Morgunblaðið - 22.07.2003, Síða 17

Morgunblaðið - 22.07.2003, Síða 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 2003 17 Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Einar Guðmundsson lögg. fasteignasali Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali Skipholti 29a 105 Reykjavík sími 530 6500 fax 530 6505 heimili@heimili.is www.heimili.is Vantar allar gerðir eigna á skrá SMÁRARIMI Sérlega fallegt og vel skipulagt ca 178 fm einbýlishús á einni hæð ásamt ca 40 fm bílskúr. Björt og góð stofa og borðstofa með vönduðu parketi og mik- illi lofthæð. Fjögur svefnherbergi. Fallegur garður í rækt með tveimur stórum verönd- um. Húsið er vel staðsett innst í botnlanga. ROÐASALIR Vorum að fá í einkasölu þetta stórglæsilega einbýli. Húsið er um 193 fm og er sérlega vandað í alla staði. Glæsileg stofa með mikilli lofthæð. Stórt glæsilegt eldhús. Gullfallegt baðherbergi. Bílskúrinn er fullbúinn. Húsið stendur í botnlanga og er fullbúið fyrir utan lóðarfrá- gang. SUÐURÁS Í ÁRBÆ - GLÆSI- LEGT ENDARAÐHÚS Vorum að fá í sölu stórglæsilegt ca 192 fm endarað- hús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á þessum vinsæla stað. Húsið er vandað að allri gerð svo sem innréttingar gólfefni o.fl. Sérlega góður afgirtur garður með stórum sólpalli. HÁLSASEL Vorum að fá í sölu 186 fm endaraðhús á tveimur hæðum með inn- byggðum bílskúr. 4-5 svefnherbergi og björt og góð stofa. Þetta er gott fjölskyldu- hús í næsta nágrenni við skóla og aðra þjónustu. Verð 21,9 millj. ÁSHOLT - GLÆSILEGT RAÐ- HÚS MIÐSVÆÐIS Í RVÍK Stór- glæsilegt 144 fm raðhús á tveim hæðum. Þrjú rúmgóð svefnherbergi og stórar stof- ur. Inngangur úr lokuðum verðlaunagarði. Húsvörður - góðir nágrannar. Tvö stæði í bílageymslu fylgja. Falleg eign fyrir vand- láta. Verð 21,9 millj. BÚSTAÐAVEGUR - SKEMMTI- LEG HÆÐ OG RIS Hér er um að ræða mjög skemmtilega 125 fm hæð og ris á besta stað við Fossvoginn. 3-4 rúmgóð svefnherbergi, fallegar stofur, björt her- bergi, sérinngangur. Þetta er eign sem vert er að skoða. RÁNARGATA - 4RA Í RISI - TVENNAR SVALIR - ÚTSÝNI Nýkomin í einkasölu vel skipulögð risíbúð. Þrjú rúmgóð herb. og björt stofa. Tvennar stórar suðursvalir með útsýni. Parket á gólf- um. Góð lofthæð í stofu. Góð staðsetning við miðbæinn. Áhv. 5,7 millj. MELABRAUT - SELTJARNARNES Fallegt parhús á tveimur hæðum ásamt ca 40 fm bílskúr á góðum stað á Nesinu. Nýlegur og vandaður sólskáli liggur við stofu og tengir vel saman garð og hús. Húsið afhendist með nýju járni á þaki. Laust við kaupsamning. Áhv. ca 6,0 millj. Verð 20,4 millj. HRYGGJARSEL - SÉRLEGA GOTT EINBÝLI MEÐ AUKAÍBÚÐ OG TVÖFÖLDUM BÍLSKÚR Vorum að fá í sölu ca 220 fm einbýlishús með stúdíó-íbúð í kj. og ca 55 fm tvöföldum bílskúr á þessum eftirsótta stað í Seljahverfi. Þetta er sérlega gott fjöldskylduhús með fjórum góðum svefnherbergjum og mjög góðri stúdíó-íbúð í kjallara sem hentar vel til útleigu. Óskráð rými í kjallara. Stór tvöfaldur bílskúr með geymslulofti. Verð 27,5 millj. KÓRSALIR - MEÐ STÆÐI Í BÍLAGEYMSLU - LAUS STRAX Vönduð 4ra herbergja íbúð í góðu nýlegu lyftuhúsi. Þrjú herbergi og björt stofa. Vand- aðar mahóní-innréttingar. Íbúðinni fylgir stórt sérmerkt bílastæði bæði í bíla- geymslu og við hús sem gæti verið sérlega hentugt FYRIR FATLAÐA. Áhv. ca 11,0 millj. Verð 16,5 millj. SÓLTÚN Fimm herbergja íbúð björt og falleg ca 108 fm endaíbúð á 5. hæð (bjalla merkt 0501) í nýlegu lyftuhúsi á þessum frá- bæra stað miðsvæðis í Rvík. Fjögur rúmgóð herbergi og björt stofa með suðursvölum. Sérinngangur af svalagangi. Fallegt útsýni. Íbúðin er laus strax. GLÆSILEG ÍBÚÐ Í SMÍÐUM Í HJARTA BORGARINNAR Vorum að fá í einkasölu íbúð í smíðum á Ægisgötu. Íbúðinni verður skilað fullfrágenginni með vönduðum innréttingum og gólfefnum. Skipulag íbúðarinnar er mjög gott og er út- gengi í skjólsælan bakgarð. Hér er tækifæri til að eignast nýja eign í grónu hverfi. Íbúðin er 93 fm að stærð. Verð aðeins 13,8 millj. VESTURBERG - GÓÐ 3JA Í LYFTUHÚSI Vel skipulögð og björt 3ja herb. íbúð í lyftuhúsi. Tvö herbergi og stofa með svölum í suður. Parket á gólfum. Þvottahús á hæðinni. Góð staðsetning þar sem stutt er í alla þjónustu. Áhv. ca 5,3 millj. Verð 9,4 millj. HLÍÐARHJALLI - KÓPAV. Vorum að fá í sölu fallega ca 83 fm íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi á þessum vinsæla stað í suður- hlíðum Kópavogs. Björt og góð stofa og rúmgóð herberbergi. Verð 11,9 millj. MÁNAGATA Falleg og björt um 40 fm íbúð. Íbúðin nýtist mjög vel og skiptist í stofu, eldhús og herbergi. Mjög góð stað- setning í grónu hverfi miðsvæðis. BREIÐHOLT - MJÖG SNYRTI- LEG ÍBÚÐ Erum með bjarta og snyrti- lega 2ja herbergja íbúð í Asparfelli. Íbúðin er 63 fm að stærð og virkar mjög rúmgóð. Verð 7,5 millj. ENGJASEL Mikið endurnýjuð stúdíó- íbúð á jarðhæð. Opin stofa og eldhús ásamt svefnkrók. Altt nýtt á baði og í eldhúsi. Park- et á gólfum. Góð íbúð og vel skipulögð. Áhv. ca 3,0 millj. hagst. lán. Verð 5,9 millj. Guðsþjónusta verður í Glerárkirkju í kvöld klukkan 20.30 Tónlist og söng á léttum nótum annast Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving. Persónulegar fyrirbænir. Sóknarprestur GLERÁRKIRKJA TÆPLEGA 2.000 manns sóttu hina árlegu fjölskylduhátíð fullveldisins í Hrísey um síðustu helgi. Gestir voru heldur færri en heimamenn von- uðust eftir en Hjördís Ýrr Skúla- dóttir ferðamálafulltrúi sagði að há- tíðin hefði verið mjög vel heppnuð og gestir hinir ánægðustu. Ungmenni yngri en 18 ára fengu ekki aðgang að hátíðinni nema í fylgd með full- orðnum og að sögn Hjördísar þurfti að vísa nokkrum fjölda ungmenna frá. „Dagskrá hátíðarinnar höfðaði til allra aldurshópa og hér skemmtu sér allir vel um helgina. Föstudags- kvöldið var einstaklega vel heppnað, þar sem yngsta kynslóðin naut sín vel á diskóteki og við karokesöng langt fram á kvöld. Þá var það mjög tilkomumikið þegar ekið var með fjölda fólks um eyjuna í vögnum eða kössum aftan á 15–20 dráttarvélum. Á laugardagskvöld var svo varð- eldur, brekkusöngur og flugeldasýn- ing í yndislegu veðri og vel heppn- aður dansleikur með Pöpunum,“ sagði Hjördís. Hríseyingar hafa undanfarið unn- ið að því að gera upp hús sem Há- karla-Jörundur Jónsson lét byggja árið 1885 og þar var fomlega opnað Hákarlasetur sl. föstudag. Á Há- karlasetrinu getur fólk fræðst um sögu hákarlsins og í framtíðinni er meiningin að sýna þar hákarlaverk- un og sýna muni sem tengjast há- karlaveiðum. Morgunblaðið/HIH Líf og fjör á fjölskylduhátíð fullveldisins í Hrísey. Vel heppnuð fjöl- skylduhátíð í Hrísey IGOR Zavadasky harmónikkuleikari heldur tónleika í Deiglunni í kvöld í kl. 21.00. Hann er fæddur í Rúss- landi árið 1966 en útskrifaðist frá Chaikovsky Kviv í Kiev 1991, þar sem hann lærði hjá Nikolay Davidov. Igor er vel þekktur og vinsæll, ekki aðeins í Úkraínu, heldur um alla Evrópu og hefur haldið fjöldann all- an af einleikstónleikum, m.a. í Úkr- aínu, Rússlandi, Pólandi, Ungverja- landi, Ítalíu, Spáni, Portúgal, Þýskalandi, Frakklandi og nú síðast á harmónikkuhátíðinni í Reykjavík. Árið 2002 hlaut Igor titilinn „Heið- urslistamaður Úkraínu.“ Hann hefur einnig unnið margar samkeppnir og verðlaun, m.a. Grand Prix í Frakk- landi og Grand Prix Stefano Bizzari á Ítalíu. Igor spilar klassíska tónlist, sem hann hefur sjálfur útsett, sem og úkraínska og rússneska þjóðlagatón- list. Hann hefur gefið út fjölda geisladiska og kom sá síðasti út á þessu ári „Angel Trill“ þar sem m.a. má finna sónötu eftir Tartini „Devils trills,“ sem Igor hefur sjálfur útsett. Aðgangseyrir á tónleikana er 1.000 krónur. Harmónikku- leikur í Deiglunni 4 stk. í pakka verð kr. 2.300. Kanna í stíl kr. 2.995. 5 mismunandi gerðir. PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 DARTINGTON GLÖS 1.995. 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.