Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Nuka Arctica og Sunna koma í dag. Pioner Moldavii, Yaghan, Mánafoss og Skógarfoss fara í dag Hafnarfjarðarhöfn: Nevskiy kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Árskógar 4. Smíða- stofan er lokuð til 11. ágúst. Handa- vinnustofan er lokuð vegna sumarleyfa. Púttvöllur opinn mánu- dag til föstudags kl. 9– 16.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 frjálst að spila í sal. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 að- stoð við böðun, hár- greiðslustofan opin. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 opin verslunin. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9.30 gönguhópur, allir vel- komnir, kl. 9–12 bað, kl. 9–16 opin vinnu- stofa. Púttvöllurinn op- inn frá kl. 14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „opið hús“, spilað á spil. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Skrifstofan er lokuð frá og með 30. júní til 6. ágúst. Viðvera í Gjá- bakka fellur niður á sama tíma. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Biljard kl. 13.30, brids kl. 13, púttæfingar á Hrafn- istuvelli kl. 14–16. Félagsheimilið Hraun- sel verður lokað vegna sumarleyfa, frá og með 21. júlí til 10. ágúst. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Laugafell- Eyjafjörður 25.–29.júlí, þeir sem eiga eftir að sækja farmiðann vin- samlegast geri það í síðasta lagi 21. júlí. Dansleikir á sunnudög- um falla niður í júlí, næst verður dansað 10. ágúst. S. 588 2111. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30–16. Kl. 13.15 brids, kl. 20.30 félagsvist. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Lokað vegna sumarleyfa til 12. ágúst. Sund og leik- fimiæfingar í Breið- holtslaug á mánudög- um, miðvikudögum og föstudögum kl. 9.30. Gullsmári, Gullsmára 13. Lokað vegna sum- arleyfa til 5. ágúst. Hárgreiðslustofan og fótaaðgerðarstofan verða opnar. Hraunbær 105. Kl. 9 baðþjónusta, fótaað- gerð og hárgreiðsla, kl. 10 pútt. Föstudaginn 18. júlí verður spilað bingó, kaffiveitingar. Allir velkomnir. Hvassaleiti 58–60. Hársnyrting, fótaað- gerðir. Norðurbrún 1. Fótaað- gerðastofan er lokuð frá 21. júlí til 5. ágúst. Hárgreiðslustofan er lokuð frá 15. júlí til 12. ágúst Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl. 13.30– 14.30 Sungið við flyg- ilinn, kl. 14.30–16 dans- að í aðalsal: Sigurgeir Björgvinsson „Siffi“ sér um tónlistina. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 morg- unstund, kl. 10 fót- aðgerð, kl. 13.30 bingó. FEBK. Brids spilað kl. 13.15 í Gjábakka. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka kl. 10. Á morgun 19. júlí er háíðarganga Göngu- klúbbs Hana-nú um miðbæ Kópavogs í tilefni 20 áfmælis Hana-nú. Skemmtun fyrir alla fjölskylduna götuleikhús, stutt ávörp, Hláturklúbbur bregður á leik, Bók- menntaklúbbur lætur ljós sitt skína, trumbusláttur, harmónikkuhljómu, gítarspil, söngur, dans og pallbíll frá áriu 1949 notaður sem ræðustóll og síðan er hressing í Gjábakka. Listasafn Kópavogs, Nátt- úrufræðistofa Kópa- vogs og Bókasfan Kópavogs opna snemma þennan dag. Allir velkomnir Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laugar- dögum. Minningarkort Minningarkort Kven- félags Neskirkju fást hjá kirkjuverði Nes- kirkju, í Úlfarsfelli, Hagamel 67 og í Kirkjuhúsinu v/ Kirkjutorg. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Í dag er föstudagur 18. júlí 199. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenn- ingu, hegðun, ásetningi, trú, lang- lyndi, kærleika, þolgæði. (Tím. 3, 10.)     Einn pistlahöfunda vef-ritsins Múrsins gerir mömmur og auglýsingar frá skyndibitastaðnum McDonalds að umtalefni í pistli. Þar segir m.a.: „Umhelgina var Múrari nokkur á leið til höfuð- borgarinnar. Þegar hann keyrði inn í borgina mátti sjá skilti þar sem McDonalds-veitingastað- urinn hvatti til þess að „mömmu yrði gefið frí“. Múrarinn skildi fyrst ekki þessa umhyggju McDonalds fyrir mömmum þessa heims, hvað þá hvernig um- ræddur veitingastaður ætti að geta gegnt nokkru hlutverki fyrir fríið. En svo var sem eld- ingu lysti niður í huga umrædds Múrverja. Vill svo ólíklega til að McDonalds fyrirtækinu sé stjórnað af mönnum sem eru fastir í tíma- lykkju þannig að þeir hugsa eins og 19. aldar menn (Star-trek- áhorfendur skilja þetta), getur virkilega verið að þeir telji að konur og mæður sjái alltaf um eldamennsku á nútíma- heimilum og þess vegna fái þær frí ef allir skella sér á McDonalds?     En þetta vekur mann tilumhugsunar. Í fyrsta lagi er umrædd auglýs- ing vonandi ætluð sem brandari því að hún end- urspeglar heiminn eins og hann á ekki að vera. Rétt eins og allar auglýs- ingar sem gera út á mun kynjanna. Áður hefur undirrituð gagnrýnt aug- lýsingar fyrir HM í fót- bolta þar sem gefið var í skyn að konur hefðu ekki áhuga á knattspyrnu, ólíkt körlum. Sama má segja um aðrar auglýs- ingar sem tengjast íþrótt- um, s.s. getraunaauglýs- ingar; karlar eiga þann heim að mati auglýsenda. Konur hafa á móti verið markhópur snyrtivö- ruauglýsinga sem er kannski eðlilegra – a.m.k. eru líklega færri karlar sem nota varalit en konur sem hafa áhuga á íþróttum. Í notkun ilm- vatna gefa þeir konum raunar lítið eftir. Á ýms- um öðrum sviðum hafa auglýsendur reynt að höfða til beggja kynja, til að mynda auglýsingum um heimilistæki og mat.     Þess vegna stakk aug-lýsingin frá McDon- alds nokkuð í stúf. En þó að jafnrétti í húsverkum sé komið á í auglýsingum (þar sem konur fá sér uppþvottavél fremur en karl, þar sem konan hendir óhreinu skyrtunni sinni í karlinn o.s.frv.) er auðvitað vafamál að svo sé í raun. Til að mynda hefur undirrituð tekið eftir þeirri tilhneigingu í samfélaginu að verð- leggja það sem karlmenn gera á heimilinu tvöfalt meira en það sem konur gera – og kallast þetta huglæga mat á við launa- muninn í samfélaginu,“ segir meðal annars í grein Múrsins. STAKSTEINAR Mömmur og McDonalds FELLIHÝSI og tjaldvagnar hafaalltaf farið í taugarnar á Vík- verja og sór hann þess eið fyrir mörgum árum að láta aldrei sjá sig með slíkt fyrirbæri aftan í bílnum. Við það hefur verið staðið og ekki útlit fyrir neina breytingu þar á. Það er hins vegar ósjaldan sem Víkverji og fjölskylda hans hefur bölvað tjaldhýsunum sem hanga aft- an í ökutækjum úti á þjóðvegum landsins. Því oftar en ekki er öku- hraði þeirra sem eru með slík við- hengi við ökutækin mun hægari en leyfilegur hámarkshraði. Þar sem þjóðvegirnir eru oft mjög þröngir getur verið þrautin þyngri að fara fram úr þeim. Eins virðist oft sem ökumenn sjái hreinlega ekki ör- væntingarfullar tilraunir annarra ökumanna við að komast fram úr. Að vísu getur skýringin einmitt ver- ið sú að þeir sjái ekki aftur fyrir tengivagninn þar sem lögbundnir speglar eru ekki á ökutækjunum, eru jafnvel inni í bílunum þar sem bifreiðaeigendurnir hafa ekki haft fyrir því að festa þá á bifreiðar sín- ar. x x x EN það er ekki nóg með að Vík-verji láti tjaldhýsin fara í taug- arnar á sér úti í umferðinni heldur einnig á tjaldsvæðunum. Þau þurfa mun meira rými heldur en hefð- bundin tjöld og ekki síst þegar búið er að setja upp fortjöld, sófasett, stofublómin og hljómflutningstækin á lóðina í kring. Eins vilja eigend- urnir oft hafa bíla sína við hliðina á tjaldhýsinu ólíkt því sem gengur og gerist með okkur hin sem ferðumst með lítil tjöld. Hvort það er út af því að tjaldhýsaeigendur eigi dýrari bíla sem þarf að hafa gætur á skal ósagt látið. Það er eiginlega ofvaxið skilningi Víkverja hvers vegna fólk, sem ekki ferðast neitt sérstaklega mikið um landið, gistir ekki á hót- elum ef það vill ekki sofa í tjaldi. Því það er ekki gefið að eignast slík tjaldhýsi. Það er því ekki skrýtið að gárungarnir nefni þau „skuldahala“. x x x KUNNINGI Víkverja sagði hon-um af útilegu sem hann fór í þar sem kunninginn og fjölskylda hans var eina fólkið í hópnum sem ekki átti tjaldhýsi og notaðist við braggatjald. Þegar leið á kvöldið trúði einn tjaldvagnaeigandinn hon- um fyrir því að hann hefði keypt tjaldvagninn árið áður á 750 þús- und. Rúmu ári síðar var búið að sofa þrjár nætur í tjaldvagninum þannig að hver nótt kostaði 250 þúsund. x x x ÞAÐ vill oft loða við Íslendinga aðþeir fari seinna að sofa á tjald- stæðum en útlendingar og mjög oft er verið að grilla seint og þá er sett eitthvað „gamalt og gott“ í geisla- spilarann. Víkverja til mikillar ar- mæðu. Enda gjörsamlega óþolandi þegar reglur á tjaldsvæðum um ró eftir miðnætti eru ekki virtar. Til þess að forðast hávaðann og lætin á tjaldsvæðum hefur Víkverji lagt sig í líma við að tjalda nálægt útlendingum og fjarri Íslendingum. Hefur það virkað vel og er Víkverji alsæll með þessa lausn á málunum. Víkverji skrifar... Brúðkaupsafmæli ÉG VAR svo heppinn að eiga árs brúðkaupsafmæli þann 6. júlí síðastliðinn og fór ég ásamt konu minni í því tilefni á hótel Valhöll. Við gistum eina nótt og borðuðum kvöldmat og morgunmat. Öll aðstaða og þjónusta var til hreinnar fyrirmyndar og viðmótið sem við fengum var með besta móti. Maturinn var stórkostlegur og þetta var stórgóð hugmynd í alla staði að hafa valið þennan stað til að halda upp á fyrsta brúðkaupsafmælið. Takk fyrir okkur, við komum aftur á næsta ári. Jakob og Sigga. Skotthúfan er höfuðprýði BERGÞÓRA hafði sam- band við Velvakanda og var hún ekki sammála Auði, sem ritar um skott- húfur í Velvakanda, þann 14. júlí sl. Bergþóru finnst íslenski búningurinn svip- laus án skotthúfunnar. Vissulega getur verið erfitt að láta hana sitja á höfðinu, sérstaklega ef viðkomandi er með stutt hár. Það er þó ráð að setja hárkamba inn- an á húfuna til þess að hún tolli betur. Skotthúfan er höfuðprýði hverrar konu sem klæðist íslenskum búningi og væri það mikill missir ef hún væri ekki notuð. Dýrahald Hvar er Victor? VICTOR hljópst að heiman frá eigendum sínum fyrir allnokkru. Sést hefur til hans á hlaupum í Árbæn- um ásamt öðrum hundum. Hann er sérlega blíður og mann- blendinn og auð- velt er að lokka hann til sín með mat. Þeir sem hafa orðið varir við Victor eru beðnir um að hafa samband við Sigríði í s. 567 2616. Tapað/fundið Hjól í óskilum HJÓL var skilið eftir fyrir utan hús í smáíbúðahverf- inu. Upplýsingar í síma 840 0398. Hjóli þríþrautar- meistarans stolið ÞANN 14/7 var þetta fjallahjól tekið ófrjálsri hendi þar sem það stóð við Kjötsmiðjuna á Fosshálsi. Þetta er svo sem ekkert merkilegt hjól en missirinn er þeim mun meiri fyrir mig þar sem þetta er hjólið sem ég notaði þegar ég sigraði í KR-þríþrautinni fyrr í þessum mánuði. Þetta er Wheeler 5800, svart að lit með brúnum gafli. Vinsamlegast látið mig vita ef þið verðið vör við hjólið í síma 893 2266 eða 849 0889. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Talið er að um 2.000 manns hafi verið í Nauthólsvík í steikjandi hita í gær. LÁRÉTT 1 klippa til, 4 hættu, 7 lækna, 8 kýli, 9 meðal, 11 sefar, 13 mjög, 14 rækt- ar, 15 sívalning, 17 jarð- vegur, 20 frostskemmd, 22 böggull, 23 þoli, 24 hinn, 25 nabbinn. LÓÐRÉTT 1 vinningur, 2 goggur, 3 einkenni, 4 vörn, 5 skammt, 6 tómar, 10 kveða, 12 kusk, 13 handlegg, 15 stökkva, 16 lélegan, 18 angist, 19 skepnurnar, 20 vangi, 21 hanga. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1hrakyrðir, 8 kopti, 9 tylla, 10 kát, 11 plata, 13 aumum, 15 storm, 18 sarga, 21 inn, 22 lamið, 23 úlfur, 24 griðungur. Lóðrétt: 2 rupla, 3 keika, 4 rotta, 5 illum, 6 skap, 7 gaum, 12 Týr, 14 una, 15 sálm, 16 ormur, 17 miðið, 18 snúin, 19 riftu, 20 aurs. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.