Vísir - 30.01.1981, Blaðsíða 28

Vísir - 30.01.1981, Blaðsíða 28
vísm Föstudagur 30. janúar 1981 síminner 86611 Veðurspá dagsins Kl.6 í morgun var um 986 mb lægð út af Breiðafirði á hreyf- ingu aust-norðaustur, en um 700 km suður af Hvarfi var vaxandi 980 mb lægð á hreyf- ingu norðaustur. Dálitið kólnar i dag.en hlýnar aftur i nótt. Veðurhorfur næsta sólar- hring. Suðurland til Breiðafjarðar: Suðvestan 6-8 og snjó- eöa slydduél i fyrstu. Gengur i suðaustan 7-9 með rigningu i nótt. Vestfirðir og Strandir og Norðurland vestra: Breytileg átt 5-7 og snjó-eða slydduél i fyrstu, gengur i suðaustan 6-8 með rigningu i nótt. Norðurland eystra til Aust- fjarða: Suðvestan 4-7, og létt- skýjað i dag, gengur i suð- austan 6-8 i fyrramálið og þykknar upp. Suðurland: Suðvestan 6-8 og slydduél i dag, gengur i suð- austan 658- með rigningu i nótt VeöriD hér og par V'eður kl. 6 i morgun: Orskurðuð í gæsluvarðhaid tll 11. febrúar: Eiginkonan neiiar öllum sakargiflum Konan, sem grunuð var um hlutdeild i eldsupptökunum að Kötlufelli 11, þar sem eiginmað- ur hennar lést, hefur verið úr- skurðuð i gæsluvarðhald til 11. febrúar næstkomandi. Úrskurð- ur þessi var kveðinn upp iSaka- dómi Reykjavíkur siðdegis i gær, en þar lýsti réttargæslu- maður konunnar þvi yfir, að hún myndi kæra úrskurðinn til hæstaréttar, sem mun taka málið fyrir mjög fljótlega. Konan hefur neitað þvi að eiga þátt i eldsupptökunum, en Rannsóknarlögreglan telur að samkvæmt gögnum málsins og framburði vitna sé nauðsyn á að halda konunni i gæsluvarðhaldi á meðan frekari rannsókn máls- ins fer fram. Þess má geta að Sigfús heit- inn var tvfkvæntur og lét eftir sig tvö börn frá þvi hjóna- bandi. Fyrir um 15 árum kvikn- aði i, á þáverandi heimili hans i Kópavogi. Sigfús hafði lengi átt við áfengisvandamál að striða. Samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum Visis var Sigfús undir áhrifum áfengis er elds- voðinn kom upp og hafði verið um nokkurn tima. Undir slikum kringumstæðum hafði eiginkon- an áður þurft að flýja heimilið, en hafði i fá hús að venda. Hún tók að sögn kunnugra ástand eiginmanns sins mjög nærri sér, og mátti iðulega sjá það á hegð- an hennar, þ.e. hræðslu og taugaóstyrkleika. — ÁS Segiðsvo að krakkar nú til dags séu hættir að nenna að letta undir með foreldrum sinum. Hér má sjá einn reiðh jólakappann i Árbæjarhverfi fara með litla bróður sinn i leikskólann. — (Mynd: EÞS). HAGYRÐINGAR KEPPA I VISIS' GETRAUNINNI Visisgetraunin er ekki að- eins uppspretta nýrra áskrif- enda, sem flykkjast til blaðs- ins þúsundum saman, heldur hefur hún einnig reynst hag- yrðingum uppspretta smell- inna braga. Stefán Jónsson, Goðheimum 13 sendi okkur þennan i gær: Skuldlausir um Coltinn keppa kannske er ekki rétt að sleppa voninni um vinninginn. Þessvegna skal borga blaðið og bilnum aka beini i hlaðið sem biður min við bústaðinn. 1 Sandkorni i dag birtir Sæ- mundur eina lipra frá Guð- mundi Halldórssyni á Húsavik (sjá bls. 2). Ak.’vpyri skýjað 3, Bergen skýj: ð 3, Helsingi súld 2, Kaupn h. þokumoða 2. Osló léttskýjað 2, Reykjavik skúr 3, Stokkhólmurskýjað 5, Þórs- höfn rigning 5. Veður kl. 18. i gær: Aþena skýjað 5. Berlin þoku- móða 3. Chicago léttskýjað 4 Feneyjarþokumóöa 2, Frank- furt þokumóða -r 2 Nuuk snjókoma -^2, London mistur 6, Luxemborgheiðskirt 0, Las Palmas mistur 19, Mallorka mistur 8, Montreal skýjað -4-8 ’N-York skýjað 4, Paris heiðskirt h-3, Winnipeg isnálar -4-8. Loki segir „Borgin ætlar ekki að halda uppi graðhestum” segir I fyr- irsögn ieinu morgunblaðanna. Ætli þetta sé liður I samdrætti i opinberum rekstri? Asta önnur — og Asta hin... báðar „á rauðu ljósi”. ASTl i RAUBULJÖSI Það hefur verið heldur betur handagangur hjá simastúlkum Visis á skiptiborðinu siðustu dagana og þá alveg sérstaklega i gær. Skiptiborðið var alveg eins og fjörugasta ljósasjóv, siblikkandi og rauöglóandi. Þúsundir nýir áskrifendur hafa bæst við sivaxandi áskrifenda- hóp blaðsins i þessum mánuði. I gær gerðust nokkur hundruð manna áskrifendur. Það er þvi að vonum að mörg- um gekk illa að ná sambandi við blaðið i gær til þess að gerast áskrifendur. Til þess að bæta úr þessu i dag, ef illa gengur að ná i áskriftarsima Visis 86611 bjóðum við fólki að hringja einnig i sima 82260. Og ef það nær i hvorugan simann, þá bönnum við fólki ekki að koma og gerast áskrifendur á skrif- stofu Visis að Siðumúla 8. Aðrir, sem þurfa að ná til blaðsins, sýnið okkur þolinmæði i dag, þó að „Asta verði á rauðu ljósi”. (Báðar simastúlkur Visis heita Ásta.) UMBROT m GJéSTYKKI „Land byrjaði að siga um klukkan s jö i morgun og vart varð óróa á ölium skjálftamælum. Sig- ið heldur áfram og er orðið um 10 cm” sagði Páll Einarson jarð- eðlisfræðingur er Visir hafði sam- band við hann norður i Mývatns- sveit i morgun. Páll sagði að skjálftahrina væri i fulium gangi og allt benti til að umbrotin væru norður undir Gjá- stykki, norður af Kröfluvirkjun og væri þvi um aö ræða kviku- hlaup til norðurs. Ekki vildi Páll spá um fram- vindu mála á svæðinu, sagði að vel væri fylgst með öllum mælum og siðan yrði að koma i ljós hver framvindan yrði. Land hefði risið mjög á Kröflu- svæðinu að undanförnu og var land komið i meiri hæð heldur en fyrir siðustu umbrotahrinu. —SG Getraunin: Dregiö í flag - Hríngflu strax í síma 86611 Vertu Vísisáskrifandi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.