Morgunblaðið - 31.10.2003, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 31.10.2003, Qupperneq 53
tekið stefnuna á að komast í úrslit- in um titilinn en tvö efstu liðin eftir úrslitakeppnina leika um meistara- titilinn.“ Að sögn Dags eru heimamenn uppistaðan í liði Bregenz en auk þeirra leikur litháíski landsliðs- markvörðurinn með liðinu, línu- maður frá Króatíu og króatísk skytta sem hefur austurrískt vega- bréf. Gaman að mæta „Bóbó“ Dagur og lærisveinar hans slógu út Wisla Plock frá Póllandi í 2. um- ferð Evrópukeppni bikarhafa en þjálfari pólska liðsins er enginn annar en Bogdan Kowalzcyk, fyrr- verandi landsliðsþjálfari Íslands. „Það var ansi gaman að mæta „Bóbó“. Hann var ansi rogginn með sig eftir fyrri leikinn í Aust- urríki sem við unnum með fimm marka mun. Það var hroki í honum enda var hann alveg viss um að þetta mundi duga hans mönnum til að fara áfram. En við töpuðum að- eins með einu í Póllandi og fórum áfram og eftir þann leik viður- kenndi Bogdan að við hefðum farið verðskuldað áfram.“ Bregenz mætir Creteil frá Frakklandi í 3. umferðinni og þar reiknar Dagur með erfiðum leikj- um enda Frakkarnir með topplið. Dagur lék í tvö ár með liði Wak- unaka í Japan en saknar hann ein- hvers frá veru sinni í landinu í austri? „Já, ég geri það. Mér líkaði lífið ákaflega vel í Japan og sá lífsstíll sem þar er. Þetta var hálfgert ævintýri. Ég saknaði Þýskalands ekki neitt þeg- ar ég fór þaðan en Japan togar í mig og ég á örugglega eftir að fara þangað aftur í heimsókn. Morgunblaðið/Kristinn Markverðir landsliðsins, Guðmundur Hrafnkelsson og Reynir Þ. Reynisson, sjást hér hita upp fyrir skotæfingu. ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 53 Föstudagur: 31. okt. kl. 20:00 - Kaplakriki Laugardagur: 01. nóv. kl. 16:30 - Ólafsvík Sunnudagur: 02. nóv. kl. 19:40 - Laugardalshöll ÍSLAND - PÓLLAND Mætum öll og styðjum strákana okkar til sigurs VISA EU sem er hluti af Visa International hefur ákveðið að styrkja tvo íslenska íþróttamenn og eitt lið til keppni á Ólympíuleikunum sem fram fara í Aþenu á næsta ári. Íþróttamennirnir sem um ræðir eru Örn Arnarson sundmaður og Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkv- ari, ásamt íslenska landsliðinu í handknattleik. Ekki var gefið upp hversu hár styrkurinn er til íþróttafólksins en hann á að veita því beinan fjárhagslegan stuðning til þjálfunar og til að greiða ferða- kostnað. Verkefnið gengur undir heitinu Vonarstjörnur Visa og byggist á samstarfi Visa EU við banka og ólympíunefndir í ellefu Evrópu- löndum og er Ísland eitt landanna sem nýtur góðs af stuðningi VISA EU. 60 íþróttamenn verða styrktir til keppni í Aþenu og eiga Íslend- ingar 1/3 hluta þeirra. Kurt Andersen svæðisstjóri Visa EU fyrir Ísland sagði á blaða- mannafundi sem haldinn var í gær í tilefni styrkveitingarinnar, að Ól- ympíuleikarnir væru stærsti íþróttaviðburður heims og að Visa EU væri stolt af því að vera einn helsti stuðningsaðili leikanna. Andersen sagði að Vonarstjörnur Visa væru hrein viðbót við stuðning Visa við ólympíuhreyfinguna. Örn, Þórey og landsliðið í handknattleik vonarstjörnur Visa EYJÓLFUR Héðinsson, knattspyrnumað-ur úr Fylki og fyrirliði 19 ára landsliðs- ins, heldur utan um helgina til Stoke City, en þangað hefur honum verið boðið til reynslu. Eyjólfur er 18 ára gamall og lék 5 leiki með Fylkismönnum í úrvals- deildinni í sumar og þá hefur hann verið fastamaður í U-19 ára landsliðinu. Hann skoraði tvö mörk fyrir íslenska liðið gegn Moldövum og Hollendingum í undan- keppni Evrópumótsins í Moldavíu á dög- unum. Theodór Elmar Bjarnason sem er á mála hjá Start í Noregi og er fyrirliði 16 ára landsliðsins verður í för með Eyjólfi en honum og Pálma Rafn Pálmasyni, sem leikur með KA, var boðið að koma til reynslu hjá Stoke eins og Morgunblaðið greindi frá á dögunum. Pálmi kemst hins vegar ekki út fyrr en eftir tvær vikur þar sem hann á við veikindi að stríða. Eyjólfur til Stoke City Pólverjar voru fyrir fall Berlínar-múrsins á meðal bestu hand- knattleiksþjóða heims en undanfar- inn áratug hefur þjóðin átt á brattan að sækja í alþjóðleg- um handknattleik. Það lið sem er komið hingað til lands hefur átt þátt í að koma Pólverjum inn á „kortið“ á nýjan leik. Uppistaða liðsins hefur tekið þátt í tveimur síðustu stórmót- um í handknattleik, Evrópumótinu í Svíþjóð árið 2002 og á HM í byrjun þessa árs. Pólverjum gekk ekki sem skyldi á EM í Svíþjóð, þar sem meg- inuppistaða liðsins var að taka sín fyrstu skref á stórmóti í handknatt- leik. Liðið féll úr að lokinni riðla- keppni. Betur gekk á HM í Portúgal þar sem það komst í milliriðla en tókst ekki að komast í leikina um sæti á Ólympíuleikunum, en það gerðu átta efstu þjóðirnar, þar á meðal Íslendingar. Reynsla leik- manna er orðin talsverð þrátt fyrir að meðalaldur liðsmanna sé í kring- um 25 ár. Án nokkurs vafa þá eru það fimm leikmenn sem bera að mörgu leyti pólska liðið uppi. Þetta eru Mariuz Jurasik, sterk örvhent skytta sem leikur með Guðmundi Hrafnkelssyni hjá Kronau/Östringen, Grzegorz Tkaczyk, leikmaður Magdeburg, Marcin Lijewski, sem er í herbúðum Flensburg, Piotr Przybecki hjá Kiel og Dawid Nilsson, Skövde. Jurasik er sjöundi markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar í handknattleik, hefur skorað 54 mörk. Tkaczyk, lærisveinn Alfreðs Gíslasonar, er talinn ein efnilegasta hægri handar skyttan í handknatt- leiknum í dag. Hann er aðeins 23 ára gamall, en hefur verið í her- búðum Magdeburg í nærri þrjú ár. Á yfirstandandi leiktíð hefur hann blómstrað hjá Magdeburg í fjarveru Nenands Perunicic. Tkaczyk, sem er yfir 2 metrar á hæð og gríðarlega sterkur, er níundi markahæstur í þýsku 1. deildinni með 52 mörk og um leið markahæstur leikmanna Magdeburg. Reiknað er með að hann verði ein helsta stjarnan í þýskum handknattleik á næstu ár- um. Marcin Lijewski er ein driffjöður þýska liðsins Flensburg, sem marg- ir telja væntanlega meistara þar í landi þegar upp verður staðið í vor. Lijewski er örvhentur líkt og Juras- ik sem að framan er getið og því greinilegt að pólska liðið er vel skip- að í stöðu skyttu hægra megin á vellinum. Przybecki er reyndur leikmaður sem getur jafnt leikið í stöðu leik- stjórnanda og sem skytta vinstra megin. Reikna má með að hann leiki nær eingöngu á miðjunni þar sem Tkaczyk er aðalskyttan á vinstri vængnum. Przybecki hefur leikið í Þýskalandi í átta ár, lengst af með Essen en síðustu tvö ár hjá Kiel þar sem hann varð þýskur meistari vor- ið 2002. Przybecki er nýkominn í pólska landsliðið eftir að hafa verið utan þess undanfarin ár vegna meiðsla og annarra ástæðna en hann var t.d. hvorki með á EM í Svíþjóð né í HM í Portúgal. Endurkoma hans í lands- liðið styrkir það til mikilla muna. Þá má heldur ekki gleyma horna- manninum Dawid Nilsson. Hann leikur í vinstra horninu og er einnig mjög fótfrár og lykilmaður pólska liðsins í hraðaupphlaupum. Nilsson leikur með Skövde í Svíþjóð og hef- ur verið á meðal markahæstu manna í sænsku úrvaldeildinni und- anfarin ár. Pólverjar og Íslendingar áttust við í þremur vináttulandsleikjum í Póllandi á milli jóla og nýárs fyrir tveimur árum og unnu Pólverjar tvær viðureignir en Íslendingar eina, en þess ber að geta að þá stillti Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari, ekki upp sínu sterkasta liðið vegna þess að flestir leikmenn sem léku í Þýskalandi voru ekki fáanlegir í leikina vegna leikja félagsliða þeirra. Næst mættust Íslendingar og Pólverjar í Farum Arena í Dan- mörku 10. janúar sl. á æfingamóti. Þá unnu Íslendingar örugglega, 29:22. Í þeim leik tóku þátt átta af þeim leikmönnum pólska landsliðs- ins sem nú koma til Íslands. Tæpum hálfum mánuði síðar mættust þjóð- irnar á ný í riðlakeppni HM og aftur vann Ísland, nú 32:29, í hörkuleik, eftir að hafa verið undir 17:14 í hálf- leik. Helsti veikleiki pólska liðsins hef- ur verið talinn varnarleikurinn en sóknarleikurinn er sterkur. Margir telja að takist pólska liðinu að bæta varnarleik sinn verulega takist því að stíga skrefið sem vantar upp á að komast í hóp sex til átta bestu landsliða heims og komast í úrslita- leiki um verðlaun á stórmótum. Pólverjar í mikl- um sóknarhug PÓLSKA landsliðið, sem leikur við það íslenska þrjá vin- áttulandsleiki í handknattleik í dag, á morgun og á sunnudag, er lið sem pólska handknatt- leikssambandið hefur lagt mikla alúð við síðustu ár með það fyrir augum að endurheimta stöðu sína á meðal fremstu hand- knattleiksþjóða heims. Ívar Benediktsson skrifar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.