Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skotar eru stigi á eftir Íslendingum í þriðja sæti en þeir eiga eftir heimaleiki við Litháa og Fær- eyinga og útileik við Þjóðverja og hefur Vogts tekið stefnuna á að ná í sjö stig út úr þessum leikjum. Skotar glíma við Þjóðverja í Dort- mund í næstsíðustu umferðinni og takist þeim að ná stigi telur Vogts jafnvel mögu- legt á að Skotar vinni riðilinn og vinni sér þar með sjálfkrafa sæti í úrslitakeppninni. BERTI Vogts, lands- liðsþjálfari Skota í knattspyrnu, leggur allt traust á landa sína, Þjóðverja, þegar þeir mæta Íslend- ingum í tveimur síð- ustu umferðunum í 5. riðli undankeppni EM í knattspyrnu í haust. „Íslendingar mæta Færeyingum næst og svo Þjóðverjum tví- vegis og ég vonast til að landar mínir vinni báða þá leiki. Með því ættum við að ná öðru sætinu og komast í aukaleiki um sæti í úr- slitakeppni EM,“ segir Vogts. Berti Vogts Berti Vogts stólar á landa sína í 5. riðliMÁL Patreks Jóhannessonar, handknattleiksmanns, gegn þýska handknattleikssambandinu verður tekið fyrir hjá vinnuréttar- dómstóli í Þýskalandi hinn 3. júlí nk. að sögn Wolfgangs Gutshows, umboðsmanns Patreks. Málið fær flýtimeðferð og reiknar Gutshow með að niðurstaða liggi fyrir örfá- um dögum síðar. Patrekur ákvað í samráði við umboðsmann sinn og lögfræðing, Andreas Thiel, fyrrverandi lands- liðsmarkvörð Þjóðverja í hand- knattleik, að höfða málið gegn þýska sambandinu til þess að fá fellt niður sex mánaða keppn- isbann það sem sambandið dæmdi Patrek í eftir að hann hrækti í átt að dómara í kappleik í loka- umferð þýsku 1. deildarinnar í vor. Að mati lögfræðings Patreks brýtur bannið lög Evrópu- bandalagsins um frjálst flæði vinnuafls á milli landa, en hand- knattleiksiðkun er og hefur verið atvinna Patreks mörg undanfarin ár. Vegna bannsins fær Patrekur ekki skrifað upp á félagsskipti hjá þýska handknattleikssambandinu til Bidasoa á Spáni en hann gerði samning við félagið snemma árs og þar stendur hnífurinn í kúnni. Í samningnum er ákvæði þess efn- is að geti Patrekur ekki leikið með félaginu frá og með 1. júlí næstkomandi sé því heimilt að segja samningnum upp og vegna bannsins getur Patrekur ekki orð- ið leikmaður Bidasoa fyrr en að banninu loknu sem er í lok nóv- ember. Forráðamenn Bidasoa sýna máli Patreks skilning á með- an það er fyrir dómstólum. Mál Patreks tekið fyrir 3. júlí Patrekur Jóhannesson Leik Fram og KA var frestað til 17.júlí vegna þáttttöku KA í Inter- totokeppninni. Morgunblaðið kannaði í gær hvernig ástandið er á leikmönn- um liðanna fyrir leiki helgarinnar. Grindavík Lee Sharpe er meiddur á læri og verður ekki með á móti Þrótti. Grind- víkingar gera sér vonir um að Sharpe verði orðinn leikfær á móti KR 25. júní. Grétar Ólafur Hjartarson er sem fyrr óleikfær. Þróttur Daði Árnason og Hjálmar Þórar- insson meiddust í leik með 1. flokki í fyrrakvöld og verða líklega ekki með. Aðrir leikmenn eru heilir. ÍBV Hjalti Jóhannesson hefur verið meiddur að undanförnu en hann er allur að koma til og verður mögulega með gegn FH. Aðrir leikmenn eru til- búnir í slaginn. FH Það eru allir leikfærir hjá FH nema Víðir Leifsson. Valur Fjórir Valsmenn eru að berjast við meiðsli. Jóhann Hreiðarsson og Matthías Guðmundsson munu jafnvel missa af leiknum gegn ÍA og Bene- dikt Bóas Hinriksson verður frá þar til í ágúst. Kristinn Ingi Lárusson er enn meiddur en verður orðinn leikfær eftir tvær til þrjár vikur. ÍA Allir leikmenn ÍA eru tilbúnir í leik- inn við Val. Fylkir Engin meiðsli eru í herbúðum Fylkismanna en Ólafur Ingi Skúla- son er í leikbanni. Aðalsteinn Víg- lundsson, þjálfari Fylkis, telur leikinn vera einn af stórleikjum ársins. „Við búumst við gríðarlegum fjölda af áhorfendum á Fylkisvöllinn enda er þetta einn af stórleikjum ársins. Leik- ir Fylkis og KR síðustu 2–3 ár hafa verið fullir af dramatík og miklum lát- um og áhorfendur geta búist við hörkuleik á sunnudaginn,“ sagði Að- alsteinn í samtali við Morgunblaðið. KR Allir leikmenn KR eru tilbúnir í slaginn gegn Fylki. Willum Þór Þórs- son, þjálfari KR, líst mátulega á við- ureignina gegn Fylki. „Þó að liðin í deildinni séu flest frekar jöfn að getu er þetta leikur sem vekur athygli því KR og Fylkir hafa spilað mikilvæga leiki á síðustu árum og verið sigursæl. Bæði lið eru með breiðan og sterkan leikmannahóp og þetta verður hörku- leikur,“ sagði Willum Þór. Allt klárt hjá Fylki og KR FJÓRIR af fimm leikjum í 6. umferð úrvalsdeildar karla í knatt- spyrnu verða leiknir um helgina. Í dag mætast Grindavík og Þróttur Reykjavík í Grindavík og á morgun eru þrír leikir. ÍBV og FH kljást í Vestmannaeyjum, Valur og ÍA spila að Hlíðarenda og stórleikur um- ferðarinnar fer fram á Fylkisvelli en þar taka heimamenn á móti KR- ingum. Willum Þór Þórsson, þálfari KR, og Aðalsteinn Víglundsson, þjálfari Fylkis, geta valið úr sterkum hópi knattspyrnumanna en KR og Fylkir eru með fjölmennustu og sterkustu leikmannahópana í úr- valsdeildinni. Stórleikurinn er auðvitað í Ár-bænum þar sem Fylkismenn taka á móti KR-ingum. Ég er búinn að sjá Fylki leika og liðið virðist mjög sterkt, sérstaklega á heima- velli, þannig að ég á von á að Fylkir hafi þetta. Árbæingar eru svekktir yfir tapinu í síðasta leik og koma ákveðnir í að krækja sér í þrjú mik- ilvæg stig á móti KR,“ sagði Sigurð- ur í gær og sagðist ekki öfunda KR- inga af mótherjunum í Evrópu- keppninni. Eyjamenn hættulegir Verði jafntefli í Árbænum og Eyjamenn vinna FH þá verður ÍBV á toppnum eftir umferðina. „Eyja- menn hafa komið virkilega á óvart. Ég átti von á að sumarið yrði Eyja- mönnum erfitt og þeir byrjuðu ekki vel, líkt og Þróttarar, en þeir eru ungir, frískir og hættulegir og spila skemmtilega. Gunnar Heiðar er stórhættulegur og okkar fremsti senter eins og hann er að spila þessa dagana og svo er hann með Stein- grím með sér frammi og það má ekki líta af þeim tveimur eitt augnablik. Það er því ljóst að leikurinn verður FH-ingum erfiður,“ segir Sigurður. Sóknin höfuðverkur á Akranesi Gömlu félagar Sigurðar af Akra- nesi koma í heimsókn að Hlíðarenda. „Ég hef orðið fyrir vonbrigðum með Skagamenn eins og fleiri. Sóknar- leikurinn hjá þeim er alls ekki nógu beittur, þeir fá lítið af færum og það er nýlunda á þeim bænum. Liðið spilar ágætlega úti á velli en það þarf að leysa vandamálið á síðasta fjórð- ungi vallarins. Vörnin er fín með Gunnlaug Jónsson í fínu formi, en það er áhyggjuefni fyrir þá hversu fá færi þeir skapa sér. Ég hef samt trú á að þeir fari að rífa sig upp og vinna leiki því það er mjög dýrt að gera jafntefli og Skaga- menn hafa gert þrjú jafntefli í fyrstu fimm leikjunum og það fæst lítið fyr- ir það. Ef ÍA nær að vinna leik á næstunni þá held ég að þetta smelli hjá liðinu. Baldur Aðalsteinsson er kominn aftur inn í liðið og hann virk- ar frískur þessa dagana og svo held ég að Stefán fari að setja svip sinn á úrvalsdeildina,“ segir Sigurður. Þróttarar eru sprækir Hann var sammála því að í dag mættust trúlega þau lið sem mest hafa komið á óvart í deildinni, Grindavík og Þróttur. „Þróttarar eru sprækir og skemmtilegir. Ég er mjög hrifinn af Björgólfi og eins og venjulega þá spila lið undir stjórn Ásgeirs skemmtilega. Þeir byrjuðu illa en hafa komið sterkir til baka. Grindvíkingar eru ekki mjög sannfærandi þessa dagana. Sóknin hjá þeim hefur verið vandamálið og þetta er stórleikur fyrir þá og ekkert annað en þrjú stig koma til greina hjá þeim, sérstaklega vegna þess að þeir eru á heimavelli,“ sagði Sigurð- ur. Morgunblaðið/Golli Það var oft hart barist í fyrra þegar Fylkir og KR mættust og reikna má með að baráttan verði einnig í algleymi á morgun þegar liðin mætast á Árbæjarvelli. Úr viðureign liðanna í fyrra þar sem þeir Jón Skaftason, KR, og Fylkismaðurinn Jón B. Hermannsson kljást um knöttinn. SIGURÐUR Jónsson, þjálfari Víkings í 1. deildinni, segir það ein- kenna keppnina í efstu deild karla að allir geti unnið alla, eða flestir flesta. Sérstaklega finnst honum einkennandi að lið tapi einum leiknum stórt en vinni síðan þann næsta – það vanti stöðugleika hjá flestum liðum. Hann á von á skemmtilegum leikjum í sjöttu umferð- inni sem verður leikinn um helgina. Sigurður Jónsson, þjálfari Víkings, spáir í spilin Fylkir hefur bet- ur í Árbænum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.