Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 5
og Stefáni Jónssyni. Ég las allar bækur Stefáns Jónssonar um leið og þær komu út. Ólafur Jóhann Sigurðsson og Gunnar Benedikts- son voru góðir vinir foreldra minna. Jóhannes úr Kötlum og Sigfús Daðason voru lengi samstarfsmenn mínir í húsinu og áfram mætti telja. Ekki má heldur gleyma því að á meðan bókaútgáfan var til húsa hér á Laugavegi 18 fóru allir höfund- arnir hérna í gegn. Ég held að mér sé óhætt að segja að ég sé mál- kunnug þeim flestum. Af því að við erum farin að tala um rithöfunda verð ég að fá að minnast á ljóðskáldin. Ég hafði allt- af svolitla samúð með ungu ljóð- skáldunum. Þegar þeir drógu feimnislega upp úr fórum sínum ljóðin sín og óskuðu eftir að koma þeim á framfæri. Svo komu hingað skáld eins og Dagur Sigurðarson og Jónas Svafár til að falast eftir aur fyrir kaffibolla. Steinn Steinarr kom oft í búðina uppi á Skólavörðustíg. Hann hefur væntanlega komið oftar en ella því að bróðir hans, Hjörtur Krist- mundsson, bjó á efri hæðinni. Hjörtur kenndi skrift í Laugarnes- skóla.“ Af erlendum höfundum segist Anna aðallega hafa kynnst norræn- um rithöfundum. „Ég get nefnt sænsku rithöfundana Söru Lidman, Göran Tunström og Torgny Lind- gren sem ég held mikið upp á. Af öðrum erlendum höfundum verð ég að fá að minnast á Isabellu Allende. Hún kom hingað á vegum Bók- menntahátíðar og Máls og menn- ingar fyrir allmörgum árum. All- ende er í mínum huga ákaflega heillandi kona og ógleymanleg upp- lifun að heyra hana segja frá. Hún er ótrúleg sagnakona eins og kem- ur vel fram í bókunum hennar.“ Bókamessan árangursrík Anna hefur í gegnum tíðina tekið að sér ýmis bókaverkefni utan búð- ar, t.d. sá hún um bókamarkaði Fé- lags íslenskra bókaútgefanda í mörg ár og ljóðabókasafn Bessa- staða í forsetatíð Vigdísar Finn- bogadóttur. Þá sá Anna um sýningar á ís- lenskum bókum í bókabúðum í Ósló, Helsinki og Stokkhólmi í tengslum við opinberar heimsóknir Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, til Norðurlandanna. „Pabbi átti sæti í stjórn Máls og menningar til 1974 – ég tók við sæti hans í stjórninni árið eftir. Ég sit enn í stjórn bókaútgáfu Máls og menningar,“ segir Anna og viður- kennir að sum tímabil hafi reynst henni erfiðari en önnur í stjórninni. „Mér fannst erfitt að ganga í gegn- um þær breytingar sem orðið hafa hjá Máli og menningu undanfarin ár.“ Anna hefur séð um þátttöku Ís- lands í bókasýningunni í Gauta- borg. „Ég var komin með tengsl við forsvarsmenn hátíðarinnar þegar þeir komu hingað til að óska eftir því við íslensk stjórnvöld að Ísland yrði í sviðsljósinu á hátíðinni árið 1990. Svavar Gestsson, þáverandi menntamálaráðherra, samþykkti erindið og skipaði nefnd um þátt- töku Íslendinga á hátíðinni þetta ár. Ég var skipuð formaður nefnd- arinnar. Með mér í nefndinni voru Sigrún Valbergsdóttir frá mennta- málaráðuneytinu og Lars Åke Eng- blom, þáverandi forstjóri Norræna hússins. Ég held að mér sé óhætt að segja að framkvæmdin hafi tekist mjög vel. Flest íslensku forlögin tóku þátt í hátíðinni. Héðan fóru hátt í 30 rithöfundar og margir útgefendur. Vigdísi Finnbogadóttur, þáverandi forseti Íslands, opnaði sýninguna við hátíðlega athöfn í Gautaborg. Ég var kosin í stjórn bókamess- unnar árið 1989. Ég sendi tillögur að svona sjö dagskrárliðum frá Ís- landi á vorin. Yfirleitt hljóta svona þrjár samþykki. Ég sé líka um að setja upp bás fyrir Ísland á hátíð- inni. Þórdís Þorvaldsdóttir, fyrr- verandi borgarbókavörður, hefur verið einn helsti samstarfsmaður minn í tengslum við þátttöku Ís- lendinga í hátíðinni öll árin. Starfið í kringum bókahátíðina hefur alla tíð verið mjög gefandi og skemmtilegt. Ég tel að öflugt kynn- ingarstarf á íslenskum bókmennt- um í Gautaborg hafi skilað sér af- skaplega vel. Fjölmargar íslenskar bækur hafa verið gefnar út í Sví- þjóð og á hinum Norðurlöndunum eftir kynningu á hátíðinni, t.d. var ekki farið að gefa út skáldsögur Steinunnar Sigurðardóttur í Sví- þjóð fyrr en eftir að hún var kynnt í Gautaborg. Hinar Norðurlanda- þjóðirnar eru ákaflega áhugasamar um Ísland og íslenska menningu. Við svörum ógrynni spurninga um Ísland á hátíðinni svo væntanlega skilar þessi kynning sér á fleiri sviðum en á bókmenntasviðinu. Að lokum verð ég að fá að segja frá því að fjölmörg erlend bókasöfn kaupa beint af okkur íslenskar bækur, t.d. hefur Konunglega sænska bókasafnið alltaf keypt töluverðan fjölda íslenskra bóka af Máli og menningu. Svo hefur mér alltaf þótt sérstaklega gaman af því að fá að velja bækur í sérstaka Íslandsdeild borgarbókasafns borgarinnar Kuopio í Mið-Finn- landi.“ Elítur í Biskupasögum Anna segist alls ekki óttast að hafa ekki nóg fyrir stafni eftir að hún hættir að vinna þó eflaust eigi hún eftir að sakna búðarinnar, sam- starfsfólksins og allra föstu við- skiptavina sinna. „Ég hugsa mér gott til glóðarinnar að vera meira með fjölskyldunnni og svo má ekki gleyma því að ég á stóran og góðan vinahóp. Ég hef alltaf haft gaman af því að ferðast bæði innanlands og utan og vona að ég geti gert sem mest af því í framtíðinni. Ég býst við að ég haldi áfram að sækja námskeið hjá Tómstunda- skólanum og Endurmenntunar- stofnun Háskólans eins og ég hef gert síðustu 15 árin. Ég hef sótt námskeið Jóns Böðvarssonar í Ís- lendingasögunum,“ segir hún og er spurð að því hvort hún telji eins og fleiri að Njála sé besta Íslendinga- sagan. „Það er hún áreiðanlega. Hins vegar verð ég að viðurkenna að mér fannst skemmtilegast að lesa Eyrbyggju. Ég er á námskeiði í henni núna í annað sinn. Svo er ég í leshring með nokkrum góðum konum. Stofnun leshringsins kom þannig til að fyrir mörgum árum tóku nokkrir karlar af námskeið- unum hjá Jóni Böðvarssyni sig til og ákváðu að lesa Sturlungu saman. Fyrir forgöngu Vilborgar heitinnar Harðardóttur, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Félags íslenskra bókaútgefenda og skólastjóra Tóm- stundaskólans, stofnuðu nokkrar konur eigin leshring undir nafninu Elíturnar. Ég er með í þeim hópi. Þessi leshringur hefur lifað góðu lífi í allmörg ár. Við komum saman og lesum upphátt hver fyrir aðra. Núna erum við t.a.m. að lesa Bisk- upasögur.“ Góður andi Anna er að lokum spurð að því hvað hún telji skipta mestu máli að starfsmaður í bókabúð tileinki sér. „Mér finnst skipta mestu máli að vera heiðarlegur,“ svarar hún hugsi. „Ef maður er heiðarlegur við viðskiptavini sína koma þeir aftur því að þeir vita að þeir geta treyst manni. Að upplifa að viðskiptavinur leitar ráða hjá manni aftur og aftur er mjög gefandi. Auðvitað er æski- legt að starfsfólk í bókabúð lesi mikið af bókum. Nú er bara svo komið að enginn kemst yfir að lesa allar nýútkomnar bækur með fullri vinnu. Starfsfólk bókabúða kynnir sér alltaf vel bækurnar sem eru að koma út í hvert sinn. Þannig fær það ákveðna vísbendingu um inni- haldið og getur komið því til skila til viðskiptavinanna. Sérstaða bókabúðanna er fólgin í því að þar starfar fólk sem hefur lagt sig fram um að vita hvað það er með í höndunum og lítur á bókina sem eitthvað alveg sérstakt. Bóka- búðir hafa í mínum huga mikla sér- stöðu og alveg sérstaklega bóka- búðin hérna á Laugaveginum. Hér hefur alla tíð verið alveg sérstak- lega góður andi.“ og menningu Morgunblaðið/Þorkell ago@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 B 5 SpánnMADRID Costa Blanca ströndin hefur eitt heilsusamlegasta loftslag veraldar skv. WHO. Mikið úrval af vönduðum húseignum á Costa Blanca ströndinni á mjög hagstæðu verði. Skoðaðu eignir hjá okkur fyrst til að geta borið saman við það besta Velkomin á kynningu sem haldin verður í Ólafsvík á Hótel Ólafsvík, Snæfellsb æ, sunnudaginn 2. nóv. fr á kl. 14-17 Við veitum yður alla nauðsynlega aðstoð í sambandi við fasteignakaup/ búsetu á Spáni. 30 ára reynsla með spánskar húseignir afhentar beint frá byggingaraðila á umsömdum tíma. Sýningarferðir með leiðsögn á íslensku. Nánari upplýsingar í síma 533 1111 www.tmdanmark.dk TM ÍSLAND Laufás, Sóltúni 26 - 105 Reykjavík - Þjónusta og öryggi í 30 ár laufas@laufas.is - www.laufas.is - Sími 533 1111 - fax 533 1115 Íris Hall löggiltur fasteignasali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.