Morgunblaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 11
HAGNAÐUR Bakkavarar Group var 1.057 milljónir króna á fyrri hluta ársins, sem er 19 milljónum króna undir meðalspá greiningar- deilda bankanna. Bakkavör gerir upp í breskum pundum og hagnaður var 8,4 milljónir punda, en var 5 milljónir punda á sama tímabili í fyrra. Aukning hagnaðar er því 68%. Bakkavör seldi alla starfsemi sína utan Bretlands, sjávarútvegskjarna félagsins, á fyrri hluta ársins og við það myndaðist 3,1 milljónar punda söluhagnaður sem hefur mikil áhrif á samanburð hagnaðar milli ára. Hagnaður vegna sölu sjávarútvegs- kjarnans nemur 37% af hagnaði tímabilsins eftir skatta. Ef litið er á hagnað fyrir skatta, en sala sjávarútvegskjarnans er ekki inni í þeim tölum, þá dróst hann saman um tæplega 1% og nam 7,1 milljón punda á tímabilinu, eða 894 milljónum króna. Rekstrartekjur námu 9 milljörð- um í krónum talið, en 72 milljónum punda og jukust um 15% milli ára. Rekstrargjöld hækkuðu hlutfalls- lega meira en rekstrartekjur og rekstrarhagnaður dróst saman um 2% og nam 8,5 milljónum punda. Hlutfall hagnaðar fyrir afskriftir af rekstrartekjum, EBITDA-fram- legð, lækkaði úr 17,2% í 15,0% milli ára. Ágúst Guðmundsson, stjórnarfor- maður Bakkavarar, segist á heildina litið sáttur við uppgjörið. „Uppgjör- ið er að flestu leyti mjög gott, en það ber þess ákveðin merki að það var nokkur samdráttur í sjávarútvegs- hlutanum hjá okkur á tímabilinu,“ segir Ágúst og bætir við að fram- legðin hafi lækkað vegna verk- smiðju félagsins í London. Fram- haldið líti mjög vel út og á seinni hluta ársins muni nýting verksmiðj- unnar stórbatna og þar með ætti framlegðarhlutfallið að hækka. „Efnahagsreikningurinn er sér- staklega áhugaverður í þessu upp- gjöri og þá kannski frekar en rekstrarreikningurinn,“ segir Ágúst. Hann segir miklar breyting- ar hafa orðið á efnahagsreikningn- um, meðal annars í birgðunum, en birgðir Bakkavarar lækkuðu úr 1,9 milljónum punda um áramót í 241 þúsund pund í lok júní, eða um 88%. Þessi lækkun birgða stafar af sölu sjávarútvegsstarfseminnar, en að sögn Ágústs er birgðahald nánast ekkert í núverandi rekstri fyrirtæk- isins, þ.e. í framleiðslu á tilbúnum kældum mat. Veltufjárhlutfall Bakkavarar hækkaði úr 1,33 í 2,55 á tímabilinu, en eiginfjárhlutfallið lækkaði úr 33,8% í 30,9%. Bakkavör er með víkjandi lán upp á 15,9 milljónir punda, sem breytanlegt er í hlutafé. Sé það reiknað með eigin fé í út- reikningum eiginfjárhlutfallsins er hlutfallið 38,2%. Uppgjörið undir væntingum „Heilt á litið þá er uppgjörið und- ir væntingum okkar,“ segir Bjarki Logason, sérfræðingur í greiningar- deild Landsbanka Íslands. „Stjórn- endur félagsins hafa sett sér mark- mið um 20%–30% vöxt á ári næstu ár og augljóslega stendur sá vöxtur sem orðið hefur á fyrri helmingi þessa árs ekki undir því en tekjur jukust um 15% á tímabilinu. Ljóst er að væntingar voru um talsverða veltuaukningu á 2. ársfjórðungi þar sem lögð var mikil áhersla á það að páskarnir hefðu verið á 1. ársfjórð- ungi í fyrra en 2. ársfjórðungi nú þegar þriggja mánaða uppgjör fé- lagsins var kynnt í apríl. Í ljósi þess er sá vöxtur sem varð á öðrum árs- fjórðungi sem var rúmlega 15% ekki eins mikill og búist var við þar sem páskar eru annað mesta sölutímabil félagsins og gefið hefur verið út að markaðurinn sem Bakkavör starfar á vaxi um 15% á ári.“ Mikill söluhagnaður hjá Bakkavör Group Framlegðarhlutfall og hagnaður fyrir skatta lækka milli ára                                                    ! "#  $ $#  % ##  % "# ! & &$    '  (          $   ##  )  (   *+ (  '          , $ &!-,. $"-#. $ #&&  "    ,,"   % ,   %$ " &! !   "  # ,#   #" $ & &&-". $!-!.     ! "      # $%  &''$   Bjarki segir að það komi einnig nokkuð á óvart hvað hagnaður fyrir afskriftir, EBITDA, sem hlutfall af tekjum sé lágt, eða 15% á fyrri hluta ársins á móti 17,2% á sama tímabili í fyrra. „Aðalorsök lægri framlegðar nú er sú að framleiðslugeta nýrrar verksmiðju félagsins er ekki fullnýtt og því fellur til mikill fastur kostn- aður á móti tiltölulega litlum tekjum. Þó er búist við því að bót verði þar á og um leið og framleiðsla í verksmiðjunni eykst muni fram- legðin aukast að sama skapi. Þá hafði lækkandi verð sjávarafurða á fyrri hluta ársins neikvæð áhrif á rekstrarreikning félagsins en vegna hás birgðaverðs í upphafi árs var framlegð sjávarútvegshluta félags- ins lægri en á síðasta ári,“ segir Bjarki. Bjarki segir að það sem þó sé já- kvætt í rekstri félagsins sé að sjáv- arútvegshluti þess hafi nýlega verið seldur og að svo virðist sem þeir hnökrar sem komi fram í uppgjör- inu nú séu að mestu leyti í þeim hluta starfseminnar. Til að mynda hafi salan í Bretlandi aukist um 22% milli ára en 6% samdráttur hafi orð- ið á mörkuðum félagsins utan Bret- lands. „Salan á þessum hluta félags- ins sýnir að stjórnendur þess eru ákveðnir í að standa við yfirlýst markmið sín. Miklar hækkanir hafa verið á gengi félagsins það sem af er ári og má gera ráð fyrir því að þær hækkanir endurspegli væntingar um að þeim 8 milljörðum króna sem félagið á í sjóðum verði varið skyn- samlega en stjórnendur félagsins hafa gefið út að fjárfestingargeta þess sé um 200–300 milljónir punda,“ segir Bjarki Logason. Gengi hlutabréfa Bakkavarar lækkaði um 2,8% í 89 milljóna króna viðskiptum í Kauphöll Íslands í gær. Lokagengi var 14 og markaðsverð félagsins miðað við það gengi er 21,3 milljarðar króna. VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2003 11 HELDUR hefur dregið úr kol- munnaveiðum í augnablikinu. Í gær, föstudag, voru skipin að leita úti fyr- ir Austfjörðum allt niður í færeysku lögsöguna. Loðnuveiðum er að mestu lokið í bili a.m.k. Það var ekki mikið um landanir á kolmunna í gær, föstudag, Börkur NK kom með fullfermi, 1.714 tonn, til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Erlend skip, sænsk og dönsk, hafa landað slatta þar, Ásgrímur Hall- dórsson landaði 930 tonnum á Seyð- isfirði sl. fimmtudag. Beitir var væntanlegur til Neskaupstaðar til löndunar í dag, laugardag. Það er sem sagt nóg um að vera þrátt fyrir að kolmunninn hafi sigið suðaust- ureftir, um 140 sjómílur frá Norð- fjarðarhorni, inn í færeysku lögsög- una. Jón Kjartansson og fleiri skip voru að leita um 60–70 sjómílur út af Austfjörðum í gær og að sögn starfsmanns Tilkynningaskyldunnar voru fjögur kolmunnaskip í hnapp við miðlínuna milli Færeyja og Ís- lands, Hólmaborg SU, Bergur VE, Beitir NK og Sighvatur Bjarnason VE. Samtals er búið að landa 284.500 tonnum af kolmunna, þar af 217.116 tonnum úr íslenskum skipum. Út- hlutaður kvóti er 547.000 tonn og eftirstöðvarnar nú því 329.884 tonn. Lítið er orðið um landanir loðnu- skipa og mörg þeirra eru farin á kol- munnaveiðar. Þó lönduðu Júpiter ÞH og Víkingur AK hjá Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi 24. júlí. Júpiter kom með smáslatta, 48,3 tonn, og Víkingur með rúm 102 tonn. Bæði skipin eru hætt loðnu- veiðum í bili a.m.k. Heildaraflinn á loðnuvertíðinni er þá orðinn 155.000 tonn sem skiptast þannig á milli íslenskra skipa og er- lendra að þau fyrrnefndu hafa land- að 96.974 tonnum og þau síðar- nefndu 58.000 tonnum. Heildarloðnukvótinn skv. úthlutun Fiskistofu 20. júní er 362.345 tonn, eftirstöðvar eru því 265.371 tonn. Aðeins dregið úr kolmunnaveiðinni Loðnuveiðum virðist að mestu lokið í bili Morgunblaðið/JPÁ Kolmunnaskipin eru að veiðum suðaustur af landinu um þessar mundir. Hagnaður VW minnkar um helming HAGNAÐUR stærsta bílaframleið- anda Evrópu, Volkswagen, minnkaði um helming á öðrum fjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra og nam sem svaraði 35 milljörðum króna. Hagnaður fyrir skatta meira en tvöfaldaðist á milli fyrsta og annars fjórðungs ársins, en þegar litið er á fyrri helming ársins í heild minnkaði hagnaður fyrir skatta um 55% miðað við sama tímabil í fyrra. Samdráttur alls staðar nema í Suðaustur Asíu Velta Volkswagen dróst saman um 2,8% og nam um 3.800 milljörð- um króna á fyrri helmingi ársins. Þýska viðskiptablaðið Handelsblatt hefur eftir Volkswagen að minnk- andi sala á mikilvægum mörkuðum hafi einkennt fyrri hluta ársins. Þetta stafi af háu gengi evrunnar gagnvart, Bandaríkjadal, bresku pundi og japönsku jeni. Sterk evra hafi dregið afkomuna niður um 70 milljarða króna. Volkswagen seldi 2,47 milljónir bíla á fyrri hluta ársins, sem er 1,6% samdráttur frá fyrra ári. Samdrátt- ur varð alls staðar nema í Suðaustur Asíu, þar sem sala á Volkswagen bíl- um jókst um 41,5%. Kína er að verða æ mikilvægari útflutningsmarkaður fyrir Volkswagen. Þar seldust rúm- lega 323.500 bílar og aukningin milli ára var 52%. Össur lækkar HLUTABRÉF í stoðtækjafyrir- tækinu Össuri lækkuðu um 5,6% í fyrradag, í kjölfar birtingar milli- uppgjörs fyrirtækisins, þar sem fram kom að hagnaður þess væri undir væntingum. Í gær lækkaði gengi bréfanna um 2,5%, þannig að lækkunin nam alls 8%. Alls lækk- aði markaðsvirði fyrirtækisins um rúmlega 1,3 milljarða í gær og fyrradag. LANDSVIRKJUN tók nýverið stærsta sambankalán sem tekið hef- ur verið af íslenskum aðila. Um er að ræða veltulán til 5 ára að fjárhæð 400 milljónir dollara eða um 31 milljarð- ur króna. Alls standa 19 bankar að láninu, þar af þrír íslenskir. Veltulánum svipar til yfirdráttar- heimilda að því leytinu að um er að ræða tryggan aðgang að fjármagni þegar á þarf að halda. Að sögn Stef- áns Péturssonar, framkvæmda- stjóra fjármálasviðs Landsvirkjun- ar, verður lánið fyrst og fremst notað sem baktrygging, ef aðrar fjármögn- unarleiðir Landsvirkjunar lokast eða verða erfiðar á næstu árum. Baktrygging ef skulda- bréfamarkaðir lokast Landsvirkjun þurfi að hafa góðan aðgang að lausafjármagni meðan á virkjanaframkvæmdum stendur við Kárahnjúka og segir Stefán að veltu- lánið tryggi það. Hann segir erlenda skuldabréfamarkaði vera aðalfjár- mögnunarleið fyrirtækisins en til lánsins megi grípa ef þeir markaðir lokast, þ.e. ef fjárfestar halda að sér höndum af einhverjum sökum sem ekki endilega tengjast fyrirtækinu. Landsvirkjun greiðir 0,1375% vexti ofan á Libor-vexti (vextir á millibankamarkaði í London) á þeirri upphæð sem nýtt er hverju sinni og þá í þeirri mynt sem lánað var í. Þá eru 0,06% á ári greidd af heildarupphæð veltulánsins, hvort sem það er notað eða ekki. Fjórir erlendir bankar sáu um lán- tökuna fyrir hönd Landsvirkjunar. Barcleys, Sumitomo, SEB í Svíþjóð og Société Générale í Frakklandi. Alls 19 bankar í Evrópu, Bandaríkj- unum og Japan standa að láninu og þar á meðal eru Íslandsbanki, Landsbankinn og Kaupþing Búnað- arbanki en það er mikilvægt að mati Stefáns og sýnir að bankar á heima- markaði styðja ekki síður við fyrir- tækið en erlendir bankar. SEB í Sví- þjóð mun stýra láninu á líftíma þess. Fjármálaráðherra með í för „Okkur fannst það mjög við hæfi, af því að söfnun þessa fjármagns gekk gríðarlega vel, að vera með undirskriftina úti í London til að fá sem flesta að borðinu. Geir Haarde var með okkur og gerði grein fyrir því helsta sem er að gerast í íslensku efnahagslífi og vakti það jákvæð við- brögð hjá bankamönnum að fjár- málaráðherra væri viðstaddur und- irskriftina,“ segir Stefán. „Á sama tíma voru erlend umhverfisverndar- samtök að hvetja bankana til að lána ekki til Landsvirkjunar út af Kára- hnjúkaverkefninu. Það er ánægju- legt að sú neikvæða umræða hafi ekki haft áhrif á ákvarðanatöku þeirra.“ Landsvirkjun sem- ur við 19 banka Frá undirritun sambankalánsins í London. Fulltrúar frá bönkum sem aðild eiga að láninu hlýddu á erindi fjármálaráðherra um íslenskt efnahagslíf. ♦ ♦ ♦ 8,2 milljarðar króna í sjóðum HANDBÆRT fé Bakkavarar Gro- up jókst úr 1,4 milljónum punda um áramót í 42,8 milljónir punda í lok júní, eða í sem svarar 5,4 milljarða króna. Í tilkynningu frá félaginu segir að í gær hafi end- anlega verið gengið frá sölu á sjáv- arútvegshluta þess og það hafi nú um 8,2 milljarða króna í sjóðum. Ágúst Guðmundsson stjórn- arformaður Bakkavarar segir sjóðsstöðu félagsins gríðarlega sterka og fyrirtækið afar vel fjár- magnað. Spurður að því hvort þetta verði nýtt til frekari vaxtar fyrirtækisins segir Ágúst að ætl- unin sé að nýta þessa stöðu bæði til innri vaxtar og til að kanna tæki- færi til kaupa í öðrum fyrirtækjum, en þó sé ekkert ákveðið fyrirtæki í sigtinu í því sambandi. Ágúst Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.