Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FYRIRVARAR VIÐ LÁN Bæði Seðlabanki Íslands og Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands setja ákveðna fyrirvara við hækkun láns- hlutfalls Íbúðalánasjóðs í 90%. Telur bankinn að verði hækkunin á sama tíma og stóriðjuframkvæmdir eru í hámarki geti afleiðingarnar orðið „alvarlegur óstöðuleiki með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum.“ Hag- fræðistofnunin telur að fast- eignaverð geti hækkað um 11–16% umfram það sem ella hefði orðið. Vantraust á Duncan Smith? Þingmenn breska Íhaldsflokksins greiða í kvöld atkvæði um hvort lýsa beri vantrausti á leiðtoga flokksins, Iain Duncan Smith. Hann kvaðst í gær myndu berjast fyrir því að leiða flokkinn áfram og hafa betur í þing- kosningum er haldnar verða ekki síðar en 2006. Efling krefst jöfnunar Formaður Eflingar – stétt- arfélags segir að verkalýðshreyf- ingin muni ekki ljúka viðræðum við ríkið um gerð nýs kjarasamnings fyrr en búið sé að jafna þann mun sem sé á réttindum félaga í ASÍ sem starfa hjá ríkinu og opinberra starfs- manna. Efling hefur kynnt vinnu- veitendum helstu áherslur sínar. Útilokar ekkert George W. Bush Bandaríkja- forseti sagði í gær engin áform uppi um að senda fleiri bandaríska her- menn til Íraks. Útilokaði forsetinn þetta þó ekki. Engin áhrif á varnir Varnarliðið segir m.a. í tilkynn- ingu sem send var út í gær að nið- urskurður í rekstri flotastöðvar- innar hafi engin áhrif á varnar- samning Íslands og Bandaríkjanna og sé í engum tengslum við umræð- ur um framtíð Varnarliðsins né end- urskoðun á viðbúnaði Bandaríkja- hers á heimsvísu sem nú sé til athugunar.  BMW-MÓTORHJÓL  ÍSLENSKA BÍLAÖLDIN  PORSCHE CARRERA 4S KÖRTUAKSTUR  PAJERO-JEPPAFERÐ  HESTÖFL ENDURMETIN  FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is KIA ÍSLAND Bílar sem borga sig! Láttu flér ekki ver›a kalt! Fjarstart með eða án þjófavarnar. Hlýleg tilhugsun. S u ð u r l a n d s b r a u t 2 2 S í m i 5 4 0 1 5 0 0 w w w. l y s i n g . i s LÝSING Alhliða lausn í bílafjármögnun VANDAÐUR SPORT TOURER STÓRBÆTTIR AKSTURSEIGINLEIKAR Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 26 Viðskipti 13 Viðhorf 30 Erlent 14/15 Minningar 31/34 Heima 16 Kirkjustarf 35 Höfuðborgin 17 Bréf 36 Akureyri 18 Dagbók 38/39 Suðurnes 19 Sport 40/43 Landið 20 Fólk 44/49 Daglegt líf 21/22 Bíó 46/49 Listir 22/24 Ljósvakamiðlar 50 Umræðan 25/30 Veður 51 * * * Kynningar – Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu í dag til áskrifenda. EINN þyngsti dómur í kynferðis- brotamáli, sem kveðinn hefur verið upp hérlendis, féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, þegar 43 ára karlmaður var dæmdur í 5 og ½ árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Brotin áttu sér stað margítrekað á 12 ára tímabili og hófust þegar barnið var sex ára gamalt. Brotin áttu sér stað á heim- ili ákærða, í bíl hans og vinnuvélum sem hann hafði lagt á afviknum stöðum, í fjallgöngum í nágrenni Reykjavíkur og víðar. Dómurinn segir um ákærða að hann hafi gerst sekur um sérlega grófa kynferðislega misnotkun gagnvart stúlkunni og við ákvörðun refsingar beri að líta til þess að hann misnotaði sér freklega vald sitt yfir henni sem stjúpfaðir hennar og brást þannig trausti hennar og trún- aðarskyldum sínum. Brotin höfðu djúpstæð áhrif á líf stúlkunnar og sálarheill og ákærða mátti vera það ljóst. Kynferðislega ögrandi framkoma Árið 1997 hafði Barnaverndar- nefnd afskipti af málefnum stúlk- unnar er tilkynning barst um hugs- anlega kynferðislega áreitni. Í skýrslu Sigtryggs Jónssonar sálfræðings kom m.a. fram að vin- konur hennar hefðu orðið vitni að kynferðislega ögrandi framkomu og umræðu af hendi ákærða gagnvart henni. Stúlkan lagði fram kæru á síðasta ári, þá 19 ára gömul, en í kærunni kom fram að ákærði hefði misnotað stúlkuna frá því hún mundi eftir sér og fram að þeim tíma er hún fór að heiman 18 ára gömul. Ákærði neit- aði eindregið sök en í tengslum við málið var framkvæmd húsleit hjá honum og fundust þar klámblöð og myndbandsspólur. Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlög- maður og réttargæslumaður stúlk- unnar krafðist þriggja milljóna króna miskabóta fyrir hönd skjól- stæðings síns og dæmdi héraðsdóm- ur henni 1,5 milljónir króna í bætur. Í dóminum segir að brot ákærða hafi verið til þess fallin að valda stúlkunni sálrænum erfiðleikum eins og staðfest var í skýrslu dr. Jóns Friðriks Sigurðssonar sálfræð- ings. Er þar bent á að hún eigi við ýmis alvarleg vandamál að stríða sem rekja megi á einn eða annan hátt til kynferðislegrar misnotkun- ar. Ákærði var sýknaður af ákærulið sem varðaði meint kynferðisbrot gagnvart 12 ára frænku stúlkunnar í ágúst 1996 þar sem sannanir skorti. Ákærði hefur hlotið dóma fyrir hegningarlagabrot s.s. þjófnað, fjár- svik og nytjastuld. Síðast hlaut hann 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára og rauf skilorðið með broti sínu nú. Málið dæmdu héraðsdómararnir Valtýr Sigurðsson sem dómsfor- maður, Pétur Guðgeirsson og Logi Guðbrandsson. Dómurinn klofnaði í afstöðu sinni gagnvart málinu og vildi Logi sýkna ákærða á þeim grundvelli m.a. að ekki nyti beinna sannana um sekt hans, hvorki með vitnum eða skjölum. Verjandi ákærða var Ragnheiður Ólafsdóttir hdl. Málið sótti Ragnheiður Harð- ardóttir saksóknari hjá ríkissak- sóknara. Einn þyngsti dómur sem fallið hefur vegna kynferðisbrots hér á landi 5½ árs fangelsi fyrir kyn- ferðisbrot gegn stjúpdóttur TÍMI vetrardekkjanna er runninn upp og höfðu dekkjakarlar víða í nógu að snúast í gær. Að loknum sunnanáttum heilsaði gærdagurinn með norð- anátt, kulda og slyddu án þess að tala mætti um neinar vetrarhörkur. Þó varð þessi fyrsti vetrarmorgunn til þess að bifreiðaeigendur skruppu á dekkjaverkstæði og fengu umfelgun á bílinn til að forðast allt óþarfa spól í vetur. Sumir velja negld vetrardekk en aðrir taka harðkornadekk, loft- bóludekk eða naglalaus vetrardekk. Enn aðrir setja keðjur á bíla sína, þó einkum atvinnubílstjórar á stórum bílum, sem aka landshluta á milli. Tími vetrardekkjanna runninn upp Morgunblaðið/Þorkell „VIÐ fengum íbúðina afhenta á föstudag og vorum ekki komin svo langt að skipta um læsingar. Við fórum út á sunnudag, vorum frá í rétt rúman hálftíma og þegar við vorum að koma heim mætti ég karl- manni á leiðinni út úr íbúðinni okkar sem hafði komist þangað inn með lykli,“ segir Dúi Grímur Sigurðsson, sem ásamt konu sinni, Halldóru Sig- urgeirsdóttur, var að flytja í íbúð í Safamýrinni. „Mér brá svo við að sjá einhvern koma út úr íbúðinni að ég áttaði mig ekki á að stoppa hann og spyrja hvað hann væri eiginlega að gera. Hann labbaði framhjá mér, spurði hvort ég ætti heima þarna sem ég játaði og þá labbaði hann bara út. Það var ekki fyrr en við fór- um inn og tókum eftir að búið var að stela fartölvunni að ég hljóp út á eft- ir honum en þá var hann horfinn.“ Dúi segir að maðurinn hafi ekki haldið á tölvunni þegar hann mætti honum en gæti hafa falið hana innan klæða. Hann sjái ekki að neinu öðru hafi verið stolið en að vísu hafi ekki verið tekið upp úr öllum kössum. Erfitt sé að segja til um hvernig maðurinn hafi komist yfir lykil, en íbúðin hafi verið skráð á tveimur fasteignasölum og á annarri sölunni, ekki þeirri sem þau keyptu af, hafi lykillinn verið lánaður þrisvar. „Við erum búin að athuga vel að lykillinn hefur ekki komist í rangar hendur í gegnum fyrri eiganda sem hefur gert allt sem í hans valdi stendur til að hjálpa okkur að leysa þetta mál,“ segir Dúi. Fyrsta verk að smíða lykla Hann segir að svo virðist sem fasteignasalan sem hafði lyklana undir höndum hafi ekki farið með fólki sem þeir lánuðu lyklana að skoða íbúðina. „Það er minnsta mál- ið að afrita lykla, það tekur innan við fimm mínútur.“ Dúi og Halldóra voru fljót að fara og kaupa skrá og nýja lykla eftir að lögreglan hafði skoðað íbúðina. „Það er ekki spurn- ing að þetta á að vera það fyrsta sem fólk gerir þegar það kaupir íbúð.“ Ókunnugur maður með lykla að íbúðinni Stal fartölvu er heimilisfólkið brá sér frá Hjónin Dúi Grímur Sigurðsson og Halldóra Sigurgeirsdóttir. Morgunblaðið/Sverrir árum. Þá sagði í tilkynningu frá Mó- um að bygging hússins hefði kostað 550 milljónir og tækin 150 milljónir. Tækin munu vera að stórum hluta í eigu fjármögnunarfyrirtækisins Lýsingar hf. og tekur Steinþór Skúlason fram að þau hafi ekki verið keypt enda áform um aðra starfsemi. Kaupverð er ekki gefið upp. Afhent um miðjan mánuð Að sögn Steinþórs fá Ferskar kjötvörur húsnæðið afhent um miðj- an nóvember. Sigmundur Hannes- son, lögmaður Móa, segir að stjórn- endur félagsins hafi enn ekki áttað sig á áhrifum frétta af sölu húsnæðis afurðastöðvar félagsins en tekur fram að Móastöðin sé órjúfanlegur hluti af rekstri fyrirtækisins. Telur hann líklegt að félagið eigi forkaups- rétt að húsnæðinu samkvæmt ákvæðum gildandi leigusamnings sem gerður hafi verið til sjö ára. Móar hafa áfrýjað til Hæstaréttar höfnun Héraðsdóms Reykjavíkur á heimild félagsins til að leita nauða- samninga við kröfuhafa en fyrri nauðasamningar voru felldir úr gildi með úrskurði Hæstaréttar. Einnig liggja fyrir kröfur um gjaldþrota- skipti á búi félagsins. FERSKAR kjötvörur hf. hafa keypt húsnæði Móastöðvarinnar í Mos- fellsbæ. Hyggst fyrirtækið flytja þangað kjötvinnslu sína en þar er nú kjúklingasláturhús og vinnsla. Lög- maður Móa segir að í gildi sé leigu- samningur til 2007 og telur fyrirtæk- ið hafa forkaupsrétt að húsnæðinu. Ferskar kjötvörur hf. er ein af stærstu kjötvinnslum landsins í vinnslu á fersku svína- og nautakjöti. Fyrirtækið var stofnað upp úr kjöt- vinnslu Hagkaups en er nú í eigu Stjörnugríss á Vallá og Sláturfélags Suðurlands. Steinþór Skúlason for- stjóri SS, stjórnarmaður í Ferskum kjötvörum, segir að Ferskar kjötvör- ur, sem nú sé í leiguhúsnæði við Síðumúla í Reykjavík, hafi haft frumkvæði að kaupum á þessu hús- næði, en gengið var frá samningum í gær, og muni flytja starfsemi sína þangað. Seljandi er Landver ehf., sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka, Lands- bankans og Framtaks fjárfestingar- banka. Í húsinu, sem nefnt hefur verið Móastöðin, er rekið kjúklinga- sláturhús og vinnsla Móa hf. og Ferskra kjúklinga ehf. Húsið var byggt sérstaklega yfir þessa starf- semi og tekið í notkun fyrir tveimur Móastöðin seld kjötvinnslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.