Morgunblaðið - 13.11.2003, Page 15

Morgunblaðið - 13.11.2003, Page 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 15 YASSER Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, hvatti í gær til, að frið- arsamningar Palestínumanna og Ísraela yrðu teknir upp aftur en sagði, að Ísraelar ógnuðu lífi hans alla daga. „Það er kominn tími til að ræða málin í stað þess að beita vopnum, ofbeldi, launmorðum og eyðilegg- ingu,“ sagði Arafat á palestínska þinginu í gær er það samþykkti með miklum meirihluta atkvæða nýja ríkisstjórn Ahmed Qureis. „Það er kominn tími til að rjúfa þennan vítahring, sem færir okkur hvorki frið né öryggi.“ Arafat lagði einnig áherslu á, að Ísraelar hefðu einnig rétt til að lifa í friði í sínu landi og minnti á, að Palestínumenn hefðu viðurkennt Ísraelsríki og það yrði ekki tekið til baka þrátt fyrir „áróður og lygar“ ísraelskra stjórnvalda um það. Ríkisstjórn Ariels Sharons, for- sætisráðherra Ísraels, neitar að ræða við Arafat, sem hún segir vera helsta þröskuldinn í vegi frið- ar, og hefur í raun haldið honum í stofufangelsi í Ramallah á Vest- urbakkanum í tvö ár. Silvan Shalom, utanríkisráð- herra Ísraels, brást við ræðu Ara- fats í gær með því að saka hann um að standa að baki hryðjuverkum í Ísrael. Hefur Ísraelsstjórn tekið heldur fálega stjórn Qureis, sem er skipuð mörgum ráðherrum fyrr- verandi stjórnar, en segist þó munu gefa henni „tækifæri“. Tilbúinn að hitta Qurei Talsmaður Sharons, Ranaan Gissin, sagði, að ísraelski forsætis- ráðherrann væri tilbúinn til að hitta Qurei „hvar sem er og hve- nær sem er“ en prófsteinninn á stjórn hans yrði hvort hún gæti haft taumhald á samtökum eins og Hamas og Heilögu stríði en þau hafa staðið fyrir flestum hryðju- verkum í Ísrael. Annar talsmaður Sharons sagði, að Ísraelsher myndi halda að sér höndum á Vesturbakkanum og Gaza til að gefa Qurei tækifæri til að sanna sig. Í ræðu sinni hvatti Qurei til, að umsátrinu um Arafat yrði hætt en deilur milli þeirra tveggja hafa taf- ið fyrir myndun nýrrar stjórnar í margar vikur. Var einkum deilt um skipan innanríkisráðherrans og þar með yfirmanns öryggismál- anna en í gær féllst Arafat loks á að falla frá kröfu um, að Nasr Yussef hershöfðingi fengi það emb- ætti. Er nýi innanríkisráðherrann Hakam Balaawi, sem er raunar gamall samstarfsmaður Arafats. Arafat hvetur til friðar og viðræðna Ísraelar segjast munu gefa nýrri stjórn Ahmed Qureis „tækifæri“ Ramallah. AFP. AP Ahmed Qurei, nýr forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, og Yasser Arafat forseti biðjast fyrir við upphaf þingfundarins í gær. DÓMSTÓLL í París felldi í gær fangelsisdóma yfir þremur mönnum sem á síðasta áratug voru meðal æðstu stjórnenda franska Elf-olíu- fyrirtækisins. Voru þeir sakfelldir fyrir að hafa átt þátt í víðtæku spill- ingarneti sem olíufyrirtækið, sem þá var í ríkiseigu, notaði til að tryggja sér áhrif meðal ráðamanna. Dómstóllinn dæmdi fyrrverandi forstjórann, Loik Le Floch-Prigent, og næstráðanda hans, Alfred Sirven, í fimm ára fangelsi, en Andre Tarallo – sem fékk viðurnefnið Afríkumaður Elf – fékk fjögurra ára fangelsisdóm. Auk þess var öllum hinum dæmdu gert að greiða háar fjársektir – Le Floch Prigent 375.000 evrur (33 milljónir króna), Sirven eina millj- ón evra (88 millj. kr.) og Tarallo tvær milljónir evra (176 millj. kr.). Mennirnir þrír voru fundir sekir um að hafa skar- að eld að sinni köku í stórum stíl með því að taka sér skerf – upp á samtals allt að 305 milljónir evra – af risastórum leyni- sjóði Elf sem ætlaður var til að greiða mútur o.þ.h. Tarallo, sá eini þremenninganna sem ekki sat þegar bak við lás og slá í frönsku fangelsi fyrir skyldar sakir, var hnepptur í varðhald um leið og dómurinn féll. Þrjátíu og fjórir menn aðrir voru ákærðir í tengslum við sömu mál og þremenningarnir voru nú dæmdir fyrir. Þetta var eitt umfangsmesta spill- ingarmál sem komið hefur fyrir franska dómstóla en það varpaði ljósi á þá sjálfsafgreiðsluhefð sem stjórnendur ríkisfyrirtækisins Elf – sem síðan hefur verið einkavætt – notuðu sér í forstjóratíð Le Floch Prigent. Fyrrum æðstu menn Elf- olíufélagsins í fangelsi París. AFP. Loik Le Floch- Prigent, fyrrver- andi forstjóri Elf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.