Vísir - 16.01.1981, Blaðsíða 2

Vísir - 16.01.1981, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 16. janúar 1981 vísm Hvor sigrar i leiknum á sunnudaginn, Víkingur eða Lugi? (Liðin keppa í Evrópu- keppni meistaraliða í handknattleik) Magnús Sigurösson. bilstjóri: Ég tippa á Víking. Hann vinnur meö þriggja marka mun. Benedikt Kristjánsson, bilstjóri: Ég er alveg ákveðinn i aö Viking- ur vinni. Ég giska á tveggja til þriggja marka mun. Bragi Finnbogason, bilstjóri: Tja, ég fylgist bara akkúrat ekk- ert með fótbolta og hef ekki hug- mynd um það. Einar Sigurjónsson, biistjóri: Ég hef ekkert vit á þessu, þessari knattspyrnu eða handbolta eða hvað það nú er. Þórir Karlsson, bflstjóri: Lugi. Lugi gerir 22 mörk en Vikingur 18. 99 ðDægilegt að hlusta á eigin rðdd - segír flnna steinunn Ágústsdótlir aðstoðarmaður morgunpóstsmanna 99 ,,Ég hef aldrei komið nálægt fjölmiðlun áður en ég hef mjög gaman af þessu”, sagði Anna Steinunn Agústsdóttir, sem tekið hefur við af Páli Þorsteinssyni sem aðstoðarmaður þeirra Páls Heiðars Jónassonar og Birgis Sigurðssonar i Morgunpóstinum. „Égbyrjaði i Morgunpóstinum um áramótin, en það er ekki frá- gengið hversu lengi ég verð með þeim Páli og Birgi, kannski fram á vorið ef vel gengur. Þetta er mjög spennandi og ég gæti jafn- vel hugsað mér að halda áfram á þessari braut”. — Ertu taugaóstyrk i útsend- ingum? „Ég var mjög taugaóstyrk fyrst framan af, en það hefur lag- ast nú siðustu dagana. Það tekur samt alltaf dálitinn tima að venj- ast þessu. Ég var langt i frá ánægð með mina frammistöðu og fannst ó- þægilegt að hlusta á mina eigin rödd. Það finnst mér reyndar ennþá. Ef ég legg hart að mér, æfi mig i upplestri, þá stendur þetta vonandi til bóta”. — Hvar hefurðu starfað áður? ,,Ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Isafirði árið 1979”. — Ertu tsfirðingur? „Nei, nei ég er Reykvikingur. Eftir stúdentsprófið var ég i eitt ár erlendis. Ferðaðistum og vann ýmiss störf, aðallega i Dan- mörku. t haust og þar til ég byrj- aði i Morgunpóstinum vann ég hjá Pósti og sima við talsamband við útlönd”. — Hver eru helstu áhugamál- in? „Ég hef mikinn áhuga á mynd- list. Ég hef hug á að læra mynd- list I framtíðinni. Ég ætla að reyna að komast i' Myndlista- og handiðaskólann. Ég hef þó ekki þreytt nein inntökupróf enn — hafði hugsað mér að gera það i vor^ Hvernig það fer verður ,svo bara að ráðast”, sagði Anna Steinunn Agústsdóttir. —ATA Anna Steinunn Ágústdóttir. Visismynd: EÞS Arnl Bergmann VIII l Háskóiann Árni Bergmann, rit- stjóri Þjóöviijans, cr nteöal þeirra, sctn sækja utn lektorsstööu I al- tnennum bókntennta- fræöunt við lláskóla is- lands. Arni itefur lengi verið óánægður tneð ritstjóra- starf sitt á Þjóöviljanutn og viljað komast þaðan burt. Nú stefnir hann setn sagt upp i Háskóla, en ýtnsir þekktir bók- menntafræðingar sækja á móti honum. Þaö tná þvi búast við hressilegunt bókmemitafræðingaslag. Embætti þvi, sem hér unt ræðir, gegndi Vé- steinn Olason áður, en hann hefur tckiö við lektorsembætti i islensk- unt hókmcnntum viö Há- skólann. Arni Bergmann Greíöa 225 mllljónlr árlð 2016 Rikisstjórnin hefur nú tckið lán i Bretlandi að uppltæð 225 ntilljónir króna, en það er sama vcrögildi og 22,5 milljarö- ar gamalla króna. Það merkilega við þetta lán er þó, að þaö þarí ekki að borgast upp fyrr en árið 2016, en þá á lika að greiöa þaö i einu lagi. En vitið þiö annars hvcrs vcgna árið 2016 varð fyrir valinu? Jú, það er vegna þess, að ríkisstjórnin telur lik- ur á, aö hún verði farin frá völdunt þá! Mogginn með nviungí íréitamennsku F.n furöuiegastu frétt ársins,, það scm af er, birtist i Morgunblaðinu i gær. Þar stóð i stórri fyrir- sögn á baksiðu: „Næsti vctur svartnætti”. Þegar að var gáð kom i ljós, aö fréttin var höfð eftir ó- nafngreindum „áhrifa- inanni i orkuiðnaði” og fjallaöi um hvaö yröi í orkumálum tslendinga veturinn 1981-1982 ef á- kveðiö hefði vcrið fyrir rúmunt tveimur árum að frcsta gangsetningu Hrauneyjafossvirkjunar! Morgunblaðið hefur þarua opnað alveg nýja fréttalind. Nú geta blööin fariö að birta risafréttir unt alls konar hörmung- ar, sem v ænlanlegar væru ef eitthvað annaö licföi verið gert fyrir mörgjum árunt en geröist i reynd. Hvernig væri t.d. aö Morgunblaöið skrifaöi næsl,um þaö, livernig á- standiö væri i sjávarút- vegsmálum eftir fiinm ár ef islendingar hefðu klár- að þorskstofnana i fyrra? Hváö geröist eftir fimm ár ef islendingar hefðu kláraö þorskstofninn i fvrra? Margir vilja ðíða og sjá árangurinn llagblaðið hefur birt niöurstöður skoðana- könnunar, sem blaðið gerði fyrir skömmu um afstöðu fólks til aðgerða rikisstjórnarinnar i efna- hagsmálum um inánaða- mótin siöustu. Athygli vekur hversu margir voru óákveönir I afstööu sinni, eða tæplega 32%. Þaö bendir til þcss að margir vilji biða og sjá til hvort aðgerðirnar bera þann árangur, seni yfir- lýstur er. Af þeim, sem spurðir voru og höfðu myndað sér skoðun á málinu, var hins vegar verulegur meiri- hluti fylgjandi aðgeröun- um —eða 46,5%, en 21,7% voru andvigir efnahags- aðgeröum rlkisstjórnar- Greenpeace og iscargo Efirfarandi klausu má lesa i siðasta tölublaði Frjálsar verslunar. „Háhyrningarnir, sem um skeiö hafa dvalist i Sædýrasa f ninu fóru héöan af landi fyrir skönunu. Athygli vakti að eriend flugvél flutti þá héðan til Winnipeg i Kanada, en Flugleiðir og Iscargo höfðu barist uni þennan flutning. iscargo bauð betur og stóö til aö félagið færi með háhyrningana þar til Grcenpeace sam- tökin komust i málið. Ætl- uöu þau að taka á móti hvölunum i Winnipeg á- samt sjónvarpsmönnum frá BBC' og fleiri stöövum og hétu öllum, sem nærri þessu máli kæmu, slæmri auglýsingu. Is- cargo-menn vildu fremur vera óþekktir en frægir af endemum svo þeir af- þökkuðu viðskiptin”. Segið svo að Green- peace hafi engin áhrif, fyrst þeim tekst jafnvel aö hræða Kristin Fonn- bogason! Mogginn vill Geip áfram Alþingi kemur ekki saman til fundará uý fyrr en undir mánaðamót. Þingmenn og aðrir ^tjórnmálamenn nota gjarnan þinghlé til fund- arhaldu, eftir þvi sem veður leyfir, en nokkuð er misjafnt hversu frétt- næmir slíkir fundir eru. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaösins, hélt i vikunni ræðu hjá sjálfstæöismönnum i Kópavogi. Þar lagöi hann áherslu á stuöning við áframhald- andi formennsku Geirs Hallgrimssonar i Sjálf- stæðisflokknum. Morgun- blaðsklikan er þar meö klár fyrir landsfundinn i vor, og kcmur hún kannski fáum á óvart. Þá virðist Geir hafa fengiö óbeinan stuöning úr annarri átt. A fundi hjá Kiwanismönnum ræddi Vilmundur Gylfason, þingmaöur Alþýðuflokks- ins, um efnahagsmálin, og mun hafa komist aö þeirri niöurstöðu, að nú væri fátt til varnar gegn v e r ö b ó 1 g u n n i n e m a leiftursókn! Þaö virðist þvi svo sem „ílokksbrot” Gcirs Ilall- grimssonar fái stuðning úr ýmsum áttum! Geir Hallgrímsson: „Flokksbrotið” fær stuðning úr ýmsum átt- um! Elias Snæland Jónsson, ritstjórnarfulltrúi, skrif-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.