Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 24
DAGBÓK 24 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Hanseatic kemur og fer í dag. Sedna Iv og Krist- ina Regina fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa og leikfimi kl. 9, boccia kl. 10. Félagsvist í dag kl. 14. Árskógar 4. Kl. 11 boccia. Smíðastofan er lokuð til 11. ágúst. Handavinnustofan er lokuð vegna sumar- leyfa. Kl. 13.30 félags- vist, kl. 16 myndlist. Púttvöllur opinn mánu- dag til föstudags kl. 9– 16.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9– 16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10–11.30 samverustund. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 kl. 20.30. Fótaaðgerð frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, og mynd- list, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 13 frjáls spilamennska (brids). Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 9–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–12 myndlist, kl. 13–16 körfugerð, kl. 11–11.30 leikfimi, kl. 13–16 spil- að, kl. 10–13 verslunin opin. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Bað kl. 9–12, opin vinnustofa, kl. 9– 16, félagsvist kl. 14, kl. 9–12 hárgreiðsla. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið Hraunsel verð- ur lokað til 10. ágúst. Gerðuberg, félagsstarf. Lokað vegna sum- arleyfa frá 30. júní til 12. ágúst. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðn- um kl. 9.30–12. Gullsmári, Gullsmára 13. Lokað vegna sum- arleyfa til 5. ágúst. Hár- greiðuslustofan og fóta- aðgerðastofan verða opnar. Hraunbær 105. Kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 bæna- stund, kl. 13 hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 13 frjáls spilamennska. Fótaaðgerðir. Norðurbrún 1. Kl. 10– 11 ganga. Fótaaðgerða- stofan er lokuð frá 21. júlí til 5. ágúst. Hárgreiðslustofan er lokuð frá 15. júlí til 12. ágúst. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.30– 10.30 boccia, kl.11–12 leikfimi, kl. 13–16 kór- æfing. Vitatorg. Kl. kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 hand- mennt og morg- unstund, kl. 10 fótaaðgerð og boccia, kl. 13 frjáls spil. Minningarkort Hvíta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, s. 562-1581 og hjá Krist- ínu Gísladóttur, s. 551- 7193 og Elínu Snorra- dóttur, s. 561-5622. Minningarkort Sjúkra- liðafélags Íslands eru send frá skrifstofunni, Grensásvegi 16, Reykjavík. Opið virka daga kl. 9–17. S. 553- 9494. Minningarkort Vina- félags Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minning- arsjóður í vörslu kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minningarkortin fást nú í Lyf og Heilsu verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði. Kortið kostar kr. 500. Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæj- arskrifstofu Seltjarn- arness hjá Ingibjörgu. Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkort, þeir sem hafa áhuga á að kaupa minningarkort vinsamlegast hringi í síma 552-4994 eða síma 553-6697, minning- arkortin fást líka í Há- teigskirkju við Háteigs- veg. Minningarkort Kven- félags Langholts- sóknar fást í Lang- holtskirkju s. 520-1300 og í blómabúðinni Holtablómið, Lang- holtsvegi 126. Gíróþjón- usta er í kirkjunni. Minningakort Kven- félags Neskirkju fást hjá kirkjuverði Nes- kirkju, í Úlfarsfelli, Hagamel 67 og í Kirkjuhúsinu v/ Kirkjutorg. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blómabúðinni Burkna, hjá Sjöfn s. 555 0104 og hjá Ernu s. 565 0152 (gíróþjónusta). Í dag er mánudagur 28. júlí, 209. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð, sem oss mun opinberast. (Rm. 8, 18.)     Andríkismenn fjalla umfæðingarorlofsmál. „Fyrr í vikunni [síðustu viku] sátu í Kastljósi Rík- issjónvarpsins þingmenn- irnir Pétur Blöndal og Jóhanna Sigurðardóttir og ræddu hvort þeir sem eru í fæðingarorlofi eigi um leið að vinna sér inn orlofsrétt svo þeir geti skellt sér í orlof þegar þeir koma úr fæðing- arorlofinu. Þetta var eitt af þeim atriðum sem bent var á að væru óljós þegar ný lög um fæðingarorlof voru keyrð í gegnum Al- þingi á mettíma vorið 2000. Um fleiri hugs- anlega misnotk- unarmöguleika á þessu nýja bótakerfi mátti lesa í skýrslu Andríkis um mál- ið áður en lögin voru samþykkt.     Orlof ofan á fæðing-arorlofið myndi hækka kostnað við fæð- ingarorlofið úr 5 millj- örðum króna á ári í 5,5 milljarða. Geir H. Haarde fjármálaráðherra hélt því fram þegar ný lög um fæðingarorlofið voru samþykkt fyrir þremur árum að kostnaðurinn yrði 3,5 milljarðar á ári þegar lögin hefðu að fullu tekið gildi á árinu 2003. Fyrir tíð nýju lag- anna var kostnaðurinn um 2 milljarðar króna á ári. Kostnaðaraukningin varð því ekki 1,5 millj- arður eins og Geir H. Haarde hélt að mönnum heldur 3 milljarðar. Framúrkeyrslan er sumsé nú þegar um 100% enda stefnir í að fæðing- arorlofssjóður verði orð- inn tómur strax á næsta ári þrátt fyrir að fjár- málaráðherrann hafi þegar hækkað trygginga- gjaldið (sem er skattur á öll laun) um 10% til að fjármagna þessa mestu varanlegu útgjaldaaukn- ingu ríkisins í manna minnum.     En þarna sátu þau Jó-hanna og Pétur og kepptust um að vega að hagsmunum skattgreið- enda. Jóhanna vill að allir fái skilyrðislaust orlof of- an á fæðingarorlof og Pétur telur fráleitt að setja þak á þær bætur sem Tryggingastofnun ríkisins greiðir til þeirra sem eru í fæðingarorlofi. Máli sínu til stuðnings nefndi hann að maður sem er með 700 þúsund krónur í mánaðarlaun myndi ekki hafa efni á að fara í fæðingarorlof ef hann fengi aðeins 350 þúsund krónur á mánuði í styrk frá ríkinu á meðan því stæði. Já hugsiði ykk- ur hvílíkt áfall það væri fyrir mann að þurfa að sinna barninu sínu fyrir aðeins 350 þúsund á mán- uði. Og fá svo kannski ekki orlof eftir að hafa verið í fæðingarorlofi upp á svona skít og kanil.     Hvernig færi fyrir vel-ferðarkerfinu ef Pét- ur Blöndal og Jóhanna Sigurðardóttir stæðu ekki vörð um hagmuni þeirra sem minnst mega sín?“ STAKSTEINAR Er hagsmuna skatt- greiðenda gætt? Víkverji skrifar... UPPÁHALDS íþróttamaður Vík-verja er Texasbúinn Lance Armstrong (á myndinni), sem í gær sigraði í frönsku hjólreiðakeppn- inni, Tour de France, fimmta árið í röð. Reyndar eru hjólreiðar eina íþróttin sem Víkverji hefur nokk- urn minnsta áhuga á og fylgist eitt- hvað með. Þess vegna hefur það valdið honum miklum vonbrigðum hversu illa íslenskir fjölmiðlar hafa sinnt þessari íþróttagrein og þá sérstaklega „Túrnum“, sem varla hefur sést af nema fáein andartök í sjónvarpsfréttum hér á landi. Vík- verji getur þó borið um það, þar sem honum gafst kostur á að sjá hluta keppninnar í beinni útsend- ingu á gervihnattastöðinni Euro- sport, að þetta er einkar gott sjón- varpsefni, því ekki er einungis um að ræða spennandi keppni og menn á hjólum, heldur er þetta um leið afskaplega skemmtilegur ferðaþátt- ur um fagrar sveitir Frakklands. x x x VÍKVERJI getur ekki á sér setiðog verður að benda á, að „Túr- inn“ er miklu betra sjónvarpsefni en til dæmis þetta herjans golf sem á jafnan greiðan aðgang í sjónvarp allra landsmanna. Verður hann að rifja upp fræg orð Marks Twains, sem sagði að golf væri „sóun á góð- um göngutúr“. En ekki er nóg með að hjólreiðakeppnin franska sé meira fyrir augað en blessað golfið, hún er líka, svo vitnað sé í orð Adolfs Inga Erlingssonar, íþrótta- fréttamanns Ríkisútvarpsins, ein- hver mesta þrekraun sem um getur í íþróttaheiminum. Þó ekki væri af annarri ástæðu hlýtur að vera ærin ástæða til að sjónvarpið geri keppninni góð skil – í það minnsta betri en gert hefur verið nú og þarf ekki mikið til. Svo Víkverji sé nú já- kvæður, svona einu sinni, þá á Rík- issjónvarpið þó hrós skilið fyrir að sýna mynd af dramatískasta at- burði keppninnar í ár, þegar helsti keppinautur Armstrongs, Þjóð- verjinn Jan Ullrich, datt á hálu hringtorgi á laugardag- inn og réðust þar í raun úrslit keppninnar, en Stöð 2 sá ekki einu sinni ástæðu til að sýna mynd af þessu. Víkverji treystir því að á næsta ári verði Tour de France gerð ítarleg skil í íslensku sjón- varpi. x x x SVO að lokum má Víkverji tilmeð að geta þess að hjólið hans er af sömu tegund og hjól Lance Armstrongs. Ekki leiðum að líkjast. AP LÁRÉTT 1 reifur, 4 naumur, 7 getið um, 8 fim, 9 frestur, 11 slitkjölur, 13 púkar, 14 nói, 15 vog, 17 offita, 20 fálka, 22 skvapma, 23 Danir, 24 rás, 25 synja. LÓÐRÉTT 1 tilfinning, 2 refsa, 3 bein, 4 tala, 5 sprengiefni, 6 blauður, 10 grenja, 12 op, 13 tímabils, 15 vopnfær, 16 varkár, 18 snáði, 19 vagn, 20 sofa ekki, 21 rándýr. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 haldreipi, 8 koddi, 9 dunda, 10 góa, 11 auðna, 13 ræsti, 15 stöng, 18 sakir, 21 rok, 22 laugi, 23 efinn, 24 dandalast. Lóðrétt: 2 aldið, 3 deiga, 4 endar, 5 punds, 6 ekta, 7 masi, 12 nón, 14 æra, 15 sýll, 16 öfuga, 17 grind, 18 skell, 19 keims, 20 rann. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Um lokun leikskóla TÖLUVERT hefur verið rætt um lokun leikskóla nú í sumar. Samkvæmt könnun er meirihluti for- eldra óánægður með slíka lokun. Komið hefur í ljós að peningaupphæðin sem sparast sé ekki svo mikil að hún ein réttlæti þessa aðgerð. Lokunin er m.a sögð vera af faglegum ástæðum, því erfiðara sé að halda uppi góðu fag- legu starfi með sumaraf- leysingafólki og þegar börn eru ýmist að koma eða fara. Einnig vill starfsfólk leikskólans gera skýr mörk á upphafi og lokum hvers skólaárs. Mér finnst að upphaf skólaársins ætti að miða við 1. sept. og lok þess við 31. maí. Starfið sem fer fram á sumrin ætti að miðast sem mest við frjálsan leik úti og inni. Það má alveg hvíla bless- uð börnin á stöðugu námi og skipulagi yfir sumar- tímann. Hægt er að fara í ýmsar vettvangsferðir út í náttúruna án þess að því fylgi undirbúningur eða úrvinnsla. Förum út með börnin og kennum þeim að njóta og skoða án þess að gera neitt meira með það. Það er áralöng reynsla komin á það að leyfa foreldrum og starfs- fólki leikskólanna að velja sér sumarleyfistíma og halda leikskólunum opn- um. Endurvekjum það strax næsta sumar. Jóna. Ekki allir vita af öryggishnappnum ELDRI kona hafði sam- band við Velvakanda og vildi koma því á framfæri að Securitas mættu vera iðnari við að auglýsa svo- kallaðan öryggishnapp fyrir sjúklinga. Ekki allir vita af þessari þjónustu og er það miður. Afmæli Sjálfsbjargarhússins FYRIR skömmu átti Sjálfsbjargarhúsið okkar 30 ára afmæli. Sum okkar sem lengst höfum dvalið hér erum því orðin gömul og gráhærð. Við höfum notið frábærrar umönnun- ar, bæði hjúkrunar- og læknishjálpar sem við getum seint fullþakkað. Svo er það sundlaugin sem sum okkar geta stundað sér til mikillar heilsubótar. Get ég ekki hugsað mér betri dvalar- stað fyrir verulega fatlað fólk en hér. Viljum við því minnast þessa afmælis með þakk- læti og ánægju og biðja heimilinu allrar blessunar. Með einlægum þökkum, María. Dýrahald Læðan Birta er ennþá týnd BIRTA týndist frá heimili sínu að Fellasmára í Kópavogi, laugardaginn 5. júlí sl. Birta er með brotna vígtönn, er eyrna- merkt en bar enga ól. Þeir sem hafa orðið varir við hana eru vinsamlegast beðnir að hafa samband í síma 564 2001, 690 3920 eða 820 7055. Birtu er sárt saknað og eigendur hennar vilja fá að vita hvort hún er lífs eða liðin. Fundarlaun í boði. Heimilisvanur fress í óskilum 3–4 MÁNAÐA fress fannst á bílastæðinu við Mógilsá undir Esju á þriðjudagskvöldið 08.07. Hann var hvorki eyrna- merktur né með ól og er hvítur með dökkgrá- bröndótt bak, hettu og skott. Upplýsingar í síma 895 6069. . Köttur ráfar um Kúrland LÍTIL svartur köttur ca. 6–8 mánaða, hefur verið á ráfi í Kúrlandi í Fossvog- inum í um 2 vikur. Kött- urinn, sem er mjög gæfur, er með gráa og svarta ól sem er orðin svolítið trosnuð. Lítil bjalla er á ólinni en ekkert merkis- spjald og er hann ómerkt- ur í eyra. Upplýsingar í síma 698 5142. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.