Morgunblaðið - 13.11.2003, Page 13

Morgunblaðið - 13.11.2003, Page 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 13 Glæsilegir dömuskór n‡tt kortatímabil Ítölsk hönnun YFIR 20 manns fórust í gærmorgun í Írak þegar tankbíl, hlöðnum sprengiefni, var ekið að aðalstöðvum ítalskra lögreglumanna í borginni Nasiriyah í sunnanverðu landinu. Ítalir eru með um 2.400 manna lið hermanna og herlögreglumanna, svonefndra Carabinieri, í Írak og hafa ásamt Rúmenum unnið að þjálfun íraskra lögreglumanna í Nasiriyah. Ítalskir ráðamenn hörm- uðu mannfallið í gær en sögðu að at- burðurinn myndi engu breyta um þá ákvörðun stjórnarinnar að aðstoða við uppbyggingu í Írak. Ekki var vit- að hverjir voru á bak við tilræðið. Tankbílnum var ekið að hliði við eitt af húsum Ítalanna um klukkan 10:40 að þarlendum tíma og þykir ljóst að um sjálfsmorðsárás hafi ver- ið að ræða. Vitni sögðu að öðrum bíl hefði rétt áður verið ekið að húsinu og skotið hefði verið úr honum á verðina við húsið til að leiða athygli frá sprengjubílnum sem kom úr ann- arri átt. Vitað var að minnst 17 Ítalir fórust auk amk. átta Íraka. Ellefu léttvopnaðir Carabinieri-menn voru meðal hinna látnu, fjórir Ítalanna voru úr landhernum og tveir voru borgaralegir starfsmenn. Óttast var að fleiri hermenn væru grafnir undir braki á staðnum, að sögn Roberto Riccardi, majórs í Carabinieri-sveit- unum í Róm síðdegis í gær. Nær 80 manns slösuðust í sprengingunni. Framhlið hússins, sem áður hýsti verslunarráð borgarinnar, gereyði- lagðist og hrundi að hluta, svo öflug var sprengingin að rúður brotnuðu í húsi á bakka árinnar Efrat, handan við Nasiryiah. Einnig urðu miklar sprengingar í skotfærum á staðnum rétt eftir að tankbíllinn sprakk og eldur varð laus í herjeppum við hús- ið. Ítalir vinsælir á svæðinu Nasiriyah er á svæði sjía-músl- íma, hún er um 300 km sunnan við Bagdad og þar hefur að mestu verið kyrrt eftir að sjálfu stríðinu lauk. Ítalirnir hafa náð góðu sambandi við almenning og eru vinsælir á svæð- inu, að sögn heimildarmanna. Rúm- lega 300 Carabinieri-liðar, sem heyra undir ítalska varnarmálaráðu- neytið og oft eru látnir sinna frið- argæslustörfum á átakasvæðum, hafa bækistöð í borginni ásamt 110 Rúmenum og vinna þessir menn all- ir við þjálfun innlendra lögreglu- manna. Enginn Rúmenannna mun hafa fallið eða særst í gær. Liðsafl- inn er undir yfirstjórn Breta sem stýra suðurhluta Íraks. Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, lýsti hryggð sinni vegna manntjónsins, hinir föllnu væru hug- prúðir menn og hann væri hreykinn af þeim en nú hefðu þeir orðið fórn- arlömb hryðjuverkamanna. Hann sagði að ítalska liðið yrði ekki kallað heim frá Írak eins og margir af tals- mönnum stjórnarandstæðinga kröfðust þegar í gær. „Engar ógnanir munu fá hnikað þeirri ákvörðun okkar að hjálpa þjóðinni að byggja landið upp á ný og mynda eigin ríkisstjórn í skjóli öryggis og frelsis,“ sagði ráð- herrann. Mikil andstaða var meðal ítalsks almennings við þá ákvörðun Berlusconis á sínum tíma að styðja stefnu Bandaríkjamanna og Breta gagnvart Saddam Hussein í Írak. Ítalir sendu þó ekki neitt herlið til að taka þátt í Íraksstríðinu en hafa frá því í júní aðstoðað við uppbygg- inguna eftir stríðið. Enginn Ítali hafði fallið í Írak þangað til í gær. Carlo Azeglio Ciampi, forseti Ítalíu lýsti einnig harmi sínum vegna at- burðarins sem væri „andstyggilegt hermdarverk“ en sagði að Ítalir myndu eftir sem áður taka fullan þátt í stríðinu gegn hryðjuverkum. Blair ræðir um „geysilega erfiðleika“ í Írak George W. Bush Bandaríkjafor- seti sendi í gær Ítölum samúðar- kveðjur vegna atburðanna í Nasir- iyah og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, vottaði einnig ítölsku þjóðinni samúð sína í ræðu í þinginu. Hann sagðist við- urkenna að hernámsliðið ætti við „geysilega erfiðleika“ að stríða vegna árása af hálfu hryðjuverka- hópa og fyrrverandi embættismanna Saddams en ráðherrann hét því að gefast ekki upp við að tryggja að lýðræði yrði komið á í Írak. Það versta sem hægt væri að gera í stöð- unni væri að kalla heim allt her- námsliðið. „Það erum við sem erum að reyna að bæta líf venjulegra Íraka og hryðjuverkamenn og liðs- menn Saddams reyna að hindra okk- ur í því,“ sagði Blair. Ráðamenn á Spáni sögðu að spænskir hermenn, alls um 1.250 manns, sem nú eru í Írak yrðu ekki kallaðir heim, þrátt fyrir tilræðið. Sama viðhorf var uppi á teningnum í Portúgal en stjórnvöld þar studdu, eins og Spánverjar, afstöðu Breta og Bandaríkjamanna gagnvart Írak. Rösklega 100 manns, sjálfboðaliðar úr herlögreglusveitum í Portúgal, verða sendir til Nasiriyah á næst- unni til að starfa með Ítölunum og Rúmenunum. Yfir tuttugu fórust í tilræðinu í Nasiryiah   %            &'( 5+5" ! !+%6 )  * + !  ! *   *   !  % *!  &  Reuters Vegfarendur í Nasiryiah horfa á reyk sem stígur upp frá aðalstöðvum herlögreglusveitanna ítölsku í gær. Minnst 17 Ítalir og átta Írakar fórust. Reuters Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, í þingumræðum í gær. Bagdad, Róm, London. AP, AFP. Silvio Berlusconi segir að ítalska herliðið verði ekki kallað heim frá Írak

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.