlega niður varnir svarts á kóngs- væng. 36. – bxa4 37. bxa4 Ha8 38. Db3 Ha7 39. c5+ Ke7 40. Db4 Bd7 41. a5 Ha6 42. h4 Bc8 43. Dd2 Be6 44. Dd6+ Kf7 45. Dc7+ Kf6 46. Dd8+ Kf7 47. Kh2 Bd5 48. Kg3 f4+ 49. Kxf4 Bxg2 50. Ke5 Kg7 51. Dc7+ og svartur gafst upp. Hann verður mát í nokkr- um leikjum, eftir 51. – Kh6 52. Kf6 Be4 (52. – Kh5 53. Df4, ásamt 54. Dg5+ mát) 53. Df4+ Kh7 54. Dxe4 o.s.frv. Mjóddarmót Hellis á laugardaginn í göngugötunni Hið árlega og vinsæla Mjóddarmót Hellis fer fram laugardaginn 21. júní í göngugötunni í Mjódd. Mótið hefst kl. 14 og er þátttaka ókeypis. Allir geta tekið þátt í mótinu. Teflt er eftir sama fyrirkomulagi og á Borgarskák- mótinu, þ.e. skákmenn tefla fyrir fyr- irtæki og er dregið um hvaða fyrir- tæki hver teflir fyrir. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi, 7 mín- útna skákir. Verðlaun verða sem hér segir: 1. kr. 10.000, 2. kr, 6.000, 3. kr. 4.000. Skráning fer fram í tölvupósti (hellir@hellir.is), en einnig er hægt að skrá sig símleiðis í síma 861 9416. Þá er skráningarform fyrir mótið á heimasíðu Taflfélagsins Hellis, www.hellir.is. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst þar sem þátt- taka takmarkast við fjölda fyrirtækja. Sævar Bjarnason sigraði á Skákþingi Hafnarfjarðar SKÁK Istanbúl SKÁKÞING HAFNARFJARÐAR 13.–15. júní 2003 Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson dadi@vks.is Stöðumynd 2.Stöðumynd 1. Stöðumynd 3. Er vinningur í lokinu? Utanlandsferðir • siglingar • sjónvörp reiðhjól • myndavélar • gasgrill kælibox í bíla • línuskautar hlaupahjól og margt, margt fleira! Glæsilegir vinningar www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396. REYKJAVÍK - MIÐSVÆÐIS Mér hefur verið falið að leita eftir sérbýli með lítilli íbúð eða aðstöðu þar sem hægt er að innrétta litla íbúð. Verðhugmynd 25-30 millj. Kaupendur eru tilbúnir að veita ríflegan afhendingatíma sé þess óskað. Áhuga- samir vinsamlegast hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hafðu samband - það kostar ekkert! KRINGLUNNI 8-12, SÍMI 553 3600 WWW.OLYMPIA.IS I I - , Í I . I .I UNDIRFATNAÐUR 20% AFSLÁTTUR KRINGLUKAST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.