Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 23
ÁRBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 23 „ÞETTA byrjaði þannig að við tókum þátt í verkefni árið 1999 á vegum staðardagskrár,“ sagði Jóna Ingv- arsdóttir en hún og maður hennar Sigurður Grímsson flokka allt sorp sem til fellur á heimilinu. Þau búa skammt utan bæjarmarka Selfoss í húsinu Fossmúla sem þau fluttu í 1999. „Við höfum haldið því áfram sem lögð var áhersla á í verkefninu og reynslan segir okkur að þetta er eng- in fyrirhöfn enda orðinn vani hjá okk- ur að gera þetta jafnóðum og sorpið verður til,“ segir Jóna en sorpið frá heimilinu sem þau hjónin fara með í sorpgáminn rúmast á viku hverri í einum innkaupapoka. Þetta er ótrúlegur árangur og því ekki undarlegt þótt sú spurning vakni hvernig þau fari að þessu. Sigurður verður fyrir svörum og segir þau til dæmis setja alla matarafganga og líf- rænan úrgang í jarðgerðarkassa. Pappír flokka þau og líka járndósir ásamt mjólkurumbúðum. „Allur okk- ar úrgangur fer á ákveðinn stað. Svo tökum við til dæmis ekki plastpoka þegar við kaupum grænmeti og ávexti. Það eina sem við hendum eru umbúðir, plast og fleira og þetta rúm- ast í einum innkaupapoka, en þá tök- um við öðru hverju til þess að hafa ut- an um ruslið,“ segir Sigurður. „Það væri auðvitað algjör bylting ef allir tækju þetta upp og sorpið myndi minnka umtalsvert. Og svo er þetta alls engin fyrirhöfn né aukin vinna fyrir okkur en í kaupbæti fáum við afbragðs góða mold úr jarðgerð- arkassanum. Við héldum fyrst að- þetta væri mikil fyrirhöfn og vinna en maður þarf ekkert til að byrja nema jarðgerðarkassann,“ sagði Jóna. Hún sagði að fólk hefði gaman af að ræða þetta og þá kæmi fram að margir teldu það eftir sér að þurfa að fara með það sem flokkað væri á endur- vinnslustöðvar en þau bentu fólki á að það væri auðvelt að koma við hjá end- urvinnslugámunum í leiðinni þegar farið væri í búðir eða annarra erinda. „Það er hins vegar ekkert gert í því að halda þessu að fólki en ég held að um leið og farið væri að greiða fyrir sorpið, það er að segja að vigta sorp frá heimilum og miða sorphirðu- gjaldið við það þá myndi þetta breyt- ast. Sorpbíllinn þarf til dæmis ekki að koma hingað en auðvitað greiðum við sorphirðugjaldið eins og aðrir og hann kæmi ef við bæðum um það en þess þarf ekki,“ sagði Jóna Ingv- arsdóttir. „Það þarf að þjálfa fólk í þessu og gera það meðvitað um þessa flokkun og gagnsemi hennar. Þetta er auðvitað nokkuð sem þarf að laga að aðstæðum hvers og eins varðandi íbúðir og íbúðarhús,“ sagði Sigurður. Sigurður og Jóna í Fossmúla hafa flokkað heimilissorp í mörg ár Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sigurður og Jóna með heimilissorpið eftir vikuna. Sorpið eftir vik- una kemst fyrir í innkaupapoka Selfoss FÉLAG eldri borgara í Hveragerði stendur á tímamótum, því nú eru tuttugu ár síðan fé- lagið var stofnað. Félagið var formlega stofnað hinn 17. mars 1983, en næsta sunnu- dag, 21. september, verður boðið til veislu. Veislan hefst kl. hálfþrjú og eru allir félagar, bæði núverandi og brottfluttir svo og velunn- arar félagsins velkomnir. Eins og segir í aug- lýsingu verður boðið upp á fróðleik, söng, glens og gaman og ættu áhugasamir að láta sjá sig. Af félaginu er annars það að frétta að vetrarstarfið er að hefjast, en sumarið var notað til ferðalaga. Hópur fólks fór í júní sl. á Vestfirði og einnig voru farnar tvær dags- ferðir, önnur í Borgarfjörð og hin í Vík í Mýrdal. Auður Guðbrandsdóttir er formaður fé- lagsins og sagði hún að í vetur yrði boðið upp á m.a. föndur, leirlistarnámskeið, boccia, málaralist, línudans, leikfimi, vatnsleikfimi, bingó, spilavist, gönguferðir og jafnvel bók- menntaupplestur svo eitthvað sé nefnt. Kóri eldri borgara verður einnig starfræktur í vetur undir stjórn Kristínar Sigfúsdóttur. Fjölbreytnin í starfinu fer eftir þátttöku fé- lagsmanna og ef áhugi er fyrir hendi kemur til greina að bjóða einnig upp á tölvu- námskeið, glerlistarnámskeið, matreiðslu- námskeið og fleira. Ekki er búið að dagsetja leikhúsferðir og aðrar ferðir en þær verða auglýstar sérstaklega. Auk Auðar er stjórn félagsins skipuð þannig, að varaformaður er Erla Ragnarsdóttir, Ólafur Steinsson er gjaldkeri, Jens Ásmundsson er ritari og með- stjórnandi er Þórður Snæbjörnsson.Hópur eldri borgara sem fóru í sumarferð á Vestfirði síðastliðið sumar. Vetrarstarf að hefjast í Þorlákssetri Hveragerði UNDANFARNIÐ hefur starfsfólk umhverfisdeildar og áhaldahúss í Hveragerði þurft að reka fé úr bæj- arlandinu. Að sögn Kolbrúnar Þóru Oddsdóttur umhverfisstjóra hafa kindur getað valsað inn á skógar- svæði eftir nýmalbikuðum Gufudals- vegi. Meginástæða þess að fé er innan girðingar bæjarfélagsins er sú að gamalt ristarhlið var fjarlægt við Friðarstaði samfara framkvæmdun- um. Féð hefur valdið miklu tjóni á gróðri svo sem birkilundi sem tækni- fyrirtæki í Reykjavík gróðursetti. Birki er afar viðkvæmt fyrir beit fyrstu árin, enda einstofna. Sjö ár eru síðan að hafist var handa við að planta í landgræðslu- svæðið og ár hvert eru gróðursettar um 20.000 plöntur. Fjöldi manna hef- ur komið að útplöntun og umhirðu skógarins, fjölmörg félagasamtök, fyrirtæki, einstaklingar og gestir. Fjögur ár eru síðan Vegagerðin bað sveitarfélagið í Hveragerði um að hægja á og hætta girðingarfram- kvæmdum, því að sveitarfélög á höf- uðborgarsvæðinu vildu sameinast um eina afréttargirðingu. „Til að tryggja sátt milli hagsmuna íbúa þéttbýlis og dreifbýlis, þ.e. lausa- göngu búfjár og annarrar tegundar landnýtingar.“ Framkvæmdum við girðingu sveitarfélaga og vegagerð- ar á höfuðborgarsvæðinu er lokið. Því miður er lausnin endaslepp, því girðingin endar við Drottningarholu. Drög að samningi milli Hvera- gerðis og Ölfuss liggja fyrir. Meðan samningur er óundirritaður er óljóst hvert stefnir. Kindur kom- ast í land- græðsluskóg Hveragerði Morgunblaðið/Margrét Trjágróður er víða illa farinn. Í OKTÓBERMÁNUÐI verða haldin íbúaþing í Sveitarfélaginu Árborg, eitt í hverjum byggðakjarna fyrir sig, auk kvöldfundar með íbúum dreif- býlisins. Á þingunum gefst íbúum tækifæri til þess að taka virkan þátt í mótun framtíðarstefnu, áherslna og markmiða fyrir sveitarfélagið og þá byggðakjarna sem mynda það. Íbúaþingin verða haldin sem hér segir: á Eyrarbakka laugardaginn 4. október kl. 10–18; á Stokkseyri sunnudaginn 5. október kl. 10–18; í Sandvík þriðjudaginn 7. október kl. 20–22.30 og að lokum á Selfossi laug- ardaginn 18. október kl. 10–18. Nið- urstöður úr íbúaþingunum verða kynntar á opnum fundi þriðjudaginn 21. október kl. 20–22 á Selfossi. Megintilgangur íbúaþinga er að gefa íbúum sveitarfélaga tækifæri til að tjá sig um það hvernig þeir vilja sjá sveitarfélagið sitt þróast. Einnig er reynt að kalla eftir hugmyndum íbúa um hvernig megi láta það ger- ast. Íbúaþingin eru liður í gerð nýs að- alskipulags fyrir allt Sveitarfélagið Árborg, sem nú er unnið að á Vinnu- stofunni Þverá ehf. Aðalskipulagið er hið fyrsta sem gert er eftir stofnun Sveitarfélagsins Árborgar við sam- einingu fjögurra sveitarfélaga. Það er ráðgjafarfyrirtækið Alta sem hef- ur umsjón með íbúaþingunum fyrir hönd Vinnustofunnar Þverár. Íbúaþing í Árborg Íbúar taki þátt í að móta fram- tíðarstefnu Árborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.