Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.10.2003, Blaðsíða 2
9. október 2003 Íslenzk skip veiða meira af kolmunna en nokkru sinni fyrr, fiskvinnsla fyrir vestan og hagnaður í fiskimjöli og lýsi Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu VÖRUGJÖLD hjá höfnum lands- ins á sjávarafurðum hafa hækkað að meðaltali um 25% á liðlega fjór- um síðustu árum. Álagningarpró- senta aflagjalds hefur aftur á móti hækkað að meðaltali um 58% frá nóvember 2001 og hefur þá ekki verið horft til hækkaðs hráefnis- verðs á tímabilinu. Þetta kemur fram í samanburði Samtaka fisk- vinnslunnar á þróun vörugjalda á sjávarafurðum og aflagjöldum hjá 18 höfnum frá ársbyrjun 1998 til 1. júlí 2003. Þar kemur í ljós að þess- ar 18 hafnir og hafnasamlög hafa brugðizt miðjafnlega við í gjald- skránni frá 1. júlí sl. Sjö hafnir fylgja viðmiðunargjaldskrá sam- gönguráðuneytis. Átta hafnir og hafnasamlög hækka umfram við- miðunargjaldskrá. Eingöngu 3 hafnir lækka frá viðmiðunargjald- skránni. Einstaka hafnir munu hafa gert sérsamninga við stærri viðskipta- menn innan þess ramma sem kveð- ið er á í nýjum gjaldskrám hafn- anna. Með nýjum hafnalögum sem samþykkt voru á Alþingi síðasta vor verða miklar breytingar á starf- semi hafnarsjóða og hafnarsamlaga á næstu misserum. Allt miðað þetta að auknu sjálfstæði hafnanna í gjaldskrármálum og minnkandi þátttöku ríkisins í hafnarfram- kvæmdum á næstu þremur árum. Frá 1. júlí á þessu ári verður gjald- skrá hafnanna virðisaukaskattskyld og munu hafnirnar frá þeim tíma fá endurgreiddan innskatt m.a. vegna framkvæmda. Frá sama tíma hefur samgöngu- ráðuneytið gefið út viðmiðunar- gjaldskrá þar sem gert er ráð fyrir heimild til 20% hækkunar og lækk- unar hjá einstökum höfnum. Þessi viðmiðunargjaldskrá mun gilda til 1. júlí á næsta ári, en frá þeim tíma verður gjaldskrá hafnanna frjáls. Sérstakt 25% álag á vörugjöld sem runnið hefur til ríkisins verður einnig fellt niður 1. júlí 2004. Rúmum mánuði áður en viðmið- unargjaldskrá hafnanna var gefin út hafði aflagjald í samræmdri gjaldskrá hafnanna verið hækkað um 60% eða úr 1,0% í 1,6% af afla- verðmæti. Vandmeðfarið frelsi „Nýfengið frelsi hafnanna er vand- meðfarið og við megum ekki gleyma því að hafnarirnar fá 30%– 60% hækkun aflagjalda 1. júlí sl. auk þess hagræðis sem felst í end- urgreiðslu innskatts. Fyrir sjávar- útveginn skiptir miklu að þessi gjöld fari ekki úr böndum og eðlileg samkeppni ríki á milli hafnanna. Mikil óánægja hefur blossað upp með nýju gjaldskrána og eitt er víst að mikil hækkun aflagjalda leiðir til hækkunar útgerðarkostnaðar sem á endanum leiðir til hærra hráefn- isverðs,“ segir Arnar Sigurmunds- son, formaður Samtaka fiskvinnslu- stöðva. Miklar hækkanir á gjaldskrám hafna Vörugjöld hafa hækkað um fjórð- ung og álagning aflagjalds um ríf- lega helming                                     FRIÐRIK J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, segir mikla óánægju meðal útgerðarmanna vegna hækkana á hafnargjöldum. Hafnargjöld hafi hækkað veru- lega, án þess að leitað hafi verið leiða til að draga úr kostnaði hafn- anna. Hann segir erfitt að áætla hversu mikið útgjöld útgerð- arinnar aukast vegna gjald- skrárhækkunarinnar, það fari eft- ir því hvernig einstakar hafnir nýti heimild til hækkunar gjalda, auk þess sem einhverjar útgerðir hafi gert langtímasamninga við einstakar hafnir. Þó stefni í að út- gjöldin aukist um hundruð millj- óna króna. „Við höfum bent á að draga þarf úr kostnaði hafnanna. Okkur hefur fundist skorta á það við stefnumörkun hafnanna og breyt- ingar á hafnalögum. Hingað til hafa menn hins vegar einblínt á að auka gjaldtökuna. Okkur finnst þannig að hags- munir notendanna séu fyrir borð bornir í þessum efnum. Það er til dæmis varla hægt að tala um sam- keppni milli hafna í uppsjávarfiski. Víða hefur verið varið gríð- arlegum fjármunum til uppbygg- ingar mannvirkja við hafnirnar, s.s. fiskimjölsverksmiðja og það er ljóst að uppsjávarfiski verður ekki keyrt mili hafna. Í þeim tilvikum er ekki raunhæfur kostur að landa nema í einni höfn. Það er engu að síður ljóst að í þeim tilvikum sem þess er kostur munum við beina skipum okkar til þeirra hafna þar sem þjónustan er ódýrust og reyna að hafa áhrif á að það verði hag- ræðing í höfnunum sjálfum. Það er þó ýmislegt sem bindur menn við sínar hafnir og því er þetta ekki einfalt. Á næsta ári færist ákvörð- un um gjaldtökuna til hafnanna og þá mun enn frekar reyna á þetta.“ Friðrik segir að ráðist hafi verið í ýmsar hafnarframkvæmdir á pólitískum forsendum og að ekki sé eðlilegt að ætlast til þess að þeim kostnaði verði velt yfir á framtíðarnotendur hafnanna. Öðru máli gegni hinsvegar um þau mannvirki sem byggð verða í framtíðinni, enda hafi notendur aðkomu að ákvarðanatökunni. „Við höfum átt í viðræðum við samgönguráðherra um hafnamálin og ég á ekki von á öðru en að hann leggist á það með okkur að finna leiðir til að draga úr kostn- aði við rekstur hafnanna. Það er hinsvegar ljóst að ýmsar hafnir munu ekki geta staðið undir kostnaði og því verður annað en aukin gjaldtaka af notendum að koma til,“ segir Friðrik J. Arn- grímsson. Útgerðarmenn óánægðir FÆREYSKA rækjuútgerðin Arctic Viking hefur flaggað út eina rækjutogara sínum og spá forsvarsmenn útgerðarinnar að í lok árs- ins verði ekki gerður út neinn rækjutogari undir færeyskum fána. Nú eru aðeins gerð út 6 rækjuskip frá Færeyjum. Sjávarútvegs- ráðherra Færeyja, Jakob Vestergaard, segir skorta pólítískan vilja í Færeyjum til að grípa til aðgerða til að bjarga rækjuflot- anum. Eins og staðan er núna taka alþjóðlegir fiskveiðisamningar Færeyinga ekki til rækjuveiða og því hafa útgerðirnar sjálfar þurft að semja um veiðirétt- indi á fjarlægum miðum. Færeying- ar hafa reyndar yfir að ráða rækju- kvóta við Grænland en skip þeirra hafa einkum stundað veiðar á Flæmingja- grunni og við Svalbarða. Færeyskar rækjuútgerðir hafa um árabil barist fyrir stuðningi stjórnvalda til að mæta erfiðu árferði á rækjumörk- uðum. Umleitanir þeirra hafa hins- vegar ekki hlotið hljómgrunn í færeyska þinginu. Stjórnvöld segja að þrátt fyrir varnaðarorð hafi færeyskar rækjuútgerðir of- fjárfest gríðarlega á undanförn- um árum, einkum í nýjum skip- um. Á 9. áratugnum ríkti mikil bjartsýni í færeyska rækjuiðn- aðinum og fór miklum sögum af tekjumöguleikum rækjusjómanna. Þegar best lét voru 18 skip í færeyska rækjutog- araflotanum. Skipunum fækkaði síðan nokk- uð en árið 2000 hrundi markaðsverð á rækju, á sama tíma hækkaði olíuverð umtalsvert og rækjuútgerðir fóru unnvörpum á hausinn. Eins eru dæmi um að rækjuskipunum hafi verið flaggað út úr færeyskri lögsögu og eru þannig nokkur kanadísk rækjuskip í eigu færeyskra útgerðarmanna sem sumir hverjir fluttu búferlum til Kanada. Rækjutogurum fækkar í Færeyjum Á rækju á „Hattinum“ Morgunblaðið/Þorgeir BaldurssonPRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótanháttflegarnau›synleggögn liggja fyrir. Haf›u sambandvi› rá›gjafaGlitnis e›akíktuáwww.glitnir.isogfá›ua›sto› vi›a›veljafláfjármögnunarlei›semhentarbest. Glitnir traustur samstarfsa›ili í fjármögnun atvinnutækja. F T T E R F E T O T P E O P E Sér›u atvinnutæki› sem flig langar í? – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a nd sbanka K i r k j u s and i 1 5 5 Rey k j a v í k g l i t n i r . i s s ím i 4 40 4400 SAMHERJI hefur aukið hlut sinn í Kald- baki úr tæpum 13% í 25%. Seljandi að stærstum hluta þess sem Samherji keypti, 10,4%, er Fjárfestingarfélagið Fjörður, sem er í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar, fram- kvæmdastjóra Samherja, og Kristjáns Vil- helmssonar, framkvæmdastjóra útgerðasviðs Samherja. Öll þau rúmlega 12% sem Samherji keypti voru á genginu 4,15, en markaðsverð síðustu daga hefur verið 4,40 og hefur það hækkað um rúm 17% frá miðju ári. Kaupverðið var 878 milljónir króna á geng- inu 4,15, en á genginu 4,40 hefði verðið verið rúmum 50 milljónum króna hærra. Í tilkynningu frá Samherja kemur fram að kaupin séu fjármögnuð með hagstæðu láni til fimm ára. Í samræmi við stefnu Finnbogi Jónsson, stjórnarformaður Sam- herja, segir að kaupin séu í samræmi við áður mótaða stefnu félagsins um að eiga 20%–25% hlut í Kaldbaki. Hlutur Samherja hafi í upp- hafi verið um 17%, en hafi þynnst út vegna hlutafjáraukningar Kaldbaks. Hann segir að Kaldbakur sé orðið mjög áhugavert fjárfestingarfélag með eigið fé væntanlega hátt í 8 milljarða króna. Eigna- safn félagsins hafi breyst mikið að undan- förnu og nú séu yfir 80% eigna þess í skráð- um hlutafélögum. Spurður að því hvers vegna gengið í við- skiptunum hafi verið undir gengi á mark- aðnum segir Finnbogi að það hafi náðst sam- komulag um þetta gengi. Hann sagði að bréfin væru að uppistöðu til keypt af Fjár- festingarfélaginu Firði sem væri að mestu í eigu tveggja stórra hluthafa í Samherja og aðilar hafi viljað hafa það á hreinu að hags- munir allra hluthafa Samherja væru vel tryggðir í þessum viðskiptum. Kaldbakur er stærsti hluthafi í Samherja með rúmlega 17% hlut, en næstir eru Krist- ján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvins- son með um 16% hlut hvor. Í bókum Kald- baks um mitt ár var eignarhluturinn í Samherja metinn á 2,5 milljarða króna og var það stærsta einstaka eign félagsins, en gengi Samherja hefur hækkað um 10% frá þeim tíma. Næststærsta eignin var 2 milljarða króna hlutur að markaðsvirði í Trygginga- miðstöðinni, en gengi TM hefur hækkað um 30% frá miðju ári. Heildareignir Kaldbaks námu um 81⁄2 milljarði króna um mitt ár. Í byrjun vikunnar seldi Kaldbakur stóra óskráða eign, rúmlega helmingshlut í Sam- kaupum, og bókfærður söluhagnaður af þeirri sölu er rúmlega 1,1 milljarður króna.        !" #$  %&' (  )$ (* $  + #  ! $ ' ,  #-$ . " (/# 01 # $, 01 #   )$ 23$# $4 % (/# 01 # $,$  5 5 5 5  5 5 !5 !5 67 ' $$ &$$3 *$8(3 $ ' ' 1  4"$$$ &  ' 9 $, #  ,  6 )$ 23$# $4'    &+ 4$ &$$ +#! $ ' ,  # 1 &   : 2( $1$  & *5'   ,4   1 %&$$ $$ $$ 3"  *  14 6 )$ 23$# $4 , " , 5  $$$  ,4!44  "  '+ 4 $, '  $  Samherji með 25% í Kaldbaki Félag Þorsteins Más Baldvinssonar og Kristjáns Vilhelms- sonar selur Samherja hlut í Kaldbaki undir markaðsverði VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Ný kynslóð álstjórnenda 3 af 7 í framkvæmdastjórn Alcan á Íslandi konur 2 Stjórn Eimskipafélagsins Mestu breytingar nokkru sinni 6 VAXTARTÆKIFÆRI VÍÐA HAGNAÐUR Fiskiðjunn- ar Skagfirðings hf., FISK, á síðasta rekstrarári nam 539 milljónum króna eftir skatta. Hagnaðurinn nærri tvöfald- aðist frá fyrra ári en þá var hann 286 milljónir. Rekstr- arár FISK er hið sama og kvótaárið, frá ágúst til sept- ember. Meginskýringin á auknum hagnaði FISK er að fjármagnsliðir voru jákvæðir um 348 milljónir á síðasta rekstrarári en neikvæðir um 2 milljónir árið áður. Rekstrartekjur FISK voru 2.670 milljónir króna og juk- ust um 9,7% á milli ára. Rekstrargjöld hækkuðu hins vegar um 18% og voru 2.029 milljónir. Afkoma fyrir afskriftir og fjármagnsliði lækkaði um 74 milljónir króna frá fyrra ári og segir í tilkynningu frá fé- laginu að það megi að stórum hluta rekja til lækkandi af- urðaverðs og styrkingar krónunnar. Skýring á já- kvæðum fjármagnsliðum sé hagnaður af rekstri hlut- deildarfélaga upp á 338 millj- ónir. Segir í tilkynningunni að almennt megi segja að rekst- ur FISK hafi gengið nokkuð vel á síðasta ári. Efnahagur félagsins sé traustur með eig- infjárhlutfall upp á tæp 60%. FISK hagnast um 539 milljónir FRANSKI fjölmiðlarisinn Vivendi Univer- sal, sem glímt hefur við rekstrarerfiðleika vegna gífurlegrar skuldsetningar, hefur náð samningum við bandarísku fjölmiðla- samsteypuna NBC um kaup þeirra síð- arnefndu á hinum bandaríska afþreying- arhluta Vivendi, Universal. Samkvæmt samningnum mun NBC greiða fyrir Universal um 3,8 milljarða Bandaríkja- dala í peningum, eða 290 milljarða íslenskra króna. NBC mun að auki taka á sig 1,7 millj- arða dala af skuldum Vivendi. Þessi gjörningur, sem mun bæta Universal Studios í samsteypu NBC og breyta nafni fé- lagsins í NBC Universal, er umskipti á þeirri útþenslustefnu sem Vivendi stundaði á tíunda áratug síðustu aldar og fram á fyrsta áratug nýrrar aldar. Á valdatíma fyrrverandi forstjóra fyr- irtækisins, Jean Marie Messier, breyttist fyr- irtækið úr því að vera ríkisrekið vatnsfyr- irtæki í alþjóðlegt risafyrirtæki með áherslu á fjölmiðla og fjarskipti. Þessi öra stækkun Vivendi gerði það að verkum að félagið varð gríðarlega skuldsett sem olli miklum erfiðleikum og varð til þess að Messier varð að taka pokann sinn. Samkvæmt frétt BBC er salan á Universal gerð í þeim tilgangi að afla fjár til að létta á skuldum Vivendi. Fyrirfram hafði Vivendi vonast til að fá allt að 14 milljarða Bandaríkjadala fyrir eign- irnar. Félagið var hins vegar nauðbeygt til að samþykkja lægra boð eftir að fjórir af sex til- boðsgjöfum drógu tilboð sín til baka. Forstjóri Vivendi, Jean Rene Fourtou, sagði að samningurinn myndi hjálpa til við að snúa rekstri afþreyingarsviðs fyrirtækisins til betri vegar. Markaðsvirði hins nýja sameinaða félags, NBC Universal, er samkvæmt frétt BBC áætl- að 43 milljarðar Bandaríkjadala. Félagið á nú fjölda þekktra eigna í fjölmiðlageiranum, þar á meðal Universal-skemmtigarðana, NBC- sjónvarpsstöðina og kapalsjónvarpsstöðv- arnar CNBS og MSNBC. NBC kaupir Universal Reuters Skuldum vafið Vivendi varð að selja afþreyingarfyrirtækið SAMEINA SKÓLASTJÓRN Samþykkt var á bæjarstjórn- arfundi á Seltjarnarnesi í gær að sameina stjórnun grunnskólanna í bænum. Kennarar eru óánægðir og telja rökstuðning ekki nægan. Bæj- arstjórinn segir hagsmuni nemenda vera hafða að leiðarljósi og ekki sé hugmyndin að fækka starfsfólki eða að skera niður fjármagn til skól- anna. Schwarzenegger sigraði Repúblikaninn og leikarinn Arn- old Schwarzenegger sigraði með yf- irburðum í ríkisstjórakosningunum í Kaliforníu á þriðjudag. Þarlendir fjölmiðlar benda á að nú verði hann að standa við stóru orðin og ráða bót á margvíslegum vandamálum, ekki síst geysimiklum fjárlagahalla. Góð ávöxtun Útlit er fyrir góða ávöxtun eigna lífeyrissjóðanna í ár eftir mjög slaka ávöxtun sl. þrjú ár. Nokkrir sjóðir hafa í hálfs árs uppgjörum sínum skýrt frá 8–10% raunávöxtun miðað við heilt ár. Írakstillaga ekki lögð fram? Hugsanlegt er að stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta hætti við að leggja tillögu um málefni Íraks fram í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að sögn fjölmiðla vestan- hafs í gær. Drög að tillögunni, sem dreift hefur verið meðal fulltrúa í ráðinu, hafa mætt mikilli andstöðu og hefur hún enn aukist eftir að Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, lýsti einnig yfir andstöðu sinni. Hann tel- ur að kveða verði á um að Írökum verði sjálfum falin úrslitavöld í land- inu sem fyrst. Góður kolmunnaafli Kolmunnaafli íslenskra skipa á árinu er nú orðinn tæp 370 þúsund tonn og hefur aldrei orðið meiri. Má ætla að útflutningsverðmæti aflans sé í kringum fjórir milljarðar króna. Ungt fólk smitast af HIV Alnæmi breiðist hratt út meðal ungs fólks í heiminum, einkum í fá- tækum ríkjum þriðja heimsins. Ástæðan er fyrst og fremst fáfræði fólks um sjúkdóminn sem HIV- veiran veldur. Ungar konur vita ekki hvernig hægt er að verjast smiti enda víða talin óhæfa að ræða op- inskátt um kynlíf. Y f i r l i t FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í dag Sigmund 8 Viðhorf 30 Erlent 14/15 Umræðan 30/31 Heima 16 Minningar 32/34 Höfuðborgin 17 Kirkjustarf 34 Akureyri 18 Bréf 36 Suðurnes 19 Dagbók 38/39 Landið 21 Sport 40/43 Daglegt líf 22/23 Fólk 44/49 Listir 24/25 Bíó 46/49 Forystugrein 26 Ljósvakamiðlar 50 Þjónusta 29 Veður 51 * * * UM eitt þúsund lítrar af edikssýru láku í sjóinn í Sundahöfn í gær þeg- ar verið var að losa Dettifoss í eigu Eimskipafélagsins. Slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins var kallað út og girti af svæði um borð í skipinu og við hafnarkantinn til þess að kanna umfangið. Í skipinu var gámur með edikssýrutönkum og var lekinn rak- inn til eins þeirra. Var tankurinn sendur í eyðingu hjá Sorpu auk annars tanks til viðbótar sem hafði dældast. Eiturefnakafarar Slökkvi- liðsins gerðu skaðlausa þá sýru sem eftir var í gámnum og í skipinu, en sýran sem fór í sjóinn var látin eiga sig, enda um vatnsleysanlegan vökva að ræða. Edikssýra er notuð í iðnaði og til lyfjagerðar. Þá er sýr- an mjög þynnt til heimilisþarfa. Eimskip segir að engin hætta hafi komið upp vegna þessa tilviks og unnið hafi verið eftir vinnu- reglum. Morgunblaðið/Júlíus Eiturefnasveit SHS sá um að fjarlægja gáminn og hreinsa svæðið við Sundahöfn. Þúsund lítrar af edikssýru láku í sjóinn húsaskóla, segir óljóst hvert fram- haldið verður eftir að þessi tillaga var samþykkt. Aðspurður segir hann ekkert samráð hafa verið haft við hann eða aðra starfsmenn skólans. Kennarar hafi mótmælt þessu og fengið bæjarstjóra Seltjarnarness á fund til sín á mánudag og óskað eftir skýringum. Í ályktun þeirra hafi þessum vinnubrögðum verið mót- mælt. Sex til tólf ára börn sækja Mýrar- húsaskóla og tólf til fimmtán ára börn Valhúsaskóla. Alls 760 börn. Hagsmunir nemenda Jónmundur Guðmarsson, bæjar- stjóri Seltjarnarness, segir ákvörðun bæjarstjórnar stefnumarkandi og nú verði byrjað að vinna að breytingun- um í samvinnu við skólastjórnendur, kennara og foreldra. „Þetta er gert með hagsmuni nemendanna að leið- arljósi og við teljum að í þessum breytingum felist ærin tækifæri fyrir starfsmenn skólanna til að eflast í starfi og takast á við ný verkefni,“ segir bæjarstjórinn. Í framtíðinni verði stefnt að því að efla fjárhagslegt sjálfstæðis skólanna. „Það hefur enginn hafnað því í mín eyru að sameining skólanna á Sel- tjarnarnesi geti ekki verið góður kost- ur til framtíðar,“ segir Jónmundur „Það liggur algjörlega fyrir að hug- myndin með þessari tillögu er hvorki að fækka mannskap í skólunum né að skera niður fjármagn.“ Þó sé eðlilegt að fólk sé uggandi um sinn hag þegar breytingar séu í vændum. SAMÞYKKT var á bæjarstjórnar- fundi Seltjarnarness í gær að sameina stjórnun grunnskólanna tveggja, Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla. Óánægja hefur verið meðal kennara skólanna vegna málsins og telja þeir rökstuðning fyrir breytingunum lít- inn. Fríða Regína Höskuldsdóttir, skólastjóri Mýrarhúsaskóla, segir gagnrýnina fyrst og fremst beinast að vinnubrögðum bæjarstjórnar. Þessi niðurstaða sé mikil vonbrigði og ekki hafi verið unnið með skólasamfélag- inu að þessum breytingum. Skóla- starf snúist um að vinna með fólki og líði því eins og það hafi verið valtað yf- ir það sé fá sóknarfæri að finna í þess- ari tillögu. Starfsfólk og kennarar Mýrarhúsa- skóla boðuðu til fundar í gærkvöldi og samþykktu harðorða yfirlýsingu. Þar kom fram að þeim væri misboðið, ákvörðunin væri gerræðisleg og í full- kominni óþökk við allt skólasamfélag- ið í bænum. Sögðust þau ekki sætta sig við valdníðslu af þessu tagi. Sigfús Grétarsson, skólastjóri Val- Foreldrafélagið jákvætt Ástríður Jónsdóttir, formaður for- eldrafélags Valhúsaskóla, segir stjórnina hafa fjallað um að sameina stjórnun skólanna í fyrrakvöld. „Okk- ur líst vel á þetta,“ segir hún ef þetta styrki skólastarfið á Seltjarnarnesi og geri skólana betri fyrir börnin. Stjórnarmenn foreldrafélagsins hafi verið mjög jákvæðir enda aðallega að hugsa um börnin, sem sæki þessa skóla. „Ef það á að gera skólana betri þá hlýtur það alltaf að vera betra fyrir börnin.“ Þorsteinn Magnússon, formaður foreldrafélags Mýrarhúsaskóla, segir stjórn félagsins eiga fund með bæj- arstjóra Seltjarnarness í dag. Þar verði meðal annars sameining skól- anna rædd. Hann getur ekki talað fyrir hönd foreldrafélagsins þar sem það hefur ekki enn komið saman til að fjalla um málið. Sjálfum finnst honum ófaglega að þessu staðið af hálfu bæj- arstjórnar. „Ég harma að ákvörðunin hafi verið knúin í gegn án nokkurs samráðs við starfsmenn skólanna og samtök foreldra.“ Árni Einarsson, bæjarfulltrúi minnihluta Neslistans, segir minni- hlutann fyrst og fremst hafa lagst gegn málsmeðferðinni. Þessi tillaga hafi ekki fengið neina faglega með- ferð og henni hafi bara verið skellt fram af fjórum bæjarfulltrúum Sjálf- stæðisflokks til samþykktar. Málefni skólanna séu viðkvæm og þau kalli á víðtækt samráð. „Þetta er stórfurðu- legur gjörningur,“ segir Árni. Vinnubrögð bæjar- stjórnar gagnrýnd Morgunblaðið/Þorkell Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, gengur við hækjur inn á bæjarstjórnarfund í gær. Fjölmargir fylgdust með umræðunum. Stjórn foreldra- félags Valhúsa- skóla jákvæð Samþykkt að sameina grunnskóla SeltjarnarnessSigurður Helgason, forstjóri Flugleiða Tvöföldun ferðamanna á næstu sjö árum FORSTJÓRI Flugleiða, Sigurður Helgason, sér fyrir sér mikinn vöxt í ferðaþjónustu á Íslandi eða allt að tvöföldun á næstu 7 árum. „Við stefnum að því að hér verði um 600 þúsund ferðamenn árið 2010,“ segir Sigurður í viðtali við viðskiptablað Morgunblaðsins. Hann segist ekki sjá að samruni Air France og KLM muni hafa bein áhrif á rekstur Flugleiða en hörð samkeppni ríki á Atlantshafsflug- markaði og hún gerist æ harðari. Það þýðir meðal annars lækkun á flugfargjöldum. Afkoma Flugleiða Fraktar hefur farið batnandi á þessu ári eftir erfitt rekstrarár í fyrra. Að sögn Sigurðar er fyrirsjáanlegur vöxtur í frakt- flugi, einkum í flutningi á ferskum fiski frá Íslandi. „Keflavíkurflugvöll- ur gæti orðið ein mikilvægasta út- flutningshöfn Íslendinga fyrir sjáv- arafurðir En það er í vaxandi mæli verið að flytja fiskinn ferskan til út- landa. Nú er laxinn að koma til við- bótar sem og bleikjan. Ég tel að við eigum möguleika á alþjóðlegum fraktmarkaði sem kannski tengist Íslandi ekki neitt nema sem mið- stöð,“ segir Sigurður.  Vaxtartækifæri/B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.