Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2003næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í KVIKMYND Friðriks Þórs Friðrikssonar, Djöflaeyjan, er dreg- in upp mynd af þjóðfélagsaðstæðum Reykvíkinga í upphafi sjöunda ára- tugarins. Aðal persónur mynd- arinnar bjuggu í braggahverfi sem þótti niðurlægjandi, því þar bjuggu aðeins fátæk- lingar. Þeir sem kom- ust úr braggahverf- unum fluttu í blokk sem flestir litu á sem næsta stig fyrir ofan, þó fátæktarstimpillinn væri kannski ekki jafn áberandi. Á þeim tíma og ár- unum sem á eftir fylgdu, var ímynd íbúðablokkarinnar ekki í hávegum höfð og það ekki tal- inn vænlegur kostur að vera blokk- aríbúi. Síðan hefur mikið vatn runn- ið til sjávar og nú, um fjórum áratugum síðar, er ímynd blokk- arinnar allt önnur í hugum fólks. Á höfuðborgarsvæðinu hafa risið fjöl- margar blokkir, eða öllu heldur há- reist fjölbýli eða fjölbýlishús. Þessar háreistu byggingar hafa risið víða, svo sem í Skuggahverfinu við Skúla- götuna, í Sóltúninu, Grafarvogi, Smárahverfi, Salarhverfinu, Lind- arhverfinu og stefnt að byggingu fjölbýlishúsa að Hörðuvöllum. Fátt sameiginlegt Þessi háreistu fjölbýli eiga fátt sam- eiginlegt með blokkaríbúðunum sem byggðar voru fyrir 3–4 áratugum. Ég tel að þorri almennings muni koma til með að líta á þau sem eðli- lega byggðaþróun nú þegar hávær- ar raddir heyrast um þéttingu byggðar, enda munu þau að mati greinarhöfundar falla vel inn í um- hverfið og eiga eftir að verða eft- irsótt vegna þess hve miðsvæðis þau verða. Fjölbýlishúsunum munu fylgja margir kostir, niðurgrafin bílastæði, sérbyggð leiksvæði fyrir hverja byggingu og frágang sem tekur tillit til alls umhverfis á svæð- inu. Þrátt fyrir að íbúðir í fjölbýlis- húsum á almennum markaði séu nú orðnar eftirsóttur kostur, eim- ir enn eftir af þeim hugsunarhætti að mönnum séu ekki bjóð- andi þau skilyrði sem þar ríkja. Sá hugs- unarháttur hefur til dæmis bergmálað víða í málflutningi þeirra sem setja sig á móti byggingu háreistra fjölbýlishúsa í landi Lundar í Kópavog- inum. Notuð hafa verið neikvæð orð um þessar fyrirhuguðu byggingar eins og steintröll, íbúð- arturnar, legsteinar, steinkastalar, múr, tröllaborgir o.s.frv. Niðurgrafin bílastæði Í tillögum að skipulagi í landi Lund- ar er gert ráð fyrir að háhýsin séu af miklum gæðum. Áætlað er að á svæðinu verði byggðar 480–500 íbúðir fyrir rúmlega 1.300 íbúa. Fjöldi bílastæða verður við bygging- arnar en tveir þriðju hlutar verða niðurgrafnir. Gert er ráð fyrir fern- um nýjum undirgöngum í tengslum við íbúðarhúsnæðið, byggingu versl- unar, leikskóla og bensínstöðvar. Umfangsmiklar breytingar verða gerðar á gatnakerfinu í næsta ná- grenni. Í henni felst að í stað slaufu norðan Nýbýlavegar, sem tengist Nýbýlavegi milli Skeljabrekku og Auðbrekku, er gert ráð fyrir rampa af Hafnarfjarðarvegi inn í núver- andi legu Skeljabrekku sem tengist síðan Nýbýlavegi með hringtorgi. Gert er ráð fyrir ,,nýrri“ Skelja- brekku á stuttum kafla sem tengist inn í Dalbrekku. Til þess að lág- marka umferðarhávaða er gert ráð fyrir að setja skermvegg á nyrðri axlarbrún Nýbýlavegar og á ramp- ann frá vestara hringtorgi Nýbýla- vegar til norðurs inn á Hafnarfjarð- arveg. Að auki verður sett upp jarðvegsmön í boga vestan við Lundarhverfi. Útivistar- og frístundasvæði Með áformuðum byggingum er stefnt að góðri tengingu við útivist- arsvæðið í Fossvogsdal. Annars vegar er stór hluti svæðisins hafður opinn og verður hannað sem nýtt útivistar- og frístundasvæði. Komið verður á betri tengingum frá útivist- arsvæðinu innar í dalnum og út í sjálfan Fossvoginn með göngustíga- tengingum. Jafnframt er rétt að taka fram að svæðið hefur verið af- girt og lokað almenningi fram til dagsins í dag. Margir telja að íbúðir gætu orðið óþarflega dýrar vegna alls þessa. Greinarhöfundur vísar þeirri gagn- rýni til föðurhúsa og vill benda á að hagkvæmni er einn af þeim kostum sem næst við áformað bygging- arform og háa nýtingu á svæðinu sem kemur kaupendum óneitanlega til góða. Landið er verðmætt en sá kostnaður dreifist á fleiri aðila en ef gisnari byggðar hefði verið óskað á svæðinu. Gisnari byggð er einmitt það sem flestir þeir, sem gagnrýna tillöguna, hafa farið fram á. Breytt ímynd fjölbýlishúsa Sverrir Hólm Reynisson skrifar um skipulagsmál ’Í tillögum að skipulagií landi Lundar er gert ráð fyrir að háhýsin séu af miklum gæðum. ‘ Sverrir Hólm Reynisson Höfundur er íbúi á Nýbýlavegi í Kópavogi. K unningi minn, Vlad- ímír Zhírínovskí, getur aldeilis verið ánægður með árangur síns flokks, Frjálslynda lýðræðisflokksins, í þingkosningunum í Rússlandi sl. sunnudag. Zhírínovskí fékk 11,6% atkvæða í kosningunum en fékk 6% fyrir fjórum árum og hafði raunar verið spáð svipuðu fylgi í aðdraganda þessara kosninga. Ég nota orðið kunningi um Zhírínovskí því mér gafst tækifæri til að eiga við hann samtal í Strass- borg í Frakklandi seinast í sept- ember en þar stóð þá yfir fundur Evrópuráðsþingsins og var Zhír- ínovskí þar einn af fulltrúum rúss- neska þings- ins. Zhírínovskí ræddi um það þá að hann stefndi að því að verða for- seti Rússlands ekki seinna en árið 2008 – en skv. núgildandi stjórn- arskrá getur Vladímír Pútín ekki setið lengur en til 2008 sem for- seti. Zhírínovskí var í ágætis skapi þegar ég ræddi við hann. Hann var nýkominn út úr þingsalnum í Evrópuráðsbyggingunni, hafði þar verið á mælendaskrá, og sat einn frammi á bekk. Það var að hefjast kokkteilboð þannig að ég hugsaði með mér að það væri nú eða aldrei að vippa sér að þessum umdeilda stjórnmálamanni og biðja um ofurlítið samtal. Verð að játa að hjartað í mér sló nokkuð ört; Zhírínovskí er jú sennilega þekktastur á Íslandi fyr- ir að hafa danglað til annars fram- bjóðanda í sjónvarpsútsendingu fyrir kosningar í Rússlandi fyrir nokkrum árum. Maðurinn virðist gjörsamlega óútreiknanlegur. Nú síðast gerðist það á kjörstað í Moskvu sl. sunnudag að Zhírín- ovskí lenti í hávaðarifrildi við full- trúa hins opinbera á kjörstað, sem og við konu sem kunni því illa hvernig hann hagaði sér. Zhírí- novskí var hins vegar ekkert á því að láta kveða sig í kútinn. „Hypj- aðu þig í burtu!“ sagði Zhírínovskí við konuna skv. frásögn Morgun- blaðsins. „Þetta er brjáluð kona! Sýndu mér miðann frá geðlækn- inum þínum!“ Lauk uppákomu þessari þannig að lífverðir Zhírínovskís drógu konuna í burtu. Ég minnist þess óljóst frá sam- tali okkar Zhírínovskís í Strass- borg að á vappi í kringum hann hafi verið unglegir menn, sem ein- mitt litu út fyrir að vera einhvers konar lífverðir. Þegar til kom reyndist þó alger óþarfi að óttast Zhírínovskí. Raun- ar held ég, eftir á að hyggja, að hann hafi sumpartinn setið þarna á bekknum í von um að einhver er- lendur blaðamaður gæfi sig að honum. Sannarlega var augljóst að aðrir fulltrúar á Evrópuráðs- þinginu voru ekki ýkja hrifnir af Rússanum aðsópsmikla, raunar grunar mig að margir álíti þeir hann hálfgert úrhrak. Blaðamaðurinn íslenski hlaut hins vegar að hafa áhuga á því að ræða við mann sem opinberlega hefur lýst því yfir að hann vilji að Ísland verði gert að fangaeyju fyr- ir alla Evrópu. „Þetta yrði líka gott fyrir Ísland því við myndum borga ykkur fyrir að vista fangana og sinna starfi fangavarða,“ sagði hann við mig og var ekki að sjá að hann væri að grínast. Þetta er einmitt lykilspurning hvað varðar alla umfjöllun um Vladímír Zhírínovskí. Er hann al- varlega þenkjandi maður sem hef- ur einfaldlega sans fyrir því hvað mun fanga athygli fólksins? Er hann pólitískur trúður? Er hann kannski brjálaður? Ég ræddi við nokkra sem um árabil hafa sótt fundi Evrópuráðs- þingsins og þeir virtust ekki hafa svarið á reiðum höndum. Mér var sagt að oft kæmi fyrir að Zhírín- ovskí flytti prýðilegar ræður um tiltekin hagsmunamál umbjóð- enda sinna í Rússlandi. Rétt í enda ræðu sinnar tæki hann hins vegar allt í einu upp á því að formæla hommum, svo dæmi sé tekið, eins og til að vekja þingsalinn af vær- um svefni. Skipti þá engu að slík umfjöllun um samkynhneigða tengdist í engu því sem hann áður hefði verið að segja. Undarlegt háttalag, annað verð- ur víst ekki sagt. Sannarlega er Zhírínovskí ekki eins og fólk er flest, það get ég vottað. Sá uggur sem ég hafði bor- ið í brjósti hvarf að vísu, enda lét hann mig ekki hafa það óþvegið. En hann ræskti sig í tíma og ótíma meðan á spjalli okkar stóð, þannig að undir tók í salnum. Hann var líka með gullkeðjur um hvorn úln- lið sem hann lék sér að því að hrista ótt og títt. Mér datt helst í hug að hann væri kannski svolítið manískur. Maðurinn hefur auðvitað ekki neinar eðlilegar skoðanir. Hann lýsti því yfir í samtali okkar að hann vildi skipta Kína upp í sex hluta til að draga úr hættunni sem hann segir stafa af ríkinu (ætli Kínverjar myndu ekki gera ein- hverjar athugasemdir við þau áform?), hann vill sömuleiðis að einvörðungu verði þrír gjald- miðlar í heiminum, dollari, evra og rúbla, og hann vill að heiminum verði stýrt frá Moskvu, Brussel og Washington. Zhírínovskí lagði síðan í samtali okkar sérstaka áherslu á að Rúss- land yrði gert að lögregluríki upp á gamla skólann (e. military police regime). Áður hefur hann hótað að inn- lima Alaska ef hann kæmist til valda í Rússlandi, hann hefur haft í flimtingum að nauðsynlegt kynni að reynast að varpa kjarnorku- sprengjum á Japan og hann hótaði einhvern tíma að drekkja Þýska- landi í geislavirkum úrgangi. Þá hefur hann farið fögrum orðum um hugmyndafræði Adolfs Hitlers og hann ræktaði á sínum tíma vin- skap við Saddam Hussein, fyrr- verandi forseta Íraks. Þegar ég kvaddi leysti Zhírín- ovskí mig út með gjöfum, afhenti mér kynningarbæklinga um Frjálslynda lýðræðisflokkinn og sömuleiðis afar áhugavert mynd- band um rúmlega tíu ára sögu flokksins. Þetta er eftirtektar- verður maður, svo mikið er víst. Umdeildir menn I Verð að játa að hjartað í mér sló nokkuð ört; Zhírínovskí er jú sennilega þekktastur á Íslandi fyrir að hafa danglað til annars frambjóðanda í sjónvarpsútsendingu fyrir kosningar í Rússlandi fyrir nokkrum árum. VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is MAÐUR er nefndur Þórólfur Árnason – frændi undirritaðs – og ekki verri maður fyrir það! – Þessi sami Þórólfur hefur tekið að sér að vera borgarstjóri fyrir vinstri bræðinginn í Reykjavík. Einkar sárt fyrir góðan dreng ættaðan af Snæfellsnesi! – Hann má ómögu- lega taka upp sem fasta iðju flest það versta í fari margra vinstri manna þ.e. að hafa al- gjör endaskipti á sannleikanum, sam- anber viðtal í Morg- unblaðinu 5. desem- ber sl. þar sem hann tekur að sér að hrósa í hástig reikningum höfuðborgarinnar, hafandi þó borðleggj- andi fyrir framan sig að skuldir borg- arinnar hafa aukist um – hvorki meira né minna – 10 milljarða króna á einu ári! Langafi Þórólfs og ömmubróðir greinarhöfundar, sá merki klerkur séra Árni Þórarinsson, hinn sami sem meistari Þórbergur gerði ódauðlegan á sinni tíð í snjöllum bókaflokki, var af mörgum (ómak- lega) sagður „mesti lygari“ sinnar samtíðar, og meistari Þórbergur „sá auðtrúasti“. Hræddur er ég um að gamli maðurinn hefði hins vegar beðið Guð að hjálpa sér, hefði hann átt að forsvara, hrósa, upphefja og lýsa margfaldri blessun yfir tíu milljarða skuldaaukningu á einu ári hjá ákveðnu bæjarfélagi – svo forhertur var gamli klerkurinn örugglega ekki! – En í fyrrnefndu Morgunblaðsviðtali hélt Þórólfur frændi áfram að bera sannleik- anum vitni – eða hitt þó heldur. Gefum Þórólfi orðið: „Útsvar yrði óbreytt á næsta ári, 12,70%, á meðan nágrannasveit- arfélögin á höfuðborg- arsvæðinu væru með hærri útsvar. – Svo mörg voru þau orð – og gamli ömmubróðir hefði eflaust bætt við, „og sælir eru þeir sem heyra“ o.s.frv.! – Til að sannleikurinn megi fram koma, bæði fyrir Þórólf svo og alla þá aðra sem áhuga hafa fyrir álögum á skattborgara, er hins vegar rétt að sýna svart á hvítu, annars vegar skatta á Reyk- víkinga undir stjórn vinstri manna – hinsvegar skatt á Seltirninga undir samfleytt fjögurra áratuga stjórn sjálfstæðismanna. Sjá töflu. Til að kóróna „sköpunarverkið“ greiða Reykvíkingar fyrir tonnið af heitu vatni kr. 73 á meðan Seltirn- ingar greiða fyrir sitt heita vatn aðeins kr. 37 fyrir tonnið. Hvorki meira né minna en 70% munur! Undirritaður vill helst ekki verða valdur að því að frændi hans fái magasár, ætti því ekki að nefna – en geri það þó vegna ættlegrar ótuktarsemi undirritaðs – að það tæki Seltjarnaneskaupstað aðeins 3 ár að greiða upp allar sínar skuldir – hins vegar Reykjavík- urborg nær 8 ár, og sem smá inn- legg vegna vinstri manna í Hafn- arfirði, yrðu þeir 47 ár að greiða allar skuldir þess bæjar! Það stendur því sannarlega óbreytt gamla kjörorð stjórnmála- manna á vinstri vængnum, sem sé: „Gott er að telja peninga úr pyngju annarra“. Hins vegar finnst mér sem ég heyri gamla klerkinn hann ömmubróður minn segja: „Heyrðu hróið mitt – hver smitaði strákinn hann Þórólf af þessum djeskotans vinstri vírus? – Úr því hann er að skrökva á hann að gera það trúverðuglega!!“ Megi á að- ventu augu frænda míns opnast fyrir sannleikanum – og gera strákinn frjálsan! Það er ljótt að skrökva, Þórólfur frændi! Magnús Erlendsson fjallar um ósannsögli ’Undirritaður vill helst ekki verða valdur að því að frændi hans fái magasár.‘ Magnús Erlendsson Höfundur er eldri borgari og var í tvo áratugi bæjarfulltrúi í Seltjarnar- nesbæ. Reykjavík Seltjarnarnes Útsvar 12,70% 12,46% Sorphreinsigjald 7.260 kr. 4.800 kr. Holræsigjald 0.115 Stórt núll. Ekkert lagt á bæjarbúa Fasteignagjöld A-liður 0.32 0.36 Fasteignagjöld B-liður 1.65 1.12 Vatnsskattur 0.99 kr. pr. m2 0.15 pr. m2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55740
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 336. tölublað (11.12.2003)
https://timarit.is/issue/251977

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

336. tölublað (11.12.2003)

Aðgerðir: