Vísir - 11.03.1981, Blaðsíða 1

Vísir - 11.03.1981, Blaðsíða 1
Enn um siríðTbúáTHamrábárgi"vTð""=rairikvcemúaneiiiáávggingaáætiiinar:; Ibúarnir lálnlr grelða gjðld j ipamkvæmdanetnflapl i „Ég sé enga ástæöu til þess aö liggja á þvi.hvernig fariö er meö okkur ibúðareigendur i Hamra- berginu i Breiðholti. Þaö er ekki nógaðvið eigum i útistöðum viö framkvæmdanef ndina sem byggði hús okkar, heldur er nú svo komið, að uppboðum er hót- að á eignum okkar vegna gjalda. sem fra mkvæm danefndin á fyrir löngu að vera búin að greiða”, sagði Ágúst tsfjörð, en hann er formaður Húseigenda- félags ibúa i Hamrabergi i Breiðholti. Visir skýrði frá þvi á dögun- um, að frágangi á húsum i Hamrabergi væri mjög ábóta- vant og þessa dagana eru deilur um að fá fram þær lagfæringar, sem eigendur telja nauðsynleg- ar til þess að verandi sé i húsun- um. En nú hefur nýtt mál risið, mál, sem er mikið hitamál frá hendi ibúanna. „Éggetsagt þér þá sögu, sem að mér snýr”, sagði Ágúst. „Þannig er, að maður að nafni Rúnar Þ. Hermannsson sem býr i Vesturbergi 2, en á ibúð i Hraunbergi 11. kom til min með tilkynningu um uppboð á Hamrabergi 11, sem af ein- hverjum ástæðum hafði verið send honum, og hafði nafn hans verið vélritað ofan i nafn Fram- kvæmdanefndar bygginga- áætlunar. Hann afhenti mér þessa tilkynningu og sagði mér jafnframt, að búið væri að aug- lýsa þetta uppboð i Lögbirtinga- blaðinu vegna skuldar á fast- eignagjöldum, sem féllu i ein- daga i mai á siðasta ári. „Það gerðist næst, að upp- boðsauglýsing er send frá borgarfógetaskrifstofunum um uppboð á Hamrabergi 11 og er tilkynningin send á mitt nafn, þótt ég sé ekki eigandi að ibúð- inni, heldur kona min, Kristin Einarsdóttir, ég fékk þessa til- kynningu senda express i lok febrúar, en uppboðið átti að fara fram 10. mars. „Ég sneri mér til fram- kvæmdanefndarinnar og talaði þar við Rikharð Steinbergsson og viðurkenndi hann að fram- kvæmdanefndin ætti að greiða þessi gjöld, enda þau gjaldfallin áður en konan min keypti i Hamraberginu. Hann ætlaði að hafa samband við mig eftir 20 minútur um þetta mál”. „Þetta var á miðvikudegi og ekkert heyrðist frá Rikharði. Fór ég þvi i Gjaldheimtuna á fimmtudeginum og greiddi skuldina og var siðan tilkynning send til borgarfógeta um, að hún væri greidd. En samt sem áður og þrátt fyrir loforð um að slikt myndi ekki gerast, birtist auglýsingum nauðungaruppboð á Hamrabergi 11 i Visi sl. laugardag, og á minu nafni, þótt ég væri búinn að taka það skýrt fram i Gjaldheimtunni, að það væri kona min, Kristin Einars- dóttir, sem ætti þessa ibúð og við erum skuldlaus við Gjald- heimtuna. „Þetta er rosalegt ástand. Ég veit, að það er búið að gera fjár- nám i nokkrum ibúðum út af þessu, og sumir hafa reyndar farið eins að og ég að greiða þessa skuld framkvæmda- nefndarinnar við Gjald- heimtuna til aö losna við, að nauðungaruppboð væri auglýst. Þetta sýnir, hvernig farið er með okkur. Við erum látin svara fyrir gjöld, sem voru komin i eindaga áður en við keyptum af framkvæmda- nefndinni. Það er ekki sumt, sem er að i samskiptum okkar við framkvæmdanefndina; þaö er allt”, sagði Agúst. gk-.Jj Marina Sidorova og Uri Vladimirov ræöa viö blaðamann. Ljóshærða stúlkan er túlkurinn og heitir Julia Karsavina, en hún er dóttir Vladimirs Jakubs, sem er prófessor i islensku og mörgum tslendingum kunnur. Vlsismynd: EÞS „Akveö mótsstað í næstu viku” - segip Friðrik „Talsmenn Karpovs virtust ekki vera á þvi, að það þjónaði nokkrum tilgangi að reyna aö semja um einvigisstaðinn og ég lit svo á,að þar með hafi mér ver- ið falið að úrskurða þar um, þar sem keppendur voru ekki sam- mála í óskum sinum”. Þetta sagði Friðrik Ólafsson, forseti FIDE, i samtali við blaða- mann Visis i morgun, en i gær ræddi Friðrik við fulltrúa Karpovs. Friðrik sagöi, að sér hefði virst Alban Brodbeck, fulltrúi Korts- nojs.vilja, að viðræöur færu fram milli aðila og þvi hafi hann boriö það undir talsmenn Karpovs, en þeir sem sé tekiö þvi fálega. „Ég mun halda til Las Palmas i fyrramálið til þess aö kynna mér aðstæöur þar, og á laugardaginn fer ég til Merano i sömu erinda- gjörðum. Ég býst svo við að kveða upp Urskurð á fimmtudag eða föstudag i næstu viku. Viö þá ákvörðun mun ég taka tillit til allra keppnisaðstæðna, auk þess sem ekki verður hjá þvi komist aö hafa verðlaunaupphæðirnar i huga eins og þær voru tilgreindar i upphaflegu tilboðunum”, sagði Friðrik. —P.M. Jfcr er niytt - en nvassti - sagði Uri Vlaflimirov. sólðdansari irá Boisoj, við komuna tii fslands „Við erum undrandi á þvi.hvaö hér er hlýtt. Það er óiikt kaldara i Moskvu á þessum árstima en reyndar ekki eins hvasst”, sagði Uri Vladimirov, sólódansari frá Bolsoj ballettnum i Moskvu, en hann, ásamt Marinu Sidorovu eru stjörnurnar i sovéska ballett- flokknum sem sýnir i Þjóðleik- húsinu i kvöld. t flokknum, sem kom frá Dan- mörku i gærdag, eru 30 manns, þar af 25 dansarar — allt valdir dansarar frá balletthúsunum i Kiev, Talin, Bolsoj og fleirum. „Þetta er i annað skiptið. sem ég kem til islands; ég kom hingað með blönduðum flokki dansara áriö 1973”, sagði Vladimirov og tók það fram, að sér likaöi ágæt- lega að dansa i Þjóðleikhúsinu. Marina Sidorova, sem einnig kemur frá Bolsoj, hefur hins veg- ar aldrei komið til andsins áður. „Það var fallegt að lenda á Keflavikurflugvelli, hér virðist vera fögur náttúra”, sagði Mar- ina. Hvorugt þeirra sagöist kannast við islenska dansara né vita nokkuð um islenskan ballett. „Það er vegna þess, að Islendingar hafa aldrei sótt ráð- stefnur og mót fyrir dansara i Sovétrikjunum, þannig að við höfum ekki fengið tækifæri til að kynnast þeim. Vonandi rætist fljótlega úr þvi — það er til dæmis ráöstefna hjá okkur i júni”, sagði Marina Sidorova. Dansflokkurinn er aö koma úr ferð um Noröurlöndin og hefur hann sýnt i Danmörku, Noregi og Sviþjóð, en i Sviþjóð hafði flokk- urinn 20 sýningar á 21 degi. Hér eru ákveðnar fjórar sýningar og liklega verður aukasýning á laugardag. Fyrsta sýningin verö- ur i Þjóðleikhúsinu i kvöld klukk- an 20. —ATA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.