Morgunblaðið - 18.08.2003, Page 6

Morgunblaðið - 18.08.2003, Page 6
KNATTSPYRNA 6 B MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ENN syrtir í álinn hjá Teiti Þórðarsyni og lærisveinum hans í Lyn. Þeir töpuðu fyrir Molde, 0:2, á heimavelli í mikilvægum fall- slag í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær og sitja eftir í þriðja neðsta sætinu. Helgi Sigurðsson og Jóhann B. Guð- mundsson voru í liði Lyn en Jóhann fór af velli í hálfleik og Helgi þegar 5 mínútur voru eftir. Undir lokin átti Lyn skot í stöng og þverslá en í stað þess að liðinu tækist að jafna náði Molde að skora sitt annað mark á síðustu sekúndunum. Ólafur Stígsson var varamaður hjá Molde en kom ekki við sögu og Bjarni Þorsteinsson var ekki með frek- ar en undanfarið vegna meiðsla. Fjórir Íslendingar komu við sögu þegar Lilleström vann stórsigur á Bryne, 4:0. Indriði Sigurðsson lék í stöðu vinstri bak- varðar allan tímann og hinir þrír komu all- ir inn á sem varamenn. Fyrst Ríkharður Daðason, þá Gylfi Einarsson og loks Davíð Þór Viðarsson. Félögin höfðu sætaskipti með þessum úrslitum og Lilleström komst upp í sjöunda sætið. Hannes Þ. Sigurðsson lék síðustu 5 mín- úturnar með Viking sem gerði jafntefli, 3:3, við Brann á heimavelli. Viking féll við það niður í fimmta sæti deildarinnar. Rosenborg er áfram með 11 stiga for- ystu og vann nú Ålesund, 2:0, á útivelli. Árni Gautur Arason sat á varamannabekk Rosenborg og kemur því úthvíldur í lands- leikinn í Færeyjum. Tryggvi Guðmundsson er enn fjarri góðu gamni hjá Stabæk vegna meiðsla en lið hans tapaði, 3:1, fyrir Bodö/Glimt. Lyn komið í alvar- lega fallhættu LOKEREN tapaði, 1:0, fyrir Standard Liege í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöld og hefur ekki náð að skora mark í tveimur fyrstu umferðunum. Arnar Grétarsson nýtti ekki gullið færi til að bæta úr því, en hann náði ekki að skora úr vítaspyrnu. Lokeren hafði ekki tapað fyr- ir Standard í Liege í sex ár og lék sterkan varnarleik þar. Rúnar Kristinsson fékk að líta gula spjaldið strax á 5. mínútu fyrir að nöldra í dómaranum. Þegar ein mínúta var eftir af fyrri hálfleik var Rúnar felldur í vítateig Standard og dæmd vítaspyrna. Arnar Grétars- son tók hana, enda skoraði hann úr 8 víta- spyrnum Lokeren á síðasta tímabili. Carini, markvörður Standard, náði að koma fingrunum í boltann og slá hann í horn. Leikmenn Standard áttu í mestu erfiðleikum með að komast í gegn- um varnarmúr Lokeren í síðari hálfleik. Þeir fengu þó vítaspyrnu en skutu hátt yfir markið. En þegar allt stefndi í jafntefli náði Aliyu að koma boltanum í mark Lokeren og tryggja Standard sigurinn. Marel Baldvinsson og Arnar Þór Viðarsson unnu vel í leiknum en Marel virðist eiga í erfið- leikum með að spila sem fremsti maður. Arnar Þór er í mjög góðri æfingu og var bestur Íslend- inganna. Arnar Grétarsson gerði margt gott en er ekki kominn í sömu æfingu og í fyrra, enda búinn að vera mikið meiddur og missti talsvert úr á undirbúningstímabilinu. Rúnar virtist þreyttur í leiknum og komst aldrei almennilega í gang en hann var með Marel í fremstu víglínu. Vítaspyrna Arnars varin og Lokeren tapaði Kristján Bernburg skrifar frá Belgíu Það var mikið fjör á upphafsmín-útunum og á fyrstu sex mín- útunum hefðu hæglega getað komið þrjú mörk. Heima- menn voru nálægt því að komast yfir eftir aðeins 30 sek- úndur en þá komst Alfreð Jóhannsson einn inn fyrir vörn FH, eftir varnarmistök hjá Tommy Nielsen, en hann skaut í stöngina. Stuttu síðar komst Atli Viðar Björnsson í upplagt færi. Hann komst einn á móti Helga Má, markverði Grindvíkinga, en skot Atla var ekki nægilega fast og Ólaf- ur Örn Bjarnason náði til knatt- arins rétt áður en hann fór yfir marklínuna. Á 6. mínútu var Atli aftur nálægt því skora þegar hann komst í upplagt færi eftir fallega sókn gestanna en Helgi varði frá- bærlega skot Atla. Eftir að Grinda- vík komst yfir fengu FH-ingar tvö góð færi til að skora áður en þeir jöfnuðu metin en Helgi varði í bæði skiptin mjög vel. Stuttu fyrir hálf- leik fékk Ray Anthony Jónsson ágætt tækifæri til að koma Grinda- vík yfir en hann skaut í hliðarnetið af stuttu færi. Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik en eins og oft áður í sumar komu FH-ingar mjög ákveðnir til leiks í síðari hálfleik. Hafnfirðingar gerðu út um leikinn á fyrstu fimm mínútunum í síðari hálfleik þegar þeir skoruðu tvö mörk. Eftir að staðan var orðin 1:3 áttu heimamenn aldrei möguleika á að ná í stig og gestirnir voru frekar nær því að bæta við mörkum en Grindavík að minnka muninn. Á 60. mínútu sluppu Suðurnesjamenn með skrekkinn þegar Ólafur Örn Bjarnason skallaði í eigin markslá eftir aukaspyrnu frá Heimi Guð- jónssyni. Sjö mínútum síðar hefði Allan Borgvardt átt að gera fjórða mark FH en hann lét Helga verja frá sér í upplögðu færi. Þegar tut- tugu mínútur voru til leiksloka ákvað Bjarni Jóhannsson að setja Sinisa Kekic í sóknina en það bar lítinn árangur og sóknarleikur Grindavíkur var áfram máttlaus. Á 72. mínútu átti Allan Borgv- ardt fast skot sem fór rétt framhjá markinu en Allan hefði getað skor- að nokkur mörk ef heppnin hefði verið með honum í gær. Á 77. mín- útu vildi Kekic fá vítaspyrnu eftir að honum virtist hafa verið hrint í vítateignum en Kristinn Jakobsson sá ekkert athugavert og lét leikinn halda áfram. Eftir þetta gerðist ekkert markvert og FH-ingar gátu fagnað því í leikslok að hafa fengið sex stig í viðureignum sínum við Grindavík í sumar. Grindvíkingar náðu sér ekki á strik og þrátt fyrir að þeir hafi ver- ið meira með boltann en FH náði liðið ekki að skapa sér marktæki- færi og sóknarmenn liðsins náðu sér engan veginn á strik. Vörn heimamanna var mjög slök og gest- irnir áttu ekki í erfiðleikum með að komast í gegnum hana. Það var að- eins fyrir góða markvörslu Helga að Grindavík slapp með tveggja marka tap. Morgunblaðið/Sverrir Óli Stefán Flóventsson, Grindvíkingur, og Sverrir Garðarsson, FH-ingur, í bar- áttu um boltann. Sannfær- andi sigur FH-inga FH sigraði Grindavík 3:1 á útivelli í úrvalsdeild karla í gær. Sigur FH- inga var mjög sanngjarn en Hafnfirðingar voru mun betri en Grind- víkingar. FH er komið í þriðja sæti deildarinnar og liðið á góða möguleika á að ná Evrópusæti. Grindavík er í fimmta sæti en Suð- urnesjamenn hafa tapað þremur leikjum í röð í deildinni. Atli Sævarsson skrifar Grindavík 1:3 FH Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeildin, 14. umferð Grindavíkurvöllur Sunnudaginn 17. ágúst 2003. Aðstæður: Mjög góðar, sólskin og 16°C hiti. Smávindur í fyrri hálfleik en annars logn. Góður völlur. Áhorfendur: 450 Dómari: Kristinn Jakobsson, KR, 5 Aðstoðardómarar: Erlendur Eiríksson, Einar Sigurðsson Skot á mark: 11(4) - 15(10) Hornspyrnur: 5 - 1 Rangstöður: 3 - 6 Leikskipulag: 4-4-2 Helgi Már Helgason M Óðinn Árnason (Eysteinn Húni Hauksson 67.) Eyþór Atli Einarsson Ólafur Örn Bjarnason Sinisa Kekic Mathias Jack Paul McShane Guðmundur A. Bjarnason Ray Anthony Jónsson M Alfreð Elías Jóhannsson (Jerry Brown 67.) Óli Stefán Flóventsson Daði Lárusson Magnús Ingi Einarsson Freyr Bjarnason M Tommy Nielsen M Sverrir Garðarsson M Ásgeir Gunnar Ásgeirsson M (Víðir Leifsson 82.) Baldur Bett M Heimir Guðjónsson M (Heimir Guðmundsson 90.) Guðmundur Sævarsson M Allan Borgvardt M Atli Viðar Björnsson (Jónas Grani Garðarsson 75.) 1:0 (15.) Alfreð Elías Jóhannsson fylgdi eftir föstu skoti Rays Anthonys Jóns- sonar og skoraði af stuttu færi en Daði Lárusson, markvörður FH, varði skot Rays út í vítateiginn en þar var Alfreð staðsettur. 1:1 (32.) Eftir töluverðan atgang í vítateig Grindavíkur barst boltinn til Ásgeirs Gunnars Ásgeirssonar sem skoraði með föstu skoti af 13 metra færi, óverjandi fyrir Helga Má Helgason. 1:2 (47.) Ásgeir Gunnar sendi boltann fyrir markið frá vinstri kanti á Guðmund Sævarsson sem renndi knettinum í netið af stuttu færi. 1:3 (51.) Guðmundur Sævarsson komst einn inn fyrir vörn Grindavíkur eftir frá- bæra sendingu frá Allan Borgvardt og renndi boltanum á Ásgeir Gunn- ar sem skaut að marki en Helgi varði glæsilega en Ásgeir var heppinn og náði frákastinu og skoraði í annarri tilraun. Gul spjöld: Paul McShane, Grindavík (10.) fyrir brot.  Sverrir Garðarsson, FH (25.) fyrir brot.  Mathias Jack, Grindavík (54.) fyrir mótmæli. Rauð spjöld: Engin. ÁSGEIR Gunnar Ásgeirsson var FH-ingum mikilvægur í gær en hann skoraði tvö mörk fyrir Hafnfirðinga í sigri þeirra í Grindavík. „Við erum komnir í þriðja sætið og nú þýðir ekkert annað en að halda því. Við ætl- um okkur að leika í Evrópu- keppninni næsta sumar. Hins- vegar er deildin rosalega jöfn og það er ekki langt í botninn og því verðum við að halda okk- ur á jörðinni en þriðja sætið er takmarkið. Við spiluðum vel í dag og eins og venjulega kom- um við mjög öflugir til leiks í síðari hálfleik og skoruðum tvö mörk sem gerðu út um leikinn. Við hefðum getað skorað fleiri mörk og Allan fékk nokkur dauðafæri en hann var óheppinn í dag. Ég er loksins kominn aft- ur á miðjuna og það var virki- lega gaman að skora tvö mörk,“ sagði Ásgeir í samtali við Morg- unblaðið. Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH, fannst FH leika einn sinn besta leik á tímabilinu. „Mér fannst við vera betri aðilinn nánast allan leikinn. Við hefðum getað skorað tíu mörk en við vorum mjög duglegir að koma okkur í góð færi. Þetta var mjög góður leikur hjá okkur og það er langt síðan við höfum leikið jafnvel og í dag. Það eru fjórir leikir eftir og nú stefnum við að því að halda þriðja sætinu sem veitir okkur rétt til að leika í Evrópukeppninni á næsta ári.“ Þreyta í liðinu eftir Evrópuleikinn Bjarni Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur, sagði að einbeit- ingarleysi í upphafi síðari hálf- leiks hafi gert útslagið. „Menn voru sofandi í upphafi síðari hálfleiks og það kostaði okkur leikinn. Við vorum meira með boltann en FH í síðari hálfleik en við náðum ekki að skapa okk- ur færi. Það var greinileg þreyta í liðinu eftir Evrópuleik- inn og varnarleikurinn var slak- ur hjá okkur, sérstaklega á miðjunni. Vörnin var alltof flöt og FH-ingar fengu of mörg góð færi eftir að hafa komist auð- veldlega í gegnum vörnina hjá okkur. Okkur gengur erfiðlega að komast yfir 20 stiga múrinn en við verðum bara að halda áfram að vinna okkar vinnu og innbyrða fleiri stig,“ sagði Bjarni í samtali við Morgun- blaðið. Ólafur Örn Bjarnason, fyrir- liði Grindavíkur, sagði að fall- baráttan væri hlutskipti Grinda- víkur. „Menn voru þreyttir eftir Evrópuleikinn í Austurríki og eftir að við lentum undir var þetta mjög erfitt. Staða okkar í deildinni sýnir að fallbaráttan er okkar hlutskipti og við verðum einfaldlega að taka því.“ Stefnan er að ná Evrópusætinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.